Morgunblaðið - 14.09.2000, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 14.09.2000, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Beinar að- gerðir - gegn öllu og öllum Bæði breska stjórnin og verkalýðsfélögín skjálfa á beinunum vegna beinskeyttra ____mótmælaaðgerða borgaranna._ Bretar spyrja hvort lögleysa og upp- lausn séu að grípa um sig, segir Sigrún Davíðsdóttir, sem harmar þó ekki minnkandi Lundúnaumferðina. Reuters Lögrcgla í Bretlandi ryður tankbílum með bensín leið frá Avonmouth-bryggjunum í gegnum hóp mótmælenda. VERSTI dagur ríkisstjórn- arinnar" voru skilaboðin, sem breskir fjölmiðlar fluttu í gær. Ekki aðeins voru Bretar um það bil á síðasta bensíndropanum, heldur kom í ljós að Nomura, japanskt fyrirtæki sem ætlaði að kaupa Púsaldarhvelfing- una, vandræðagrip ríkisstjórnarinn- ar, dró tilboðið til baka því þeir álitu aðupplýsingum væri haldið lejmdum fynr þeim. I fyrrakvöld sté Tony Blair for- sætisráðherra fram og hét því að öllu yrði komið í samt lag á næsta sólarhring. Fljótlega á eftir komu þó minni spámenn stjórnarinnar til að túlka orð forsætisráðherra. Þau þýddu ekki að allt yrði komið í samt lag á sólarhring, heldur að farið yrði að vinda ofan af aðgerðunum. Þetta þýðir að allar ráðstafanir ríkisstjórnarinnar eru nú undir gjörgæslu fjölmiðla, sem leita ákaft merkja um að forsætisráðherra ráði í raun ekki við ástandið. Mótmælin, sem byrjuðu sem andóf gegn olíufé- lögunum eru nú orðin mótmæli gegn bensínsköttunum. Um 75 prósent bensínverðs fer beint í ríkissjóð, með því hæsta sem gerist í Evrópu. Það er enginn efi á að ákafí mót- mælenda kom stjórn Verkamanna- flokksins í opna skjöldu. En sama er um verkalýðshreyfinguna, sem þingar í Edinborg þessa vikuna. Hún er jafn utanveltu og ríkisstjórn- in, því mótmælendur eru einkum bændur og atvinnubílstjórar, sjálf- stætt starfandi fólk, sem ekki teng- ist henni. Og það er heldur enginn vafi á að það eru nýir tímar, líka í sögu mót- mælaaðgerða. Netið og farsíminn eru baráttu- tækin. Skipuleggjendur eru að hluta fólk, sem aldrei hefur komið nálægt aðgerðum, en að hluta atvinnufólk í mótmælafaginu. Sálfræðilega er þetta einnig áhugavert, því sú sam- kennd, sem margir telja að skorti í samfélagi nútímans, fæst einmitt í slíkum aðgerðum. Það mátti heyra á fólki, sem rætt var við í síðdegis- þætti breska útvarpsins í fyrradag að fólk, sem kynnist mótmælastússi heillast algjörlega af því og ánetjast mótmælum. Það er mikið fjör, fólk kynnist heilmörgum og fær hlutdeild í hóp- kennd og spennu, sem marga virðist vanta. Birtingarmyndir upplausnarástands Mótmælin við bensíndælurnar eiga tvenns konar rætur. Annars vegar hafa öfl tengd íhaldsflokknum reynt að hvetja til andófs gegn háum bensínsköttum undir slagorðinu „Látið dæluna eiga sig!“. íhalds- flokkurinn var þó ekkert að flíka því að hann kom á núverandi verðlags- kerfi en stjórn Verkamannaflokks- ins hefur ekki hroflað við því fremur en fleiri verkum fhaldsflokksins. Rejmt var að efna til andófsdags, þegar allir áttu að láta vera að kaupa bensín, en undirtektir voru litlar. Þó þessi öfl komi úr allt ann- arri átt en mótmælendurnir núna hafa aðgerðirnar að hluta hlotið póli- tíska velþóknun íhaldsaflanna, þó mörgum á hægrivængnum blöskri stjórnleysið, sem fylgir þeim. Andófið, sem byrjaði í Frakklandi fyrir nokkru hafði mikil áhrif í Bret- landi, því breska samgöngukerfið er nátengt því franska sökum ferjuleið- anna. En það hafði ekki síður áhrif að sjá að franska stjórnin lét undan mótmælendum. Mótmælin hér hafa einkum beinst að því að hindra útkejrrslu bensíns. Mótmælendur hafa tekið sér stöðu við birgðastöðvamar og hindrað umferð tankbíla. Þessu hafa verka- lýðsfélög mótmælt, því þau telja að meðlimum þeirra sé ógnað. Það tók ekki nema nokkra daga og stöðugan fréttaflutning af umsátursástandi og- minnkandi birgðum að flestar bens- ínstöðvar auglýstu síðdegis í fyrra- dag að nú væri bensínið búið. Annað herbragð til að hindra bfl- ana í að kejra er að nokkrir bílar fara saman á hraðbrautirnar og keyra lúshægt, á 20-30 km hraða. Meira þarf ekki til að lama stórar umferðaræðar. Þótt þolinmæðin sé oft af skornum skammti í umferð- inni þá þótti ýmsum merkilegt að sjá að aðgerðirnar áttu sér í raun hljómgrunn. Almenningur hefur ekki brugðist reiður við, heldui- tek- ið stjórnleysinu af skilningi. í The Times var bent á að upp- ákoman nú snerist ekki aðeins um bensínverð og því þyrfti stjórnin að hugsa sinn gang. Mótmælin sýndu vanda landsbyggðarinnar, sem finni mest fyrir háu bensínverði. Enn fremur benti blaðið á að það væri hræsni af stjórninni að halda á lofti bensínsköttum í þágu umhverfisins, þegar ekkert væri gert til að bæta almenningssamgöngur. Guardian hélt hins vegar háum sköttum á lofti í þágu minnkandi umferðar og minnkandi umhverfisálags. Síðdegis í fyrradag mátti glöggt merkja að umferðin í London væri verulega minni en venjulega. Það er þó nánast léttir í borg, sem er þjök- uð af stöðugri og viðvarandi umferð- arteppu. Frá olíufélögunum til stjórnarinnar Mótmælin beindust í fyrstu að ol- íufélögunum fyrir hátt verðlag og beinast enn gegn dreifingu þeiiTa. Það kom þó fljótt annað hljóð í strokkinn og skilaboðin voru að bensínverð væri í raun í höndum stjórnarinnar sökum bensínskatt- anna. I fjölmiðlum hafa síðan full- trúar olíufélaganna hreinlega verið spurðir beint út hvort þeir kjmdi L undir mótmælin. Það er nefnilega allt sem bendir til að það hafi náð einhvers konar samhljómur, ef ekki §f samstarf, milli mótmælenda og olíu- félaganna um mótmælin. En ef segja má að stjómin hafi ekki skynjað almenningsálitið þá gildir það ekki síður um verkalýðs- forkólfana, sem hafa greinilega átt í mestu vandræðum með að fjalla um aðgerðirnar. Annars vegar benda þeir á rétt fólks til að tjá sig, hins vegar vara þeir við stjórnleysi. ; Stjórn íhaldsflokksins dró stórleg.i úr áhrifum verkalýðshreyfingarinn- § ar, núverandi stjórn hefur ekkert gert til að efla þau og aðgerðirnar nú sýna að hreyfingin er tengslalaus við stóran hóp vinnandi fólks. En það er ekki síst fjörið hjá mót- mælendum, samheldnin og spennan þar, sem vekur athygli. Fréttir frá mótmælum við heimsatburði eins og WTO-fundinn í Seattle og fundi Al- þjóða gjaldeyrissjóðsins í Wash- ington hafa skerpt skilninginn á að p það eru að koma upp atvinnumenn í ; mótmælum. Fólk sem ferðast á milli og skipuleggur mótmæli um allan heim. Framfaraflokkurinn í Noregi efstur í skoðanakönnunum Heils árs kosninga- slagur framundan NORSKI Verkamannaflokkurinn og forsætisráðherrann ungi, Jens Stoltenberg, eiga undir högg að sækja um þessar mundir, þegar rétt ár er í að Norðmenn gangi næst að kjörborðinu og kjósi nýtt Stórþing. Hefur Framfaraflokkur Carls L Hagens mælzt í öllum nýjustu skoð- anakönnunum með meira fylgi en Verkamannaflokkurinn og er þar með orðinn stærsti flokkur lands- ins. Ef kosið jTði nú mætti reikna með því að borgaralegu flokkarnir, Hoyre og Kristilegi þjóðarflokkur- inn, flokkur Kjells Magne Bonde- viks fv. forsætisráðherra, gætu mjmdað meirihlutastjórn með Framfaraflokknum, en áratugir eru síðan meirihlutastjóm var síðast við stjórnvölinn í Noregi. Hvort borg- aralegu flokkarnir myndu kæra sig um slíkt samstarf við Framfara- flokkinn, sem frá stofnun fyrir 27 árum hefur fyrst og fremst verið „and-kerfisflokkur“ og gert m.a. út á óánægju með innflytjendastefnu stjórnvalda, er óvíst, en þessir flokkar hafa oft átt óformlegt sam- starf í atkvæðagreiðslum á þingi, einkum eftir að Framfaraflokkurinn varð næststærsti þingflokkurinn í kosningunum 1997. I tilefni af þessum umskiptum sem skoðanakannanir sýna að eigi sér nú stað í hugum norskra kjós- enda leiddu Stoltenberg og Hagen saman hesta sína í sjónvarps- kappræðum á mánudagskvöld, bæði á ríkissjónvarpsstöðinni NRK og á einkareknu stöðinni TV2. Að sögn Óslóarblaðsins Aften- posten gáfu kappræðurnar tóninn fyrir kosningabaráttuna fyrir Stór- þingskosningarnar að ári. Segir blaðið Stoltenberg hafa gefið greini- lega til kynna hvaða aðferðum hann hyggist beita í því skyni að reyna að grafa undan hinni sterku stöðu Hagens í augum kjósenda. „Frá þessari stundu og fram að kosning- um mun forsætisráðherrann ekki láta neitt tækifæri hjá líða tilað sá efasemdum um efnahagslegar reiknikúnstir Hagens,“ skrifar Aft- enposten í gær um kappræðurnar. Carl I. Hagen sakar Stoltenberg aftur á móti um að slá um sig með bókhaldskúnstum, „sem hann veit sjálfur að halda ekki vatni“. Með þessu sé tónninn gefinn fyrir kosningabaráttuna allt fram til kosninganna í september á næsta ári, að mati Aftenposten. Hagen vill nýta olíugróðann Stoltenberg hélt því fram í kapp- ræðunum, að ástæðan fyrir upp- gangi Framfaraflokksins nú væri sú, að hann lofaði meiru en hann gæti staðið við. Hagen hefur boðað að nýta beri hluta olíugróðans til að bæta m.a. úr vandamálum í heil- brigðiskerfinu. Þetta hefur stjórn Stoltenbergs ekki viljað taka í mál af ótta við að slík aukning ríkis- útgjalda myndi ýta undir þenslu og verðbólgu. Nú stefnir í að eignir olíusjóðsins, sem settur var á fót með lögum árið 1990, verði komnar í a.m.k. 9.000 milljarða ísl. kr. um áramótin 2001- 2002. Sjóðurinn er tengdur fjárlög- um norska ríkisins og fé er ekki lagt í hann nema ríkissjóður skili hagn- aði (þ.e. með olíutekjunum). Tekjur olíusjóðsins eru hreinar tekjur rík- isins af olíuvinnslunni, auk arðsins af fjárfestingum hans. Vegna sterks gengis dollarans og hás olíuverðs á heimsmarkaði hafa tekjurnar af ol- íuútflutningnum verið með mesta móti síðustu misserin. Gjöld sjóðs- ins eru hins vegar það fé sem þarf til að fylla upp í fjárlagagötin (þeg- ar olíutekjurnar eru ekki meðtald- ar). Carl I. Hagen gagnrýndi í kapþ- ræðunum ríkisstjórnina fyrir að nýta ekki hluta olíugróðans til að halda verðinu á benzínlítra til norskra neytenda neðan við níu krónar norskar, andvirði um 80 ísl. kr. Hátt eldsneytisverð er meðal helztu ástæðnanna sem kjósendur í Norður-Noregi gáfu upp fyrir því að þeir hefðu misst tiltrú á Verka- mannaílokknum og flykktust nú yf- ir til Framfaraflokks Hagens, en í síðustu viku voru birtar niðurstöður kannana sem sýndu að í norðurhér- uðunum, hefðbundnu vígi Verka- mannaflokksins, styddu nú 39% Framfaraflokkinn en aðeins 19% Verkamannaflokkinn. I könnun sem Opinion-stofnunin gerði í Suður- Noregi og birt var í dagblaðinu Fædrelandsvennen í gær, miðviku; dag, var sama uppi á teningnum. I Vestur-Ögðum mældist Framfara- flokkurinn með 38% fylgi en Verka- 1 mannaflokkurinn aðeins 13%. Stoltenberg vildi í kappræðunum ekki svara því, hvort hann myndi íhuga að segja af sér ef svo færi að Framfaraflokkurinn yrði enn stærsti flokkur landsins, þegar talið yrði upp úr kjörkössunum að ári. Hagen lagði ekki mikið upp úr þess- um möguleika, en sagðist þó ekki vísa frá sér þeirri tilhugsun að taka sæti í ríkisstjórn - til dæmis í sam- starfi síns flokks, Hoyre og Kristi- j lega þjóðarflokksins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.