Morgunblaðið - 31.08.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.08.2000, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Arndís Jóhannsdóttir hannaði þessa svokölluðu dropatösku. Hún er unnin úr fiskiroði. Þetta er lampi eftir Margréti Guðnadótt- ur. Hann minnir á fannhvítan jökultind. Fyrirlestur Margrétar Adolfsdótt- ur textíl- hönnuðar MARGRÉT Adolfsdóttir textil- hönnuður heldur fyrirlestur um störf sín í Tjarnarsal ráðhúss Reykjavíkur í kvöld, fimmtudags- kvöld, kl. 20.30. Margrét hefur ásamt manni sínum, Leo Santos-Shaw, sérhæft sig í leyserskurði efna. Þau hafa tekið þátt í fjölda sýninga á und- anfórnum árum og hlotið marg- víslegar viðurkenningar fyrir störf sín, m.a. verið valin tii kynningar í „The International Design Year Book 2000“ og „Design For the 21st Century“. bendir á hlutina sem verða á sýn- ingunni til útskýringar. Þar er að finna leikföng, skartgripi, fatnað, töskur, lampa, sjöl, blómavasa og margt fleira sem augljóslega telst til nytjalistar. „Við reynum að sýna það besta í ýmsum greinum, s.s í skartgripagerð, leður- og roðvinnu, leirgerð, glervinnu, tré og textíl." Birna bendir á að hér á landi sé mikið af hæfileikaríku fólki sem ætti að gera meira af því að fram- leiða nytjahluti. „Þessir einstakl- ingar hafa ekki fengið tækifæri til að blómstra og því teljum við nauðsynlegt að gera þeim hærra undir höfði en verið hefur. Með sýningunni viljum við kynna ís- lenska hönnun styrkja gæðameðvitund og stuðla að nýsköpun innan hand- verksgreinarinnar." Samtvinna hönnun, hugvit og handverk Verkefnið Handverk og hönnun hefur frá 1994 verið rekið með fjárhags- legum stuðningi frá for- sætisráðuneyti. Frá 1998 hefur það síðan verið rek- ið sameiginlega af forsæt- isráðuneyti, félagsmála- ráðuneyti og Framleiðni- sjóði landbúnaðarins og þessir aðilar skipa stjórn verkefnisins. Fjárveiting- in er til ársloka 2002 og þá verður verkefnið end- urmetið. Sunneva bendir á að markmið þess séu m.a. að stuðla að eflingu handverks. „Með því að halda sýningu af þessu tagi komum við verkum þessa hæfileikafólks á framfæri," segir hún og Birna bætir við: „Ef ein- staklingar þurfa sjálfir að sjá um skipulagningu og kynningu getur það komið niður á vinnunni. Við viljum að fólk hafi tíma og orku til að ein- beita sér að listsköpun. Það er einnig kominn tími til að hampa þeim sem vinna að nytjalist og því var þremur hönnuð- um veitt verðlaun frá hundrað þúsund krónum upp í þrjú hundruð þús- und krónur." Handverksmennirnir sem taka þátt í sýning- unni hafa ekki allir hlot- ið listmenntun og bendir Sunneva á að það sé síð- ur en svo skilyrði fyrir þátttöku. „Hér skiptir hluturinn sjálfur máli en ekki bakgrunnur lista- mannsins. Dómnefndin metur hvernig til hefur tekist við að samtvinna hönnun, hugvit og gott handverk," segir hún. Flestir sýnendur eiga fleiri en eitt verk á sýningunni og segir Birna að sumir hafi skilað inn allt að þremur hugmyndum. Fyrirlestur um handverk Þema sýningarinnar er vatn og hafa sýnendur hannað munina með það fyrir augum. Þeir meðhöndla viðfangsefnið með ákaflega ólíkum hætti og gefur það sýningunni mikla breidd. I verkum þeirra má til dæmis má sjá vísun í jökla, dropa, brot úr ísjaka, hringiðu, speglunaráhrif vatns og margt fleira. I tengslum við sýninguna verður fyrirlestur 31. ágúst í Tjarnarsal sem höfða á til handverks- og listiðnaðarfólks sem og annarra áhugamanna. Þar mun Margrét Adolfsdóttir fjalla um störf sín í Bretlandi en hún á jafnframt nokkur textílverk á sýningunni. „Það verður kjörið tækifæri fyrir íslenska list- og handverksmenn að hlusta á hana miðla reynslu sinni bæði um vinnsluaðferðir og hvern- ig sé hægt að lifa af þessari iðn.“ Þær stöllur binda miklar vonir við starfsemi Handverks og hönn- unar í nýju húsnæði sem er í Aðal- stræti 12, sem flestir þekkja sem gamla Isafoldarhúsið. Sunneva segir að það verði bæði notað sem skrifstofuhúsnæði og sýningarsal- ur. „Við ætlum að halda hér að minnsta kosti þrjár sýningar á ári til að koma fólki á framfæri. Jafn- framt verður alltaf hægt að skoða hér fallegt handverk og listiðnað." Sýningin Nytjalist úr náttúrunni stendur til 24. september í Ráð- húsi Reykjavíkur. Hún er opin alla daga frá klukkan 12-18 og aðgang- ur er ókeypis. Sýningin er hluti af dagskrá Reykjavíkur - menningar- borgar Evrópu árið 2000. Nánari upplýsingar um aðrar sýningar á vegum Handverks og hönnunar verður að finna á heimsíðunni www.handverkoghonnun.is, sem opnar í september. Morgunblaðio/Arni Sæberg Sunneva Hafsteinsdóttir og Birna Kristjánsdóttir í Austurstræti 12. Nytjalist úr náttúrunni Handverk og hönnun hefur umsjón með sýn- ingunni „Nytjalist úr náttúrunni“ sem nú stendur í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar er að fínna fjölbreytilega nytjahluti eftir 25 ís- lenska handverks- og listiðnaðarmenn og hlutu þrír þeirra verð- laun við opnunina. Ey- rún Baldursdóttir ræddi við Sunnevu Haf- steinsdóttur og Birnu Kristjánsdóttur og skoðaði munina. ÞEGAR blaðamaður kom að máli við þær Sunnevu Hafsteinsdóttur, fram- kvæmdastjóra Hand- verks og hönnunar, og Birnu Kristjánsdóttur, formann stjórnar verkefnisins, voru þær að taka sýningarmunina upp úr kössum í Aðalstræti 12, nýjum húsakynnum Handverks og hönnunar. Tuttugu og fimm einstaklingar hönnuðu muni fyrir sýninguna og voru hugmyndir þeirra valdar úr hópi fleiri umsókna. Þema sýning- arinnár er vatn og má á henni sjá mörg ólík tilbrigði við það við- fangsefni. Nytjalistin hefur ekki fengið að blómstra En hvað felst í orðinu nytjalist? „Það er reyndar mjög vítt hug- tak,“ svarar Sunneva. „Það er hönnun sem er til þess fallin að nota, hvort sem þú berð hlutinn á þér eða hefur inni hjá þér.“ Hún Þessi hlutur eftir Helgu Kristínu Unnarsdóttur er bæði blómavasi og skál í senn. Verðlaun VEITT voru þrenn verðlaun við opnun sýningarinnar Nytjalist úr náttúrunni. Þau hlutu eftir- farandi einstaklingar: A) Besta hönnun á nytjahlut, Helga Kristín Unnarsdóttir , „í klakaböndum", tvöföld skál, kr. 300.000. B) Besta hugmynd, Philippe Ricart, „Vatnsberar“ úr flóka, kr. 200.000. C) Áhugaverðustu efnistökin, Georg Hollanders, „Vatnskass- inn“, gullastokkur úr rekaviði, kr. 100.000. Þeir sem sýna eru: Anna Sigríður Hróðmarsdóttir, Arndís Jóhannsdóttir, Bergþóra Guðnadóttir, Brita Kristina Berg- Iund, Brynja Baldursdóttir, Dýr- finna Torfadóttir, Elísabet Ás- berg, Georg Hollanders, Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir, Guð- rún Indriðadóttir, Helga Kristín Unnarsdóttir, Hrönn Vilhelms- dóttir, Jónas Bragi Jónasson, Lára Gunnarsdóttir, Ólöf Matt- híasdóttir, Lydia Jósafatsdóttir, Margrét Adolfsdóttir og Leo San- tos-Shaw, Margrét Guðnadóttir, Margrét Jónsdóttir, Philippe Ricart, Pia Rakel Sverrisdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Signý Ormarsdóttir, Sigríður Anna Sigurðardóttir, Þorbjörg Valdimarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.