Morgunblaðið - 31.08.2000, Síða 49

Morgunblaðið - 31.08.2000, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUÐAGUR-31-. ÁGÚST 2000- 49 r I um unglingsárum af því að hann bar út Morgunblaðið. Og svo fór hann eins nálægt því og hægt var að vita deili á öllum bæjarbúum. Hann var ungur ákveðinn í því að komast áfram á eigin spýtur. Fyrst ók hann sendibíl sem jafnframt vai- notaður til fólksflutninga en brátt keypti hann verslunina Brekku uppi á Brekku. Það var upphafið að því mikla ævintýri sem hófst með bygg- ingu Kaupangs þegar loksins tókst að rífa bæjarbúa frá kaupfélagsvald- inu. Fram að þeim tíma höfðu það verið óskráð lög að kaupfélagið skyldi sitja fyrir öllum lóðum fyrir matvöruverslanir í nýjum hverfum. En nú tóku ungir kaupmenn og at- hafnamenn sig saman og sóttu um verslunarlóðina á Kaupangi og fengu hana eftir mikið stríð í bæjarstjórn þar sem pólarnir voru Sjálfstæðis- flokkur og Framsóknarflokkur. Þá var ástandið þannig að engir máttu selja mjólk nema kaupfélagið og ég hygg að Kaupangur hafi verið íyrsta matvöruverslun í eigu einstaklings sem fékk slíkt leyfi í umboðssölu. Það var að byrja að rofa til í nýjum verslunarháttum og hlýtur nafn Bjarna A. Bjamasonar að bera á góma þegar sú saga er rakin á Akur- eyri. Síðar hætti Bjai'ni verslunar- rekstri, en lagði fyrir sig eigna- umsýslu og var með umboðssölu heima hjá sér. Síðustu árin hefur hann unnið að verslunarrekstri Pét- urs sonar síns á Akureyri. Það er sjónarsviptir að mönnum eins og Bjarna A. Bjarnasyni. Reynsluskóli lífsins var hans skóli og þar fékk hann ágætiseinkunn, var sístarfandi og fylgdist með öllu, lipur og greiðvikinn. Hann var drengur góður, ákveðinn í skoðunum og fygldi sjálfstæðismönnum fast að málum. I samvinnubænum Akureyri bar hann uppi merki einstaklings- framtaks og einstaklingsfrelsis og átti þátt í að ryðja burt þeim girðing- um hafta og hagsmunagæslu sem lukust um rekstur samvinnuhreyf- ingarinnar á Akureyri. Ekki með niðurrifshugsunarhætti, heldur með því að skapa samkeppnisumhverfi þar sem tillitið til viðskiptavinarins var sett £ öndvegi. Ég þakka honum samfylgdina að leiðarlokum, góðan stuðning og vináttu. Bjami hitti á óskastundina þegar þau Jóna Baldvinsdóttir ákváðu að efna til hjúskapar. Þau eignuðust fal- legt heimili og áttu barnaláni að fagna, voru samhent og það var gott að sækja þau heim. Nú er þungur harmur kveðinn að þér, Jóna, og fjölskyldunni allri. Það er oft svo um öfluga menn og svipríka að þeir kunna sér ekki hóf og að síðustu verður þeirra erfiðasta glíma við sjálfan sig. Bjami gekk ekki heill til skógar en minningin um hann er hrein og tær. Líf hans fékk snöggan endi. Guð sé með honum og Guð sé með ykkur öllum. Halidór Blöndal. Mig langar að skrifa nokkur orð til minningar um þann mæta mann Bjarna Bjamason. Bjami var maður sem ég bar mikla virðingu fyrir og þótti ákaflega vænt um. Fyrstu kynni mín af honum vora þegar hann rak verslunina Brekku á Byggðaveginum. Þegar ég var 11 eða 12 ára gömul, kom ég þar við og sótti um vinnu. Eitthvað hlýtur hann að hafa séð í mér því að ég fékk vinn- una, þrátt fyrir ungan aldur. Það var alltaf gaman að vinna hjá Bjarna. Hann var bæði hress og skemmtilegur en jafnframt kröfu- harður og það var gott uppeldi fyrir „stelpukjána" eins og mig. Enda sagði hann seinna meir að hann hefði alið mig upp til jafns við foreldra mína og ég held að hann hafi bara verið nokkuð stoltur af uppeldinu! Bjarni var mikill vinnuþjarkur og jafnframt stórhuga. Hann byggði glæsilega matvöraverslun í Kaup- angi og ég fylgdi með þangað. Þar vann ég í eitt og hálft ár, eða þar til ég fór burt í skóla. I nýju versluninni var vinnugleðin í fyrirrúmi - mikil vinna en alltaf skemmtilegt. Þar unnu: Jóna, eiginkona hans, Sigrún systir hans, öll börnin hans og mikið af öðra góðu fólki. Þegar ég hugsa til baka er það efst í minningunni hvað Bjarni var alltaf góður við mig og hvað hann sýndi mér mikið traust, bæði í Brekku og Kjörbúðinni. Alltaf hló hann jafn- mikið þegar ég kom með uppgjör fyrra dags í brúna bréfpokanum þar sem allir seðlarnir vora vel pressaðir - en ég svaf alltaf með pokann undir koddanum! Það var ótal margt sem Bjarni gerði fyrir mig, sem kannski enginn veit um! Mig langar að segja frá einu atriði. Ég var nýbúin að fá bílpróf og langaði í bfl. Það fyrsta sem mér datt í hug var að tala við Bjarna. Ég fór til hans og sagði: „Heyrðu Bjarni, getur þú kannski lánað mér 100.000 kall!“ - sem voru allmiklir peningar í þá daga. Hann svaraði: „Ja, hvenær þarftu peningana Stína mín?“ „Það væri fínt á morgun," svaraði ég. Það kom nú svolítið á hann, en auðvitað fékk ég peninginn daginn eftir og mér „stelpukjánanum" fannst það al- veg sjálfsagt! Ég veit ekki hvernig hann reddaði þessu og hugsaði aldrei um það. Síðan var dregið af launun- um £ áföngum og eitt er vist að það vora engir vextir teknir af þessu láni. Það er hægt að segja frá ótal mörg- um atriðum sem of langt yrði að telja upp hér. Þau verða áfram til £ minn- ingunni og munu ylja i framtiðinni. Ég trúi því að núna líði honum Bjarna mínum vel og fylgist bros- andi með öllu og öllum. Elsku hjart- SIGURBJÖRN FANNDAL ÞOR VALDSSON + Sigurbjörn Fanndal Þor- valdsson fæddist á Blönduósi 5. október 1969. Hann lést í Reykjavík 13. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Víðistaðakirkju 22. ágúst. Elsku Bjössi frændi, það er með miklum söknuði sem ég kveð þig, í bili því ég veit að við hittumst aftur. Við ræddum ekki mikið um trúmál, en mér heyrðist á þér í sið- asta skipti sem við töluðum saman að þú sért því ekki mótfallinn því að það sé líf hinum meginn. Veist þú að þú ert mér fyrirmynd um hugrekki, kjark og þor? Þótt þú værir veikur varstu glaðlyndur og kátur tilbúinn að rétta öðram hjálp- arhönd ef þess þurfti.Þú hafðir þann hæfileika að fólki varð mun léttara um hjartaræturnar eft- ir að hafa hitt þig. Kærleikurinn sem þú sýndir Ásu og fjöl- skyldu þinni sýndi best hvaða persónu þú hafð- ir að geyma. Elsku Ása, Ema systir.Valdi, Haddý og Jonni. Ég votta ykkur innilega samúð mína og bið Guð að blessa minn- ingu um góðan dreng. Þín frænka, Dóra, Selfossi. Þegar þú varst sex ára hittumst við, urðum strax vinir, allt til loka. Minningamar sækja á mig bæði súrar og sætar, góðar og slæmar, við upplifðum jú svo margt saman, að ætla að taka einhverja eina eða tvær er ekki einfalt, en eitt er víst að í huga mínum eru þær allar prentaðar og vel geymdar, en teknar fram reglulega, ekki er ég í vafa um að það ans Jóna mín og fjölskylda. Ég er sannfærð um að’það verður vakað yf- ir ykkur á þessu erfiða tímabili. Ég kveð að sinni, með virðingu og þakk- læti, Bjarna Bjarnason. Kristín Sigvaldadóttir. Þá er hann Bjarni Mogga farinn. Hver man ekki eftir Bjarna á Eyr- inni? Hver man ekki eftir þessum hressa og fjörlega dreng, sem vildi öllum vel? Það var gott að eiga hann sem mjög góðan félaga, eftir að hann kom á Eyrina. Vitið þið að taskan sem Mogginn var í var alltaf svo þung? Munið eftir kæknum sem hann hafði, lyfti upp hægri öxlinni og sneri höfðinu. Bjarna féll aldrei verk úr hendi, hann var alltaf sístarfandi. Ég hef frá svo mörgu að segja, að það væri efni í heila bók - kannski tvær. Alltaf komstu austur að Skógum eftir að við Böggý keyptum þar jörð og dvöldum þar á sumrin. Þar naustu þín vel í beinum tengslum við náttúr- una, þar fannstu frið og endurnærð- ist. Við ætluðum austur í sumar, en það varð ekkert af þvi. Ég var með þér um verslunarmannahelgina og ég veit að þá varstu orðinn lasinn. Við fóram saman út á golfvöll og ég hvatti þig til að fara að slá bolta, en þú treystir þér ekki í það og þá sá ég hvað veikindi þín höfðu tekið mikinn toll. Daginn eftir fóram við í bíltúr, við komum við í Nesti og þú keyptir þér tvo pakka af vindlum. Á eftir fór- um við niður að Bót og settumst á stein og þar reykti ég með þér vindil, jafnvel þó að ég sé hættur að reykja. Og ég hlustaði á þig. Núna þegar þú ert farinn hugsa ég um margt af því sem við ræddum um þar. Ég held að það sé gott að hvflast, þegar menn era yfir sig þreyttir. Elsku Jóna, Nonni, Immý, Pétur og Lilja. Við Böggý biðjum algóðan Guð að gefa ykkur styrk í sorg ykk- ar. Minning Bjama Bjamasonar mun lifa. Hinrik Lárusson. Sjö unglingsstúlkur, prinsessan og vinkonurnar, era samankomnar á heimili Bjama og Jónu. í miðri viku, um helgi, að nóttu og degi, í eitt ár, tvö, þijú, tíu ár... Og enn líða árin, orðin hartnær tuttugu. Alltaf stendur heimili þeirra okkur opið, hvort heldur í gráum hversdagsleikanum eða yfir helgar hátíðir. Fyrir það þökkum við Bjama. Og fyrir allt hitt líka. Hvíl í friði, elsku Bjarni. Elsku Jóna, Lilja, Immý, Pési, Nonni og fjölskyldur, megi guð og góðar vættir fylgja ykkur. Inga, Ása, Anna Hildur, Maria, Sigrún (Systa) og Kristrún (Strúila). verði oft því að ekki þarf annað en eitt lag eða smámúsík, þá ertu kom- inn í huga mér Ijóslifandi. „Vertu þú sjálfur" er sungið á plötu sem við hlustuðum svo oft á og það minnir mig óneitanlega á einn af þínum stóra kostum nefnilega að vera maður sjálfur, vera hreinskilinn nánast hvass oft á tíðum ekki vora allir sem þoldu þig fyrir vikið en þar kom enn einn af þínum kostum fram nefnilega að halda áfram að vera þú sjálfur segja eins og þér fannst og standa við það að koma til dyranna eins og þú varst klæddur. Það er óhætt að segja að þín sé saknað, en þangað til leiðir okkar liggja saman aftur, bara seinna, þá er gott að vita að maður á góðan vin hvert sem maður fer, Kæri vinur, partur af mér dó með þér, vinátta sem okkar á sér marga líka en fyrir mér var hún einstök, stórkostleg. Oft er spurt hvers vegna fólk er tekið burt í blóma lífsins, og oft er svarað að þeirra sé meiri þörf annars staðar en á henni jörð. Eitt er víst að verkið er brýnt, þar sem kallað er á mann sem þig. Bjössi, takk fyrir að ég fékk að vera vinur þinn. Elsku Ása, Valdi, Erna, Haddý og Jonni, Guð gefi ykkur styrk i sorg- inni Kveðja, Þórarinn. GUÐNIÞORARINN GUÐMUNDSSON + Guðni Þórarinn Guðmundsson fæddist í Vestmanna- eyjum 6. október 1948. Hann varð bráðkvaddur á heim- ili sínu 13. ágúst síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Bú- staðakirkju 22. ágúst. Mér var líkt farið og Njáli forðum, að ég þurfti að heyra það þónokkram sinnum, áður en ég trúði því al- mennilega, að Guðni væri farinn á vit feðra sinna. Þessi atorkumikli maður. Ég kynntist honum á áranum 1986-89, þegar ég sótti messur í Bústaðakirkju. Áhugi minn á tónlist varð til þess að kynni okkar hófust, auk þess sem hann spurði það, að ég hefði verið að dunda mér við að setja saman lög, sem honum lék for- vitni á að sjá og langaði að flytja í messum í kirkjunni, og minnist ég margra góðra stunda með honum við rafmagnsorgelið í æfingaher- bergi kórsins i kirkjunni, þar sem ég lék fyrir hann lögin mín, áður en hann fór i að útsetja þau. Hvenær svo sem ég þurfti á þvi að halda, þá var Guðni blessaður alltaf boðinn og búinn að veita mér aðstoð. Það fór heldur enginn bón- leiður til búðar, þar sem Guðni var annars vegar. Alltaf jafn ljúfur, elskulegur, hjartahlýr og indæll, hvenær sem við hitt- umst, og ég man aldrei eftir ;því að hafa nokkra sinni hitt hann í vondu skapi, hversu mikið sem hann hafði að gera. Hann var ein- faldlega ekki þannig gerður að geta neitað neinum um neitt. Það kom fyrir að við hittumst, eftir að ég hætti að sækja Bú- staðakirkju, m.a. nokkrum sinnum á' orgelhátíðum í Hall- grímskirkju, og a.m.k. einu sinni í Dómkirkjunni. Þá urðu jafnan fagnaðarfundir. Ég hafði samt ekki séð hann í lengri tíma, þegar ég hitti hann í vor við jarðarför, sem ég þurfti að sækja. Áð það yrði í allra síðasta sinn, sem ég ætti eftir að sjá bless- aðan vininn og tala við hann á þess- ari jörð, hafði ég ekki hugmynd um. Þó fannst mér hann eitthvað lasleg- ur og þreytulegur að sjá án þess að ætla, að dagar hans yrðu taldir nú að áliðnu sumri, enda of ungur til þess. Ég kveð hann nú að leiðarlokum með þakklátum huga fyrir sína«í góðu og traustu vináttu og allar fal- legu útsetningarnar sinar og flutn- inginn á þeim. Guð blessi minningu hans og varðveiti hann, þar sem hann er nú, og veri með konu hans og sonum, sem hafa misst svo mik- ið, og ég votta mína dýpstu samúð. Guðbjörg Snót Jónsdóttir. EMIL HALLFREÐSSON ' + Emil Hallfreðs- son var fæddur á Bakka í Geiradal 12. júní 1916. Hann lést 14. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey. Það var að vori til að okkur hjónin langaði að létta á heimilishaldinu, komin með þrjú böm og mikil vinna við að halda heimilinu gang- andi. Við sáum auglýs- ingu í blaði frá fólki sem vildi taka bam í sveit. Svo vildi til að góður vinur okk- ar var náskyldur þessu fólki og sagði okkur að betra fólk gætum við ekki fundið, sem reyndist svo sannarlega rétt. Við höfðum samband og fóram með eldri drenginn vestur. Emil og Gulla bjuggu þá á Bakka sem var æskuheimili Emils. Þegar við kom- um vestur og ég sá bæinn þá hugsaði ég „Hvað er ég að gera?“ en skildi samt drenginn eftir og sá ekki eftir því. Hann bar svo með sér mislinga í sveitina og smitaði að ég held flesta. Emil og Gulla byggðu sér svo nýtt hús í landi Bakka, Stekkjarholt. Síðan era liðin mörg ár. Við eign- uðumst þrjá drengi og allir nutu þeir þess að vera í faðmi Emils og Gullu á meðan þeir voru ungir. Það gerðist svo margt á þessum áram að það væri efni í heila bók, svo ég ætla ekki að hafa þetta lengra en allt er það geymt og gleym- jc ist aldrei. Emil var ekki margmáll en hann var traustur og góður vinur. Hann var Ijúflingur. Kæri Emil, þakka þér fyrir allt og ég veit að Guð er með okkur og vakir yfir og allt um kring. Kæra Gulla og fjölskylda. Innfleg- ar samúðarkveðjur sendum við ykk- ur öllum. Blessuð sé minning Emils. Kristín, Ólafur Sigurðsson, Sigurður Ásgeir, HaUdór Gunnar og Ólafur Kristinn. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 5691115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fyígi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða^- 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sfn en ekki stuttnefni undir greinunum. Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan sólarhringinn. rnL Prestur Kistuiagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.