Morgunblaðið - 31.08.2000, Page 50

Morgunblaðið - 31.08.2000, Page 50
50 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR BERGLJOT STEFÁNSDÓTTIR + Bergljót Stefáns- dóttir fæddist í Ási, Ásahreppi, Rangárvallasýslu 14. maí 1938. Hún lést 12. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu 18. ágúst. Tengdamóðir mín, Bergljót Stefánsdóttir, er látin fyrir aldur fram. Tæpur áratugur ör síðan ég stóð fyrst á stigapallinum í Lyngholtinu og hún faðmaði mig, kyssti og bauð velkomna á sinn ein- læga, opinskáa hátt. „Mamma er frábær,“ hafði mér verið sagt, og oft hafa þau orð komið upp í hug- ann síðan. Begga var kraftmikil kona, ósér- hlífin, unni sér aldrei hvíldar, þrek- ið ótæmandi. Kröftum Beggu var oftar en ekki varið í þágu annarra, jafnt þeirra sem næst henni og fjær stóðu, engin manneskja var henni óviðkomandi. Hún átti auð- velt með að kynnast fólki, vinahóp- urinn var stór og margleitur, því margir kunnu vel að meta mann- liosti Beggu og sýndu henni tryggð. Það var hennar háttur að fagna vel fólki, manneskjurnar sjálfar voru hennar yndi og áhuga- mál. Barnabörnin hennar þrjú áttu ömmu sem engri var lík og stóð þeim ekki á sporði í óvæntum upp- átækjum, hún var jafnan mesti fjörkálfurinn í bamaafmælunum og er þá mikið sagt. Hún elskaði lífið, sem þó fór ekki alltaf um hana mjúkum höndum. Begga var við- kvæm, en þó svo sterk, stolt og hugrökk, eiginleikar sem risu á grunni hæfileika hennar til að elska og fyrirgefa eins skilyrðislaust og mannskepnunni er kleift. Hún var glæsileg í fasi, vel tíl höfð, dökk yf- irlitum, geislaði af þrótti og lífs- ? gleði. Þannig var hún allt til loka, ■ baráttuglöð og æðrulaus. Lífið, sem hún hafði lifað svo sterkt, kvaddi hún í friði. Umhyggja sona hennar, sem mátu hana mjög, var einstök. Blessuð sé minning ömmu Beggu. Elín Guðjónsdóttir. Undarlegt hvað margt þýtur um j höfuð okkar þegar við fáum fréttir sem setur lífið í aðrar skorður. >Meðal annars hafði konan mín áhyggjur af því hvaða mynd yrði sett með dánartil- kynningunni. Við ætt- um fallega mynd af Beggu. Eg horfi á myndina. Begga heldur utan um konuna mína, tilhöfð og geislar af gleði. Það er eins og að Begga hafi verið að gifta sig og skíra nýfædda tví- bura sína í nýja hús- inu sínu. Reyndar var það hin konan á myndinni, sem hafði upplifað þennan mikla fögnuð. En Begga hafði aftur á móti þá nýverið fengið að vita að ein hennar erfiðasta bar- átta væri framundan. Begga kunni bara svo vel að samgleðjast inni- lega okkur hinum. Það er trú okkar kristinna manna að Guð sé upp- spretta kærleikans, en eitt af hlut- verkum okkar mannanna að miðla honum. Til þess að gera Beggu hamingjusama þurfti einn dropa af kærleika, þegar okkur hinum dugði oft ekki öll áman. Það er dapurlegt að benda á það hér á þessum stað, að það er della að halda að hamingjan felist í því að elska einhvern. Það er ekki þar með sagt að það sé slæmt, að elska einhvern, síður en svo, það er ynd- islegt, en það er bara ekki nóg. Hamingjan felst aftur á móti í því að vera elskaður; „Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn...” Það er innileg bæn mín að hún Begga sé nú þar sem hún er elskuð. Vonandi var það sú vissa hennar, sem var einn gleðigjafinn í veikindum hennar. Begga veiktist ekki, þjáðist og dó, til þess að við iðruðumst þess að hafa ekki veitt henni alla þá um- hyggju, vinskap eða ást sem svo mikil kona átti skilið. Heldur lifði Begga og hló, til þess að sýna okk- ur hinum hvernig hægt er að geisla af gleði og oft hamingju, jafnvel eftir að hafa, allt sitt líf, fært svo miklar fómir og fyrirgefið svo mik- ið. Kannski er þessi mynd, sem fylgdi nú ekki dánartilkynningunni, það eina sem ég þarf til að muna allt um Beggu. Ef úr tárum brýr við byggðum. Braut minninga legðum í ský. Á himnaferð við hygðum. Heim, færðum þig á ný. (Elías Georgsson.) Elías, Birna Yr, Mist, Blær Gnýr og Gná. Tungumál garðyrkjunnar GARÐPL ÖNTU STÖÐVAR og aðrir söluaðilar garðplantna af ýms- um stærðum, gerðum og uppruna kappkosta að kynna vörur sínar við- skiptavinum. Sölusvæði þessara að- ila eru morandi í alls kyns upp- lýsingum um plöntur. Þar má lesa um ætt og uppruna tegundanna, hæð, blómlit, blómg- unartíma, hvemig vaxtarstað plöntum- ar þurfa auk annarra nytsamra upplýs- inga sem seljandinn vill koma á framfæri. Áhugasamir garð- eigendur geta enn fremur fengið í hendumar plöntu- lista þar sem útlist- aðir em kostir hinna ýmsu garðplantna og þannig tekið ákvörð- un um það hvað kaupa skuli næst þegar plöntusalinn er heimsóttur. Upp- lýsingar sem þessar era í nokkuð stöðluðu formi en það er ekki þar með sagt að þær séu endilega auðskiljanlegar leikmönn- um í garðyrkjunni. Jafnframt þarf að gera ráð fýrir því að hagsmunir seljanda og kaupanda fari ekki allt- af saman; seljandinn þarf að losna við vörana. Þess vegna ætti eftir- farandi orðskýringarlisti að koma væntanlegum kaupendum garðplantna í góðar þarfir. Algeng- ar upplýsingar úr plöntulistum birt- ast hér feitletraðar en raunveraleg merking þeirra fylgir í kjölfarið. Þarf sólríkan stað: Þrífst ágæt- lega við Miðjarðarhafið Þarf sólríkan stað og skjól: Þrífst eingöngu í gróðurhúsum Dálítið viðkvæm planta: Drepst öragglega þegar hitastigið fer undir 20°C. Sáir sér dálitið: Leggur undir sig heilu hverfin á einu sumri. Góð þekjuplanta: Kæfir allt sem á vegi hennarverður. Dálítið skriðul: Kæfír allt sem á vegi hennar verður. Kraftmikil og dug- leg: Kæfir allt sem á vegi hennar verður. Steinhæðaplanta: Þrífst ekki nema á fjöllum. Þokkafull planta: Best að kaupa upp- bindigræjur í massa- vís. Með bogsveigðar greinar: Blómin liggja í drallunni. Fínleg og smávaxin: Pínulítil og ómerkileg, svokölluð sést-varla- planta. Ilmar dálítið: Ilmar ekki neitt. Dmar sérkennilega: Hræðileg kattarhlandsfýla, nefklemma ætti að fylgja með. Dmar mikið: Ilmur er auðvitað afstætt hugtak. Harðgerð: Lifir ef öllum kröfum um sól, skjól, rakastig, jarðveg, framræslu, hitastig og skugga er fullnægt. Blómviljug: Blómstrar ef öllum kröfum um sól, skjól, rakastig, jarð- veg, framræslu, hitastig og skugga er fullnægt. Örugg: Ódrepandi illgresi. Sjaldgæf tegund: Erfið í fjölgun og enn erfiðara að halda lífi í henni í görðum. Ný tegund í ræktun: Seld helm- ingi dýrara en sambærilegar plönt- ur þar til keppinautarnir geta boðið upp á þessa tegund líka. Takmarkað framboð: Seld þre- falt dýrara en sambærilegar plönt- ur. Gerir ekki sérstakar kröfur til jarðvegs: Algjör arfi. Skuggþolin: Hundljót planta sem best er að rækta þar sem enginn sér hana. Lágvaxin og vindþolin: Þessi setning selur allar plöntur því ís- lenskir viðskiptavinir vilja ekkert annað. Hægvaxta: Neikvæð vaxtara- ukning milli ára. Hraðvaxta: Þarf klippingu á nokkurra daga fresti. Blaðfalleg: Blómstrar ekki nema tíunda hvert ár. Þarf rakan jarðveg: Vex ein- göngu í tjörnum. Seltuþolin: Hentar vel í fjörum. Af þessu er ljóst að garðeigendur ættu að fara varlega í að trúa hverju sem er þegar kemur að plöntulýs- ingum, kannski þeir ættu bai-a að ráðfæra sig við fagmenn? Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur BLOM VIKUNMR 442. þáttur llmsjon Sigrilnr iljarUr BRIPS Maastrichl ÓLYMPÍUMÓTIÐ Ólympíumótið í brids er haldið í Maastricht í Hollandi dagana 27. ágúst til 9. september. Islendingar taka þátt í opnum flokki. Hægt er að fylgjast með mótinu á Netinu, m.a. á slóðinni: www.bridgeol- ympiad.nl ÍSLENSKA landsliðið hefur náð að halda sér í einu af fjórum efstu sætunum í sínum riðli á Ólympíu- mótinu í brids allt frá byrjun. Und- ankeppnin er nú tæplega hálfnuð og íslenska liðið hefur unnið góða sigra en einnig tapað leikjum fyrir þjóðum sem ekki eru sérlega hátt skrifaðar í íþróttinni. Þess er raun- ar að vænta í slíku móti þar sem leikimir eru aðeins 20 spil. Einn þeirra leikja sem hefur unnist var gegn Kínverjum sem eiga nú orðið á að skipa bridsspilur- um í fremstu röð í heiminum. Leik- urinn, sem sýndur var á sýningar- töflu, var býsna köflóttur, en í einu þeirra sýndi Matthías tilþrif sem örugglega eiga eftir að sjást víða í bridsþáttum og bridsbókum: Útspil undan ás það eina sem hnekkti slemmunni Norður *DG6 v AKD732 ♦ A983 * - Austur * K82 v G964 * K1075 * G4 Suður <k Á109 v 10 ♦ DG642 * KD107 Aðalsteinn Jörgensen og Sverrir Armannsson spiluðu 4 hjörtu í NS við annað borðið og fengu 11 slagi, 450 til íslands. Við hitt borðið fundu Kínverjarnir Wang og Zhu- ang tígulsamleguna og stoppuðu ekki fyrr en í slemmu: Vestur Norður Austur Suður lhjarta Pass 2 tíglar Pass 2hjörtu Pass 3grönd Pass 4 tíglar Pass 4spaðar Pass 6grönd Pass 6tíglar// Þegar suður sýndi spaðaásinn með 4 spöðum stökk norður í 5 grönd til að spyrja um trompgæðin en suður neitaði tveimur háspilum með 6 tíglum. Matthías í vestur hugsaði sig lengi um áður en hann spilaði út. Það var nokkuð ljóst eftir sagnir að norður átti eyðu í laufi, annars hefði hann ekki haft áhuga á alslemmu, og tíguleyðan í vestur benti til veikleika í tromplitnum. Svo Matthías spilaði á endanum út litlu laufi frá ásnum! Sagnhafi hugsaði sig lengi um en ákvað loks að trompa og taka hjartaás og trompa hjarta. Síðan spilaði hann tíguldrottningunni að heiman og þar með hrundi spilið, 50 til Islands og 11 stig. Sagnhafi gat sennilega unnið spilið eftir fyrsta slag með því að spila litlum tígli úr borði í öðrum slag, fría síðan hjartað, spila tígli á ás, svína spaða og spila loks hjarta- litnum þar til austur trompar. En ef eitthvað annað en lauf kemur út er tiltölulega auðvelt að vinna spilið með því að spila litlu trompi úr borði eða taka jafnvel tígulás og spila meiri tígli. Þetta var því verð- skulduð sveifla til Islands. Grunsamleg gjafmildi Italar eru langefstir í riðli Is- lendinga og virðast vera í miklu for- mi í Maastricht, enda með leikreynt lið og margfalda Evrópumeistara innanborðs. Norberto Bocchi sýndi kunnáttu sína í þessu spili úr leik Itala og Argentínumanna. Norður * K108 v D84 ♦ G10963 + 52 Austur + 62 V 1097632 ♦ D84 + Á10 Suður + DG VÁG ♦ K72 + KD9763 í flestum leikjum spilaði suður 3 grönd eftir að austur hafði opnað á 2 hjörtum veikum. Algengt var að sagnhafi færi 4 niður eftir spaðaút- spil frá vestri, það gerðist t.d. við bæði borð í leik Islendinga og Tyrkja. Bocchi fékk einnig út lítinn spaða frá vestri. Hann stakk upp kóng í blindum til að spila laufi, og austur fór upp með ás; setji hann lítið gerir hann sagnhafa erfiðara fyrir sem þarf þá að lesa laufastöðuna rétt. Austur spilaði spaða og vestur drap með ás og spilaði meiri spaða sem sagnhafi átti á tíuna í borði. Nú virðist liggja beint við að nota innkomuna í blindan til að svína hjarta. En Bocchi var tortrygginn og komst að þeirri niðurstöðu að fyrst vestur væri svona gjafmildur á innkomurnar hlyti hann að eiga hjartakónginn. Hann ákvað því að taka laufaslagina fyrst. Vestur mátti missa tvo spaða en þegar sagnhafi tók síðasta laufið var vest- ur orðinn aðklemmdur. Henti hann tígli gat sagnhafi spilað litlum tígli að heiman. Henti hann spaða gat sagnhafi tekið hjartaás og spilað hjartagosa og látið vörnina um að spila tígli eða hjarta. Svo vestur ákvað að henda litlu hjarta og þá lagði Bocchi niður hjartaás, fékk kónginn í og hjartagosinn var 9. slagurinn. Guðm. Sv. Hermannsson Vestur ♦ 7543 v 85 ♦ - + Á876543 Vestur + Á97543 v K5 ♦ Á5 + G84

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.