Morgunblaðið - 31.08.2000, Síða 10

Morgunblaðið - 31.08.2000, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Mjólkurfræðingar MSKEA segja upp störfum í kjölfar skipulagsbreytinga Efasemdir um að nýtt stj órnskipulag- gangi upp ALLIR mjólkurfræðingar sem starfa hjá MSKEA ehf. sögðu upp störfum í gærmorgun í kjölfar þess að fjórum mjólkurfræðingum hjá félaginu var sagt upp störfum nú nýverið í tengslum við sidpulagsbreytingar og nýtt stjómskipulag hjá MSKEA og MSKÞ, en félögin munu, ásamt félagi í eigu mjólkurbænda, Grönum ehf., renna saman í eitt félag á haustdögum. Breytingarnar eru liður í því að undirbúa væntanlega sameiningu fyrirtækj- anna og félags mjókurframleiðenda að því er fram kemur í frétt frá MSKEA. Geir Jónsson formaður Mjólkurfræðingafélags- ins sagði að málið ætti sér nokkuð langan aðdrag- anda, en í júlí síðastliðnum hefði 5 milli- stjómendum, mjólkurfræðingum, verið sagt upp stöfum hjá félaginu og fyrir síðustu helgi hefði 4 mjólkurfræðingum að auki verið sagt upp. Félaginu var þá tilkynnt um að breytingar væm framundan og var í framhaldinu boðað til fundar með stjóm- endum KEA. Geir sagði að þá hefði verið ljóst að verið væri að brjóta á félagsmönnum, sem ættu ákveðin forgangsrétt að störfum í mjólkursamlög- um. „Það kom strax upp að ekki væri hægt að rétt- læta uppsagnir miðað við þær breytingar sem boð- aðar voru. Við gerðum kröfú um að þær yrðu afturkallaður, en því var hafnað,“ sagði Geir. Líta á breytingarnar sem móðgun við sig Hann sagði að þegar fyrirhugaðar skipulags- breytingar hefðu verið kynntar hefði allt spmngið, fólk hefði séð að fyrirtækið gæti ekki gengið, yrðu boðaðar breytingar að veruleika. „Okkar félags- mönnum var gjörsamlega ofboðið," sagði Geir og bætti við að framkoma stjómenda KEA vegna þessa máls væri fyrir neðan allar hellur. „Fólk h'tur á þessar fyrirhuguðu breytingar sem móðgun við sig, því menn em að halda því fram að hægt sé að halda fyrirtækinu gangandi á helmingi minni mannskap en nú er. I hinu orðinu er boðað að vinna verði aukin vegna sammnans við KÞ. Með þessu er verið að gera htið úr fólki, sérstaklega þeg- ar haft er í huga að það hefur þurft að vinna tals- verða yfirvinnu til að ljúka störfum dagsins. Niður- staðan er sú að fólkið vill koma heiðarlega fram og það segir hreint út að það geti ekki gert það sem stjómendur félagsins em að fara fram á og því sagði það upp,“ sagði Geir, en margir þeirra sem sagt hafa upp störfum eiga að baki langan starfs- aldur. Hann sagði það sitt mat á stöðunni að meira en htið þyrfti til að koma svo málin leystust og nefndi m.a. að fólki hefði fundist farið á bak við sig við und- irbúning að fyrirhuguðum skipulagsbreytingum. Ráðinn hefði verið ráðgjafi í sumar og hann kynnt sig sem slíkur fyrir fólkinu þegar hann átti við það viðræður, en ekki hefði hðið að langur tími þegar til- kynnt var að hann hefði verið ráðinn framkvæmda- stjóri MSKEA og MSKÞ. „Ég held að flestir séu sammála um að hann hafi komið þama inn á folsk- um forsendum, komið aftan að fólld.“ Uppsagnir skapa óróleika Vegna skipulagsbreytinganna var 5 starfsmönn- um úr Verkalýðsfélaginu Einingu-Iðju sagt upp störfum hjá MSKEA og sagði Björn Snæbjömsson formaður þess að allir hefði átt að baki langan starfsferil í samlaginu. „Þetta er algjört rothögg íyrir þetta samfélag í mjólkursamlaginu,“ sagði hann. Hann sagði marga hafa efasemdir um að hið nýja fyrirkomulag myndi ganga upp, það starfsfólk sem eftir yrði myndi ekki anna þeim störfum sem því væri gert að innan af hendi. „Það hefur verið ákaflega stöðugur vinnukraftur í samlaginu, en þessar uppsagnir hafa skapað óróleika meðal starfs- manna. Okkur þykir leitt að til þessara uppsagna kemur og emm að fara yfir stöðuna," sagði Bjöm. Prófmál á hagræðingarmöguleika í greininni Helstu breytingamar sem verða á starfsemi mjólkursamlaganna í kjölfar sameiningar eru þær að tilfærsla verður á verkefnum til að ná fram fram- leiðniaukningu, óhagkvæmri framleiðslu verður hætt, lagt verður í fjárfestingar til að auka fram- leiðni og breytingar á stjómskipulagi eiga að hafa verulega einföldun í fór með sér. Agúst Þorbjörnsson framkvæmdastjóri MSKEA og MSKÞ segir leitt að málið hafi farið í þennan far- veg, en augljóst sé að Mjólkurfræðingafélag íslands standi að þessum aðgerðum. Mjólkuriðnaður, líkt og annar iðnaður í landinu, standi frammi fyrir auknum innflutningi og kröfur séu gerðar um fram- leiðniaukningu. Mjólkurfræðingafélagið geri nú kröfu um forgang að störfum innan samlagsins, en fram til þessa hafi þau verið unnin af verkafólki. DeOur um forgangsrétt að vinnu séu alltaf við- kvæmar, en þau störf sem um ræðir í þessu tilviki hafi hingað til verið unnin af verkafólld, bæði hjá mjólkursamlagi KEA og öðmm fyrirtækjum í mjólkuriðnaði. Telur Ágúst að um sé að ræða próf- mál á hagræðingarmöguleika innan mjólkuriðnað- arins, sem ljóst sé að iðnaðurinn þurfi að fara í ef hann eigi að vera samkeppnisfær við aukinn inn- flutning og vaxandi samkeppni. Agúst vonar að nið- urstaða fáist í máhð sem fyrst og segir fullan vilja og skilning meðal starfsmanna og stjómenda á nauð- syn þess að nýta þau sóknarfæri sem norðlenskur mjólkuriðnaður hefur. Ibúar við Dísarland í Bolungarvík eru ósáttir við bæjaryfírvöld Óánægð með fyr- irhugaðan snjó- flóðavarnargarð Morgunblaðið/Ámi Sæberg íbúar við Dísarland íhuga að ráða lögfræðing og leita réttar síns. ÍBÚAR við Dísarland í Bol- ungarvík, íbúðargötuna sem stendur næst Traðarhyrnu, fjallinu sem snjóflóðin féllu úr árið 1997, eru mjög ósátt- ir við vinnubrögð bæjaryfir- valda í tengslum við gerð snjóflóðavarna í bænum og íhuga nú að ráða sér lög- fræðing og leita réttar síns. Stefanía Birgisdóttir, íbúi í Dísarlandi 10, sem er eitt þeirra húsa sem snjóflóðin 1997 féllu á og skemmdi, sagði að bæjaryfirvöld hefðu ákveðið að reisa vamargarð rétt fyrir ofan íbúðarhúsin við Dísarland og að íbúamir telji sig engu bættari með þann garð, því þeir þurfi eft- ir sem áður að rýma húsin sín líkt og undanfarin ár. Hún sagði að síðasta vetur hefðu íbúarnir þurft að rýma húsin sín 11 sinnum og að það væri ástand sem erfitt væri að sætta sig við. „Það hefur gífurleg áhrif á fjölskylduna þegar hringt er í mann og sagt að nú verði maður að rýma húsið,“ sagði Stefanía. „Maður er með börn og það eru skólar í gangi og maður þarf að koma sér inn á einhverja ættingja - þannig að auðvit- að er þetta mikið rask, það er í raun erfitt að lýsa þessu.“ Ekki varanleg lausn Ásgerður Jónasdóttir, íbúi í Dísarlandi 4, sagði að íbúarnir við götuna vildu fyrst og fremst fá varanlega lausn á málinu og að sú lausn sem bæjaryfirvöld hefðu val- ið væri ekki varanleg. Hún sagði að lausn bæjaryfir- valda þýddi það að hún og aðrir íbúar í Dísarlandi byggju enn við sömu hættu og áður, þeir þyrftu að rýma húsin sín eins og áður og að það myndi ekki koma í Ijós fyrr en stórt snjóflóð félli á garðinn hvort húsin myndu sleppa eða lenda í flóðinu. Þetta sagði hún vera óviðun- andi ástand. Viðar Axelsson, íbúi í Dís- arlandi 8, húsi sem skemmd- ist í snjóflóðunum 1997, sagði að bæjaryfirvöld hefðu ekki hlustað á óskir bæjar- búa í þessu máli. Hann sagði að það íbúar Dísarlands hefðu margsinnis óskað eftir því að bærinn keypti upp þau hús sem talin væru í mestri hættu vegna snjó- flóða, líkt og gert hefði verið í Súðavík, Hmfsdal og á Flateyri, en að aldrei hefðu fengist nein skýr svör. Hann sagði að nú væri hins vegar ljóst að bærinn myndi ekki kaupa húsin og því stæðu íbúarnir uppi með verðlaus- ar eignir, en allir íbúarnir við götuna stóðu sjálfir í að byggja húsin, í kringum árið 1980. Stefanía sagði að það eina sem íbúamir, sem byggju á hættusvæðinu efst við rætur fjallsins, vildu væri húsa- skjól á öruggum stað í bæn- um. Hún sagði að svo virtist sem bæjaryfirvöld væru hrædd um að þessir íbúar myndu flytja frá Bolungar- vík um leið og húsin yrðu keypt, en hún sagði að þann- ig hugsaði fólkið ekki, það vildi búa í bænum, en bara á öruggum stað. Viðar sagðist einnig hafa orðið var við það að bæjaryf- irvöld óttuðust það að yrðu húsin við Dísarland keypt af íbúunum myndu fleiri íbúar neðar í byggðinni fara fram á að þeirra hús yrðu keypt. Viðar sagði hins vegar alveg ljóst að mun brýnna væri að losa húsin efst í fjallinu en hin sem neðar stæðu, því þau væru í mun meiri hættu ef snjóflóð félli. „Mér finnst stundum eins og bæjaryfirvöld séu bara að bíða eftir því að við komum með lyklana að húsunum og afhendum þeim þau endur- gjaldslaust," sagði Viðar. Ákvarðanatakan ætti ekki að vera í höndum bæjarstjórna Viðar sagði að ef húsin við Dísarland yrðu keypt upp væri hægt að byggja vamar- garðinn neðar, sem myndi auka enn á öryggi íbúa sem byggju neðar í byggðinni. Viðar sagði að sérfræðing- ar frá Veðurstofunni hefðu einmitt bent á þann kost að byggja garðinn neðar, vegna þess að þá myndi myndast meira rennslissvæði fyrh- hugsanlegt snjóflóð. Hann sagði að þeir teldu að vam- argarðurinn, sem bærinn hefur ákveðið að reisa, stæði í of miklum halla og að húsin við Dísarland stæðu of ná- lægt honum. Viðar sagði það orka tví- mælis að ekki væri eining innan bæjarstjórnar um jafnviðkvæmt mál og þetta. Reyndar sagðist hann, eins og Stefanía og Ásgerður, vera þeirrar skoðunar að ákvarðanataka í svona máli ætti ekki að vera í höndum bæjarstjórna heldur ein- hverra sérfræðiaðila, sem hefðu yfirgripsmikla þekk- ingu á snjóflóðavörnum og hugsuðu um hag heildarinn- ar án þess að láta pólitísk sjónarmið trufla sig í ákvarðanatökunni. Ólympíumótið í bríds Mögn- leikar Is- lands minnka MÖGULEIKAR íslendinga á að komast í úrslitakeppnina á Ólympíumótinu í brids minnk- uðu talsvert í gærkvöldi þegar íslenska liðið tapaði fyrir Norðmönnum, 9-21, í 10. um- ferð riðlakeppninnar. íslenska liðið er í 7. sæti í sínum riðli eftir 10 umferðir en fjögur efstu liðin í hverjum riðli kom- ast áfram í 16 liða úrslit. Staðan í riðli Islendinga er sú að Italir hafa örugga for- ustu með 218 stig. í 2.-3. sæti eru Argentínumenn og Norð- menn með 195 stig, Kínverjar hafa 186 stig, Suður-Afríka og Marokkó 172 stig, íslendingar 168 og Nýsjálendingar 167 stig. Islenska liðið vann La Reun- ion, 16-14, í 9. umferð í gær og Úkraínu, 17-13 í 8. umferð. í 7. umferð á þriðjudag vann liðið Tyrki, 21-9 en tapaði með sama mun fyrir Marokkó í 6. umferð. Á mánudag vann ís- lenska liðið Kína, 18-12 og Suður-Afríku, 19-11 en tapaði fyrir Taílandi, 11-19. Tveir leikir verða spilaðir í dag en undankeppninni lýkur á laugardag. Byggðastofnun til Sauðárkróks Forstöðu- maður lætur af störfum AÐEINS einn af 15 starfs- mönnum Byggðastofnunar hyggst starfa hjá stofnuninni eftir að hún verður flutt til Sauðárkróks. Meðal þeirra sem hefur ákveðið að láta af störfum hjá stofnuninni er Guðmundur Malmquist, for- stöðumaður hennar. „Það er aðeins einn starfs- maður sem hefur tilkynnt að hann sé reiðubúinn að flytja. Aðrir hafa tilkynnt til að þeir hafi ekki tækifæri til þess, eða treysti sér ekki til þess,“ segir Guðmundur í samtali við Morgunblaðið. „Ég hef svarað þessu sama til og væntanlega læt ég af störfum þegar stofn- unin flytur." Breska kon- an laus úr öndunarvél BRESKA konan sem slasaðist í gær þegar hún féll í Skafta- fellsá er laus úr öndunarvél en liggur þó enn á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Konan féll í ána ásamt tveimur börnum sínum þegar íshella, sem þau stóðu á, gaf sig. Líðan pilt- anna óbreytt LÍÐAN piltanna sem slösuðust alvarlega þegar flugvél hrapaði í Skerjafjörð fyrr í mánuðinum er að mestu óbreytt. Þeir liggja á gjörgæsludeild Landspítal- ans í Fossvogi, tengdir öndun- arvélum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.