Morgunblaðið - 14.09.2000, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
|
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Morgunblaðið/Golli
Ibúar við Jórsali í Kópavogi vilja að strætisvagnastoppistöð fyrir fraraan Jórsali 4 og 6 verði flutt.
Bæjaryfírvöld taka vel í erindi Gróttu um að
byggður verði gervigrasvöllur á Seltjarnarnesi
Framkvæmdir ættu að
geta hafíst árið 2002
Seltjarnarnes
s
Ibúar vilja
biðstöðina
burt
Kópavogur
ÍBÚAR við Jórsali 2 til 8 í
Kópavogi hafa farið þess á
leit við bæjaryfirvöld að
strætisvagnastoppistöð við
Jórsali 4 og 6 verði flutt eða
að reistur verði um 2 metra
hár hljóðeinangrandi skjól-
veggur á lóðarmörkum við-
komandi húsa.
Siguijón Stefánsson, íbúi í
Jórsölum 6, sagði að íbúarnir
væru fyrst og fremst að mót-
mæla þessu vegna þess að
hæðarmismunur á milli veg-
arins og lóðanna væri svo
mikill, eðaum 1,5 metrar.
Hann sagði að þegar strætis-
vagn stoppaði viö stoppistöð-
ina gnæfði hann yfír lóðirnar
og að því fylgdi sjónmengun
og hávaði.
Sigurjón sagði að íbúarnir
vildu helst að stoppistöðin
yrði flutt neðar í götuna, nær
fjölbýlishúsum sem þar
stæðu, en að einnig kæmi til
greina að reisa skjólvegg.
Bæjarráð Kópavogs tók
erindið fyrir á fundi sínum í
siðustu viku og visaði þvi til
umsagnar bæjarverkfræð-
ings.
STJÓRN knattspyrnudeildar
Gróttu hefur farið fram á það
við bæjaryfirvöld á Seltjarn-
arnesi að byggður verði gervi-
grasvöllur við íþróttamiðstöð-
ina, þar sem nú er malar-
völlur. Sigurgeir Sigurðsson,
bæjarstjóri Seltjamarness,
sagði að gervigrasvöllurinn
væri á langtímaáætlun fyrir
árið 2002 og að áætlaður
heildarkostnarðu væri um 80
milljónir króna.
Sigurgeir sagði gengið yrði
frá hönnun vallarins á næsta
ári og að framkvæmdir ættu
að geta hafist ári síðar.
Hægt verði að
byggja yfir völlinn
í bréfi sem knattspymu-
deildin sendi bæjaryfirvöld-
um vegna þessa er farið fram
á það að öll hönnun og fram-
kvæmdir miði að því að hægt
verði að byggja yfir gervi-
grasvöllinn í framtíðinni.
Sigurgeir sagði að völlurinn
yrði upphitaður og upplýstur
og að gengið yrði þannig frá
honum að hægt yrði að
byggja yfir hann. Hann sagði
hinsvegar að ekki væri ráð-
gert að byggja yfir völlinn í
bráð.
Sigurgeir sagði að völlurinn
yrði reistur á þeim stað þar
sem malarvöllurinn er nú, en
að hann yrði jafnvel látinn
standa neðar, þannig að að-
staða fyrir áhorfendur myndi
skapast í brekkunni.
Jónas Msár Fjeldsted,
framkvæmdastjóri Iþróttafé-
lagsins Gróttu, sagði að knatt-
spyrnudeildin þyrfti á mun
betri aðstöðu að halda ef ár-
angur ætti að nást og að nýr
gervigrasvöllur væri stórt
skref í rétta átt.
Heilsársvöllur
Jónas Már sagði að malar-
völlurinn væri ágætur en að
grasvöllurinn á Valhúsahæð,
þar sem félagið keppti sína
leiki væri mjög illa farinn og
að erfitt væri að bjóða knatt-
spymumönnum, bæði félags-
mönnum og öðmm liðum, upp
á þá aðstöðu.
Að sögn Jónasar Más er
hugmyndin sú að þetta verði
heilsársvöllur. Hann sagði að
gervigrasvöllur myndi ekki
aðeins hafa jákvæð áhrif á
knattspyrnudeildina því sam-
fara honum myndi aðstaða
hinna deildanna batna, þar
sem þær myndu líklega fá
fleiri tíma í íþróttahúsinu.
Jónas Már sagði að mikil-
vægt væri að byggja gervi-
grasvöllinn þannig að auðvelt
yrði að byggja yfir hann í
framtíðinni. Hann sagði að ef
það yrði gert yrði jafnvel
hægt að samnýta búningsað-
stöðuna með íþróttamiðstöð-
inni, þar sem aðeins tæki um
eina til tvær mínútur að
ganga þaðan og út á völlinn.
Vanmátu
álagið á
götuna
Laugavegur
SLIT á tveggja ára gamalli
hellulögn á Laugavegi er mun
meira en gatnamálastjóri
gerði ráð fyrir. Djúp hjólför
em komin í hellurnar sem
gera akstur um götuna erfið-
an og segir Sigurður I.
Skarphéðinssongatnamálast-
jóri að verið sé að gera til-
raunir með nýja gerð steypu
til þess að búa til endingar-
betri hleðslusteina.
„Við vanmátum það álag
sem gatan verður fyiár,“
sagði Sigurður í samtali við
Morgunblaðið. Hann sagði að
gatan væri mjög þröng þann-
ig að allir bílar ækju í sömu
hjólförum og ætti þar hið
sama við um Laugaveginn
neðan Barónsstígs, þar sem
hellulagnir vom gerðar 1998
og á Hverfisgötu, gatan var
hellulögð nokkm áður.
„Efnin sem við eram með
þola einfaldlega ekki það álag
sem þarna er jafnlengi og við
hefðum vænst.“
Nagladekkjum
um að kenna
Sigurður sagði að í fyrstu
hefði verið talið að hjólförin,
sem myndast hafa í hellulagn-
irnar mætti rekja til sam-
blands af sliti og jarðvegssigi.
„Við eram búnir að skoða það
mjög ítarlega og þetta er nán-
ast eingöngu slit; fyrst og
fermst vegna aksturs á nagla-
dekkjum,“ sagði hann.
Hann sagði að verið væri
að þróa steypu sem er mun
sterkari en sú steypa sem
notuð var. Á næstu vikum eða
mánuðum komi í ljós hvort sú
tilraun takist og þá verði
væntanlega farið út í að
skipta um steina þar sem
hjólförin hafa myndast.
Hjólför hafa einnig mynd-
ast í malbikið á Laugavegin-
um og sagði Sigurður að ekki
væri völ á mikið sterkara mal-
bili og því væri um lítið annað
Morgunblaðið/Golli
Hjólför hafa myndast í
steinahleðslurnar á
Laugavegi og Hverfís-
götu og skarpar brúnir
eru þar sem malbik og
hleðslusteinar mætast.
að ræða en malbika annað eða
þriðja hvert ár. Hins vegar
valdi léleg ending hleðslu-
steinanna vonbrigðum. „Þessi
steinn uppfyllir allar venju-
legar kröfur og það malbik,
sem við erum að framleiða, er
síst lakara en hjá öðmm þjóð-
um. Að mínu mati er skýring-
in á þessu sliti sú að gatan er
það þröng að menn þurfa að
aka í sömu hjólföram og þar
sem 75-80% bíla era á nögl-
um að vetrarlagi er álagið það
mikið að þetta er það slit sem
við getum búist við.“ Hann
sagði nagladekkjanotkunina
hérlendis einsdæmi enda
væri víða í norrænum borgum
farið að setja skorður við
notkun slíkra dekkja.
Borgarstjórn samþykkti í
sumar að gera könnun á
möguleikum þess að nota
steypu í stað malbiks á götur
borgarinnar. Sigurður sagði
að unnið væri að þessari
skýrslu og væri stefnt að því
að hún yrði tilbúin áður en
farið verður að vinna að fram-
kvæmdaáætlun borgarinnar
fyrir næsta ár um miðjan
október.
Ný tónlistar-, ráðstefnu- og hótelbygging í miðbænum verður boðin út sem einkaframkvæmd
Byggingin gæti
teygt sig út yfir
Geirsgötuna
Miðborg
SKIPULAGNING lóðarinn-
ar við Hafnarstræti 17, þar
sem veitingastaðurinn Svarta
pannann var til húsa, tengist
byggingu nýrrar tónlistar-,
ráðstefnu og hótelbyggingar
við höfnina. Þorvaldur S. Þor-
valdsson, skipulagsstjóri
Reykjavíkurborgar, sagði að
vinna við útboð stæði nú yfir.
Samkvæmt gildandi deili-
skipulagi fyrir svæðið, svo-
kölluðu Kvosarskipulagi frá
árinu 1987, er gert ráð fyrir
því að Tryggvagatan liggi í
gegnum lóðina og tengist
Hverfisgötunni.
Þorvaldur sagði að borgin
hefði keypt lóðina vegna
þessa og því hefði alltaf staðið
til að rífa húsið. Hann sagði
að nú væri hins vegar verið að
vinna að heildarskipulagi fyr-
ir þetta svæði og svæðið við
höfnina þ.e. austurbakkann
þar sem Faxaskáli stendur.
Einkaaðilar fá svigrúm
til að móta hugmyndir
Þoi-valdur S. sagði að verið
væri að vinna að þvi að bjóða
út tónlistar-, ráðstefnu- og
hótelbyggingu á svæðinu, en
gert er ráð fyrir því að um
einkaframkvæmd verði að
ræða. Hann sagði að ríki og
borg myndu standa straum af
kostnaði vegna byggingar
tónlistarhússins og taka þátt í
kostnaði við byggingu ráð-
stefnumiðstöðvarinnar, en að
hótelið yrði alfarið í eigu
einkaaðila.
Að sögn Þorvalds S. hefur
verið gert ráð fyrir bíla-
geymslu og strætisvagnamið-
stöð á svæðinu við Tryggva-
götu, en hann sagði að
yfirvöld hefðu nú hug á að
opna skipulagið svolítið.
Hann sagði að hugmyndin
væri sú að þeir sem byðu í
verkið hefðu töluvert svigrúm
til að móta sínar hugmyndir,
hvað varðaði tónlistar-, ráð-
stefnu og hótelbygginguna,
umferð um svæðið og tengsl
þess við miðborgina, sem og
strætisvagnamiðstöðina og
bílageymsluna.
Bæjarins bestu
verða á svæðinu
Þorvaldur S. sagði að
skipulagsyfirvöld hefðu hing-
að til gert ráð fyrir þvi að
tónlistar, ráðstefnu- og hótel-
byggingin myndi rísa við
austurbakkann, þar sem nú
er Faxaskáli, en hann sagði
Morgunblaðið/Golli
Horft yfir svæðið þar sem fyrirhuguð tónlistar-, ráðstefnu- og hótelbygging mun rísa.
að ef væntanlegir fram-
kvæmdaaðilar hefðu aðrar
skemmtilegri hugmyndir
kæmi vel til greina að ganga
að þeim. Hann sagði jafnvel
koma til greina að grafa
Geirsgötuna niður og láta
bygginguna teygja sig yfir
hana ef menn vildu, en hann
lagði fyrst og fremst áherslu
á að borgaryfirvöld vildu taka
á þessu máli með opnum
huga.
Þorvaldur S. sagði að þrátt
fyrir þessar áætlanir yrði
pylsuvagni Bæjarins bestu
leyft að vera áfram á sínum
stað.
Að sögn Þorvalds S. má
búast við því að samstarfs-
nefnd um tónlistar, ráðstefnu-
og hótelbyggingu, sem skipuð
var af ríki og borg, fari að
undirbúa byggingu hússins
strax á þessu ári og leita að
fjárfestum bæði innanlands
og utan. Hann sagði að nefnd-
in hefði það hlutverk að at-
huga hvernig hagkvæmast
væri að standa að byggingu
hússins og hvernig ríki og
borg myndu koma til með að
skipta með sér kostnaði.