Morgunblaðið - 14.09.2000, Síða 44

Morgunblaðið - 14.09.2000, Síða 44
44 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Lögmál í uppnámi Það erþví mikið ábyrgðarhlutverk að vera kennari oghvernig til tekstgetur skiþt sköpum um framtíð einstaklinga, hvortþeir verða bankastjórar eða bófar, ráðherrar eða rummungar. Lögmálið um framboð og eftirspurn fær ekki alltaf að njóta sín á hinum almenna vinnumarkaði. Sum störf þykja þess eðlis að þetta lög- mál skuli undantekningarlaust eiga við um þau, en önnur eru meðhöndluð þannig að ætla mætti að þau væru yfir lögmálið hafin. Þetta kemur berlega í ljós hvað varðar leikskólakennara í Reykja- vík og víðar. Þegar gengið er fram hjá leikskólanum Ægisborg þessa dagana má sjá stóla uppi á borðum inn um glugga á Fjörudeild þar sem taka átti á móti yngstu börn- unum nú í haust. Foreldrum þess- ara barna hafði verið lofað leik- skólaplássi en nú verða bömin að vera heima og á leikskólan- um hefur þurft að loka heilli deild VIÐHORF Eftir Karl Blöndal vegna manneklu. Ætla mætti að brugðist væri við viðvarandi skorti í lykilstörfum í þjóðfélaginu með því að reyna að lokka fólk með einhvers konar gylliboðum. Sú er hins vegar ekki raunin þegar leikskólar eru annars vegar. Ef enginn fæst til starfanna er það einfaldlega látið gott heita. Lögmálið um framboð og eftir- spurn virðist reyndar einnig vera í nokkru uppnámi þegar ofar er lit- ið. Mikið fjaðrafok varð þegar greint var frá launum Bjama Ár- mannssonar og annarra forkólfa Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, sem nú er genginn í eina sæng með Islandsbanka. í ljósi þess að nóg framboð hlýtur að vera á mönnum til að koma í stað Bjama og félaga mætti ætla að það mætti nota til að þrýsta launum þeirra niður. Svo er þó ekki. Þannig skap- ast vítahringur efst og neðst í launastiganum þar sem lögmál lenda í limbói og þeir sem þar lenda verða einfaldlega að sætta sig við hlutskipti sitt eða fara ann- að. Það er ávallt erfitt að bera sam- an störf. Vissulega fylgir því mikil ábyrgð að fara með fjármuni, eink- um fjármuni annarra, oggangráð- ur heimsins er um þessar mundir mataður á peningum. Leikskóla-, gmnn- og framhaldsskólakennar- ar hafa hins vegar einnig mikinn auð milli handanna. Sá auður er ekki eign kennaranna frekar en peningamir í bankanum em eign bankastjórans. Það er því mikið ábyrgðarhlutverk að vera kennari og hvernig til tekst getur skipt sköpum um framtíð einstaklinga, hvort þeir verða bankastjórar eða bófar, ráðherrar eða mmmungar. Vandræðagangurinn með að manna kennarastöður er árviss viðburður og nákvæmari mæli- kvarði á haustkomuna en nokkrir duttlungar í veðri. Það er heldur ekkert launungarmál að fleira am- ar að íslensku skólakerfi en svo að skella megi allri skuldinni á lqör kennara. En það getur hins vegar ekki verið uppörvandi fyrir ungl- inga sem era að ljúka grannskól- anámi að vera með kennara sem aðeins hefur grannskólapróf eins og dæmi era um. Skólar era ekki geymslustofn- anir og böm eiga ekki að fá það á tilfinninguna að kastað sé til hönd- unum á skólagöngu þeirra. Mitt í allri umræðunni um mildlvægi menntunar og nauðsyn eigi ein- staklingurinn að fá notið sín í sam- félagi nútímans má þessi þáttur ekki verða útundan. Hér verður ekki farið út á þann hála ís að kveða upp úr um það hvað mikið sé nóg. Kannski væri ráð að leita svarsins við þeirri spurningu með því að styðjast við lögmálið sem nefnt var í upphafi. Samkvæmt kenningum hagfræð- innar er það nefnilega þannig að víxlverkan lögmáls og eftirspumar leitar ávallt uppi ákveðið jafnvægi þar sem allir era ánægðir. Þannig verður til dæmis verð á vöra til. Varan má ekki vera það dýr að enginn vilji kaupa hana, en ekki það ódýr að ekki svari kostnaði að framleiða hana. Um þessar mundir er gangverð- ið á bankastjóram það hátt að fáir hafa efni á að borga fyrir þá en laun kennara það lág að það svarar ekki kostnaði að framleiða þá. Annars staðar í þjóðfélaginu hefur lögmálið um framboð og eft- irspum rífandi áhrif, meira að segja þar sem um er að ræða störf sem ekki krefjast neinnar mennt- unar. Þannig heyrist að verslunar- keðjur bjóði fólki við lagerstörf og afgreiðslu umframþóknun ef það skuldbindur sig til að starfa í ákveðinn tíma. Slík störf era jafn- vel betur borguð en starf leik- skólakennara, sem þó hafa á bak við sig menntun á háskólastigi. Ekki era fá dæmi um að fólk hrek- ist úr starfi í leikskólum eftir nokkur ár vegna launanna, þótt það hafi varið nokkrum áram ævi sinnar í nám. Víða á landsbyggðinni hafa bæj- ar- og sveitarstjómir orðið að bregðast við kennaraskortinum með því að hækka launin. Það hef- ur reyndar ekki alltaf dugað til, en á endanum tekist að manna allar stöður. Hjá því verður enda ekki komist þar sem ekki er hægt að senda börn á grannskólaaldri heim til sín fyrir þá sök eina að ekki fáist kennari. Það virðist hins vegar vera hægt á leikskólum þótt þeir séu komnir inn á námskrá. A tímum samdráttar er ef til vill hægur vandi að komast upp með aðhald í launamálum. En þegar uppgangur er verður það flóknara vegna þess að fólk leitar þangað sem launin er að fá. Síðan er til þess að h'ta að erfitt er að meta ár- angur hjá kennuram með sama hætti og hjá bankastjóram. Skólar era undantekningarlaust reknir með tapi hér á landi ef notuð er mælistika bankastjórans og hefur meira að segja þurft að grípa til opinbers fjármagns til að reka einkaskóla. Mælistikan á gæði skóla er ár- angur þeirra sem þar læra og hvernig þeim mun ganga að fóta sig í lífinu. Hvernig fólk fæst til að tryggja góða útkomu veltur á því hvaða kjör því bjóðast. Þegar kjör- in era orðin þannig að ekld er nóg með að faglært fólk hafi ekki áhuga á starfinu heldur fáist eng- inn til að sinna þeim er ljóst hvers virði það er. Á meðan það verður ekki endurskoðað verða stólar áfram uppi á borðum í Fjöradeild á Ægisborg og lögmálið um fram- boð og eftirspurn í uppnámi. GUÐMUNDUR RÚNAR BJARNLEIFSSON Guðmundur Rúnar Bjarn- leifsson fæddist í Reykjavík 28. maí 1945. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 6. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru María Guð- björg Jóhannesdótt- ir húsmóðir, f. 21. janúar 1920, d. 4. september síðastlið- inn, og Bjarnleifur Bjarnleifsson ljós- myndari, f. 21. mars 1915, d. 6. mars 1987. Systkini Guðmundar eru Erla, Soffía Hallgerður, Bjarn- leifur Árni og Olafía Kristín. Guðmundur kvænt- ist Ásu Sólveigu Þor- steinsdóttur 3. októ- ber 1969. Foreldrar hennar voru Þor- steinn Jónsson verka- maður, f. 6. ágúst 1917, d. 6. júlí 1980, og Áslaug Einars- dóttir verkakona, f. 17. desember 1920, d. 24.11. 1994. Börn Guðmundar og Ásu eru María, f. 1969, Áslaug, f. 1971, og Guðlaugur, f. 1976. Barnabörnin eru fjögur. Guðmundur var háseti á Nept- únusi og Uranusi tímabundið á árunum 1961-’69. Hann lauk sveinsprófi í stálsmíði 1972 og síðar hlaut hann meistararéttindi í sömu grein. Að iðngrein sinni starfaði hann hjá Landssmiðj- unni og Stálsmiðjunni og hjá Stálvík hafði hann umsjón með ákvæðisvinnukerfum. Hjá Iðn- tæknistofnun starfaði Guðmund- ur sem kennari og ráðgjafí í málmsuðu og hjá ísaga sem sölu- stjóri á tækjum til málmiðnaðar. Síðustu misserin starfaði hann hjá Húsasmiðjunni við sölu og ráðgjöf vegna tækja í málmiðn- aði. Guðmundur var í stjórn Fé- lags járniðnaðarmanna í Reykja- vík 1972-’82. Hann var virkur félagi í Alþýðubandalaginu þar sem hann gegndi ýmsum trúnað- arstörfum og síðar í Samfylking- unni. Félagi í Rótarýklúbbi Breiðholts frá stofnun hans 1983. Utför Guðmundar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku pabbi, nú er stuttri en erfiðri baráttu þinni lokið. Aðeins liðu tveir sólahringar á milli þín og mömmu þinnar sem kvaddi þennan heim á undan þér. Manni verður orða vant þegar ungur maður í blóma lífsins kveður þennan heim, en þannig var því háttað með þig. En margs er að minnast frá undanfómum áram. Ætla ég ekki að tíunda það allt hér af því að sumt af því geymi ég fyrir sjálfa mig og deili því með fjölskyldu minni. En samt vil ég minnast ferð- anna sem við fóram saman í, eins og í sumarbústaði, hvort sem var um páska, að sumri eða vetri, eða ferðim- ar sem við fórum saman með stór- fjölskyldunni inn í Þórsmörk þar sem við dvöldum í skálanum inni í Básum. I öllum þessum ferðum naustu þín til fullnustu með okkur öllum og þá sér- staklega með barnabömunum þínum sem gáfu þér svo mikið og þú þeim ennþá meira. Því að di-engirnfr þínir sem nú era orðnir fjórir, munu muna eftfr afa hver á sinn hátt en sérstak- lega munu stóra strákarnir minnast allra sundferðanna í Breiðholtslaug- ina og ferðanna í sveitina ásamt því sem afi gerði með þeim. Þeir munu segja litlu kútunum frá afa sem þeir náðu ekki að kynnast eins mikið og þeir. Síðasta ferðin sem við fóram í var í Freysnesið um síðustu hvítasunnu- helgi, þá tókst þú upp á því að bjóða okkur öllum í helgarferð, á hótelið þar. Það var eins og þú vissir að þetta yrði síðasta ferðin sem við færam öll saman í. Þetta var einhver sú skemmtilegasta helgi sem við áttum saman og lifum við á henni svo lengi sem við lifum. Þú naust þín svo vel í sveitinni því að þú varst svo mikill göngugarpur, við gengum mikið sam- an í Breiðholtinu með mömmu að ég tali nú ekki um göngutúrana sem við fóram inn I Þórsmörk, minnisstæðast er mér þegar ég var ófrísk að Guð- mari og þú dreifst mig í gönguferð upp að álfakirkjunni í Mörkinni, á leiðinni varðst þú að dæla í mig þrúgusykri svo að ég héldi kröftum í þeirri göngu, þar sem ógleðin var við völd hjá mér. En þú hugsaðir vel um mig í þeirri göngu, eins og þú hugsað- ir um okkur öll. Elsku pabbi, ég stóra stelpan þín, Valur og strákamir þínir Guðmar, Mummsa strákur og Hauk- ur Andri afastrákur kveðjum þig með bæniimi hennar ömmu og þökkum þér samfylgdina í gegnum tíðina. Vertu Guð faðir, faðir minn, ífrelsaransJesúnafni, hönd þín leiði mig út og inn svo allri synd ég hafni. (H.Pét.) Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji guðs englar saman í hring sænginniyfirminni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Megi guð varðveita þig og ömmu þar sem þið erað saman með afa. Einnig bið ég guð að varðveita okkur sem eftir eram og syrgjum, þá sér- staklega mömmu sem hefur misst svo mikið. Minning þín lifir í hjarta okk- ar, megir þú hafa þökk fyrir allt sam- an. Þín dóttir María. Þú komst til að kveðja í gær. W kvaddir og alltvarð svo hljótt Á glugganum frostrósin grær. - Eg gat ekki sofið í nótt. Hvert andvarp frá einmana sál, hvert orð, sem var myndað án hljóms, nú greinist sem gaddfreðið mál í gervi hins lífvana blóms. Er stormgnýrinn brýst inn í bæ með brimhljóð frá klettóttri strönd - en reiðum og rjúkandi sæ hann réttir oft ögrandi hönd - ég krýp hér og bæn mína bið, þá bæn sem í hjartanu er skráð: „0, þyrmd’ ’onum, gefð’ ’onum grið!“ - Hver gæti mér orð þessi láð? (Freymóður Jóhannsson.) Kæri tengdapabbi. Þá er ferðin þín MARIA GUÐBJORG JÓHANNESDÓTTIR + María Guðbjörg Jóhannesdóttir fæddist í Reykjavík 21. janúar 1920. Hún lést á Skjóli 4. sept- ember siðastliðinn. Foreldrar hennar voru Soffía Hallgerð- ur Ólafsdóttir og Jó- hannes Ái-nason. Hálfbróðir Maríu, samfeðra, er Hafliði, f. 1938. Uppeldisbróð- ir hennar er Guðlaug- ur Guðmundsson. María giftist, Bjarn- leifí Bjarnleifssyni (jósmyndara 28. júm' 1941. Bjam- Ieifur var fæddur 21. mars 1915, d. 6. mars 1987. Foreldrar hans voru Ólafía Rristín Magnúsdóttir og Bjamleifur Ámi Jónsson sjómaður. Kæra amma! í dag kveð ég þig, þú varst mér og fjölskyldu minni mjög kær. Það var alltaf gaman að heim- sækja þig. Þú dekraðir mikið við mig þegar ég var barn enda kallaði ég þig góðu ömmu í Gnoðó. Það sem ég minnist þín fyrir er Ijúfmennska og kærleikur sem lýsti af sér. Það vora fastir liðir þegar ég kom í heimsókn að fá Cocoa Puffs og ís með rjóma sem þú alltaf settir sykur útí og jarðaber en ég máþti líka setja Cocoa Puffs út á ísinn. Ég mátti líka búa til klaka úr kóki. Ég mátti allt hjá þér og fékk líka allt hjá þér. Ég minnist líka góðra stunda Áður var María heit- bundin Einar Ölveri Guðmundssyiú en haim lést 21. júlí 1939. Þau áttu dótturina Erlu. Börn Maríu og Bjamleifs eru Guð- mundur Rúnar, látinn 6. september síðast- liðinn, Soffía Hall- gerður, Bjarnleifúr Arni og Ólafi'a Krist- ín. Bamabömin em tólf og langömmu- bömin em einnig tólf. María var húsmóð- ir en í um tuttugu ár starfaði hún í verslun Mjólkursam- sölunnar á Langholtsvegi 174. Útför Maríu fór fram í kyrrþey frá Langholtskirkju 13. september að ósk hinnar látnu. með þér og afa þegar þið buðuð mér að borða með ykkur fisk. Já, amma, ég kom aldrei að tómum kofunum hjá þér og fór heldur aldrei með tóm- an maga frá þér. Þú lagðir mikið uppúr því að ég hefði það gott, spurðir alltaf hvernig allt gengi hjá mér og minni fjölskyldu. Þú gafst þér alltaf tíma til að spila við mig og þú kenndir mér öll spilin sem ég kann enda naust þú þín best við að spila. Já, elsku amma, þú varst svo glöð og ánægð í brúðkaupinu mínu um ár- ið, þú talaðir oft um hvað þú skemmtir þér vel og var það okkur hjónum sönn ánægja að rifja það upp með þér. Þú hafðir líka mikinn áhuga á að vita allt um börnin mín, þú varst svo mikil barnagæla. Börnin mín þekktu þig líka sem góða ömmu sem gaf þeim alltaf gott og þau máttu borða eins mikið af því og þau vildu. Þér fannst þeim ekkert veita af smá sætindum. Þú varst alvöra amma og allir ættu að eiga svona ömmu eins og þú varst, því ætla ég að láta fylgja með smálýsingu á ömmum. „Amma er kona sem sjálf á ekki börn svo hún lætur sér þykja vænt um drengi og stúlkur sem annað fólk á. Ommur hafa ekki neitt að gera, þær era bara til, þær segja aldrei flýt þér nú eða haltu áfram. Flestar ömmur eru feitar en þó ekki svo feit- ar að þær gæti ekki reimað skóna manns. Þær geta sagt manni allt sem mann langar til að vita, eins og af hverju hundar hata ketti og af hverju guð er ekki giftur. Ef þær lesa fyrir okkur hlaupa þær aldrei yfir neitt. Ömmur era þær einustu sem hafa tíma fyrir aðra. Allir ættu að eiga ömmu.“ Guð blessi minningu þína, elsku amma mín. Þórdís og fjölskylda. Þegar sólin hugsar heim minnumst við þín þó lífið væri stormasamt og öryggisleysi sótti á þá varst þú alltaf söm, í Ijósi kærleikans leiddir þú ungana þína til eldmóðs og styrks. Elsku María. Þakka þér fyrir alla þá blíðu sem þú sýndir mér og mínum. Guð blessi þig. Þín vina, Lilja.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.