Morgunblaðið - 14.09.2000, Page 41

Morgunblaðið - 14.09.2000, Page 41
40 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÁLÖGUR Á ELDSNEYTI Hækkanir á eldsneytisverði hafa valdið mikilli ólgu í Evrópu undanfarnar vikur. í síðustu viku efndu flutningabílstjór- ar, bændur og leigubílstjórar til að- gerða í Frakklandi með þeim afleið- ingum að bíla- og flugumferð stöðvaðist að miklu leyti. Þá röskuð- ust samgöngur á milli Bretlands og meginlandsins í gegnum Ermar- sundsgöngin. Að lokum lét franska stjórnin undan og hét því að reyna að lækka eldsneytisverð. í þessari viku er röðin komin að Bretlandi og Belgíu. Hálfgert öng- þveiti ríkir nú í Bretlandi og mun ástandið versna verulega með hverj- um degi ef ekki finnst lausn á málinu. Bensínsstöðvar eru orðnar uppi- skroppa með eldsneyti og mótmæl- endur hafa sett upp vegatálma við birgðastöðvar til að koma í veg fyrir að hægt sé að dreifa bensíni um land- ið. Reiði manna í þessum ríkjum bein- ist fremur að stjórnvöldum en ol- íuframleiðsluríkjunum í OPEC þrátt fyrir að þau samtök hafi á undanförn- um misserum þrýst upp olíuverði með því að draga úr framleiðslu. Bent er á að stærstur hluti eldsneytisverðs renni beint til hins opinbera í formi skatta og gjalda. í Bretlandi er þetta hlutfall um 80% af verði bensíns. Fyr- ir hverja krónu er grunnverð á olíu og bensíni hækkar, hækka skattarnir um nokkrar krónur því til viðbótar. Stjórnvöld verja sig með því að benda á að þessir háu skattar eigi að stuðla að því að draga úr eldsneytis- neyslu vegna umhverfissjónarmiða. Þau virðast hins vegar ekki eiga neinn hljómgrunn. Svo virðist sem skattar hafi náð því hámarki er neyt- endur geta sætt sig við. Þótt menn séu sammála markmiðum um um- hverfisvernd og baráttu gegn lofts- lagsbreytingum er almenningur ein- ungis reiðubúinn að færa fórnir upp að ákveðnum mörkum. Og hvað á svo að gera þegar olíuverð lækkar og skattar þá að sama skapi? Myndi sú verðlækkun þá ógna markmiðum stjórnvalda í umhverfismálum? Flestir íbúar Bretlands jafnt sem annarra vestrænna ríkja eru háðir samgöngum með einkabílum. Fjöl- margar atvinnugreinar eru sömuleið- is háðar olíu og öðru eldsneyti. Hækkun á eldsneytisverði dregur því úr samkeppnishæfni atvinnulífsins og skerðir lífskjör almennings. Islenskir neytendur hafa til að mynda ekki farið varhluta af þeim miklu hækkunum er orðið hafa á bensínverði. Þær hafa þó líklega ekki orðið eins miklar og ella vegna breyt- inga á bensíngjaldi er samþykktar voru á síðasta ári. Þá var horfið frá því að vörugjald á bensíni væri ákveðin prósentuálagning ofan á toll- verð og í staðinn lögð föst upphæð í krónum á hvern bensínlítra óháð verði. Tony Blair hefur lýst því yfir að ekki verði látið undan kröfum um lækkun á eldsneytisverði. Haldi að- gerðirnar áfram verður stjórn hans hins vegar í erfiðri stöðu. Annaðhvort verður hún að knýja í gegn eldsneyt- isflutninga með valdi eða gefa eftir. Bresk stjórnmálasaga undanfarinna áratuga sýnir að þeim stjórnmála- mönnum er oft refsað harðlega sem ekki geta tryggt að eldsneyti sé til staðar. ÚTBOÐ Á REKSTRI HERJÓLFS Það er ljóst að Vestmannaeyingum hefur brugðið við að sjá niður- stöðu útboðs Vegagerðarinnar á rekstri Herjólfs næstu þrjú árin.Til- boð Herjólfs hf., sem séð hefur um rekstur ferjunnar, nam 325 milljón- um króna, tilboð Samskipa hf. 192 milljónum og kostnaðaráætlun Vega- gerðarinnar 222 milljónum. Árni Johnsen, alþingismaður og formaður samgöngunefndar Alþing- is, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær: „Ég held, að það hljóti að felast einhver misskilningur í tilboði Sam- skipa. Það er of lágt til að vera trú- verðugt. Ég reikna ekki með að fé- lagið ætli að borga tugi milljóna með verkefninu. Vegagerðin situr uppi með þá ábyrgð hvort tilboðsgjafinn geti í raun framkvæmt verkefnið.“ Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sagði í samtali við Morgunblaðið í fyrradag að það væri mjög bagalegt fyrir Vestmannaeyjar ef reksturinn færi til Reykjavíkur. Hér væri um tilfinningamál að ræða því að Herjólfur væri þjóðvegur Vestmannaeyinga. „Þessi rekstur hefur verið í járnum og ef eitthvað er þá hefur ekki tekizt að sinna því við- haldi, sem skipið hefur þurft,“ sagði bæjarstjórinn. Lúðvík Bergvinsson alþingismað- ur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ef Samskip tækju við rekstr- inum mundi það hafa miklar breyt- ingar í för með sér fyrir Vestmanna- eyinga. Þótt hér sé um mikið tilfinninga- mál fyrir Vestmannaeyinga að ræða er Vegagerðinni og Sturlu Böðvars- syni samgönguráðherra mikill vandi á höndum. Hér er um að ræða fjár- muni skattborgaranna og þeim ber að fara eins vel með þá og kostur er. Það er líka skylda þingmanna Suðurlandskjördæmis. Á hinn bóginn er nauðsynlegt áður en ákvörðun er tekin að skýringar komi fram á þeim mikla mun, sem er á kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar og tilboði Samskipa annars vegar og tilboði Herjólfs hf. hins vegar. Þess vegna á Vegagerðin að gera undan- tekningu frá þeirri starfsreglu sem hún hefur sett sér og sýna forráða- mönnum Vestmannaeyinga þær tölur sem liggja til grundvallar kostnaðar- áætlun Vegagerðarinnar. Það er ill- skiljanlegt af hverju þær upplýsing- ar geta ekki legið fyrir opinberlega eftir að tilboð hafa verið opnuð í reksturinn. Það er mikilvægt að íbúar Vestmannaeyja geti kynnt sér þær tölur og sannreynt í hverju mun- urinn er fólginn. Þeir eru líka skatt- greiðendur sem vilja að vel sé farið með fjármuni sína. FORSETI Finnlands, Tarja Ha- lonen, kemur í opinbera heim- sókn til íslands næstkomandi þriðjudag ásamt eiginmanni sínum Pentti Arajárvi. Halonen tók í vikunni á móti íslenskum blaðamönn- um í bústað sínum í Talludden í Hels- inki sem er nýlegt hús, stórt og glæsi- legt og nútímalegt í útliti. Hún var fyrsj spurð um Islandsheimsóknina. „Ég er sjálf mjög ánægð með að sækja ísland heim núna, við höfum ekki bara verið þar í heimsókn heldur einnig eytt peningum okkar þár,“ segir Tarja Halonen og á þar við sig og mann sinn, Pentti Arajárvi, en þau giftu sig í byrjun mánaðarins. Hafa þau með öðrum orðum verið á íslandi bæði í embættiserindum og sem ferðamenn. Heimsókn Finnlandsforseta stendur dagana 19. til 21. september og auk þess að dvelja í Reykjavík heimsækir hún Akureyri og heldur þar fyrirlestur um málefni norðurskautssvæðanna. Flýgur hún ásamt fylgdarliði sínu beint þaðan í flugvél sinni til Finnlands á ný. ísland þriðja landið Halonen hefur þegar heimsótt bæði Svíþjóð og Eistland eftir að hún tók við embætti og Rússland er fljótlega á dagskrá eins og iðulega hjá nýjum for- seta Finnlands. ísland segir hún svo framarlega í röðinni bæði vegna þess að Ólafur Ragnar Grímsson forseti hafi boðið sér fljótlega eftir að hún tók við og að hún hafi þegið það strax. „Ég var á þingi Evrópuráðsins í Strasborg og eignaðist þar íslenska vini sem ég hef verið í sambandi við og norræna fjölskyldan er Finnum mjög mikilvæg. Þessi lönd eiga í góðu sam- bandi og hafa góða reynslu af samstarfi sínu. Islendingar og Finnar eru kannski ekki ræðnustu fulltrúarnir á þingum Norðurlandaráðs, það eru fremur fulltrúar Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs, en við erum starfsöm og trú norrænni samvinnu. Þessar tvær þjóðir eru á jöðrunum og eru mikilvægar. Löndin eiga einnig náið samstarf á öðr- um vettvang, til dæmis í Evrópuráðinu, þar sem Islendingar hafa unnið gott starf. Finnar eru í Evrópusambandinu FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000 41 ✓ Tarja Halonen, forseti Finnlands, um samvinnu Finnlands og Islands Þátttaka í ólíkum bandalögum gerir samstarfíð áhugavert Tarja Halonen, forseti Finnlands, kveðst hlakka til Islandsheimsóknar sinnar. Hún segir nor- rænu fiölskylduna mikilvæga Finnum og telur / samskipti Finnlands og Islands í góðum farvegi. Jóhannes Tómasson ræddi við forsetann í Finn- landi í vikubyrjun svo og Jan-Erik Enestam varnarmálaráðherra. og íslendingar í Atlantshafsbandalag- inu sem eru báðar mikilvægar stofnan- ir í Evrópu og gerir samstarf landanna einnig áhugavert,“ segir Halonen og telur ekki nauðsynlegt öllum þjóðum að vera aðili að öllum bandalögum. Menning og Evrópumálefni En eru einhverjir nýir áfangar fram- undan í samvinnu Finna og íslendinga? „Pólitísk samvinna verður í svipuð- um farvegi og viðskiptin líka. Við höf- um sama bragðskyn - þið veiðið síldina sem okkur þykir góð - en í víðum skiln- ingi er mikil samvinna á menningar- sviðinu sem ég mun fjalla um í viðræð- um við íslenska ráðamenn," segir Halonen og nefnir til dæmis að hún hafi séð að Island eigi marga góða sam- tímamálara. Því má skjóta hér inn að Halonen hefur í mörg ár sjálf stundað málaralist í frítíma sínum og kveðst ætla að sinna því áfram. Þannig var hún í eins konar málarabúðum í viku í sumar og hefur hún einkum lagt sig eftir að mála og teikna myndir af fólki. Hún kveðst þó aðspurð ekki hafa í huga að sýna verk sín opinberlega. „Við munum í viðræðum okkar líka fjalla um Evrópumál, ekki hvort ísland gerist aðili að ESB eða hvort Finnland gengur í Atlantshafsbandalagið, heldur hvaða þýðingu þessar stofnanir hafa fyrir meginland Évrópu og þar á ég við Island líka þótt það sé eyja.“ Við forsetakosningarnar í Finnlandi í byrjun ársins fengu Esko Aho og Halonen flest atkvæði. Enginn fram- bjóðenda fékk hreinan meirihluta í kosningunum heldur dreifðust atkvæði mjög og því varð að efna til annarrar umferðar. I baráttu þeirra Halonen og Aho var hún fremur talin fulltrúi þétt- býlisins í suðurhluta landsins en hann fulltrúi hinna dreifðu byggða í norður- hlutanum. Úrslitin urðu þau að Halon- en sigraði með 51,6% atkvæða en Aho fékk 48,4%. Þurfum að leggja harðar að okkur fyrir dreifbýlið Eftir kosningarnar sagði Halonen að erfitt yrði að sameina þjóðina og sagð- ist hún aðspurð vinna að því. Hún sagði þetta kerfí hafa verið notað aðeins tvisvar og menn hefðu velt því fyrir sér hvort beinar kosningar eða kjörmanna- kosningar væru hentugri. Sagði hún að þegar enginn frambjóðandi fengi hreinan meirihluta og kjósa yrði milli tveggja efstu manna væri ekki hjá því að landið skiptist í tvennt. Hún kvaðst sjálf hafa á fáum stöðum fengið meira en 60% fylgi og sama væri um Aho. Halonen segir að í stærri borgum og bæjum landsins sé ástandið gott efna- hagslega og fólk leitaði þangað sem tækifærin væru í menntun og störfum en minnti um leið á að einnig mætti finna fátækt og erfiðleika í borgunum. „En við verðum að leggja harðar að okkur varðandi dreifbýlið, eyða skuggahliðunum því við viljum sjá vel- ferðarþjóðfélagið eins og það gerist best á Norðurlöndunum," segir Halon- en forseti og er upptekin af því að jafn- rétti á öllum sviðum verði ráðandi. „Við þurfum að koma á jafnrétti og velferð. Finnland hefur verið fátækt land, sem átt hefur í styrjöldum og við eigum ekki mikið af hráefnum sem skapað geta þjóðarauð. Þegar fólk seg- ir að það sé gott og blessað að geta Morgunblaðið/jt Tarja Halonen, forseti Finnlands, kemur í opinbera heimsókn til ís- lands næsta þriðjudag. menntað stúlkur og það muni gerast þegar við verðum rík, segi ég að við höfum aldrei verið svo fátæk að hafa ekki efni á að mennta stúlkur - eða drengi ef út í það er farið.“ Halonen kvaðst aðspurð hafa verið orðin þroskuð þegar hún gekk í flokk jafnaðarmanna, hún hefði byrjað í stúdentapólitíkinni og fjölskyldan hefði einnig verið í flokknum. Það hefði þó ekki ráðið inngöngu hennar heldur væri það bara heilbrigð skynsemi en hollusta við flokka hefði tekið breyting- um á liðnum árum. „Fólk getur gifst og skilið, það getur yfirgefið kirkjuna en það hefur ekki getað yfirgefið flokkinn sinn. En það er að breytast.“ Breyttir hagir Um persónulega hagi sína sagði Hal- onen að hún væri vön því að skipu- leggja störf sín, hún hefði aldrei haft húshjálp heldur hefði fengið aðstoð fjölskyldu og vina þau ár sem hún hef- ur starfað sem þingmaður og ráðherra. Nú væru hagir hennar mjög breyttir í nýju embætti og með flutningi í emb- ættisbústað. Væri svo komið að séð væri um nánast allt, blómin, matseld og fleira og viðurkenndi hún að það væri afskaplega þægilegt og sagði hún að sér liði stundum eins og hún væri karlmaður, sífellt spyrjandi hvar er þetta og hvar er hitt! Hún kvaðst gera sér ljóst að hún yrði að laga sig að breyttum háttum, hún væri aðeins á fyrsta ári í embætti. Hún sagði mikla hjálp í eiginmanninum og hún henti jafnframt gaman að því hversu bú- staður forseta væri stór og rúmgóður miðað við það sem þau væru vön: Ef eiginmaðurinn færi til dæmis í eldhúsið ; að kvöldlagi til að fá sér í svanginn i væri hann orðinn svangur aftur þegar hann næði inní svefnherbergið. Daginn sem íslenskir blaðamenn ræddu við Halonen átti hún von á hópi kvenna úr atvinnulífinu til að fjalla um hvernig skapa mætti ný atvinnutæki-*- færi og hvetja konur til að stofna fyrir- j tæki. „Við höfum allt til að bera til að \ efla atvinnuþátttöku kvenna og konur vita alveg hvað á að gera þegar rekstur , er annars vegar. Þær eru mun varkár- ari, spyrja hvað muni gerast hjá fjöl- skyldunni ef illa fer í rekstrinum. En 1 þær eru reiðubúnar að vera sjálfstæðir atvinnurekendur og ég get sem forseti , talað fyrir auknum hlut þeirra þar og ; þannig haft óbein áhrif.“ Halonen segist aðspurð vera þeirrar i skoðunar að konur eigi erfiðara upp- dráttar í stjórnmálum en karlar. „Þær eiga erfitt með að ná háum stöðum.' [ Þær geta orðið þingmenn, en síður ráð- herrar, en þegar þær ná háum stöðum er eftir því tekið, til dæmis á leiðtoga- fundum Sameinuðu þjóðanna. Kjör Vigdísar til forseta íslands hvatti Ira til að kjósa konu og þetta hefur haft áhrif á finnskar konur. Meiri og betri þróunarhjálp Þróunarhjálp og mannréttindi hafa verið Halonen hugleikin og kveðst hún áfram geta lagt lóð sitt á vogarskálarn- ar þar. i „Samkvæmt stjórnarskránni leiðir forsetinn utanríkismál í samvinnu við ríkissstjórnina og hún undirbýr málin og það samstarf hefur gengið vel þótt meiri reynsla eigi eftir að skapast í* þessum efnum. Eg vona að við getum aukið bæði magn og gæði í þróunar- , hjálp okkar, menn vita um áhuga minn í þessum efnum, en ríkisstjórnin ræður fjárframlaginu. Frjálsu samtökin segja framlögin ekki næg en ég blanda mér ekki í þá umræðu. Norrænu þjóðirnar, j Evrópulönd, og allur hinn vestræni i heimur eiga að stefna að meiri jöfnuði í heiminum,“ segir forseti Finnlands að lokum og segir það málefni sem stjórn- * völd verði að hafa á verkefnalista sín- i um. \ TENGSL Finnlands og Rúss- lands eru góð og það er reglu- legt samband milli landanna á ýmsum sviðum,“ segir Jan- Erik Enestam, vamarmálaráðherra Finnlands, aðspurður um samskipti ríkjanna en Enestam er í fylgdarliði Finnlandsforseta sem sækir ísland heim í næstu viku. Hann er líka sam- starfsráðherra Finna í málefnum Norð- urlandanna. Enestam var sjálfur nýlega í Rúss- landi og kveðst hafa átt opnar og upp- byggilegar viðræður við Ivanov, varnar- málaráðherra landsins, og Pútín forseta kvaðst hann hafa hitt á forsætisráð- herraárum hans. En hvernig hefur ástand mála í Rússlandi áhrif á Finn- land? „Við vitum að ástandið í Rússlandi gæti verið betra og þar eru mörg vandamál sem þarf að leysa. Það er ekki nóg að lýðræði sé komið á eða fólk kjósi í frjálsum kosningum, það er í raun ekki til borgaralegt þjóðfélag í Rússlandi ennþá. Landið er þó á réttri braut í þróun sinni en hún tekur tíma. Ég held að Pútín eigi eftir að gera vel. Hann virðist vera sjálfstæður, heið- arlegur og vel meinandi stjórnmálamað- ur sem vill byggja upp gott þjóðfélag með tilliti til íaga og réttar. Vandamál þeirra hefur verið spilling og skortur á löghlýðni. En Pútín er ungur og hraust- ur og ef rússneskur efnahagur þróast jákvætt, sem við verðum að gefa honum nokkurn tíma til, þá er það mikilverð- asta þróunin í landinu." Telur framför í vændum í Rússlandi Enestam segir augljóslega mörg verkefni framundan hjá Rússum en hann kveðst viss um eftir kynni sín af héruðunum næst Finnlandi að framför sé í vændum. Til að fá einhverju áorkað sé hins vegar nauðsynlegt að fá aukið fjármagn inn í landið. „Hins vegar verð- ur engin erlend fjárfesting án laga og réttar,“ segir hann en er bjartsýnn á að hún muni skila sér. „Ég sé einnig jákvæðar breytingar í utanríkismálum þeirra. Rússar hafa nú samning við Atíantshafsbandalagið og þeir vita um stækkunarferlið sem fram- undan er hjá Evrópusambandinu. Ráða- menn skilja að þeir verða að hafa gott Jan-Erik Enestam, varnarmálaráðherra Finnlands og samstarfsráðherra samband við ESB en hins vegar má segja varðandi Evrópulönd almennt að mörg þeirra veita Rússum ekki mikla athygli né hafa þau áhuga á málum þeirra. En Pútín er snjall og veit að góð sam- skipti við ESB eru skilyrði þess að þró- unin gangi í rétta átt í Rússlandi, líka varðandi efnahagsmálin. Viðskiptin í takt við þróun í innanríkismálum Finnar eiga í dag margvísleg viðskipti við Rússa og varnarmálaráðherrann er spurður hvort hann sjái fram á mikla aukningu á þeim. „Ekki í náinni framtíð og viðskiptin munu kannski ekki stór- aukast en vissulega gætu þau verið meiri og það mun verða í takt við það hvernig þróun innanlandsmála verður. Svíar eru einnig nokkuð uppteknir af Rússlandi, og kannski fáeinar þjóðir aðrar, til dæmis Þjóðverjar, og frá þess- um löndum öllum hefur verið stofnað til sameiginlegra fyrirtækja með Rússum sem er meira og minna góð reynsla af.“ Varnarmálaráðherrann var spurður um afstöðu Finna til Atlantshafsbanda- lagsins og stækkunar þess í framtíðinni. „Finnland liggur ekki inni með um- sókn að Atlantshafsbandalaginu. Ekki í bili. Ég segi hins vegar ekki að sá möguleiki geti ekki komið upp ef eitt- hvað breytist en í dag er engin ástæða fyrir Finna að ganga í bandalagið. Ör- yggismálin eru í lagi hjá okkur og það gildir um Eystrasaltssvæðið líka. Við verðum að íhuga afleiðingarnar fyrir Finnland og Eystrasaltslöndin ef Finn- land sækir um inngöngu og ég sé enga jákvæða þýðingu slíkrar umsóknar. Við vitum að Rússar eru andvígir stækkun Jen-Erik Enestam, varnarmálaráð- herra Finnlands, verður í fylgdarliði Halonen, forseta landsins, í Islands- heimsókninni. Atlantshafsbandalagsins en vitum ekki hvernig þeir muni bregðast við og því verða þetta eingöngu vangaveltur sem hafa ekki mikla þýðingu meðan rök fyr- ir umsókn eru ekki fyrir hendi.“ + Morgunblaðið/jt Timbur er meðal þess sem Finnar flytja inn frá Rússlandi. Myndin er frá landamærum ríkjanna skammt frá fínnska bænum Imatra og rússneska bænum Svetogorsk. Enestam segir Eystrasaltslöndin vita- skuld ráða hvað þau gera en þau hafa látið í ljós áhuga á að ganga í Atlants- hafsbandalagið. Hann segir þau hljóta að skipa málum sínum í forgang og á þar við umsóknir um aðild að ESB og Atlantshafsbandalaginu. „Ráðlegging mín til þeirra væri sú að setja umsókn um ESB-aðild í fyrsta sæti því slík aðild myndi einnig veita þeim ákveðið öryggi en hins vegar er auðvelt að skilja áhuga þeirra á Atlantshafsbandalaginu í ljósi sögunnar." Þing Norðurlandaráðs verður háð í Reykjavík í nóvember og Finnar munu N or ðurlöndin hafa verk að vinna í Eystrasaltslöndum l þar taka við forsæti ráðsins. Enestam f er spurður hverjar áherslur og helstu mál verði á þinginu. „Við munum kynna stefnuna á fund- inum og mun Lipponen forsætisráð- j herra hafa það hlutverk með höndum. Ég get sagt að við munum halda áfram eftir þeim línum sem starfað hefur verið eftir að undanförnu og ekki byrja á , neinu nýju. Finnar taka líka í haust við formennsku í Norðurskautsráðinu til ! tveggja ára og eru líka í forsæti á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Sam- eiginlegt með þessum verkefnum verður að Finnar tala fyrir sams konar stefnu á þessum stöðum. Eitt málið sem fjallað verður um á þingi Norðurlandaráðs snýst um sam- vinnu Norðurlanda vegna verkefna í norðurhéruðum Rússlands, svo sem Kirjálabyggðunum, Múrmansk, Lenin- grad, Kalíningrad og í Eystrasaltslönd- unum. Það eru verkefni á sviði umhverf- ismála, að koma á sjálfbærri þróun, á sviði heilbrigðismála og fleiri sviðum. Sýn mín á norræna samvinnu er sú að einstaklingarnir í hverju landi sjái tilgang með henni. Það er kannski ekki alltaf auðvelt í Finnlandi, meðal annars vegna þess að aðeins 6% þjóðarinnar tala sænsku, en mér finnst samt ekki koma til greina að þessi samvinna fari fram á ensku.“ Aðstoða við uppbyggingu landaraæraeftirlits Meðal samskipta við Eystrasaltslönd nefnir Enestam dæmi um aðstoð Finna við að byggja upp landamæraeftirlit í Eistlandi. „Við höfum veitt lögi-eglu- mönnum og hermönnum frá þeim að- ' gang að skóla í Finnlandi og aðstoðað j þá við uppbyggingu á landamæraeftirliti og varnarmálum í víðu samhengi. Nú eru Eistlendingar sjálfir einfærir um að kenna hermönnum sínum en við bjóðum þó áfram yfirmönnum að sækja finnska herskóla. Óll Norðurlöndin hafa þannif* einhver tvíhliða verkefni í Eystrasalts- löndunum og það er líka sameiginleg stefna þeirra. Eystrasaltslöndin eru tiltölulega lítil j ríki og má búast við að hraðar gangi að j byggja upp nútímaþjóðfélag þar en í j Rússlandi, en Norðurlöndin munu hafa / áfram verk að vinna þar.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.