Morgunblaðið - 31.08.2000, Page 25

Morgunblaðið - 31.08.2000, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000 25 Svenska Dagbladet breytir í smærra útgáfuform Svar við kalli nú- tímans og lesenda AKVEÐIÐ hefur verið að breyta út- gáfuformi hins rótgróna sænska dagblaðs Svenska Dagbladet (SvD) úr hinu hefðbundna breiðformi, sem flest „alvarleg" dagblöð heimsins hafa haldið sig við, í smærra og handhægara form, sem víðast hvar er kennt við æsifréttablöð („tabloid“- form). Samkvæmt ákvörðun blaðstjórn- arinnar frá í fyrradag verður blað- inu skipt upp í þrjá hluta - fyrir fréttir (þar á meðal íþróttafréttir), menningar- og viðskiptalífsumfjöll- un. „Svenska Dagbladet á að vera blað sem maður getur lesið þægilega við morgunverðarborðið, samhliða því að meðlimir fjölskyldunnar geta deilt blaðinu á milli sín,“ segir Hannu Olkinoura, aðalritstjóri blaðsins. Segir í frétt SvD í gær, að blaðið eigi að koma út með hinu nýja sniði fyrir áramót. Aður en af því verður á þó að gera nokkrar les- endakannanir. Endanleg ákvörðun verður tekin í kjölfar þessara kann- ana eftir u.þ.b. mánuð. „I þeim forkönnunum sem við höf- um gert hafa á bilinu 70 og 80 af hundraði aðspurðra sagzt jákvæðir í garð breytts útgáfuforms," er haft eftir Gunnari Strömblad, aðstoðar- framkvæmdastjóra SvD. Aðspurður, hvort blaðið hafí eitt- hvert „plan B“ ef lesendur skyldu ekki vilja nýja útgáfuformið, segir Strömblad að hann og aðrir stjórn- endur blaðsins séu orðnir svo sann- færðir um að lesendur taki smærra útgáfuforminu vel, að ekki sé gert ráð fyrir öðru en að breytingarnar komi til framkvæmda. Aðalröksemdin að baki smækkun útgáfuformsins er að þar með verði blaðið handhægara og auðveldi les- endum að fletta því. Utgáfukostnað- urinn er ennfremur sagður lækka lítið eitt við breytinguna. Megin- markmiðið er þó að lokka nýja les- endur til blaðsins. „Það hafa margir lýst óánægju með það hversu óhöndugt núverandi útgáfuform blaðsins er. Við þurfum að laga okkur að þessu,“ segir Olkin- uora. Keppinauturinn DN hafði uppi sams konar áform Aðalkeppinautur SvD, Dagens Nyheter, hafði fyrir fáeinum árum uppi áform um að fara út í smækkun útgáfuformsins, en þau runnu út í sandinn af prenttæknilegum ástæð- um. Breytingin hefði ekki gengið upp nema að önnur blöð sem gefín eru út af Bonnier-forlaginu í Sví- þjóð, aðallega Expressen og Syd- svenskan, yrðu einnig prentuð í sama útgáfuformi. Stærsta hindrunin sem Svenska Dagbladet hefur þó þurft að yfír- stíga í þessu sambandi hefur snúið að auglýsingahliðinni. Auglýsendur hafa margir lýst sig óviljuga til að greiða jafnmikið fyrir heilsíðu- auglýsingu í smærra útgáfuforminu. „Við teljum þó að ekki sé hætta á því að verulegt brottfall verði á auglýsingum. Heilsíðuauglýsing hef- ur alveg jafnmikil áhrif í „tabloid"- formi eins og í breiðblaðsformi,“ segir Gunnar Strömblad. „Við höfum ekki gert neina út- reikninga á því, við hve mikilli fjölg- un lesenda við getum búizt við breytinguna. En auðvitað reiknum við með því að upplagið vaxi,“ segir Olkinuora aðalritstjóri. Jákvæð viðbrögð „Þegar við breyttum prentformi viðskiptafréttahluta blaðsins fyrir hálfu ári voru viðbrögð lesenda mjög jákvæð. Jafnvel fólk sem aldrei áður hafði eytt mörgum mínútum í lestur viðskiptafréttanna sést nú niður- sokkið í viðskiptafréttahlutann í strætisvagninum á leið í vinnu,“ segi jVENSKA DAGBLÁDET Olkinuora í opnu bréfi til lesenda í gær. I bréfinu segir ritstjórinn það kröfu „hins hreyfanlega nútíma- manns“ að útgáfuformið verði hand- hægara. SvD leitaði álits ritstjóra annarra sænskra dagblaða og valin- kunnra sérfræðinga í útgáfumálum á breytingaráformunum. Flestir lýstu áformin skynsamleg, en Joachim Berner, ritstjóri aðal- samkeppnisblaðsins Dagens Nyhet- er, sagði: „Það verða anzi mörg æsi- fréttablöð í Stokkhólmi.“ Ostankino-turninn endurbyggður Moskvu. AP. OSTANKINO-sjónvarpsturninn í Moskvu er nógu stöðugur til þess að hægt sé að gera við þær skemmdir sem urðu á honum er eldur logaði í honum í 26 klukku- stundir. Þrír létust í brunanum. Yfirmaður embættis bygginga- meistara ríkisins í Rússlandi sagði að 25% þeirra 149 stálkapla sem halda saman hlutum tumsins hafi eyðilagst í eldinum. Turninn er alls 540 metra hár. En eftir tveggja daga rannsókn á vegum sérfræðinga hafi niðurstaðan orð- ið sú, að hægt sé að koma turnin- um aftur í fyrra horf. Slökkviðliðsstjóri Moskvuborg- ar sagði í gær að menn sínir hefðu þurft að bíða í þrjár klukkustund- ir áður en þeir fengu leyfi til að skrúfa fyrir rafmagnsstraum til turnsins. Hafi þurft að fara upp mörg þrep í valdastiganum áður en skipun um að skrúfa fyrir kom beint frá Vladímír Pútín forseta. Segir slökkviðliðsstjórinn að ef skrúfað hefði verið fyrir fyrr hefði líklega tekist að hemja eldinn. Besta Húsasmiðju verðið Matar- og kaffistell fyrir fjóra Skráðu þig é) í vefklúbbinn www.husa.is ftj HUSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.huH.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.