Morgunblaðið - 31.08.2000, Side 56
56 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Um aðalfund NAUST
í Snæfellsskála
MÉR barst til eyma
fimmtudaginn 24.
ágúst sl. að nokkrir fé-
lagar mínir hér á Reyð-
arfirði ætluðu sér að
ganga í Náttúruvernd-
arsamtök Austurlands,
NAUST.
Ég ákvað að ganga í
samtökin og slóst því í
för með þeim upp í
Snæfellsskála þar sem
aðalfundur NAUST
skyldi haldinn sunnu-
daginn 27. águst.
I stuttu máli var
fjórum af tíu tillögum GunnarTh.
stjórnar hafnað á þess- Gunnarsson
um aðalfundi. Hinar
voru samþykktar samhljóða. Auk
þess voru 6 nýjar tUlögur samþykkt-
ar.
Viðbrögð stjórnarmanna NAUST
hafa verið athyglisverð í kjölfar
þessarar uppákomu, svo og aðal
málpípna samtakanna á opinberum
vettvangi. í ræðum þingmanna
vinstri grænna, Þuríðar Bachmann
og Hjörleifs Guttormssonar vara-
þingmanns, á fundinum í Snæfells-
skála kom fram að þau teldu að hinir
nýju félagar, sem gengu í samtökin
fyrir þennan aðalfund, væru þar á
„röngum forsendum" og að „vett-
vangur þessara nýju félaga ætti að
vera í samtökunum Afli fyrir Austur-
land“.
Þarna var skýringin komin á því,
sem ég hafði heyrt á skotspónum,
hvers vegna nokkrir „eldri“ félagar í
samtökunum hafa verið hraktir í
burtu úr þeim vegna þess að þeim
sem pólitískar línur leggja í þessum
Náttúrverndarsamtökum þóknast
ekki að farið sé út af flokkslínunni.
Allir sem hyggjast
ganga í NAUST skulu
gjöra svo vel að hafa þá
pólitísku sýn á náttúr-
una og auðlindir henn-
ar sem v-grænir segja
fyrir um og/eða aðrir
öfgasinnar í náttúru-
vernd. Einkennileg
náttúruvemdarsamtök
það! Einnig em afar at-
hyglisverð ummæli for-
manns NAUST, Höllu
Eiríksdóttur, þar sem
hún segir í fréttatíma
Ríkisútvarpsins daginn
eftir aðalfundinn, að
þrátt fyrir að aðalfund-
ur hafi samþykkt tillög-
ur sem gangi þvert á stefnu og
markmið félagsins, muni stjórnin
starfa áfram að markmiðum sínum.
Einnig sagði hún að hún teldi að hin-
Náttúruvernd
Ég vil að náttúru-
verndarhugtakið fái á
sig trúverðugan og
vangi. Ég legg til að það komi heið-
arlega fram við almenning í landinu,
og ekki síst við sjálft sig, og stofni
sérstök samtök fyrir markmið sín,
t.d. And-virkjunarsamtökin, eða fari
með baráttumál sín inn í einhvern
stjórnmálaflokkinn og vinni að þeim
þar, en láti vera að draga argaþras
og dægurmál inn í jafngöfug samtök
og náttúruverndarsamtök eru alla
jafnan.
Er það ekki umhugsunarvert að
nokkrir tugir fólks í NAUST skuli
hafa komið sér fyrir í skjóli samtak-
anna til að pólitískar áróðursraddir
þeirra heyrðust hærra, fengju þá
umfjöllun í fjölmiðlum sem þau ann-
ars aldrei fengju ef þessi 20-30
manna leshringur stofnaði samtök
um hugðarefni sín?
Ég er fæddur og uppalinn borgar-
búi en hef búið á Reyðarfirði frá ár-
inu 1989.
Einn af mörgum kostum þess að
búa á Reyðarfirði er nálægðin við
náttúruna og víðemið, fugla og dýra-
lífið, auk þess losna ég við ys og þys
borgarlífsins, hraðann og flýtinn í
hinu daglega lífi sem einkennir
mannlífið gjarnan í borgum eins og
Reykjavík. Ókostimir era fábreytni í
atvinnulífinu, sem þó er með betra
móti hér á Reyðarfirði en víða ann-
arsstaðar í sambærilegum sjávar-
plássum.
En við stöðuga fólksfækkun fer
gjarnan keðjuverkun af stað. Með
færri íbúum verður æ erfiðara að
halda úti þjónustu á ýmsum sviðum,
fólkið sem veitir þjónustuna gefst
upp og heldur á önnur mið, og svo
koll af kolli.
Ég vil gjarnan sjá fjölbreyttara at-
vinnulíf á Austurlandi. Að rennt sé
styrkum stoðum undir iðnað af hvers
kyns tagi og ég tel að sú vítamín-
sprauta sem byggðir á Mið-Austur-
landi þurfi, sé að vatnsfallsauðlindir
norðan Vatnajökuls séu nýttar á
skynsamlegan hátt, en þó að sjálf-
sögðu að undangengnu lögbundnu
mati á umhverfisáhrifum.
Innkoma okkar nokkurra Reyð-
firðinga, auk annarra af svæði Mið-
Austurlands í NAUST fyrir aðal-
fundinn, var mér vitanlega ekki
skipulögð á nokkurn hátt.
Sá orðrómur kvisaðist út að ein-
hverjir ætluðu að gera þetta og ég
slóst í hópinn. Mér er fullljóst að inn-
koma í félagið á þennan hátt, þ.e. að
tilgangurinn sé að hafa áhrif á at-
kvæðagreiðslu á aðalfundi, orkar tví-
mælis, en ég vil með því vekja at-
hygli á því að þarna fara fram
pólitískir „sellufundir" í nafni
frjálsra óháðra náttúraverndarsam-
taka. Stríðshanskanum var fyrir
löngu kastað af hálfu þessara úlfa í
sauðagæram.
Ég tel að hagsmunum almennings
sé best borgið með heilbrigðum
vinnubrögðum og hlutlausu og vís-
indalegu mati á skynsamlegri nýt-
ingu náttúraauðlindanna.
Ég vil að náttúraverndarhugtakið
fá á sig trúverðugan og heiðarlegan
blæ á ný og ég vil ekki að fólk eins og
Hjörleifur Guttormsson og Þuríður
Bachmann komi óorði á hugtakið.
Ég mæli eindregið með að núver-
andi stjóm NAUST segi af sér með
von um að til forystu fáist skynsamt
og kreddulaust fólk sem setji mál-
efnin og markmiðin ofar eigin póli-
tíska hag.
Að gefnu tilefni er ég ekki í félag-
inu Afl fyrir Austurland, og ég vil
ekki að á nokkurn hátt verði þessi
tvenn frjálsu félagasamtök spyrt
saman í umræðunni enda ekki nokk-
ur ástæða til.
Höfundur er garðyrkjufræðingur
á Reyðarfirði.
heiðarlegan blæ á ný,
segir Gunnar Th.
Gunnarsson, og ég vil
ekki að fólk eins og
Hjörleifur Guttormsson
og Þuríður Bachmann
komi óorði á hugtakið.
* BRÚÐARGJAFIR
*SÖFNUNARSTELL
*GJAFAKORT
^erÍ
ir nýju félagar yrðu ekki lengi í fé-
laginu. (!!)
Það er sérkennilegt að formaður
NAUST skuli ekki þekkja þau lög
sem henni qg samtökunum ber að
starfa eftir. í 2. grein laganna, lið b,
segir svo: „Að stuðla að því að nátt-
úralegar auðlindir verði nytjaðar
skynsamlega, landsmönnum til
heilla í nútíð og framtíð." Ég óska
hér með eftir því að formmaður
NAUST sýni fram á hvernig sam-
þykktir á nýafstöðnum aðalfundi
brjóti í bága við markmið félagsins.
Það er sorglegt til þess að vita að
náttúravemdarsamtök á borð við
NAUST, sem að öllu eðlilegu ættu að
njóta virðingar og trausts almenn-
ings, skulu vera „menguð“ af örfáum
öfgasinnum og pólitískum harðlín-
umönnum. Þetta fólk er að starfa að
sínum hugðarefnum á röngum vett-
Tapar Baugur á
sölu mjólkurvara?
JÓN Ásgeir Jóhann-
esson, forstjóri Baugs,
heldur því fram í Morg-
unblaðinu 27. ágúst sl.
að verslunin stórtapi á
því að selja mjólkur-
vörur því álagningin sé
innan við 14%. Þessi
fullyrðing gefur tilefni
til að skoða viðskipti
með mjólkurvörur að-
eins nánar.
Fyrst er rétt að
benda á að smásölu-
álagning mjólkurvara
er frjáls og því Baugi í
sjálfsvald sett hvað
lagt er á hverja vöra-
tegund. Sé álagning í verslunum
Baugs skoðuð nánar kemur í ljós að
algeng álagning á ferskvörar er
væntanlega töluvert hærri en Jón
lætur í veðri vaka, og ljóst að álagn-
ing á osta og viðbit er á bilinu 15-
20%, sennilega nær 20% og álagning
á ýmsa sérvöra allt að 40%. Að auki
fá stærstu verslanir magnafslátt, þó
annað megi ráða af ummælum Jóns
Ásgeirs. Af framansögðu má ætla að
meðalálagning mjólkurvara í versl-
unum Baugs sé ekki fjarri meðal-
Ari Teitsson
álagningu verslunar-
samsteypunnar, sem að
sögn Jóns Ásgeirs var
21% árið 1999.
í viðtali sínu nefnir
Jón Ásgeir athygh-
verðar samanburðar-
tölur frá Noregi og þvi
upplagt að skoða aðeins
betur norskar álagn-
ingartölur. í könnun
sem norski mjólkuriðn-
aðurinn (Tine) hefur
látið gera, hefur komið
í ljós að í verslunum
með breitt vöruúrval
(líkt og Hagkaup og
Nýkaup), er meðal-
álagning á drykkjarmjólk 11,4%, en í
lágvöraverslunum (líkt og Bónus) er
álagningin 6,7%. Álagningarhlutfall-
ið er lágt vegna þess að þessar vörur
era eftirsóknarverðar, með mikinn
veltuhraða og seljast oft samdægurs,
á meðan önnur vara, s.s. niðursuðu-
vara, er marga daga í hillum versl-
ananna.
í dag era mjólkurvörur keyrðar í
verslanir eftir óskum, jafnvel oft á
dag. Mjólkuriðnaðurinn leggur til
grindurnar sem neytandinn tekur
Verslun
Jón Ásgeir þarf, segir
Ari Teitsson, að
útskýra fyrir neytend-
um þá fullyrðingu sína
að verslanir Baugs
stórtapi á því að selja
mjólkurvörur.
mjólkina úr og í fjölmörgum verslun-
um era framstillingarkælar sem era
í eigu mjólkuriðnaðarins. Af þessu
má ætla að álagningarþörf á hverja
selda einingu af mjólkurvöram sé
veralega lægri en meðalálagningar-
þörf, eins og verslunareigendur í
Noregi hafa áttað sig á.
í ljósi ofangreindra atriða, og ég
minni enn á að smasöluálagningin er
frjáls, þarf Jón Ásgeir að útskýra
fyrir neytendum þá fullyrðingu sína
að verslanir Baugs stórtapi á því að
selja mjólkurvörur. Er vandi Jóns
Ásgeirs ef til vill sá að hann þarf að
skila kröfuhörðum eigendum arði af
milljarða fjárfestingum, en hefur
jafnframt á sama tíma lofað að lækka
verð í verslunum Baugs?
Höfundur er formaður
Bændasamtaka íslands.
Hálstöflur
Mýkjandi fyrir hálsinn með ómótstæðilegu
lakknsbragði
Halstabletter
med frisk lakridssmag
40 stk./24 g
Prófaðu - fæst í apótekum
Sólarhringssala á matvöru
hjá Select hófst vorið 1997
UNDANFARNA
daga hefur spunnist
nokkur fjölmiðlaum-
ræða um þá ákvörðun
stjómenda verslunar-
keðjunnar 10-11 að
auka þjónustu við neyt-
endur með því að hafa
eina af verslunum keðj-
unnar opna allan sólar-
hringinn. Af umfjöllun
fjölmiðla hefur mátt
skilja að hér sé á ferð-
inni talsverð frétt því nú
geti íslenskir neytendur
í fyrsta skipti nálgast
matvöra í verslun sem
er opin allan sólarhring-
inn. Fréttin er hins veg-
ar liðlega þriggja ára gömul, því frá
því fyrsta Select-verslunin var opnuð
vorið 1997 í Shellstöðinni á Vestur-
landsvegi hafa næturhrafnar í höfuð-
borginni getað keypt matvöru og aðr-
ar heimilisvörur allan sólarhringinn.
í dag er boðið upp á sólarhrings-
afgreiðslu í fjórum af
sex Select-verslunum á
höfuðborgarsvæðinu en
þær era auk verslunar-
innar á Vesturlands-
vegi, á Shellstöðinni á
Bústaðavegi, í Suður:
felli og í Smáranum. í
öllum þessum verslun-
um er hægt að kaupa
matvöru og skyndibita
hvort sem er á nóttu
eða degi. Select-versl-
anirnar á Birkimel og í
Hraunbæ era hins veg-
ar minni hverfisversl-
anir þar sem opið er til
kl 23:30 enn sem komið
er.
Þess má geta að Select-verslanirn-
ar á íslandi era hannaðar að erlendri
fyrirmynd og er langur afgreiðslutimi
mikilvægur hluti í markaðssetningu á
Select. I Select-verslununum er auk
matvöraverslana lítið bakarí þar sem
hægt er að fá nýbakað bakkelsi allan
Matvara
✓
I Select-verslununum er
auk matvöruverslana,
segir Margrét
Guðmundsdóttir, lítið
bakarí þar sem hægt er
að fá nýbakað bakkelsi
allan sólarhringinn.
sólarhringinn. Reynslan hefur sýnt
að vaktavinnufólk og aðrir nætur-
hrafnar kunna vel að meta þessa
þjónustu sem hefur staðið þeim til
boða í Selelct-verslunum Skeljungs
hf. undanfarin þrjú ár.
Höfundur er framkvæmdastjóri
markaðssviðs smásölu hjá
Skeljungi hf.
Margrét
Guðmundsdóttir