Morgunblaðið - 14.09.2000, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 14.09.2000, Qupperneq 30
30 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Tveir menn handteknir í Noregi Játar á si g morð á stúlkum Þrándheimi. Morgunblaðið. TVEIR ungir menn, 19 og 21 árs að aldri, hafa verið handteknir í Noregi, grunaðir um morðin á tveimur stúlk- um í bænum Kristiansand í maí fyrr á þessu ári. Annar þeirra hefur játað á sig morðin en hvorugur mannanna hefur áður fengið dóm. Lögreglan í Kristiansand sem rannsakað hefur morðin á stúlkun- um, Stine Sofie Sorstronen, sem var átta ára, og Lenu Slogedal Paulsen, tíu ára, greindi frá þessu á blaða- mannafundi í gær. Mennirnir tveir era frá Kristiansand og hafa áður verið yfirheyrðir vegna málsins eftir vísbendingu sem barst lögreglu. Sá sem játað hefur á sig morðin fullyrðir að hann hafi ekki verið einn að verki. Mennirnir voru handteknir í kjölfar DNA-rannsóknar sem leiddi í ljós að erfðaefni úr hári sem fannst á morðstaðnum passaði fullkomlega við DNA-sýni sem tekið var úr öðr- um unga manninum. DNA-sýni voru tekin úr öllum þeim sem að málinu komu á einn eða annan hátt og einnig úr mörgum góðkunningjum lög- reglunnar sem ekki höfðu fjarvistar- sönnun að kvöldi 19. maí þegar morðin voru framin. Þar sem annar mannanna hefur játað á sig morðin bendir allt til þess að eitt hræðileg- asta morðmál, sem upp hefur komið í Noregi.sé nú að mestu upplýst. Tilræði í Djakarta SPRENGJA, sem komið hafði ver- ið fyrir í bfl í skýli undir kauphöll- inni í Djakarta í Indónesiu, varð í gær 13 manns að bana og minnst 27 slösuðust. Sprengingin kom af stað eldsvoða og sprengingum í mörgum bflum á staðnum og þykkan, svartan reykjarmökk lagði út á aðalgötu borgarinnar. Fjöldi fórnarlamba tilræðisins lok- aðist inni í húsinu og reyndist erf- itt að bjarga sumum. Mörg sprengjutilræði hafa verið gerð í Indónesíu að undanförnu en eng- inn hefur lýst ábyrgð á þeim á hendur sér. Á myndinni sést einu fórnarlambanna hjálpað burt af staðnum. Einokun afnumin París. AFP. FRANSKA stjórnin tilkynnti í gær að hún hygðist afnema einokun France Telecom á staðarsímtölum frá 1. janúar á næsta ári og gera keppinautum símafyrirtækisins kleift að bjóða viðskiptavinum sínum slíka þjónustu og beinan aðgang að Netinu. I tilkynningu stjórnarinnar kom ekki fram hversu mikið keppinaut- arnir ættu að greiða France Telecom fyrir afnot af símkerfum fyrirtækis- ins. Chrístian Pierret iðnaðarráð- herra sagði þó á mánudag að gjöldin yrðu að vera eins lág og nokkur kost- ur væri til að stuðla að aukinni net- notkun í Frakklandi. Áður hafði stjórnin afnumið einok- un France Telecom á langlínusam- tölum en keppinautar fyrirtækisins kröfðust þess að þjónusta á sviði staðarsímtala yrði einnig opnuð fyrir samkeppni til að þeir gætu keppt við fyrirtækið á netmarkaðnum sem er í örum vexti í Frakklandi. Reuters Mótmælendur ganga um miðborg Melbourne til að mótmæla alþjóðavæðingu í tilefni af ráðstefnu Alþjóðaefna- hagsstofnunarinnar (WEF) sem haldin var í borginni. Mótmælendur trufla efnahagsráðstefnu Melbourne. Reuters, AFP. ÁTÖK hafa blossað upp milli mót- mælenda og lögreglumanna á götum Melbourne í Astralíu vegna þriggja daga ráðstefnu Alþjóðaefnahags- stofnunarinnar (WEF) sem lauk í gær. Fyrstu tvo daga ráðstefnunnar umkringdu allt að 2.000 manns bygg- ingu í miðborginni þar sem ráðstefn- an var haldin og reyndu þannig að trufla hana. Um 200 af 800 ráðstefnu- gestum komust ekki inn í bygginguna á mánudag vegna mótmælanna og aðrir voru fluttir þangað í þyrlum og bátum. Mótmælendurnir afléttu umsátr- inu í gær og gengu um miðborgina til að mótmæla alþjóðavæðingu í efna- hags- og viðskiptalífinu. Lögregla sökuð um hörku Talsmaður lögreglunnar sagði að alls hefðu tólf manns verið handtekn- ir vegna mótmælanna. Nokkrir þeirra hefðu verið ákærðir fyrir árásir á lögreglumenn og skemmdar- verk. 25 lögreglumenn og 18 mótmæl- endur særðust í átökunum. Nokkiir mótmælendanna hafa hótað að höfða mál gegn lögreglunni sem þeir saka um að hafa beitt of mikilli hörku til að stöðva mótmæhn. Talsmaður lög- reglunnar vísaði þeirri ásökun á bug. Utanríkisráðherrar Ástralíu og Japans sögðu á ráðstefnunni að slík mótmæli gegn alþjóðavæðingunni gætu magnast og ógnað friði og efna- hagslegum stöðugleika ef ráðamenn tækju ekki á vandanum. Þeir hvöttu til þess að ekki yrði orðið við kröfum andstæðinga hnattvæðingarinnar og sögðu þær leiða til efnahagslegrar þjóðemishyggju og útlendinga- hræðslu. Þeir nefndu þó enga lausn á vandanum. Urskurður hæstaréttar í Rússlandi í máli gegn umhverfíssinna Nikitin sýknaður endan- lega af njósnaákæru Alexander Nikitin Moskvu. Reuters, AFP. HÆSTIRÉTTUR Rússlands hafnaði í gær beiðni saksóknara um að fyrir- skipa ný réttarhöld yfir Rússanum Alexander Nikitin sem hafði verið sýknaður af ákæru um njósnir . og landráð vegna upplýsinga sem hann veitti norsku umhverfisvernd- arhreyfingunni Bellona um kjam- orkuúrgang í Norðuríshafi. EkM er hægt að áfrýja úrskurði dóm- stólsins og Nikitin hefur því verið sýknaður endanlega. „Málinu er nú loksins lokið eftir fimm ára þrautagöngu og ég er mjög ánægður í dag,“ sagði Nildtin við fréttamenn. Nikitin er 46 ára fyrrverandi flota- foringi og rússneska öryggislög- reglan FSB handtók hann í febrúar 1996 fyrir að veita Bellona upplýsing- ar um geislamengun í Norðuríshafinu af völdum kjamorkuúrgangs og kaf- bátaslysa. Hann var ákærður fyrir landráð en leystur úr haldi eftir tíu mánaða fangelsisvist gegn því skil- yrði að hann færi ekki frá Rússlandi fyrr en réttarhöldunum lyki. Herdómstóll í Sankti Pétursborg fjallaði um málið fyrir luktum dymm og sýknaði Nikitin. Hæstiréttur Rússlands staðfesti sýknudóminn í apríl en ríkissaksóknari landsins áfrýjaði úrskurðinum og óskaði eftir því að málið yrði tekið upp aftur. Forsætisnefnd hæstaréttar hafn- aði þeirri beiðni í gær og málaferlun- um er því lokið. Er þetta í fyrsta sinn sem Rússi er sýknaður af ákæru um landráð eftir að hafa verið handtekinn af FSB eða sovésku öryggislög- reglunni KGB. Oryggislögreglan ekki ósigrandi Nikitin lét Bellona í té upplýsingar um öryggiskerfi kjamakljúfa af sömu gerð og notaðir vom í rússneska kjamorkukafbátnum Kúrsk sem sökk í Barentshafi fyrir mánuði. Hann veitti einnig ýtaríegar upplýs- ingar um kjamorkuúrgang sem los- aður var í hafið á ámnum 1965-89 og kjamorkuslys sem tengdust kafbáta- flota Sovétríkjanna. Rússnesku saksóknaramir sögðu þetta jafngilda landráðum en Nikitin og Bellona sögðu að upplýsingamar hefðu mikla þýðingu fyrir umhverfis- vemd og rússnesk lög um ríkisleynd- armál næðu ekki til slíkra upplýsinga. Frederic Hauge, formaður Bellona, sagði að úrskurður dómstólsins sýndi að stjómarskráin gæti kveðið örygg- islögregluna í kútinn. „Við höfum sýnt ungum Rússum að þeir geta sigrað öryggislögi-egluna ef þeir berjast. Og þeir þurfa að sjá það í þessu landi.“ Nikitin rakti málaferlin til hags- munahópa sem hefðu ekki enn áttað sig á því að Sovétríkin heyrðu sögunni til. „Það em enn öfl í þessu landi sem láta sér ekki segjast. Þetta em menn sem lifa í fortíðinni, vilja ekki veita upplýsingar um mál sem hafa áhrif á umhverfið og heilsu okkar,“ sagði hann. Nikitin kvaðst ætla að búa í Rúss- slandi og halda áfram umhverfis- vemdarbaráttunni með Bellona. Hauge sagði að hreyfingin myndi fylgja eftir kvörtun sem Nikitin sendi Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg vegna málsins. Manm'éttindahreyfingin Human Rights Watch fagnaði lyktum málsins og sagði að kjamorkukafbátsslysið í síðasta mánuði færði heim sanninn um nauðsyn þess að upplýsingum um hættuna á kjamorkuslysum yrði ekki haldið leyndum. „Við fögnum þessari ákvörðun, hún hefði átt að koma miklu fyrr, og vonandi er þessum sorglega kafla í sögu Rússlands eftir hmn kommúnismans nú loksins lok- ið,“ sagði Malcom Hawkes, rannsókn- armaður Human Rights Watch í Moskvu. „Menn eins og Alexander Nikitin, sem þora að tala opinskátt um þessi mál, ættu að vera heiðraðir fyrir hugrekki en ekki sóttir til saka.“ Handtökur á Spáni Grunuð um aðstoð við ETA Madrid. AP. HUNDRUÐ lögreglumanna réðust í gærmorgun inn í skrifstofur aðskiln- aðarsinna Baska á Spáni og heimili fólks sem grunað er um að veita að- skilnaðarsinnum hjálp. Vom alls 19 handteknir, sakaðir um að hafa ýtt undir óeirðir og aflað fjár fyrir hryðjuverkahreyfinguna ETA. Að sögn yfirvalda tókst að „sundra að mestu“ skipulagi svonefnds EK- IN-hóps en hann tengist ETA og hefur hrósað sér af því að samræma aðgerðir allra hópa sjálfstæðissinna meðal þjóðarbrotsins. Lögreglan lagði ennfremur hald á skjöl og önn- ur gögn í aðgerðunum sem fóm fram um allt Baskaland og í Madrid. Sumir af þingmönnum Baska mót- mæltu árásunum á skrifstofur sjálf- stæðishópanna. Rafa Larreina er háttsettur félagi í baksneska þjóð- emisflokknum Eusko Alkartasuna sem fordæmir ofbeldisaðgerðir ETA. Larreina sagði innrás lög- reglumanna í skrifstofur flokksins Herri Batasuna í Bilbao, sem styður ETA, valda áhyggjum í lýðræðisríki vegna þess að Herri Batasuna væri löglegur flokkur. ETA lýsti yfiir vopnahléi í septem- ber 1998 en aflýsti því í desember í fyrra eftir að friðarviðræður sam- takanna og stjórnvalda fóm út um þúfur. Síðan hafa samtökin orðið 11 manns að bana í tilræðum, flestum í sumar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.