Morgunblaðið - 14.09.2000, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Niðurstöður Heijólfsútboðsins
Komu ráð-
herra á óvart
STURLA Böðvarsson sam-
gönguráðherra sagði í samtali
við Morgunblaðið að því væri
ekki að leyna að niðurstöður út-
boðsins vegna ferjusiglinga
Herjólfs hefðu komið sér á
óvart. Bæði hversu tilboð Herj-
ólfs hefði verið hátt og hversu
tilboð Samskipa hefði verið lágt.
Skilningur á
áhyggjum Eyjamanna
Sturla sagðist hafa fullan
skilning á áhyggjum Eyjamanna
um framtíð Herjólfs, færi rekst-
ur ferjunnar úr þeirra höndum.
Hins vegar hefði það verið
tryggt í útboðinu, og farið að
vilja heimamanna þar um, að
skipið yrði áfram gert út frá
Vestmannaeyjum.
Eins og kom fram í Morgun-
blaðinu í gær hefur Vegagerðin
neitað Herjólfsmönnum um að-
gang að útreikningum vegna
kostnaðaráætlunarinnar, sem
vakið hefur undrun þeirra í ljósi
rekstrarins undanfarin ár og
greiðslna frá ríkinu.
Deilur
óheppilegar
Þegar þetta var borið undir
samgönguráðherra sagði hann
það óheppilegt að deilur væru
komnar upp vegna útboðsins.
Minntist hann þess ekki að deil-
ur hefðu áður risið um útreikn-
inga Vegagerðarinnar. Þar á bæ
hefðu menn kunnað til verka í
þessum efnum.
Sturla sagðist ætla að kynna
sér málið betur og gat ekki lagt
mat á það hvort Herjólfur hf.
ætti kröfu á að sjá útreikning-
ana.
Morgunblaðið/Gunnlaugur
Mikil úrkoma á Snæfellsnesi
Stykkishólmi - Mikið vatnsveður
gerði á Snæfellsncsi seinni part
mánudags og rigndi mikið fram á
þriðjudagsmorgun. Lækir mynduð-
ust víða í fjallshliðum og árnar
þurftu að taka við vat nsflaunmum
og á stuttum túna margfaldaðist
rennsli þeirra. Ekki urðu neinar
skemmdir af völdum rigningarinnar
sem vitað er um. Þetta eru fyrstu
merki þess að haustið er í nánd.
Veðrið hefur verið sérlega gott í
sumar og fram til þessa tíma. Mikið
er um ber í kringum Stykkishólm,
en reikna má með að hver sé að
verða síðastur að fara á beijamó.
Rennslið í Bakkafossi í Helgafells-
sveit margfaldaðist eftir mikið
vatnsveður á Snæfellsnesi. Á mynd-
inni sýnir hann stoltur mátt sinn og
kraft, en alla jafna fer ekki mikið
fyrir honum. Þekktastur er hann
fyrir það að eitt af skipum Eimskipa-
félags Islands ber nafn hans.
Ráðstefna
um landgrunn
og auðlindir
RÁÐSTEFNA um landgrunnið og
auðlindir þess verður haldin hér á
landi dagana 13. og 14. október nk.
á vegum Hafréttarstofnunar Is-
lands, utanríkisráðuneytis og iðn-
aðar- og viðskiptaráðuneytis.
Tilgangur hennar er að kynna
stöðu landgrunns- og olíuleitar-
mála á íslandi og við Norður-Atl-
antshaf. Verður áhersla lögð á
réttarstöðu landgrunnsins, þá af-
mörkun landgrunns á grundvelli
hafréttarsamningsins sem nú er á
döfinni, hlutverk Landgrunns-
stofnunar SÞ, stöðu og þróun oh'u-
leitar og olíuvinnslu í nágranna-
ríkjunumog löggjöf um olíuleit og
olíuvinnslu, þ.m.t. frumvarp um ís-
lenska kolvetnisstarfsemi.
Meðal þeirra sem flytja munu
erindi á ráðstefnunni eru Guð-
mundur Eiríksson, dómari við Al-
þjóðlega hafréttardóminn, Harald
Brekke, einn nefndarmanna í
Landgrunnsnefnd SÞ, Anthony G.
Doré, leitarstjóri Statoil í Bret-
landi, Hans Kristian Sehöndvandt,
forstjóri Auðlindastofnunar Græn-
lands, og Herálvur Joensen, for-
stjóri Olíustofnunar Færeyja.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Biðröö við íslenska skálann í gærmorgnn.
Mikil aðsókn að íslenska skálanum
BÚIST er við að gestafjöldi íslenska skálans á heims- Aðeins þýski skálinn hefur fengið fleiri heimsóknir en
sýningunni í Hannover, Expo 2000, sem stendur út sá íslenski. í gærkvöldi leigði skóframleiðandinn X-18
þennan mánuð, nái þremur milljónum nú um helgina. skálann og hélt þar ráðstefnu fyrir umboðsmenn sína.
Jöklaferðir ehf. til sölu
Ætlunin að
auka umfang
starfseminnar
REKSTRARFÉLAG Jöklaferða
ehf., Höfn í Hornafirði, hefur verið
auglýst til sölu, en að sögn Sigurðar
Sigurðarsonar, framkvæmdastjóra
Jöklaferða, er það gert til að hægt
verði að auka umfang starfseminn-
ar.
„Það er ekkert brothljóð í eig-
endum fyrirtækisins, heldur vilja
þeir fyrst og fremst drífa þetta
áfram. Það liggur mikið fyrir í upp-
byggingarstarfi og eigendurnir vilja
annaðhvort fá einhverja með sér í
það sem gera þarf, eða selja fyrir-
tækið einhverjum sem er tilbúinn
að taka þetta yfir,“ segir Sigurður.
Starfsemi íýrirtækisins nær yfir
sumarmánuðina og er opið frá byrj-
un apríl til loka september. Sigurð-
ur segir að áhugi sé fyrir því að
byggja upp vetrarstarfsemi, en þá
þurfi jafnframt að leggja mikið fé í
markaðssetningu.
„Svona uppbyggingarstarf tekur
sinn tíma og núverandi eigendur
eru ekki tilbúnir að leggja fram
meira fé að óbreyttri eignaraðild,"
segir Sigurður.
Brottfall nemenda í
framhaldsskólum 33%
RÚMLEGA 33% nemenda í fram-
haldsskólum landsins hverfa frá
námi og þá aðallega við átján ára
aldur, segir Björg Birgisdóttir,
náms- og starfsráðgjafí, og vísar í
niðurstöður rannsókna sem gerðar
hafa verið hér á landi á undan-
förnum árum. Til samanburðar
segir hún að brottfall nemenda úr
framhaldsskólum í Bandaríkjunum
sé um 25%. Bendir hún þó á að hlut-
fallslega fleiri ljúki háskólaprófi á
íslandi en í Bandaríkjunum. Með
öðrum orðum eru meiri líkur á því
að þeir sem ljúka framhaldsskóla
hér á landi ljúki háskólaprófi en
þeir sem ljúka framhaldsskólanámi
í Bandaríkjunum.
Björg lauk meistaranámi í náms-
ráðgjöf við Califomia State Uni-
versity Northridge árið 1997 og
fjallaði lokaritgerð hennar um
brottfallsnemendur. Síðan þá hefur
hún beint sjónum sínum að nem-
endum sem falla úr námi. Starfar
hún nú sem námsráðgjafi og fjar-
kennslustjóri við Háskólann í
Reykjavík. Björg bendir á að engar
rannsóknir hafi verið gerðar á því
hér á landi hvers vegna nemendur
hætta í námi en segir að niður-
stöður viðamikillar bandarískrar
rannsóknar gefi til kynna að meiri-
hluti þeirra sem hverfa frá námi
geri það vegna fjölskylduaðstæðna.
Telur hún að vel megi heimfæra
þær niðurstöður á íslenska nem-
endur. „Rannsóknin náði til um það
bil 25 þúsund bandarískra nem-
enda,“ útskýrir hún. „Sögðu þeir
sem hætt höfðu námi ástæðuna
fyrst og fremst vera þá að þeir
hefðu ekki fengið stuðning og leið-
beiningar frá foreldrum í náminu."
Björg bendir á að stuðningur for-
eldra skipti því greinilega máli
þegar nám er annars vegar. Sömu
sögu sé að segja um stuðning við
nemendur innan veggja skólans.
„Miklu máli skiptir að það sé ein-
liver í skólanum sem láti sig nem-
enduma varða.“
Björg telur að finna verði leiðir í
íslenska menntakerfinu til að
draga úr brottfalli nemenda.
„Þeim, sem falla úr námi, líður oft
illa og þeir standa oft frammi fyrir
ýmsum erfiðleikum. Til dæmis get-
ur þeim gengið illa að fá önnur
störf en láglaunastörf." Sem dæmi
um leiðir til að mæta þörfum þeirra
sem eiga á hættu að falla úr námi
nefnir hún styttri námsbrautir í
framhaldsskólum. „Fyrir marga
nemendur er framhaldsskólanám
langt og yfirþyrmandi og því
myndi það draga úr brottfalli ef
boðnar væru styttri námsbrautir
sem gæfu nemendum kost á að út-
skrifast með einhvers konar starfs-
réttindi eða diplóma. Slíkt nám
gæti opnað þeim leiðir inn í ákveðin
störf og seinna meir gætu þeir bætt
við sig og farið í frekara nám ef
þeir hefðu áhuga á.“ Björg nefnir
Morgunblaðið/Ásdís
Björg Birgisdóttir námsráðgjafi.
einnig að stuðningskerfi fyrir nem-
endur innan veggja skólanna gæti
verið góður kostur til að draga úr
brottfalli nemcnda, þ.e. stuðnings-
kerfi sem hjálpaði nemcndum á
timamótum að taka ákvarðanir um
framtíðina eða bæta árangur sinn í
námi. Hefur hún, ásamt náms- og
starfsráðgjöfunum Onnu Sigurðar-
dóttur og Sigríði Huldu Jónsdóttur,
unnið að því undanfarin tvö ár að
hanna slíkt stuðningskerfi. Byggir
það á einstaklingsviðtölum og hóp-
ráðgjöf við nemendur í fámennum
hópum og hefur verið notað á
þremur skólastigum, grunnskóla-,
framhaldsskóla- og háskólast iginu.
Á annað hundrað ncmenda hefur
tekið þátt í því og sýna niðurstöður
að það bætir námsárangur og eyk-
ur vellíðan. „Við byrjuðum þijár á
að þróa þetta kerfi en höfum nú
fengið til liðs við okkur fleiri náms-
ráðgjafa," segir hún en markmiðið
er að stuðningskerfið verði notað í
sem flestum skólum landsins.