Morgunblaðið - 14.09.2000, Síða 38
38 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Andlit lista-
mannsins
Ljósmynd/Halldór Bjöm Runólfsson
Portrett-mynd Barböru Niggl Radloff af nóbelsskáldinu Heinrich Böll.
MYNDLIST
rioethe-Zentrum,
Grófarhnsi, 6. hæð
LJÓSMYNDIR
BARBARA NIGGL
RADLOFF
Til 17. september. Opið daglega frá
kl. 10-16.
ÞÝSKI ljósmyndarinn Barbara
Niggl Radloff er þekkt fyrir
portrett sín af rithöfundum, öðrum
listamönnum og annars konar and-
ans mönnum. Hún fæddist í Berlín
árið 1936, en býr nú í bæverska
bænum Feldafing skammt frá
Munchen. Hún lærði ljósmyndun
við Blaðaljósmyndastofnunina í
Munchen á árunum 1956 til 1958 en
hóf síðan störf hjá tímaritinu
Munchener Illustrierte. Hæfileik-
amir fleyttu henni yfir til hins
þekkta og virta tímarits Scala Int-
ernational þar sem hún starfaði til
ársins 1966.
Frá byrjun áttunda áratugarins
hefur Niggl Radloff unnið sem
sjálfstæður ljósmyndari. Til dæmis
hafa myndir eftir hana birst í Súd-
deutsche Zeitung, Frankfurter All-
gemeine Zeitung og vikuritinu Die
Zeit. Fjölmörg Ijósmynda-, list- og
menningartímarit sækjast eftir
samstarfi við hana. Má þar nefna
Magnum, Kultur og Konkret. Þá
hefur hún í nokkur ár verið
aðalljósmyndari listamannaseturs-
ins Villa Waldberta í Feldafing.
Það þarf ekki að horfa lengi til að
sjá hve næmur portrett-ljósmynd-
ari Niggl Radloff er. Ljósmynd
hennar af Einari Kárasyni rithöf-
Undi - eina myndin af íslenskum
listamanni - þar sem hann er að
koma upp stiga er ekki aðeins lík
Einari á yfirborðinu heldur birtir
hún manninn hið innra, að minnsta
kosti eins og hann kemur manni
fyrir sjónir á fömum vegi með
strákslegum kersknissvip sínum.
En ef til vill er mestur fengur að
heildinni, þvi á sýningunni kemur
röð af andlitum andans manna sem
settu svip á þýska menningu um
það leyti sem hún var að kíkja upp
úr öskustónni eftir hörmungarvist-
ina hjá þriðja ríkinu og útskúfunina
sem fylgdi í kjölfarið. Þama em
eftirminnanlegar myndir af Max
Horkheimer, rektor hins þekkta
Frankfúrtarskóla á dögum Weim-
arlýðveldisins - ásamt konu sinni -
og af Hönnu Arendt, hinum þekkta
hugmyndafræðingi sem fékkst svo
lengi við það að kryfja alræðisvald-
ið til mergjar eftir að hafa orðið
fyrir barðinu á því líkt og svo
margir landa hennar. Enda er svip-
urinn eins og hún hafi komist lif-
andi úr stórslysi.
Þá em myndir af báðum nóbels-
verðlaunahöfunum, Heinrich Böll
og Gúnter Grass, þessum merkis-
bemm þýskra eftirstríðsbók-
mennta, sem eins og Georg Steinar
orðaði það ...gáfu okkur aftur
tungutaldð sem þriðja ríkið rændi
og reyndi að kvelja til ólífis. Svona
mætti lengi áfram telja ef plássið
leyfði því portrett Niggl Radloff
búa yfir mikilli og merkilegri sögu
sem líkt og þrengir sér út gegnum
svip þeirra sem hafa orðið fyrir
linsu hennar. Þessi ljósmyndasýn-
ing er sannkallaður hvalreki, en
mikið þyrfti að vera í formi einblöð-
unga einhverjar málamjmdaupplýs-
ingar um þennan merkilega ljós-
myndara.
Halldór Björn Runólfsson
Margt
býr í
myrkr-
inu
MYNDLIST
Anddyri Norræna
hússins
BLÖNDUÐ TÆKNI
EDWARD FUGL0
Til 17. september. Opið daglega
frá kl. 9-17, en sunnudaga frá
kl. 12-17.
EFTIR því sem William Heine-
sen varð eldri nálgaðist hann æ
meir barnið í sjálfum sér. Ef til vill
er það svo með aldurinn að hann
lýkur aftur upp leyndardómum
bernskunnar. Að minnsta kosti er
ótalmargt í smásögunni Vængjað
myrkur - sem út kom í smásagna-
safninu í töfrabirtu, fyrir rúmum
áratug - sem minnir á æskuminn-
ingar annarra þekktra öldunga,
svo sem kvikmyndina Fanný og
Alexander eftir Bergman.
í báðum verkum kviknar ævin-
týraheimurinn fyrir tilstilli ljóss í
myrkri. í Vængjað myrkur, sem
Hannes Sigfússon þýddi af sinni
alkunnu tilfinningu, segir frá
systkinum, Litla-bróður og eilítið
Taktu þessa töflu*
KIA Clarus á sérstöku afmælistilboði
Þegar KIA Clarus Wagon er borinn saman við aðra station-bíla sem eru í boði á íslenskum markaði
kemur íIjós að þú færð meira fyrir peningana hjá KIA. Það er sama hvar borið er niður í samanburðartöfluna
hér að neðan - hvergi er snöggan blett að finna hjá KIA Clarus. Það er okkur því sérstök ánægja að
geta boðið þennan bíl á afmælisverði sem enginn leikur eftir - Það er jú heilt ár síðan KIA Clarus var
kynntur fyrir íslendingum...
* Samanburðartafla sem margborgar sig að skoða vett
KIA Clarus Wagon Toyota Avensis Wagon Opel Vectra Wagon Nissan Prímera Wagon Peugeot 406 Wagon VW Passat Wagon
Verð 1.490.000 1.739.000 2.015.000 1.960.000 1.799.000 1.925.000
Vélarstærð 2,0 1,6 2,0 2,0 2,0 1.8
Hestöfl 133 110 136 140 135 125
Heildarlengd (mm) 4750 4570 4490 4579 4736 4669
Heildarbreidd (mm) 1785 1710 1840 1715 1765 1740
Heildarhæð (mm) 1440 1500 1490 1450 1460 1498
Lægsti punktur (mm) 177 155 160 137 110
Farangursrými (l'rtrar) 560 530 460 430 430 495
Eigin þyngd (kg) 1298 1240 1335 1375 1404 1325
Heildarþyngd (kg) 1864■ : 1730 1890 1815 2070 1920
Eldsneytistankur (litrar) 60 60 60 60 70 62
ABS Já Já Já Já Já Já
Spólvöm (TCS) Já Nei Já Nei Nei Nei
Rafdrifnar rúður Já Já Að framan Já Að framan Já
Geislaspilari (CD) Já Nei Já Nei Nei Nei
Loftpúðar Já Já Já Já Já Já
Fjarstýrðar samlæsingar Já Já Já Já Já Nei
KIA Clarus Wagon
á sérstöku afmæslistilboði aðeins
1490000
Sjálfskiptur 1.550.000
Komdu við hjá okkur í
KIA ÍSLANDI að F/atahrauni 31
og mátaðu KIA Clarus Wagon
við þig og fjölskylduna.
KIA ÍSLAND
FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI
SÍMI 555 6025
www.kia.is