Morgunblaðið - 14.09.2000, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
Hátt matvöruverð til norskra neytenda
Skrifast á smásala
Hart er nú deilt um hvort hátt verð á land-
búnaðarafurðum í norskum matvörubúðum
sé sök smásala eða heildsala. Steingerður
Ólafsdóttir segir að nokkrar rannsóknar-
stofnanir á sviði landbúnaðar og neytenda-
mála hafí í vikunni sent frá sér skýrslur eða
álit og fleiri séu væntanleg.
SVO virðist sem starfsmenn SLF,
landbúnaðareftirlits á vegum
norska ríkisins, hafi gleymt að
gera ráð fyrir svokölluðum veltu-
skatti, sem leggst á heildsölustigið
í Noregi, þegar stofnunin kynnti
skýrslu sína fyrir landbúnaðar-
ráðuneytinu í vikunni. Niður-
stöður hennar voru á þá leið að
heildsalar í Noregi héldu verði á
landbúnaðarvörum háu, þrátt fyr-
ir lækkað verð frá bændum, að
því er fram kemur í ítarlegri um-
fjöllun í Aftenposten. Nú hefur
komið í ljós að skatturinn sem
heildsalarnir skulu greiða er sem
umræddu verðbili nemur og hátt
verð til neytenda skrifast þvi
fremur á reikning smásalanna.
Landbúnaðarráðherra Noregs,
Bjarne Hákon Hanssen, vísar í
viðtali við Aftenposten til nýrrar
óútkominnar skýrslu Rannsóknar-
stofnunar landbúnaðarins í Nor-
egi (Norsk institutt for landbruks-
ökonomi.sk forskning (NILF)),
þar sem fram kemur að verðinu
til neytenda sé haldið uppi á smá-
sölustiginu. Landbúnaðarráðherr-
ann gagnrýnir aftur á móti
skýrslu SLF og segir hana hroð-
virknislega unna.
Hann segir ljóst að matvöru-
verslanir í Noregi hafi hagnast vel
undanfarið, í raun sé afkoma
þeirra betri en hjá nokkrum öðr-
um norskum fyrirtækjum. Hans-
sen segir að NILF-skýrslan, sem
unnin er í samvinnu við Hagstofu
Noregs (Statistisk Sentralbyrá),
sýni fram á að matvöruverslanim-
ar hafi haldið verði til neytenda
uppi síðan í janúar á síðasta ári,
þvert á slagorð um að gera Noreg
ódýrari. „Vi gjpr Norge billigere"
er einmitt slagorð RIMI verslan-
anna sem eru í eigu stórfyrirtæk-
isins Hakon Gruppen.
Landbúnaðarráðuneytið krefst
svara frá matvörubúðunum
Hanssen segir að á sínum tíma
hafi forsvarsmenn verslanakeðj-
anna lofað að bregðast skjótt við
þegar verð frá framleiðanda
myndi lækka, og lækka verð til
neytenda. Hann segir þetta ekki
hafa staðist og ráðuneytið muni
nú óska aðgangs að gögnum mat-
vörubúðanna til að upplýsa verð-
lagningu á helstu landbúnaðarvör-
um. Stein Erik Hagen, forstjóri
Hakon Gruppen og ríkasti maður
Noregs samkvæmt nýjustu tölum,
segist ekkert hafa að fela. Hann
segir að kostnaður hafi aukist gíf-
uriega hjá RIMI og framlegð
minnkað. Hann vísar í því sam-
bandi til hækkandi húsaleigu og
launakostnaðar. Hagen hefur
lengi haldið því fram að heildsalar
hafi haldið verðinu háu og fagnaði
því skýrslu SLF fyrr í vikunni. Að
hans mati er þörf á uppstokkun á
landbúnaðarkerfinu, þótt fyrr
hefði verið.
Óútkomin skýrsla NILF sýnir
fram á að verð á kjötvörum út úr
búð er mun hærra en frá fram-
leiðanda og hefur hækkað öfugt
við það síðarnefnda, að því er
fram kemur í Aftenposten. Verð-
þróun á svínakjöti frá janúar 1998
miðað við upphafsgildið 100 er á
þá leið að verð frá framleiðanda
hefur lækkað niður í um 85 en
verð út úr búð hækkað í u.þ.b.
105. Verð frá heildsala er um 90.
Verðmunur á nautakjöti er ekki
eins mikill og er gildið nú í um 98
út úr búð, 90 frá heildsala og 87
frá framleiðanda.
Breytilegur veltu-
skattur skýringin
Niðurstöður fyrmefndrar
skýrslu SLF voru á þá leið að
landbúnaðarfyrirtæki á heildsölu-
stiginu væru sek um að hirða það
sem neytendum bæri, en fyrir-
tækin era einkum tvö samvinnufé-
lög bænda, Prior og Norsk Kjott.
I skýrslu SLF er aðeins fjallað
um tvo fyrstu hlekkina í keðjunni,
þ.e. framleiðandann og heildsa-
lann, en fullvinnslu og smásölu
sleppt. Tekið var dæmi af verð-
þróun svínakjöts frá því í janúar
1997 og leitt í ljós að verðlækkun
hefði orðið mun meiri hjá fram-
leiðandanum en heildsalanum.
Verð frá íramleiðanda og heild-
sala var svipað allt árið 1997 en
verðbilið fór að aukast í ársbyrjun
1998 og nam 4,5 prósentustigum
um sumarið. I janúar 1999 var
munurinn 7 prósentustig, 9 prós-
entustig í árslok en hefur nú
minnkað aftur og er 6 prósentu-
stig um þessar mundir. Skilaboð
SLF vora að þrátt fyrir lækkað
verð frá framleiðanda hefur verð-
lækkunin ekki skilað sér til neyt-
enda og gagnrýndi SLF það. „Það
er áhugavert að neytendur njóta
ekki góðs af verðlækkun framleið-
enda eins og búast hefði mátt við,
þar sem það hefur verið höfuð-
markmið stjórnmálamannanna,"
segir Ola Rygh, forstjóri SLF.
SLF leitaði ekki skýringa hjá
heildsölunum, en hafði þó þær
upplýsingar að aukinn munur á
verði frá framleiðanda og verði
frá heildsala skýrðist af mikilli
kostnaðaraukningu, fyrst og
fremst í launakostnaði. Axel
Krogvik, forstjóri Norsk Kjott,
vildi ekki tjá sig um skýrslu SLF
við Aftenposten þar sem hann
hafði ekki lesið hana. Hann stað-
festi þó mikla kostnaðaraukningu
en nefndi þrátt fyrir það veltu-
skattinn ekki á nafn. Eins og nú
hefur verið leitt í ljós er munurinn
á verði frá framleiðanda og heild-
sala fólginn í svokölluðum veltu-
skatti sem heildsölum ber að
greiða. Um er að ræða skatt sem
er breytilegur yfir árið í samræmi
við aukaútgöld og offramleiðslu á
kjöti. Skatturinn sem heildsalarn-
ir greiða gerir það ómögulegt að
verðið frá heildsölustiginu sé það
sama og frá framleiðanda, að því
er fram kemur í Aftenposten.
Lækka skal virðisauka-
skatt á matvælum
Norsku bændasamtökin, með
Kirsten Indgjerd Værdal í for-
svari, hafa óskað eftir formlegri
afsökunarbeiðni frá SLF vegna
rangtúlkunar stofnunarinnar, að
því er Aftenposten greinir frá í
gær. Værdal kvartar undan
sárásum á bændur og segir
skýrslu SLF ekki til að bæta um
betur. Hún undirstrikar að bænd-
ur hafi gert sitt til að ná matvöra-
verði niður og nú sé komið að
verslununum. Það er skoðun
Bændasamtakanna að lækka skuli
virðisaukaskatt á matvælum og
þannig koma til móts við neytend-
ur. SLF var nýlega sett á fót og
er hlutverk stofnunarinnar að
hafa eftiríit með verðþróun land-
búnaðarvara. Ola Rygh, forstjóri
SLF, segir að um byrjendamistök
hafi verið að ræða, þar sem
starfsmenn hefðu átt að nýta sér
betur samstarf við aðrar ríkis-
stofnanir og þær upplýsingar sem
liggja fyrir þar. Neytendasamtök
hafa einnig blandað sér í umræð-
una og könnun á vegum Rann-
sóknarstofnunar neytendamála
(Statens institutt for forbraks-
forskning (SIFO)) leiðir í ljós að
frá 1996 hefur sá hlutur sem smá-
söluverslanirnar fá af verði land-
búnaðarvara aukist. Að mati Eiv-
ind Stp, forstjóra SIFO, er
samþjöppun eignarhalds matvöra-
verslana orsökin og kemur neyt-
endum ekki til góða. Rannsókn
SIFO nær frá 1983 til 1999. Sam-
kvæmt henni fengu smásalar 11,5
aura af hverri krónu sem neytandi
borgaði íyrir mjólkurvörar árið
1983. Árið 1999 var hlutfallið kom-
ið í 12,5 aura. Það sem athygli
vekur, að mati Sto, er að á
samkeppnistímabilinu þar á milli
var meðalhlutfallið 10,3 aurar. Að
hans mati geta verslunareigendur
ekki skýlt sér á bak við kostnað-
araukningu þar sem verslanir
hafa verið lagðar niður, auk þess
sem fyrirtæki hafa sameinast og
hafa aukna samvinnu um innkaup
og fleira.
Að sögn heimildarmanna Aft-
enposten stendur til að lækka
virðisaukaskatt á þeim vöram sem
Norðmenn sækja hvað mest til
Svíþjóðar í tíðum verslunarferðum
þangað. Þetta eru tóbak, áfengi
og kjöt, en ekki grænmeti. Verðið
mun ekki verða eins lágt og í Sví-
þjóð að sögn heimildarmanns, en
landbúnaðarráðherrann vill ekki
tjá sig um málið við Aftenposten.
mílupa
Amerísku
úrvals hársnyrtivöruraar
í stóra, gulu flöskunum
Naturc's Prescríption For Shine
ÍWSlIMt»G
SHAtVtPOO
og hárið
glampar
og glansar I!!
CITRÉ SHINE er framleitt í
Kaliforníu, þar sem sólin skín
og sítrusávextirnir, appelsínur,
sítrónur o.fl. vaxa. Nafn sitt
dregur CITRÉ SHINE af sítrus-
ávöxtunum, en safi þeirra og
vítamín eru einmitt undirstaða
þessarar einstöku gæðavöru
sem er á sérlega hagstæðu
verði, en stenst fyllilega samanburð við dýrari tegundir
hársnyrtivara. CITRÉ SHINE fæst á yfír 50 þúsund
stöðum í USA og er á hraðferð út um víða veröld.
Sérstök kynning á CITRÉ SHINE á „amerískum áögum "
áAkureyri um helgina, fffáMan'u íAmaróhúsinujöstudag
15. sept. kl.14-18 oglaugardag 16. sept, kl.11-14.
SÖLUSTAÐIR:
E3S339I3
Þverholti 2, Mosfellsbæ • Suðurströnd 2, Seltjarnarnesi
Smáratorgi 1, Kópavogi • Spönginni 13, Reykjavík
Kringlunni 8-12, Reykjavík • Fjarðargötu 13-15, Hafnarfirði
Iðufelli 14, Reykjavík • Smiðjuvegi 2, Kópavogi
Njarðvík
Apótek Garðabæjar, Garðabæjar
Norðurbæjarapótek, Hafnarfirði
Garðsapótek, Reykjavík • Árbæjarapótek
Apótek Sauðárkróks • Apótek Vestmannaeyja
Apótekið Siglufirði • Apótek Ólafsvíkur
Apótek Ísaíjarðar • Apótek Austurlands
Stykkishólmsapótek • Lyfjaútibúið Grundarfirði
Lyfsalan Patreksfirði • Árnes apótek, Selfossi
Lónið, Þórshöfn
Hjá Maríu, Amaróhúsinu, Akureyri
Betri línur, Bröttugötu 21, Vestmannaeyjum
Amon-Ra, Hraunbergi 4, Rvík
Pétursbúð, Ránargötu 15, Reykjavík
Verslunin Kjötborg, Hofsvallagötu 19, Reykjavík
Verslunin Áskjör, Ásgarði 22, Reykjavík
Kjörbúð Reykjavíkur, Bræðraborgarstíg 43, Reykjavík
Snælands Videó, Ægisíðu 123, Reykjavík
Lyf&heilsa
REYKJAVÍK:
Lyf & heilsa, Glæsibæ • Lyf & heilsa, Domus Medica
Lyf & heilsa, Austurveri • Lyf & heilsa, Háteigsvegi
Lyf & heilsa, Melhaga • Lyf & heilsa, Kringlunni, 1. hæð
Lyf & heilsa, Fjarðarkaupum, Hafnarfirði
LANDIÐ:
Lyf & heilsa, Hveragerði • Lyf & heilsa, Þorlákshöfn
Lyf & heilsa, Hafnarstræti, Akureyri • Lyf & heilsa, Akranesi
Síðumúla 17 • 108 Reykjavík
Sími: 588 3630 • Fax: 588 3731
Netfang: kosmeta@islandia.is
Netverslun (Amerísku undrakremin): www.kosmeta.is
GAUKUR