Morgunblaðið - 31.08.2000, Síða 62

Morgunblaðið - 31.08.2000, Síða 62
162 FrMMTUDAGUR'3i: ÁGÚST 2ÖÓ0 WORGUNBLAÐIÐ 1 Dýraglens Smáfólk Psst, stjóri.. ekki horfa núna, ég er Ég faldi kylfu andstæðinganna svo Engin furða að ég sló síðasta mann að nota gamla bragðið með fóldu þeir nái engum stigum! út.. kylfuna.. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 „Fólk í fyrirrúmi“ Frá Einari Inga Hjálmtýssyni: í MORGUNBLAÐINU 9. ágúst sl. birtist svohljóðandi frétt. Fjöldi sjúklinga hefur ekki ráð á að leysa lyf sín út. Ég held að mörgum hefði ekki brugðið meira þó fréttin hefði verið eitthvað á þessa leið: Búast má við að fjöldi sjúklinga deyi vegna þess að þeir hafa ekki efni á að kaupa sér nauðsynleg lyf. I hópi þessa fólks eru auðvitað eldra fólk og öryrkjar, að stórum hluta. Þær hækk- anir sem orðið hafa á lyfjum eru nán- ast óheyrilegar með öllu og verður að telja að með þessum aðgerðum hafi ríkisstjómin farið langt út fyrir öll siðgæðismörk, svo ekki sé dýpra í ár- inni tekið. Sumir ráðherrar Fram- sóknar notuðu slagorðið fyrir síðustu kosningar sem frægt er orðið, „fólk í fyrirrúmi", en eldra fólk og öryrkjar áttu víst að vera í öðru rúmi, senni- lega mætti kalla þetta rúm „dauðar- úmið“. Það má því segja að ríkis- stjómin hafi skapað þeim er höllustum fæti standa bæði erfiðleika og skömm, sem seint mun gleymast þeim er fyrir hafa orðið. Hins vegar er ömurlegt til þess að hugsa ef það er raunin að eldri borgarar eiga sér eng- an forsvarsaðila, sem virkilega gæti tekið þeirra mál fyrir á opinberum vettvangi, jafnvel farið dómsmálaleið- in. Það er ljótt til þess að hugsa, að það skuli vera ógnvekjandi að vera gamall eða öryrki í þessu velferðar- þjóðfélagi nema því aðeins að fólk sé vel efnum búið fyrir. manni verður því á að spyrja: Getur nokkur ærleg- ur maður í þessu landi látið þessi mál fram hjá sér fara án umhugsunar? Ef svo er stöndum við íslendingar illa á þessum velferðartímum og ætla ég að vona að það sé rétt, að við séum komnir af víkingum en ekki þrælum. Eitt tel ég alveg ótvírætt og það er, að sé hægt að lækna fólk, þá borgar það sig fyrir þjóðfélagið í ölium tilfellum. En þessu samfara vaknar ótvírætt sú spuming, var nauðsynlegt að framkvæma þessar lyfjahækkanir? Jú, það var víst nauðsynlegt vegna þess að það átti að halda hátíð á Þing- völlum vegna 1000 ára kristintökuaf- mælisins, já, hvorki meira né minna. Já, þeir sem veikir voru og minna máttu sín áttu að borga herlegheitin á Þingvöllum. Eitt vil ég benda á og það er hvern- ig kirkjunnar mönnum hefur tekist að bruðla með fé almennings. Undanfar- in ár hefur það verið aðalatriðið að koma upp listaverkum í gleri í glugg- um kirkna, helst blýsett, djúpbólstr- aðir bekkir, harðviðargólf og síðast en ekki síst dýrindis orgel sem kosta jafnvel tugi miiijóna hvert og auðvit- að innflutt, íslenskir orgelsmiðir hafa ekki þótt nógu góðir til þessara verka, án nokkurra undantekninga. Ég held að það opinbera þurfi að taka upp strangt aðhald í málum þjóðkirkjunn- ar, en jafnvel því fólki, sem þéttast stendur með kirkjunni, virðist of- bjóða fjárausturinn. Af nýafstaðinni kristintökuhátíð finnst mér virkilega taka í hnúkana þegar maður heyrði herra biskupinn fokillan kvarta yfir hvað fáir sóttu Þingvelli heim á hátíð- inni og það hvarflar að mörgum, hvort stjómendur hátíðarinnar hefðu ekki þurft á áfallahjálp að halda eða einhverskonar sáluhjálp. Herra bisk- upinn messaði í hellinum sem er á jörðinni Hellnum á Landi og tókst sú athöfn vel, má vera að fólki líki bara vel að sækja guðsþjónustur undir yf- irborð jarðar, það er þó allavega til- breyting, frá öllum fínheitunum því trú felst ekki í fínheitum eða veislu- höldum. Vitur maður á að hafa sagt eitthvað á þessa leið, fyrir mörgum áratugum. Þjóðin mun standa í sömu sporum í trúmálum árið 2000 og hún stóð í árið 1000 og ætla ég að vona að prestamir átti sig á þessu, því sé þetta svo, er kominn tími hjá prestum að hugsa sinn gang svo ekki sé meira sagt. Og eitt ættu prestar að vita mæta vel, að hjá Jesu Kristi vom þeir sem minnst máttu sín hafðir í fyrir- rúmi. EINARINGI HJÁLMTÝSSON, Kleppsvegi 136 Rvk. Danskennsla í skólum Frá Heiðari R. Ástvaldssyni: „ÖLL böm á íslandi fá danskennslu í skólum sem hluta af almennri mennt- un þeirra. Tilskipun frá menntamála- ráðuneyti ís- lands.“ Þannig byrjar grein sem Harry Smith- Hampshire, fyrr- um heimsmeistari í dansi, sendi til allra aðildarríkja World Dance & Dance Sport Council. Og hann heldur áfram í grein sinni. Þetta vom upplýsingar sem mér fannst eiga skilið að mætti líta á sem stórfrétt, flagga ætti fyrir og allir danskennarar vildu fá að vita meira um. I bréfi sínu dáist hann að fræðsluyfirvöldum íslands, sem hafi áttað sig á þýðingu dansins. Hann hælir íslenskum keppendum og talar um frábæra frammistöðu þeirra í Blackpool og allt er bréfið í aðdáunar- tón gagnvart íslandi og íslendingum. I ferð minni til Blackpool í maí á þessu ári flutti ég erindi um dans- kennslu í skólum á íslandi fyrir full- trúum 50 þjþða sem sóttu aðalfund WE&DSC. Ég get fullyrt að heimur- inn dáist að framtaki okkar. Englend- ingar sögðu mér að Margrét Thatcher hefði fellt niður dans- kennslu í skólum í sparnaðarskyni og Rússar kvörtuðu um auraleysi sem í dag gerði þeim ekki kleift að hafa danskennslu lengur í skólum. Allar þjóðir dáðust að gerðum okkar Is- lendinga enda áttu þarna hlut að máli fólk sem skilur þýðingu dansins. Ég sé ekki aðeins þýðingu þess að þessi börn, sem í dag njóta danskennslu, fái að læra að dansa, ég sé þau líka í anda eftir 60-70 ár þegar þau taka sporið á elliheimilum landsins. Þá verður ekki bara gaman, heldur munu allir sjá hversu dansinn er holl andleg og líkamleg íþrótt. Heill sé ykkur Bjöm Bjamason menntamálaráðherra, Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri, Gerður Óskarsdóttir fræðslustjóri og Matt- hildur Guðmundsdóttir á Fræðslu- skrifstofu Reykjavíkur, þið hafið inn- leitt kennslu í fagi sem allir græða á að læra. HEIÐAR R. ÁSTVALDSSON, danskennari. Heiðar R. Ástvaldsson Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.