Morgunblaðið - 14.09.2000, Side 37

Morgunblaðið - 14.09.2000, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000 37 LISTIR Fágaður söngur TOIVLIST Hljómdiskar SÓLSKIN í BÆINN Perluvinir - 2000. Kvartettinn skipa: Kristjana Gestsdóttir (sópr- an), Jóhanna Steinþórsdóttir (alt), Gunnar Þór Jónsson (tenór), Sig- urður Loftsson (bassi). Aðstoð á æf- ingum: Þorbjörg Jóhannsdóttir, organisti. Upptaka og vinnsla: Mix. Upptökur: Steinþór Birgisson. Klipping: Valgeir ísleifsson og Gunnar Þór Jónsson. Hljóðblöndun: Jón Steinþórsson. Diskurinn er til- einkaður minningu Lofts S. Lofts- sonar, tónlistarmanns í Breiðanesi. AFTAN á hljómdiskinum gefast m.a. þær upplýsingar að meðlimir kvartettsins búi allir í Gnúpverja- hreppi í Árnessýslu og hafa starfað saman sem kvartett í 5 ár. Kvart- ettinn hefur komið fram við marg- vísleg tækifæri, innan sveitar og utan, við alls konar mannfagnaði, kirkjulegar athafnir og sungið fyr- ir ferðamenn, innlenda og erlenda. Upplýsingarnar láta ekki mikið yf- ir sér, enda vissi undirritaður ekk- ert um tilvist þessa sönghóps, en ljóst má vera eftir ánægjulega hlustun að hér eru engir viðvan- ingar (í tónlistarlegum skilningi) á ferðinni: söngurinn er fágaður og „músíkalskur", með íínum áhersl- um og góðu jafnvægi milli radda. Ber m.ö.o. vott um smekkvísi og þekkingu, en þar á Hilmar Örn Agnarsson hlut að máli fyrir tón- listarlega ráðgjöf. Ekki er ástæða til að minnast sérstaklega á ein- hver lög öðrum fremur, svo jafn- góður er flutningurinn - að það jaðrar við það sem kalla mætti (og það óverðskuldað) „einhæfni" eða jafnvel „skort á ævintýra- mennsku". Lagavalið, sem í sjálfu sér er fínt en fremur hefðbundið, á hér etv. hlut að máli. Eða bara „dyntir gagnrýnandans“. Varla þarf að taka fram að raddirnar allar eru góðar og falla vel saman og hljóð- vinnsla með ágætum. Allt er þetta án undirleiks, sem er vandasamara og reynir meira á tónvísi flytjenda. Þá er bara eftir að óska þessum ágæta sönghópi, sem nýtur þeirra forréttinda að eiga heima í ein- hvem fegurstu sveit landsins, til hamingju með hljómdiskinn. Allar upplýsingar um efni söngvanna eru á ensku, sem ætti ekki að koma að sök þar sem íslenskir hlustendur annaðhvort þekkja það eða geta ráðið í það af skýrum flutningi. Oddur Björnsson Grunnnám í Höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun hefst 14. okt. 2000 Leiðbeinandi Thomas Attlee DO,MRO,RCST COLLEGE OF CRANIO-SACRAL THERAPY sími 699 8064/564 1803 www.simnet.is/cranio S»i@#»fc9sís«i feKSS___________, f V — ^ Sk | JKa PJK B. • Jl mMri Wm - 1 J 1 1 á * ■/ ^' U úJl'x yJJL Blómaval býður eingöngu úrvals haustlauka sem 30 óra reynsla hefur kennt að duga vel við íslenskar aðstæður. Garðyrkjufræðingar Blómavals eru ó vakt a lan opnunartímann og hjólpa ti við va ó haustlaukum. Þessa helgi bjóðum við 10 vins^lustu sortirnar ó Islandi síðastliðin 30 ór ó 0 0 kr/pk. TILBOÐSSTANDUR Þessa helgi allir pakkar á topp 10 standinum á aðeins pk/kr. 199 TOWl® O Red Riding Hood túlipanar © Cassini túlipanar © Darwin Hybrid mixed túlipanar O Double early mixed túlipanar 0 Christmas Marvel túlipanar O Golden Harvest páskaliljur O Krókusar Bland. litir O Jólahýasintur Anne Marie 0 Garðhýasintur Bland. litir 0 Stjörnuliljur Upplýsingasími: 5800 500 Fasteignir á Netinu mbl.is m L'.-> ® 1 ■ f: DUCATO WBSBk 2,8 Dísil Túrbó 122 ha. 2,8 Dísil 85 ha. 2,0 Bensín 1 1 0 ha. Staðalbúnaður: Rafdrifnar rúður. Rafstilltir speglar. Samlæsingar. Loftpúði. Kippibelti. Fiat Code þjófavöm Rafhitað ökumannssæti. 20 x^arP- _ BlLAR fyrir ALLA VOKvastyri. smiðsbúð 2 - garðabæ - sImi 5 400 eoo

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.