Morgunblaðið - 31.08.2000, Page 22

Morgunblaðið - 31.08.2000, Page 22
22 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Mikil skuldasöfnun sjávarútvegsins Nauðsynlegar fjárfestingar SKULDAUKNING sjávarútvegs- ins skýrist af stærstum hluta af nauðsynlegum fjárfestingum í framleiðslutækjum, einkum til veiða og vinnslu á uppsjávarfiski, að mati forsvarsmanna nokkurra af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins. Þeir telja að þótt skuld- setning sjávarútvegsins sé mikil, hafi framlegð og hagræðing í greininni aukist mikið á undan- förnum árum. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær hafa skuldir sjávar- útvegsins aukist um nærri 80 millj- arða á undanförnum 5 árum og er áætlað að skuldirnar hafi numið ríflega 175 milljörðum á síðasta ári. Bryjólfur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Granda hf., segir skuldastöðu sjávarútvegsins skýr- ast að hluta af endurnýjun í fisk- veiðiflota landsmanna, sem og framleiðslutækjum á undanförnum árum. Þá hafi fyrirtækin einnig keypt til sín aflaheimildir. Hann segir að nýfjárfestingar í sjávar- útvegi á undanförnum árum hafi verið mjög aðkallandi. Hins vegar sé stór hluti af nauðsynlegum ný- fjárfestingum í sjávarútvegi kom- inn fram. „Margar af fjárfestingum í skipum hafa verið nauðsynlegar, sérstaklega á skipum til veiða á uppsjávarfiski, til að geta skilað gæðahráefni að landi. Eins var kominn tími til að endurnýja fiski- mjölsverksmiðjurnar til fram- leiðslu á hágæðamjöli. Þetta eru að mínu mati eðlilegar og nauðsynleg- ar fjárfestingar. Þá er það mín skoðun að ef rækjuiðnaðurinn hefði ekki fjárfest í framleiðniaukandi tækjum á undanförnum árum væri staða iðnaðarins mun verri en hún er í dag og jafnvel væri engin rækjuvinnsla hérlendis." Brynjólfur segist þeirrar skoð- unar að á sama tíma og skuldir sjávarútvegsins hafi hækkað hafi framlegð fyrirtækjanna aukist. Hann segist hins vegar ekki treysta sér til að segja til um hvort framleiðniaukningin sé nægileg til að standa undir skuldasöfnuninni. Hærri skuldir þýði vissulega hærri fjármagnskostnað fyrir fyrirtækin en bendir á að fjármagnskostnaður hljóti að lækka með hagræðingu í bankakerfinu. Ekki mikil þörf fyrir nýfjárfestingar lengur Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Ak- ureyringa hf., segir að á meðan skuldir sjávarútvegsins hafi aukist, hafi fjármunamyndun fyrirtækj- anna einnig vaxið mikið á síðustu árum. Hann segir að í tilfelli ÚA hafi skuldir aukist vegna samein- inga við skuldug fyrirtæki. „Við höfum ekki farið út í nýfjárfesting- ar, enda er fjárfestingaþörf fyrir- tækisins sáralítil. Reyndar tel ég að nýfjárfestingaþörf greinarinnar í heild sé ekki mjög mikil í dag. Segja má að safnast hafi upp ný- fjárfestingaþörf fram undir miðjan þennan áratug sem nú er að mestu lokið. Afkastagetan hefur verið aukin með til dæmis stærri og full- komnari mjölverksmiðjum. Eins hafa fyrirtæki í uppsjávarfiski ver- ið að bæta skipakost sinn en hann var orðinn gamall og á síðasta snúningi. Ég er því þeirrar skoðun- ar að sjávarútvegurinn hafi meiri möguleika til að skapa verðmæti en áður með þeim fjárfestingum sem lagt hefur verið í á undan- förnum árum.“ Guðbrandur sér ekki fram á að landvinnslan standi frammi fyrir mikilli endurnýjun á komandi ár- um. Ekki hafi komið fram ný tækni sem kalli á gagngerar endurbætur framleiðslutækja, hvorki á landi né á sjó, ólíkt því sem átt hafi sér stað í vinnslu og veiðum á uppsjávar- fiski. Öryggl rekstrarumhverfi mikilvægt Einar Valur Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihússins- Gunnvarar hf. á Isafírði, segir fyr- irtækið ekki hafa staðið í miklum fjárfestingum á framleiðslutækj- um, heldur hafi það tekið yfir önn- ur skuldsett félög. Þá hafi kvóta- kaup fyrirtækisins verið fjár- mögnuð að hluta til með hluta- fjáraukningu. Hann segist telja að fjárfestingar sjávarútvegsfyrir- tækja hafi á undanförnum árum að mestu einskorðast við fyrirtæki í veiðum og vinnslu uppsjávarfisks, auk þess sem fyrirtæki hafi verið að styrkja kvótastöðu sína til að ná fram aukinni hagræðingu. „Það hefur ekki verið mikið um stórar fjárfestingar í bolfiskgeiranum á undanförnum árum. Þannig hefur ekki komið nýtt ísfiskskip til lands- ins í fjölda ára. Hins vegar sjá menn nú fram á einhverjar nýsmíð- ar á ísfiskskipum því vitaskuld þarf að endurnýja framleiðslutækin." Einar segir að mikil hagræðing hafi átt sér stað í sjávarútvegi síð- asta áratuginn enda hafi rekstur sjávarútvegsfyrirtækja batnað verulega á síðustu árum. „Skuldir sjávarútvegsins eru þó áhyggju- efni. Greinin þarf hins vegar að búa við öruggt rekstrarumhverfi og að því verði ekki breytt í'yrir- varalítið með stjórnvaldsaðgerð- um. Fyrirtækin hafa í trausti þess að kerfið sé komið til að vera styrkt kvótastöðu sína með sam- einingum og kvótakaupum," segir Einar. Guðmundur Þorbjörnsson, útgerðarmaður Hákons ÞH, Auðbjörg Ingimundardóttir, eiginkona hans, og sonur þeirra Ingi Jöhann, að iokinni sjósetningunni. Morgunblaðið/Grímur Gíslason Frá sjósetningu Hákons ÞH í Asmar-skipasmíðastöðinni í Chile. Hákon ÞH sjósettur HÁKON ÞH, nýtt nóta- og togveiði- skip Gjögurs hf., var sjósett hjá Asmar-skipasmíðastöðinni í Chile á þriðjudag. Þrjú skip eru nú í smíð- um fyrir íslenskar útgerðir í Chile. Skipið var sjósett með mikilli við- höfn hjá Asmar-skipasmíðastöðinni í í Talcahuano í Chile að viðstöddu fjölmenni. Það var Auðbjörg Ingi- mundardóttir, eiginkona Guðmund- ar Þorbjörnssonar útgerðarmanns skipsins, sem gaf skipinu nafnið Há- kon. Hinn nýi Hákon ÞH er 76 lang- ur og 14,40 breiður. Skipið verður eitt öflugasta nóta- og togveiðiskip íslenska fiskiskipaflotans og er stefnt að því að gera það m.a. út á loðnu, síld og kolmunna. Auk Há- kons ÞH eru nú tvö önnur íslensk skip í smíðum hjá Asmar-skipa- smíðastöðinni, Ingunn AK fyrir Harald Böðvarsson hf. á Akranesi og Huginn VE fyrir Huginn ehf. í Vestmannaeyjum. NÝSKÖPUNARSJÓÐUR A T VIN N U L f F.S IN S ($) impra PJÓNUSTUMIÐSTðO frumkvfiAla og fyrlrtmkja Keidnahottí, 112 Raykjavfk Hvcrnig gengur rckstur fyrirtœkisins? Þessi spurning brennur á flestum stjórnendum sem standa í fyrirtœkjarekstri. Þess vegna vill Impra, þjónustumiðstöð frumkvöðla og fyrirtaekja á Iðntœknistofnun, vekja athygli á verkefni Nýsköpunarsjáðs, Skrefi framar. Verkefninu er aetlað að auðvelda stjárnendum minni fyrirtcekja að afla sér utanaðkomandi ráðgjafar til að bœta afkomu og stjárnun fyrirtœkjanna og auka veltu þeirra og arðsemi. Skrefi framar: # er opið fyrirtœkjum í öllum starfsgreinum, aðstoðar stjórnendur við val á ráðgjöf og ráðgjöfum, * veitir aðhald meðan á ráðgjöf stendur til að hún skili tilœtluðum árangri, styrkir hluta ráðgjafarkostnaðar. SKREFI FRAMAR Nánari upplýsingar er að finna hjá Ernu Reynisdóttur, verkefnisstjóra, Impru, þjónustumiðstöð frumkvöðla og fyrirtœkja á Iðntœknistofnun í síma 570 7100 / 570 7268, netfangi ernar@iti.is, eða á netslóð verkefnisins www.impra.is/skrefiframar. Þar er einnig umsóknareyðublað vegna verkefnisins. Með umsókninni skal fylgja ársreikningur síðasta árs. Umsóknarfrestur er til 8. september 2000.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.