Morgunblaðið - 14.09.2000, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000 33
LISTIR
Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Islands í Háskóla-
bíói í kvöld og í Stykkishólmi á morgun
Einleikshlutverkið sam-
ofið hljómsveitarvefnum
Píanókonsert nr. 1 eftir Johannes Brahms
og Sinfónía nr. 1 eftir Jean Sibelius eru á
efnisskrá tónleika Sinfóníuhljómsveitar-
innar í Reykjavík í kvöld og í Stykkis-
hólmi annað kvöld. Einleikari með hljóm-
sveitinni að þessu sinni er Andrea
Lucchesini. Stjórnandi er Rico Saccani.
EINLEIKSKONSERT Brahms,
„Píanókonsert nr. 1 í d-moll“ op. 15,
hlaut glimrandi móttökur þegar
hann var frumfluttur í Hannover
snemma árs 1859. I efnisskrá segir
að konsertinn sé óvenjulegur að því
leyti að einleikshlutverkið sé mjög
samofið hljómsveitarvefnum og lítið
sé um að píanistinn stígi fram með
glitrandi tónarunur í hefðbundnum
kadensum.
„Ekki svo að skilja að hlutverk ein-
leikarans sé léttara fyrii- vikið, því
hans þáttur er vissulega viðamikill.
En segja má að verkið sé mun sinfón-
ískara í sniði en almennt hafði tíðkast
um konserta. Þetta á einkum við um
fyrsta þáttinn sem er margslunginn
að samsetningu þótt hann byggi í
grunninn á sónötuforminu. Annar
þáttur einkennist af innileik og hlýju,
langar bogadregnar línur í við-
kvæmnislegum söng. Brahms sagði í
bréfi til Clöru Schumann að með
þessum tónum vildi hann draga upp
mynd af henni. Þriðji þáttur er
snaggaralegt rondó og hér eru
greinilegri drættir hins hefðbundna
einleikskonserts; einleikarinn og
hljómsveitin skiptast á að taka til
máls,“ segir í efnisskránni.
„Hvílík hugmyndaauðgi,
hvílík andagift"
Jean Sibelius hreifst mjög af Óra-
sinfóníu Hectors Berlioz þegar hann
heyrði hana fyrst í Berlín síðla vetrar
1898. „Hvílík hugmyndaauðgi, hvílík
andagift," skrifaði hann í kompu sína.
Þessi upplifun varð honum hvatning
til dáða, hann settist við og byrjaði á
fyrstu sinfóníu sinni sem síðar hlaut
heitið „Sinfónía nr. 1 í e- moll“ op. 39
og var frumflutt í Helsinki undir
stjórn tónskáldsins vorið 1899.
„Þótt sinfónía Berlioz hafi veitt
Sibeliusi innblástur voru umsagnir
eftir frumflutninginn á þá leið að
fleira í fyrstu sinfóníunni minnti á
Tsjajkovskí en hinn franska róman-
tíker. Þar hafa menn sjálfsagt haft í
huga hljómaferli sem tengt er megin-
stefi fyrsta þáttar, krómatíska stíg-
andi sem kaljar fram tilfinningu fyrir
sterkri þrá. I öðrum þætti má sömu-
leiðs heyra enduróm frá rússneskri
tónlist. Dulúðugt, seiðandi stefið
minnir á Pathétique-sinfóníu
Tsjajkovskís, en Rimsky-Korsakov
kemur einnig upp í hugann. Stefið
magnast upp og í framvindunni
skiptast svo ljóðrænir syngjandi
kaflar á við aðra öflugri; formið er
eins konar rondó. Gletta þriðja þátt-
ar er hröð og tifandi en jafnframt af-
ar kröftug. I lokaþættinum er minnt
á stef og hrynjandi fyrri þátta; yfir-
bragðið er dramatískt,“ segir í efnis-
skrá. Þar kemur ennfremur fram að
með fyrstu sinfóníunni hafi Sibelius
stigið ákveðin skref í átt frá hermi-
tónlistinni sem átti hug hans allan
megnið af níunda áratug 19. aldar,
þótt ekki segði hann þar með skilið
við tónaljóðið. Forms verksins sé
klassískt og efnistök sömuleiðis en
andinn rómantískur.
Breyttur tónleikatími
Vakin er athygli á breyttri tíma-
setningu tónleika Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar í Háskólabíói. Eftir ára-
tuga hefð fyrir tónleikum kl. 20 hefur
tímasetningu verið hnikað til um
hálfa klukkustund vegna breytinga á
tíma kvikmyndasýninga í húsinu og
hefjast tónleikarnii- nú og framvegis
kl. 19.30. Tónleikarnir í kvöld verða
endurteknir í Stykkishólmskirkju
annað kvöld, föstudagskvöld, kl. 20.
, Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Italski pianóleikarinn Andrea Lucchesini á æfingu með Sinfón-
íuhljómsveit fslands.
Einn fremsti
✓
píanóleikari Itala
af yngri kynslóðinni
EINLEIKARINN á tónleikunum í
kvöld, Andrea Lucchesini, er tal-
inn einn fremsti píanisti Itala af
yngri kynslóðinni.
Hann er fæddur árið 1965 og
var aðeins 17 ára gamall þegar
hann brautskráðist að loknu pian-
ónámi.
Ári síðar hlaut hann verðlaun í
alþjóðlegri píanósamkeppni sem
kennd er við Dino Ciani og varð
það til að opna honum ýmsar dyr
víða um lönd. Hann hefur eftir það
leikið með mörgnrn helstu hljóm-
sveitum heims, svo sem Berlínar-
fflharmóníunni, Concertgebouw-
hljómsveitinni, Sinfóníuhljómsveit
Vínarborgar og Fflharmóníusveit
Lundúna, og meðal stjórnenda
sem hann hefur unnið með, má
nefna Claudio Abbado, Semyon
Bychkov, Riccardo Chailly, Chai’-
les Dutoit og Giuseppe Sinopoli.
Frumflytur nýja sónötu eftir
Berio næsta sumar
Andrea Lucchesini spilar jöfn-
um höndum einleiksverk,
kammertónlist og konserta, og
viðfangsefhi hans spanna allt frá
barokki yfir í samti'matónlist.
Hann hefúr til að mynda flutt víða
um heim píanókonsert hins heims-
fræga landa síns, Luciano Berio,
og hljóðritaði hann 1995 með Sin-
fóníuhljómsveit Lundúna undir
stjórn höfundarins. Meðal verk-
efna hans um þessar mundir má
nefna Beethoven-sónötumar sem
hann mun flytja í tónleikaröð á
heimaslóðum, og sumarið 2001
ætlar hann að frumflytja nýja són-
ötu eftir Berio og fylgja henni eft-
ir víðs vegar um Evrópu.
LJONIÐ A VEGINUM
FIOTT 0G FREISTANDI
Tákn nýrrar kynslóðar. Fallegt og kraftalegt útlit
endurspeglar fjörið sem einkennir Peugeot 206.
Mikið rými og flott hönnun gera Peugeot 206 að
fjörmiklum farkosti unga fólksins.
VERÐ FRA 1099.000
Vatnagöráum 24 • s. 520 1100
Sýningar og prufubílar eru einnig á eftirtoidum stöðum
Sílasala Akureyrar s. 461 2S33; Vestmannaeyjar: Billvérl
;; Bílver s. 431 1985, Akureyri:
iragginn s. 481 1535, Keflavík: Bílavík ehf. s. 421 7800.