Morgunblaðið - 14.09.2000, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Nýjar höfuðstöðvar Urðar, Verðandi, Skuldar
460 erlendir námsmenn stunda nám við HÍ
Fram-
kvæmdir
í fullum
gangi
FRAMKVÆMDIR eru nú í fullum
gangi á vegum líftæknifyrirtækis-
ins Urðar, Verðandi, Skuldar í
gamla Skátahúsinu við Snorra-
braut. Fyrirtækið keypti húsið sl.
vor og hyggst flytja höfuðstöðvar
sínar þangað frá Lynghálsinum.
Að sögn Reynis Arngrímssonar,
framkvæmdastjdra hjá UVS, stend-
ur til að flytja inn við Snorrabraut-
ina í lok oktdber eða byijun ndvem-
ber. Verktaki framkvæmdanna er
ístak hf.
Á fyrstu hæðinni er verið að
vinna við innréttingar í nýrri og
fullkominni rannsdknastofu og á
hæðunum tveimur fyrir ofan er ný-
lega byrjað að rífa niður veggi og
koma þar upp aðstöðu fyrir aðra
starfsemi fyrirtæksins, s.s. fyrir úr-
vinnslu rannsdkna og almennt
skrifstofuhald. Nýju húsakynni
UVS eru á 1600 fermetrum og
sagði Reynir byggingarrétt vera á
Idðinni fyrir öðru eins húsnæði eða
upp á um 1600 fermetra. Ekki ligg-
ur fyrir ákvörðun hvenær verður
ráðist í þá stækkun. Reynir sagði
það Iiggja fyrir í fyrsta lagi í lok
næsta árs.
Morgunblaðið/Þorkell
Iðnaðarmenn frá Istaki vinna nú við innréttingar á nýrri rannsdkna-
stofu UVS á 1. hæð hússins við Snorrabraut.
Andlát
BALDVIN NJÁLSSON
BALDVIN Njálsson,
fiskverkandi og stofn-
andi útgerðarfyrirtæk-
isins Nesfisks í Garði,
lést á Landspítala - há-
skólasjúkrahúsi á
þriðjudag, 63 ára að
aldri.
Baldvin fæddist í
Garði hinn 30. ágúst
1937 og ólst þar upp.
Foreldrar hans eru
Njáll Benediktsson,
fyrrum fiskverkandi í
Garði, og Málfríður
Baldvinsdóttir. Lifa
þauson sinn.
Baldvin stofnaði Nesfisk ásamt
fjölskyldu sinni árið 1986 og er fyr-
irtækið komið í hóp stærstu út-
gerðarfyrirtækja landsins, starf-
rækir fiskvinnslu,
gerir út sjö báta og
veitir um 250 manns
atvinnu.
Frá árinu 1973
hafði Baldvin starf-
rækt sína eigin fisk-
verkun en áður vann
hann ýmis störf, s.s.
við ökukennslu og
akstur vörubifreiðar.
Baldvin var einn
stofnenda Kiwanis-
klúbbsins Hofs í
Garði.
Eftirlifandi eigin-
kona Baldvins er
Þorbjörg Bergsdóttir og eiga þau
tvö börn og fimm barnabörn auk
þess sem þau ólu upp systurson
Þorbjargar.
Ríflega
tvöföldun á
síðustu
fimm árum
UM 460 erlendir námsmenn munu
stunda nám við Háskóla Islands í
vetur og að sögn Halldóru Tómas-
dóttur, kynningarfulltrúa Háskól-
ans, hefur fjöldi erlendra náms-
manna við Háskólann ríflega
tvöfaldast á síðastliðnum fimm ár-
um. Auk þessara 460 sóttu tæplega
250 námsmenn sumarnámskeið Há-
skólans í ár.
Halldóra segir að flestir erlendu
stúdentanna leggi stund á íslensku
fyrir erlenda stúdenta en auk þess
séu fjölmargir þeirra við nám í öðr-
um námsgreinum.
„Erlendir stúdentar læra allt frá
heimspeki og mannfræði til við-
skiptafræði, lögfræði og jarðfræði
svo aðeins fátt eitt sé nefnt,“ segir
Halldóra. „Það má segja að erlend-
ir nemendur stundi nám við allar
deildir Háskólans að tannlækna-
deild einni undanskilinni."
Fjölgun vegna aukinnar þátt-
töku HI í stúdentaskiptum
Halldóra segir að í mörgum
deildum sé farið að bjóða upp á
námskeið þar sem kennt er á ensku
og í vetur séu rúmlega 40 slík nám-
Hópur námsmanna við Háskóla íslands, frá Frakklandi og Sviss.
skeið í boði. í viðskipta- og hag-
fræðideild sé til dæmis boðið upp á
átta slík námskeið, í félagsvísinda-
deild séu þau 14 talsins og 13 í
heimspekideild.
„Lagadeild býður einnig upp á
fjögur námskeið á ensku og er þar
farið inn á ýmis svið lögfræðinnar,
svo sem refsirétt og Evrópurétt og í
jarð- og landfræðiskor gefst er-
lendum námsmönnum kostur á að
kynnast jarðfræði íslands og jarð-
fræði jökla,“ segir Halldóra.
Hún segir að erlendum nemend-
um við Háskólann hafi meðal ann-
ars fjölgað vegna aukinnar þátt-
töku Háskólans í stúdentaskiptum á
vegum Erasmus-áætlunar
Evrópusambandsins, Nordplus-
áætlunar Norðurlandaráðs og IS-
EP-stúdentaskipta við Bandaríkin.
Auk þess sé Háskólinn í samvinnu
við fjölmarga háskóla víða um heim
svo sem í Kanada, Ástralíu, Japan
ogá Nýja-Sjálandi.
I vetur séu um 160 skiptistúdent-
ar við nám í Háskólanum og segir
hún svipaðan fjölda íslenskra náms-
manna hafa farið utan sem skipti-
stúdentar.
Nýjar höfuðstöðvar Urðar,
Verðandi, Skuldar við Snorra-
braut, þar sem Skátabúðin var
áður til húsa.
Einkunnir íbúa í reynslusveitarféiögum
Meðaltal einkunna Einkunnir (1-10) gefnar fyrir frammistöðu ... með verkefni ... ekki með verkefni
Félagsmál - 6,0
Húsnæðismál 5,6 6,1
Atvinnumál 6,3 6,1
Þjónusta vinnumiðlunar 6,5 5,9
Þjónusta byggingarfulltrúa/-nefndar 6,0 6,2
Heilsugæslumál 7,4 6,8
Öldrunarmál 7,7 6,6
Almenn þjónusta hjá stofnunum 6,3 6,8
Menningarmál 6,0 6,7
Skólamál - 6,5
Málefni fatlaðra 7,1 5,9
Heimild: PriceWaterhouse Cooper |
Hæst gefíð
fyrir öldrun-
armál
ÍBÚAR reynslusveitarfélaga gefa
sveitarfélagi sínu hærri einkunn
fyrir frammistöðu í þeim mála-
flokkum sem sveitarfélagið hefur
tekið yfir. Þetta er meðal þess
sem kemur fram í skýrslu ráð-
gjafafyrirtækisins Pricewater-
house Coopers um framkvæmd
reynslusveitarfélagaverkefnisins,
og kynnt var í vikunni.
Mesti munurinn á einkunnagjöf
íbúa er á sviði stærstu verkefn-
anna, þ.e. í málefnum fatlaðra,
öldrunarmálum og heilsugæslu.
Skýrsluhöfundar telja það vís-
bendingu um að tilraunir reynslu-
sveitarfélaganna hafi bætt þjón-
ustuna. Hæsta meðaleinkunn var
gefin fyrir þjónustu í öldrunar-
málum, eða 7,7.
Verkefnið með reynslusveitar-
félög hófst árið 1995. Kannanir
ráðgjafarfyrirtækisins sýna að í
nokkrum málaflokkum hefur
ánægja íbúanna með þjónustu í
tilteknum málaflokkum aukist, sé
miðað við meðaltalseinkunnir. Á
þetta við á eftirtöldum sviðum: al-
mennri þjónustu stofnana sveitar-
félaganna, atvinnumálum, félags-
málum, málefnum fatlaðra,
þjónustu byggingarfulltrúa og
þjónustu vinnumiðlunar. Hins
vegar hefur meðaleinkunn lækkað
á eftirtöldum sviðum: heilsu-
gæslumálum, húsnæðismálum,
menningarmálum, skólamálum og
öldrunarmálum.
Mestur munur í
málefnum fatlaðra
Þegar einkunnir voru skoðaðar
nánar kom í Ijós að afstaða til
frammistöðunnar fór að hluta til
eftir því hvort viðkomandi
reynslusveitarfélag var að gera
tilraunir á viðkomandi sviði eða
ekki. Eins og sést á meðfylgjandi
töflu er mestur munur á einkunn-
um fyrir þjónustu í málefnum fatl-
aðra, eða 1,2 hærri hjá íbúum
þeirra sveitarfélaga sem voru með
tilraunaverkefni í gangi. Einnig
munar nokkru á einkunnagjöf fyr-
ir öldrunarmál.
Sveitarfélögin, sem hafa tekið
þátt í reynslusveitarfélagsverk-
efninu. eru Reykjavík vegna Graf-
arvogs, Garðabær, Hafnarfjörður,
Reykjanesbær, Akureyri, Fjarða-
byggð, Hornafjörður og Vest-
mannaeyjar.
54 milljóna
króna Evrópu-
styrkur
RANNSÓKNAÞJÓNUSTA Há-
skóla Islands og Rit ehf. undirrituðu
á miðvikudag samstarfssamning við
Evrópusambandið. Verkefniðhefst í
haust, nefnist VMART og snýst um
markaðssetningu og þróun á ferða-
þjónustu í dreifbýli á evrópskum
grundvelli. Verkefnið er undir ís-
lenskri verkefnastjóm og verður að
stórum hluta unnið á íslandi, segir í
fréttatilkynningu.
Auk íslenskra þátttakenda taka
þátt aðilar frá Finnlandi, Englandi,
Lettlandi, Spáni og Þýskalandi.
Ráðgert að verkefnið taki tvö ár og
kosti um 80 milljónir króna. Þar af
greiðir Evrópusambandið um 54
milljónir.
Styrkurinn kemur frá Upplýsinga-
tækniáætlun Evrópusambandsins.
Áætlunin er ein fjögurra þemaáætl-
ana innan fimmtu rammaáætlunar
ESB, sem kveður á um forgan-
gsverkefni er varða rannsóknir og
tækniþróun í Evrópu. ísland er full-
gildur aðili að áætluninni.
Hluti verkefnisins verðm- að búa til
evrópskt fyrirtæki - VMART - sem
staðsett verður frá íslandi en með
starfsemi á evrópska efnahagssvæð-
inu. Fyrirtækið mun þjóna ferðaþjón-
ustu í dreifbýli með tölvutengdar
lausnir sem eiga að stækka og
styrkja markaðinn fyrir þessa tegund
ferðaþjónustu. Eittgrundvallar atriði
í rekstrinum er að miklar gæðakröfur
verða gerðar varðandi þær upplýs-
ingar sem kerfið hefur að geyma.
Samþykkja
að framselja
Islending
TÆLENSK yfirvöld hafa
samþykkt beiðni um að fram-
selja Ragnar Sigurjónsson ef
hann kemst í vörslu þeirra, en
Ragnar hvarf frá íslandi fyrir
nokkrum misserum. Þá hafði
verið höfðað mál gegn honum
vegna fjársvika.
Hann er talinn vera í Taí-
landi um þessar mundir en
lögreglan veit þó ekki með
vissu hvar hann er niðurkom-
inn. Alþjóðalögreglan Inter-
pol hefur auglýst eftir Ragn-
ari að ósk embættis ríkis-
lögreglustjóra.