Morgunblaðið - 31.08.2000, Page 42

Morgunblaðið - 31.08.2000, Page 42
42 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Tilkynning um glæp Saksóknaraembættinu í Kína barst í júní tilkynning um glœp ogkrafa um að Li Pengyrði sóttur til saka vegna blóð- baðsins á Torgi hins himneska friðar. Ekkert svar hefur borist. Hakka Li Peng, forseti kínverska þingsins, heiðrar ísland með nærveru sinni nú um helgina. í Dag- bl'dði alþýðunnar, sem gefið er út í Peking, er haft eftir heimOdai'- mönnum, sem vel þekkja tál, að Li Peng sé mikið góðmenni. Hann sé vingjamlegur, auðvelt að nálgast hann og hann eigi auðvelt með að afla sér vina. í æviágripi í blaðinu segir að Li Peng sé „fyrirmyndar- eiginmaður" og eitt sinn hafi birst af honum ljósmynd þar sem hann var að stoppa í frakkann sinn. „Li Peng sýnir ekki minnstu merki þess að vera karlremba," hefur blaðið eftir Zhu Lin, konu hans. „Ávalit þegar VIÐHORF Eftir Karl Blöndal hann hefur haft lausa stund hefur hann hjálpað til við húsverkin, bæði þegar hann var óbreyttur embættismaður og eftir að hann varð ráðherra og meira að segja forsætisráðherra" Li Peng er reyndar ekki aðeins þekktur fyrir að taka til hendinni á heimilinu. Fyrir rúmum áratug fyrirskipaði hann hersveitum að láta tii skarar skríða gegn mót- mælendum, sem setið höfðu í sex vikur á Torgi hins himneska ft-iðar, og var lífið murkað úr saklausum borgurum fyrir það eitt að hafa skoðanir. Um miðjan áttunda áratuginn fór að bera á ólgu í Kína vegna þeirra efnahagsumbóta, sem Deng Xaoping hleypti af stokkunum í lok sjöunda áratugarins. Ungt fólk í Kína var farið að aðhyllast vestræn gildi í stjómmálum, en eldri kyn- slóðinni leist ekki á þau áhrif sem umbæturnar höfðu, og þar á meðal voru ýmsir forystumenn landsins. Li Peng var þá varaforsætis- ráðherra og einn helsti andstæð- ingur efnahagsumbóta í foryst- unni. Lýsti hann því yfir að stúdentar skyldu vara sig því að stjómin hygðist ekki hleypa inn í landið „kapítalískum hugmyndum um gildi og úrkynjaða lífsháttu, vegna þess að slíkt er í mótsögn við okkar sósíalíska kerfi“. Mótmælunum linnti hins vegar ekki og ólgan fór vaxandi. Sumarið 1989 var mælirinn fullur að mati kínverskra stjórnvalda og 30. maí greip Li Peng, sem þá var orðinn forsætisráðherra, til þess ráðs að setja herlög. Tveimur dögum áður hafði Li Peng verið niðurlægður í sjónvarpi er hann gekk til fundar við Wuer Kaixi, 21 árs gamlan námsmann, sem var í hungurverk- falli og hundskammaði forsætis- ráðherrann fyrir að vera seinn fyr- ir. 3. júní lét Li Peng til skarar skríða. Sveitir úr kínverska þjóð- frelsishemum sóttu að Torgi hins himneska friðar úr öllum áttum og skutu á kínverska borgara úr byss- um sínum. I þeirri atlögu létu milli 700 og 2.700 manns lífið í Peking og 10.000 særðust, mörg hundmð manns vora tekin af lífi utan höfuð- borgarinnar og 30 þúsund manns vora hneppt í fangelsi. Þeir sem neituðu að snúa baki við lýðræðis- hreyfingunni vora dæmdir í allt að 13 ára fangelsi. Enn hefur ekki verið gerð grein íyrir örlögum margra þeirra sem vora myrtir, særðust eða vora handteknir í að- gerðum öryggissveitanna 1989. Nokkram dögum eftir árásina var Li Peng svo ósvífinn að halda því fram að hermennimir hafi orðið að skjóta vegna þess að þeir áttu ekki nógu mikið af táragasi. A Vesturlöndum héldu sumir því fram að kínversk stjórnvöld hefðu orðið að bregðast við vegna mótmælanna á Torgi hins himn- eska friðar. Hæst lét Henry Kiss- inger, fyrrverandi utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sem hélt því fram að „engin ríkisstjóm í heiminum hefði þolað að tugþús- undir manna legðu undir sig aðal- torgið í höfuðborginni í átta vikur og heftu aðgang að helstu stjórn- arbyggingunni". Með þessari rök- semd beindi Kissinger sjónum manna frá því hvernig kínverskir ráðamenn fóra að og lét ósvarað þeirri spumingu hvort aðrar ríkis- stjómir í heiminum hefðu sömu- leiðis kvatt til heri sína til að hefja skothríð á mótmælendur. Þessir atburðir breyttu ímynd Kína. Li Peng, sem verið hafði helsti skotspónn mótmælanna, hélt hins vegar velli, sumir segja vegna þess að hefði honum verið steypt hefði falist í því viðurkenn- ing á að gerð hefðu verið mistök með því að kæfa mótmælin með valdi. Aðeins þremur áram eftir blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar sat Li Peng skælbrosandi andspænis George Bush Banda- ríkjaforseta í New York. Honum hafði tekist að gera Kínverja gjaldgenga á ný. Li Peng myndi sennilega seint vinna vinsældakosningu heima íyrir. Fjölskyldur fórnarlamba hans, og nokkrir þeirra sem særð- ust, hafa krafist þess að hann verði sóttur til saka, nú síðast í sumar. Segja þeir að aðgerðimar hafi verið ólöglegar. Ekki hafi ein- ungis verið brotið gegn stjórnar- skrá Kína með því að slátra sak- lausum mótmælendum og borguram heldur alþjóðlegum skuldbindingum fullvalda ríkja gagnvart mannkyni. Það sé skylda sérhvers borgara að tilkynna glæpi og skylda saksóknara- embættisins að rannsaka þá. Gildi einu hversu háttsettir einstakling- ar eigi í hlut. Ekkert svar hefur borist. Þessi fyrirmyndarborgari kín- verska alþýðulýðveldisins kemur ekki til íslands í krafti þess hvað hann er duglegur að taka til heima hjá sér, hvorki í óeiginlegri né eig- inlegri merkingu. I fyrra voru liðin 50 ár frá því að kínverska alþýðulýðveldið var stofnað og var þeim merkisvið- burði fagnað. Talið er að 65 millj- ónir manna hafi orðið þessu fyrir- myndarríki að bráð. Sannarlega ástæða til að fagna. Með heimsókn Lis Pengs er verið að endurgjalda ferð Salóme Þorkelsdóttur til Peking árið 1995 er hún var forseti Alþingis. Sú spuming hlýtur að vakna hvers vegna verið sé að efna til slíkra heimsókna til lands þar sem böðl- ar ráða ríkjum, á hvaða for- sendum slíkt sé ákveðið og hvaða gildismat búi að baki. + Vilhjálmur Jón Sveinsson fædd- ist á Góustöðum í Skutulsfirði (við ísa- fjarðarkaupstað) 17. desember 1919. Hann lést 23. ágúst síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Sveins Guðmunds- sonar, f. 27. aprfl 1887, d. 4. febrúar 1960 og Guðríðar Magnúsdóttur, f. 12. ágúst 1891, d. 15. mars 1975. Vilhjálm- ur átti sjö bræður sem eru: 1) Guðmundur Sveinsson, f. 9. aprfl 1913, d. 9 aprfl 1987, maki Bjarney Ólafsdóttir f. 20 október 1923. 2) Vilhjálmur Valdi- mar Sveinsson, f. 15. aprfl 1916, d. 17. nóvember 1916. 3) Magnús Sveinsson, f. 19. desember 1917, d. 29. jan 1938. 4) Sigurður Sveins- son, f. 11. nóvember 1921, maki Gerður Pétursdóttir, f. 19. mars 1927. 5) Gunnar Sveinsson, f. 10. mars 1923, maki Fjóla Sigurbjörnsdótt- ir, f. 6. febrúar 1930. 6) Þorsteinn Sveins- son, f. 2. maí 1924, maki Ásta Magnús- dóttir, f. 13. ágúst 1926, d. 15. júni 1974. 7) Ólafur Sveinsson, f. 3. september 1927, maki Ásta Karlsdótt- ir, f. 22. desember 1929. Vilhjálmur giftist. eftirlifandi eiginkonu sinni Ásdísi Pétursdóttur 8. aprfl 1950, þau bjuggu lengst af í Bröttukinn 15, Hafnarfirði. Vilhjálmur og Ásdís eignuðust tvö börn þau eru: a) Oddur Reynir, f. 24. ágúst 1950, maki Þórdís Ólafsdóttir eiga þau tvö börn Ólaf Örn og Ásdísi Petru. b) Elínborg Guðfinna, f. 27. júlí 1956, maki Eiríkur Stefán Eríks- son, þeirra börn eru Vilhjálmur Sturla, Tinna Rún og Sunna. Fyrir átti Vilhjálmur einn son, Sigur- bjöm Trausta, f. 6. ágúst 1943, maki Jóhanna Cardenas þau eiga tvær dætur Claudiu og Helgu Irmu. Vilhjálmur var í Reykholtsskóla í Borgarfirði í tvö ár, síðan lærir hann bifvélavirkjun á Akranesi og fór t.il Svíþjóðar til að fullnuma sig. Árið 1947 flutti hann til Hafnar- íjarðar og gerðist verkstjóri á Bflaverkstæði Hafnarfjarðar þar til hann stofnaði Bflaverkstæði Vilhjálms Sveinssonar sem hann rak í yfir 20 ár, þá söðlaði hann um og breytti bifreiðaverkstæðinu í fiskverkun, fyrst uppi á Flata- hrauni, síðan við Strandgötuna og loks í Hvaleyrarbraut. Hann lét af störfum 77 ára að aldri. Vilhjálm- ur var einn af stofnendum Fram- sóknarflokksins í Hafnarfirði og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum innan flokksins. Einnig var hann um tíma formaður klúbbsins Ör- uggur akstur. Utför Vilhjálms fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. VILHJALMUR JON SVEINSSON í dag kveð ég vin minn og tengda- fóður, Vilhjálm Sveinsson. Fáum mönnum hef ég kynnst á lífsleiðinni, sem ég hef borið meiri virðingu fyrir, og það er við hæfi að þakka samfylgd- ina í rúman aldarfjórðung. Vilhjálmur fæddist á Góustöðum í Skutulsfirði skammt fyrir innan Isa- fjarðarkaupstað. Hann var kominn af fátæku alþýðufólki en vel hygg ég að foreldram hans hafi tekist uppeldi Vilhjálms og bræðra hans því leitun er að öðram eins drengskapar- og gæfumönnum, hvort heldur sem er í staríí eða einkalífi. Vilhjálmm- átti ekki kost á langri skólagöngu frekar en margir jafnaldrar hans en hann sótti sér menntun í Héraðsskólanum í Reykholti í Borgarfirði. í framhald- inu lærði hann bifvélavirkjun og starfaði hann við þá iðn um árabil, fyrst á Akranesi og síðar í Hafnar- firði. Meðal viðskiptavina Vilhjálms var íslenska ríkið og mér hefur verið sögð sú saga að mörgum starfs- bræðra hans hafi þótt hann lélegur í að skrifa reikninga. Ef það tók fjóra tíma að gera við bílinn þá var skrifað- ur reikningur fyrir fjóram tímum. Það kom mörgum á óvart þegar Vilhjálmur söðlaði um, þá kominn á miðjan aldur, og breytti bifreiðaverk- stæðinu í fiskverkun. Ekki veit ég hvort þetta var köllun hans í lífinu en það átti vel við tengdaföður minn að starfa í sjávarútvegi. Hann starf- rækti lengi saltfiskverkunarfyrir- tæki, fyrst uppi á Flatahrauni en síð- ar við Strandgötuna og loks í nýbyggingu við Hvaleyrarbraut. Um nokkurra ára skeið gerði hann einnig út eikarbátinn Önnu HF 39. Það var sama hvaða verk Vilhjálmur tók sér fyrir hendur. Hann var forkur dug- legur og ósérhlífinn við alla vinnu. Vilhjálmur var mikill fjölskyldu- maður og gæfumaður í einkalífinu þrátt fyrir langvinn og erfið veikdndi Ásdísar (Ástu) eiginkonu hans. Það mótlæti hefði bugað flesta menn en hjá Vilhjálmi kallaði það fram hans bestu kosti. Hann var vakinn og sof- inn við umönnun eiginkonu sinnar allt þar til að heilsa hans brast á síð- asta ári. Ást þeirra hjóna var einstök og til þeirra var gott að leita. Vilhjálmur Sveinsson var reglu- maður og framsóknarmaður af gamla skólanum. Hann mátti ekkert aumt sjá og aldrei heyrði ég hann leggja illt orð til nokkurs manns með þeirri undantekningu þó að hann gat verið óvæginn í umræðu um pólitíska and- stæðinga. Það rjátlaðist þó af honum og hann varð umburðarlyndari í skoðunum eftir því sem árin færðust yfir. Á ævikvöldi sínu var hann sáttur við Guð og menn. Elsku Ásta. Megi góður Guð styrkja þig í sorg þinni. Þú kveður í dag ástkæran eiginmann og ég er viss um að minning hans mun lifa. Það verður mér heiður að fá að halda undir homið hjá honum og fylgja honum síðustu skrefin. Eiríkur St. Eiríksson. Elsku afi, það er erfitt til þess að hugsa að þú sért nú farinn frá okkur. Það má með sanni segja að þar hafi sannkallaður „Vestfjarðameistari" skilið við okkur í bili. Eitt er það þó sem mun ekki skilja við okkur en það era þær fjölmörgu ánægjulegujninn- ingar sem þú lætur eftir þig. Eg var svo lánsamur að fá að vera mikið hjá ykkur ömmu í „Bröttó“ þegar ég var yngri, en þær minningar eru einar þær bestu sem ég á. Við barnabömin þín vorum svo sannarlega heppin að eiga jafngóðan afa og þig. Þú gerðir svo mikið með okkur af skemmtileg- um hlutum. Við fengum að vinna hjá þér niðri á „stöð“ í fiski og kynnast þar spennandi hlutum sem jafnaldrar okkar gátu einungis látið sig dreyma um. Það er einnig alltaf jafneftir- minnilegt að rifja upp allar þær skemmtilegu ferðir þegar við barna- bömin fórum með þér og ömmu uppj sumarbústað við Þingvallavatn. í þeim ferðum var mikið fjör. Mig langar að þakka þér, afi, fyrir árin sem ég fékk að njóta með þér. Þér á ég mikið að þakka því að betri fyrirmynd er vart hægt að hugsa sér. Eg veit að þú ert nú kominn á betri stað þar sem aðrir fá að njóta lífsgleði þinnar. Mér finnst viðeigandi að kveðja þig með þeim orðum sem þú sagðir svo oft við mig þegar við kvöddumst en þau eru: „Keyrðu hægt en vertu fljótur." Vilhjálmur S. Eiríksson. Láttu nú ljósið þitt logaviðrúmiðmitt. Hafðuþarsessogsæti, signaði Jesú mæti. (Höf. ók.) Sunna. Elsku afi. Það er sárt að hugsa til þess að þú verðir ekki áfram hér hjá okkur en ég get huggað mig við allar þær góðu minningar sem ég á um þig. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælteraðvitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þínverölderbjörtáný. (ÞórunnSig.) Tinna Rún. „En tíminn líður og senn er gatan í svefm“ (Tómas Guðmundsson, Stjömur vorsins). Hlutskipti okkar allra er að kveðja þennan heim. Nú er afi farinn frá okkur. Eftir sitjum við með ótal margar og góðar minningar. Það var alltaf gott að koma í heimsókn í Bröttukinn. Alltaf var til ís í frysti- kistunni og ófáar voru ferðirnar út í búð til að kaupa snúð með kaffinu þó að í seinni tíð hafi verið lögð áhersla á hagldabrauð. I sumarbústaðnum í Grafningnum áttum við góðar stund- ir með ömmu og afa. Þar var enda- laust nóg að gera hvort sem það vora homsílaveiðar, fótbolti, dytta að eða fá að keyra niður að vatni. Elsku afi, það verða viðbrigði að heyra þig ekki fara með vísur lengur, hvort heldur sem er heima, í bílnum eða bara í Samkaup. Við munum sakna þín en við vitum að þú verður alltaf með okkur. Við þökkum þér fyrir allt sem við höfum lært af þér um lífið og tilverana. Það hefur verið okkur þroskandi og ómet- anlegt. Elsku amma, guð verndi þig og blessi og gefi þér styrk í söknuðinum. Við munum hjálpast að og styðja hvert annað nú sem endra nær. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Guð blessi minningu afa. Ólafur Örn og Ásdís Petra. Einnerhverávegi þó með öðrum fari. Einn í áfanga þómeðöðrumsé. Einn með lífsreynslu einn um minningar, enginnveitannarshug. Því skai þér bróðir þessi kveðja alshugarsend þó orðfá sé þvi skulu þér þökkuð bróðir, öllhinliðnuár. (Guðm. Böðvarsson.) Viltu brauð Villi minn? Nei. Viltu steiktan silung? Nei. Viltu.....? Nei. Það var auðséð að hinn 12 ára gamli mjólkurpóstur í Tungu var reiður. Hann vildi ekkert þiggja af hinni mætu konu Kristínu, húsmóðurinni í Tungu. Hann hafði fengið ávítur fyrir að vera of lengi í ferðum með mjólk- ina út á Isafjörð. Honum fannst það ósanngjamt því hann hafði ekkert slórað. Þannig var Villi, ef honum fannst ómaklega að sér vegið talaði hann hreint út og var ekkert að skafa af því. En stutt var í brosið og glettnina ef svo bar undir og hann hafði gaman af að gantast, sérstaklega ef rætt var um pólitík. Það era margar minningar sem koma fram í hugann að leiðarlokum. Það var gaman og lærdómsríkt að al- ast upp í stóram bræðrahóp þar sem sjö strákar vora og oft bættust við nokkrir af næstu bæjum. Þá var oft glatt á hjalla í fótbolta og öðram leikj- um. Villi var þriðji elstur af okkur bræðrum. Þótt fyrir honum ætti að liggja að vinna við bílaviðgerðir og fiskverkun, og það yrði lífsstarf hans, varð hann fljótlega mesti bóndinn af okkur. Þó svo að hann ætti tvo eldri bræður lenti það meira á honum en öðrum af okkur bræðrum að hugsa um búskapinn á Góustöðum og hjálpa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.