Morgunblaðið - 14.09.2000, Qupperneq 48
48 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ÁSTA
ÞORSTEINSDÓTTIR
+ Ásta Þorsteins-
dóttir frá Ölvers-
krossi var fædd 15.
ágúst 1933. Hún lést
á Sjúkrahúsi Akra-
ness 4. september
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru hjdn-
in Þórdís Ólafsdóttir,
f. 26.8. 1893 á Hamri
f Borgarbyggð, d.
27.1. 1970 og Þor-
steinn Gunnlaugs-
son, f. 11.3. 1885 í
Vífilsdal í Hörðudal,
d. 14.10. 1958. Þau
bjuggu lengst af á Öl-
verskrossi í Kolbeinsstaðahreppi í
Snæfells- og Hnappadalssýslu. Af
níu börnum þeirra sem upp kom-
ust var Ásta sjöunda í röðinni.
Systkini hennar eru: Olgeir, f.
1917; Arndís, f. 1918; Inga Jenný,
f. 1921, d. 1997; Fríða, f. 1925;
Halldóra Ágústa, f. 1928; Ólafía, f.
1932; Sesselja Þorbjörg, f. 1936;
og Ragnheiður Lilja, f. 1938.
Ásta giftist árið 1964 Guð-
mundi Albertssyni frá Heggsstöð-
um í Hnappadal, f. 16. október
,1, Það var erfið stund þegar fjöl-
skyldunni var tilkynnt að hún Ásta
tengdamóðir mín væri haldin ill-
kynja sjúkdómi og engin leið væri
fyrir læknavísindin að koma henni
til hjálpar. Asta hafði verið lasin áð-
ur en hafði alltaf tekist að rífa sig
upp og komast aftur á fætur - en í
þetta sinn leit út fyrir að þetta væri
henni ofviða. En það var ekki henn-
ar háttur að kvarta og hún kveinkaði
sér aldrei. Ef Ásta var spurð að því
hvernig hún hefði það svaraði hún
alltaf því til að hún hefði það ágætt.
Hugur Ástu var ávallt heima á
Heggsstöðum og þegar hún þurfti
að vera á spítalanum vegna veikind-
anna lagði hún sig alla fram um að
verða heilsubetri til að komast heim.
Öll fjölskyldan sem og vinafólk lagð-
ist á eitt til að þessi ósk hennar gæti
orðið að veruleika - heimilið var út-
búið sérstaklega og það var ávallt
einhver heima til að sjá um hana.
Allir lögðu hönd á plóginn og voru
boðnir og búnir að hjálpa. Það var
komið að því að endurgjalda Ástu
alla þá ástúð og þann kærleika sem
hún hafði ávallt sýnt öðrum. Það var
Ástu dýrmætt að geta verið heima
þrátt fyrir veikindin og hún naut
þess að fylgjast með bústörfunum
- og öllu því umstangi sem fylgir því
“^'að reka búið. Það var henni mjög
sárt að þurfa að leggjast að lokum
aftur inn á spítalann, en það er þó
huggun harmi gegn að hún hafði
fjölskyldu sína hjá sér þar til yfir
lauk.
í þann stutta tíma sem ég hef
þekkt Ástu, hef ég fengið að kynnast
einstakri manneskju. Hún var
hjartahlý og opin, enda laðaði hún
að sér fólk úr öllum áttum sem naut
oft gestrisni þeirra hjóna. Hún tók
mig strax inn í fjölskylduna og varð
undireins sem mín önnur móðir. í
fyrstu átti ég erfitt með að átta mig
á tengslum Ástu og Guðmundar við
þann aragrúa af fólki sem var í
kringum þau - þau voru kölluð Guð-
"mundur afi og Ásta amma af fólki
sem var ekki einu sinni skylt þeim.
Þegar ég fór að kynnast þeim betur
skildi ég að þetta fólk hafði allt tekið
ástfóstri við þessi hjón eftir að hafa
dvalið á Heggsstöðum sem börn,
verið nágrannar þeirra til einhvers
tíma eða voru börn þeirra sem höfðu
dvalið sumarlangt á Heggsstöðum.
Þetta fólk heldur tryggð við
Heggsstaði því þar líður því vel og
það er fyrir löngu orðið hluti af fjöl-
skyldunni. Hjá Ástu og Guðmundi
var alltaf pláss fyrir nokkra í viðbót
.pg stundum var svo gestkvæmt að
’það var sofið í öllum krókum og kim-
um. Ásta hafði yndi af börnum og
hún gerði ekki upp á milli sinna eig-
in barnabarna eða börnum „sumar-
barnanna sinna“. Hún hafði yndi af
því að gefa þeim gjafir og jólagjaf-
irnar frá Ástu ömmu voru alltaf góð-
ar. Hún hafði þann einstaka hæfi-
..,?leika að kaupa alltaf fatnað sem féll
1933. Ásta og Guð-
mundur eignuðust
fjögur börn en áður
átti hún einn son,
Sigurþór Jónasson,
f. 14.5. 1956, maki
Galina Holujanova,
þau búa í Reykjavík.
Börn Ástu og
Guðmundar eru: 1)
Helga, f. 3.8. 1964,
maki Þröstur Gunn-
laugsson, f. 12.4.
1961, þau búa í
Stykkishólmi. Börn
þeirra eru: Sigrún, f.
1982, og Ásmundur,
f. 1991. 2) Albert, f. 16.6. 1966,
býr á Heggsstöðum. 3) Ingveldur,
f. 22.8. 1968, maki Arnar Ey-
steinsson, f. 8.2. 1968, þau búa í
Stórholti í Dalasýslu. Börn þeirra
eru: Kristján Ingi, f. 1988, Ásdís
Helga, f. 1990, og Steinþór Logi,
f. 1999. 4) Ágúst, f. 16.5. 1974,
maki Ólöf Eh'sabet Þórðardóttir,
f. 22.1.1973, þau búa í Kópavogi.
Útfór Ástu fer fram frá Kol-
beinsstaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
nákvæmlega að smekk og stærð
barnabarnanna. En það var erfiðara
að gefa henni gjafir því að hana
vantaði aldrei neitt. Yfirleitt var hún
búin að gefa einhverjum öðrum gjaf-
irnar sínar - einhverjum sem hafði
betri not fyrir þær að hennar mati
en hún. Hún var hamingjusöm með
það sem hún hafði, hún mat mann-
leg gæði meir en þau veraldlegu og
leið best heima á Heggsstöðum með
fjölskyldu sína í kringum sig.
Elsku Ásta mamma, ég er þakklát
fyrir að hafa fengið að kynnast þér
og fjölskyldu þinni, fengið að endur-
gjalda þér alla þína ástúð þegar þú
áttir erfitt og þakklát fyrir að þú
gafst mér Gústa, eitt það besta í
mínu lífi.
Guð veri með þér.
Ólöf Elísabet Þórðardóttir.
Hjartkær fósturmóðir mín og
frænka er látin.
Hér sit ég og minningarnar
streyma fram í hugann. Þær fara
svo hratt því þær eru svo margar og
góðar. Eg vil ekki slíta mig frá þeim
því mér finnst hún vera hjá mér á
meðan.
Það eru algjör forréttindi að hafa
átt hana að því ég veit að það er leit-
un að annarri eins hetju og henni, og
móður sem fórnaði sér fyrir börn og
heimili eins og hún gerði.
Sagt er að móðurást sé „leiðarljós
fjölskyldunnar“ og átti það _svo
sannarlega við um hana. Ásta
kenndi mér ekki aðeins það góða og
fallega heldur hvatti hún mig í flestu
því sem ég tókst á við og það vantaði
aldrei hrósið frá henni.
Já, hún Ásta var sannur vinur
sem ávallt var tilbúin að rétta hjálp-
arhönd, en bað aldrei um neitt í
staðinn.
Það verða þung spor er við fylgj-
um henni hinsta spölinn. Við felum
hana Guði en í hjörtum okkar eigum
við minningar sem munu gleðja okk-
ur og styrkja í sorginni, því við grát-
umyfir því sem var gleði okkar.
Ég votta eiginmanni hennar, Guð-
mundi, og fjölskyldunni allri mína
dýpstu samúð.
Kom, huggari, mig hugga þú,
kom, hönd og bind um sárin,
kom, dögg og svala sálu nú,
kom.sólogþerratárin,
kom, hjartans heilsulind,
kom, heilög fyrirmynd,
kom, ljós og lýstu mér,
kom, líf er ævin þver,
kom, eilífð, bakviðárin.
(Þýð. V. Briem.)
Jakobi'na Óskarsdóttir.
Elsku Ásta mín!
Nú ert þú horfin okkur blessuð
duglega og kraftmikla kona. Ég
þakka þér aliar stundirnar sem við
áttum saman. Þær eru ógleyman-
legar stundirnar sem við lékum okk-
ur og unnum saman frá því að við
vorum litlar í foreldarhúsum. Alltaf
síðan ég fór að búa annars staðar þá
vantaði þennan sérstaka styrk og
kraft sem fylgdi þér, blessuð mín.
Við lékum alltaf saman, hvort sem
var inni í gamla bænum heima á
Krossi eða úti - að fjölskyldunni
sem við bjuggum til úr pappa sem
mamma okkar og Helga frænka
kenndu okkur. Það var notað þegar
ekki var hægt að fara út að renna
sér á sleðanum sem bróðir okkar
smíðaði handa okkur. Svo voru það
hornin, leggirnir og kjálkarnir sem
var útibúslóð á sumrin. Það var allt
sérstakt og gaman. Svo kom að því
að við fórum að hjálpa til við bú-
skapinn þegar eldri systkini okkar
fóru að heiman. Þá slógum við með
orfi og ljá alltaf sinn skárann hvor á
eftir annarri, rökuðum síðan og
þurrkuðum heyið, settum í galta,
drógum heim í hlöðu og notuðum
hestana við það sem hétu Blesi og
Faxi. Svo dönsuðum við eftir dans-
lögunum á laugardagskvöldum.
Þetta raðast upp í huga minn, elsku
systir mín, og margt fleira. Ef eitt-
hvað var að hjá mér í mínum búskap
þá voru þú og maðurinn þinn tilbúin
að hjálpa og gefa stórgjafir. Þetta er
allt ógleymanlegt. Guð blessi þig og
fjölskyldu þína á þessari stóru sakn-
aðarstund. Ég bið Guð að blessa þig
og halda verndarhendi yfir fjöl-
skyldu þinni.
Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna
og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð.
Þú vaktir yfir velferð bama þinna,
þú vildir rækta þeirra ættarjörð.
Frá æsku varstu gædd þeim góða anda
sem gefur þjóðum, ást til sinna landa
og eykur afl og trú.
En það er eðli mjúkra móðurhanda,
að miðla gjöfum, eins og þú.
(Davíð Stef.)
Far þú í friði
friður Guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Elsku Guðmundur og allur hópur-
inn ykkar, við vottum ykkur dýpstu
samúð.
Ólafía Þorsteinsdóttir
og Jón Finnsson.
I dag kveðjum við Ástu Þorsteins-
dóttur frá Heggsstöðum, móður-
systur okkar. Ásta var sterk og dug-
mikil kona en jafnframt hlý og
traust. Ekkert virtist getað bugað
Ástu, þar til hún varð að láta undan
fyrir illvígum sjúkdómi.
Ásta ólst upp í stórum systkina-
hópi á Ölverskrossi í Hnappadals-
sýslu. Hún var þriðja yngst af níu
systkinum sem upp komust. Fyrstu
árin bjó Ásta á Krossi með foreldr-
um sínum og tveimur yngri systr-
um. Hún flutti að Heggsstöðum í
sömu sveit árið 1964 en þá hóf hún
búskap með eftirlifandi eiginmanni
sínum, Guðmundi Albertssyni, og
bjó þar til æviloka. Ásta og Guð-
mundur eignuðust fjögur börn, fyrir
átti Ásta einn son.
Við áttum því láni að fagna, að al-
ast upp á næsta bæ við Heggsstaði.
Mikill samgangur var á milli bæj-
anna, ekki síst vegna tengsla á milli
systranna (móður okkar og Ástu).
Eins voru tengsl á milli okkar
frændsystkina, enda öll á svipuðum
aldri.
Heimili Ástu og Guðmundar stóð
okkur systkinum ætíð opið og alltaf
var tekið hlýlega og vel á móti okk-
ur. Við gleymum seint jólaheim-
sóknunum að Heggsstöðum, sem
var árviss viðburður og mikil til-
hlökkun hjá okkur. Þá var hlaðið
borð af alls kyns kræsingum að
ógleymdum mömmukökunum og
kakóinu.
Það er margs að minnast á þess-
ari stundu og hugurinn reikar um
liðna daga.
Minningin um þig Ásta mín verð-
ur ætíð ljóslifandi í hugum okkar.
Hafðu þökk fyrir allt. Guð geymi
þig-
Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna
og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð.
Þú vaktir yfir velferð bama þinna,
þú vildir rækta þeirra ættarjörð.
Frá æsku varstu gædd þeim góða anda
sem gefur þjóðum ást til sinna landa
og eykur afl og trú.
En það er eðli mjúkra móður handa
að miðia gjöfum - eins og þú.
(Davíð Stef.)
Elsku Guðmundur, Siggi, Helga,
Albert, Ingveldur, Ágúst og fjöl-
skyldur. Við vottum ykkur okkar
dýpstu samúð. Guð gefi ykkur hugg-
un og styrk.
Systkinin frá Hraunholtum,
Steinar, Sigríður, Ásdi's,
Jódi's, Elísabet, Helgi og
Guðmundur.
Kæra Ásta frænka. Takk fyrir allt
og þá sérstaklega fyrir að hafa
hugsað um hana Monsu mína. Það
var alltaf gaman að fá jólakort frá
henni og einnig gaman að koma í
heimsókn að Heggsstöðum en það
hefði mátt vera oftar.
Vertu nú sæl, Ásta mín, og megir
þú hvíla í friði.
Þín frænka,
Snædís Mjöll.
Elsku Ásta mín.
Með örfáum orðum langar mig að
kveðja eina bestu konu sem ég hef
þekkt.
Það er mér óbærileg tilhugsun að
fá aldrei að hitta þig og tala við þig
framar en eina huggun mín er sú að
þú þurftir ekki að eiga lengi í veik-
indum þínum og ert nú komin á æðri
og betri stað, hjá Guði.
Það er svo margt sem ég vil
þakka þér Ásta mín og eitt af því er
að leyfa Atla að vera hjá ykkur öll
þessi sumur og verður það honum
veganesti í framtíðinni.
Þakka þér samverustundirnar í
sveitinni og á Hraunbrúninni þegar
þú komst suður í rannsóknir og
þakka þér öll okkar samtöl símleiðis
og sérstaklega það sem við áttum
áður en Emil litli var skírður. Manni
leið alltaf betur þegar maður var
búinn að heyra í þér.
Ég á engin orð yfir það hvað mér
þótti vænt um þig og hvað mér
finnst fráfall þitt engan veginn tíma-
bært, en það er nú svona að við fáum
engu um það ráðið hvenær kallið
kemur. Eitt á maður þó eftir sem er
mjög dýrmætt og það er minningin
um þig. Þakka þér fyrir allt.
Ég sá vers einu sinni og langar að
láta það fylgja hér því mér finnst
það segja allt sem mig langaði til að
segja.
Hver minning dýrmæt perla aá liðnum
h'fsins degi,
hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér,
þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymisteigi
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnastþér.
(Ingibj. Sig.)
Að síðustu bið ég þann sem öllu
ræður að styðja fjölskyldu þína í
sorg sinni.
Hvíl í friði.
Þóra Einarsdóttir.
STEFANIA
SIGURVEIG
SIGURÐARDÓTTIR
+ Stefanía Sigur-
veig Sigurðar-
dóttir fæddist á Ak-
ureyri 8. ágúst 1933.
Hún lést á
Landspftalanum við
Hringbraut 1. sept-
ember síðastliðinn
og fór útför hennar
fram Grensáskirkju
8. september.
Haustið minnir á
sig þessa dagana og
oft er það svo að þeg-
ar það nær yfirhönd-
inni þá hverfur sumarið eins og í
einni svipan. Alltaf þykir það
sótímabært. Það er einnig ótíma-
bært að kveðja hinstu kveðju þá
einstöku sómakonu, Stefaníu Sig-
urðardóttur, sem lést í Reykjavík
1. september.
Minningarnar leita á og hugur-
inn reikar um grundir genginnar
tíðar. Staðnæmst er austur á
Vopnafirði, nánar tiltekið í tvílyftu
og reisulegu, járnklæddu timbur-
húsi, sem var innarlega í þorpinu.
Þetta hús var sjúkraskýlið Garður
og jafnframt heimili Stefaníu og
fjölskyldu hennar. Didda var hún
ævinlega kölluð og stundum kennd
við Garð, eins og títt er á smærri
stöðum. Á Garði stjórnaði Didda af
mikilli natni og umhyggju fyrir
þeim sjúku og öðrum sem voru
hjálpar þurfi og nýtt-
ust þar mannkostir
hennar, rík þjónustu-
lund og hjartahlýja.
Þeirra kosta nutum
við í ríkum mæli,
nokkrir drengir úr
þorpinu, sem héldu til
á Garði og í næsta ná-
grenni fyrir hartnær
fjórum áratugum. Á
Garði voi'um við á
vegum einkasonar
Diddu og kærs æsku-
vinar, Sigurðar Ragn-
arssonar. Við vorum
þarna öllum stundum
við fjölbreytta leiki og ýmsar
„framkvæmdir“ utan dyra eins og
vegagerð, brúar- og bryggjusmíði.
Þá voru stundaðar siglingar á
fleka, skylmingar og margt fleira.
Oft var mikill atgangur við leiki og
störf utandyra eins og nærri má
geta en þess var ævinlega gætt að
sjúkraskýlið og umhverfi þess nyti
tilhlýðilegrar friðhelgi og að leikir
okkar, utan sem innan dyra, trufl-
uðu ekki dvalargesti á sjúkraskýl-
inu því friður og ró urðu að hafa
forgang fram yfir uppátæki okkar.
Svo var Diddu fyrir að þakka og
orð hennar voru ævinlega sem lög í
þessum efnum.
Það var mikið ábyrgðarstarf að
annast rekstur sjúkraskýlis og hlúa
að veiku og lasburða fólki úr héra-
ðinu. Auk þess hafði Didda eftirlit
með „drengjunum sínum“ og gát á
því að við færum okkur ekki að
voða. Vinnudagur Diddu á Garði
gat því oft verið býsna langur og
ekki alltaf víst að möguleiki væri til
eðlilegrar hvíldar að nóttu vegna
dvalargesta sjúkraskýlisins og
Vopnfirðinga sem fæddust á Garði
á þessum árum.
Mikið var spilað á spil við eld-
húsborðið á Garði og oft mikill
handagangur í öskjunni þegar
keppt var í kappkapli. Slík keppni
var mjög vinsæl og stóðu fáir
Diddu á sporði við þá iðju enda var
hraði hennar og leikni við spila-
borðið engu lík. Á engan er hallað
þegar fullyrt er að hún hafi borið
höfuð og herðar yfir aðra keppend-
ur á þessu sviði og sama hve ítrek-
að reynt var að hnekkja veldi henn-
ar og yfirburðum í kapli þessum.
Didda lét sér annt um Vopna-
fjörð, þar sem hún bjó lengst af
ævi sinnar. Fyrir nokkrum árum
flutti hún til Reykjavíkur og keypti
sér snotra íbúð við Háaleitisbraut.
Heimili hennar hefur ævinlega bor-
ið vott um einstaka snyrtimennsku
og smekkvísi. Um tíma starfaði
Didda á Landspítalanum við
Hringbraut og er ég viss um að við
störf hennar þar hefur reynslan frá
litla sjúkraskýlinu á Vopnafirði
komið að góðum notum þótt störfin
væru ekki hin sömu.
Það eru eins og hver önnur for-
réttindi að hafa kynnst konu eins
og Diddu sem alltaf átti góð ráð í
pokahorninu, hlýtt viðmót og gleði
til að miðla til annarra. Með þeim
orðum kveð ég Diddu og eru henni
að leiðarlokum færðar kærar þakk-
ir fyrir samfylgdina. Blessuð sé
minning hennar. Fjölskyldu hennar
votta ég mína dýpstu samúð.
Jón Höskuldsson.