Morgunblaðið - 14.09.2000, Side 51

Morgunblaðið - 14.09.2000, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000 51 JOHANNES PÉTURSSON + Jóhannes Pét- ursson fæddist í Skjaldar-Bjarnarvík á Ströndum 3. ágúst 1922. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir 5. september síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Pétur Friðriksson bóndi, f. 18.6. 1887, d. 9.9. 1979, og Sigríður EI- m Jónsdóttir, hús- freyja, f. 10.11. 1893, d. 30.3. 1984. Systk- ini hans voru: Guð- mundur, vélstjóri, látinn; Guðbjörg, húsfreyja; Friðr- ik kennari; Matthías skrifstofu- sjóri og Jón bifvélavirki, látinn. Jóhannes kvæntist 22.5. 1948 Kristínu Björnsdóttur Guðmunds- sonar forsljóra og konu hans Bergnýjar K. Magnúsdóttur. Böm Jóhannesar og Kristínar eru: 1) Haukur, doktor í jarðfræði, f. 24.11. 1948, kvæntur Sif Jón- asdóttur, meinatækni. 2) Bjöm Hákon, for- stjóri, f. 13.4. 1951, kvæntur Helgu Þ. Þorgeirsdóttur, kenn- ara. 3) Pétur, húsa- smíðameistari, f. 27.1. 1953, kvæntur Gróu Gunnarsdóttur, leik- skólakennara. 4) Hrönn, leikskólakenn- ari, f. 13.1. 1958, gift Gunnari L. Benedikts- syni, múrarameistara. 5) Guðmundur Bjarki, ráðgjafi, f. 28.11. 1967. 6) Hilmir Bjarki, tæknifræðingur, f. 28.11. 1967, kvæntur írisi Rögnvaldsdóttur, markaðsfræðingi. Jóhannes á tólf barnabörn. Jóhannes lauk búfræðinámi frá Hvanneyri 1945, kennaraprófi frá Kennaraskóla fslands 1949 og stnndaði framhaldsnám við Kenn- araháskóla íslands 1975-76. Auk þess sótti hann fjölmörg námskeið heima og erlendis. Jóhannes var skólastjóri heimavistarskólans á Finnbogastöðum í Árneshreppi 1949-1955. Kennari við Laugar- nesskólann 1955-61 og við Lauga- lækjarskóla frá 1961-1992. Að sumrinu starfaði hann framan af sem verkstjóri í Vinnuskóla Reykjavíkur, í Lögreglunni í Reykjavík í mörg ár og sem verk- taki í byggingariðnaði. Hann tók mikinn þátt í félagsstörfum, m.a. formaður Félags gagnfræðaskóla- kennara í Reykjavík, í stjórnum LSFK og LGF 1976-1980, í stjórn Kennarasambands íslands og stjórn Námsgagnastofnunar frá upphafi. Hann var f námsbóka- nefnd, kennarafulltrúi í fræðslu- ráði Reykjavfkur, í kennararáði Laugalælgarskóla, í samningan- efnd Kennarasambands fslands og síðar samninganefnd BSRB. Jó- hannes hefur setið í mörgum nefndum á vegum kennarasamtak- anna. Hann sat í stjórn Framfara- félags Selás- og Árbæjarhverfa og í stjórn Bræðrafélags Árbæjar- sóknar. Jóhannes hefur ritað greinar í blöð og tímarit. Útför Jóhannesar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það ætlaði ekki að ganga vand- ræðalaust fyrir Pétur afa að flytja ömmu, Sigríði Strandasól, ófríska að föður mínum, ásamt með þeim litla bústofni sem eftir var eftir áföll og fjárskaða í Hraundal, yfir Drangajök- ul í fæðingarstað Jóhannesar Péturs- sonar. Að lokum náði þessi litla fjöl- skylda þó áfangastað, Skjaldar- Bjarnarvík, eftir mikla hrakninga. Þar fæddist faðir minn og ólst upp til unglingsaldurs. Metnaður afa og ömmu stóð til að koma börnum sínum til mennta. Því flutti fjölskyldan um set úr þessari af- skekktu vík, sem þó hafði reynst fjöl- skyldunni gjöful. Settust þau að í Reykjarfirði í Árneshreppi. Faðir minn var sendur í skóla að Reykjum í Hrútafirði og þaðan til Reykholts í Borgarfirði er herinn tók Reykjaskóla til sinna afnota. Að loknu námi í Reykholti settist hann í Búnaðarskólann á Hvanneyri og lauk þaðan námi sem búfræðingur 1945. Veturinn eftir stundaði hann nám hjá Námsflokkum Reykjavíkur. Hugur föður míns stóð til frekara náms í búf- ræðum, en fyrir áeggjan Ágústs Sig- urðssonar, skólastjóra Námsflokk- anna, hóf hann nám við Kennaraskóla íslands. Ágúst hefur eflaust greint í honum kennarann. Hann lauk prófi frá Kennaraskólanum 1949. Að loknu kennaraprófi lá leiðin á heimaslóðir og hann tók að sér skóla- stjóm á Finnbogastöðum í Ames- hreppi. Að sex ámm liðnum tók hann sig upp með fjölskylduna og flutti suður. Til Reykjavíkur kom hann 1955 og hóf að kenna við Laugames- skólann og síðar við Laugalækjar- skóla þegar hann var stofnsettur 1961. Þar starfaði hann uns hann settist í helgan stein á sjötugasta ald- ursári. Á sumrin hafði faðir minn ýmsan starfa, m.a. var hann verkstjóri í Vinnuskólanum en lengstum sumar- afleysingamaður í Lögreglunni í Reykjavík. Ásamt framangreindu stundaði hann einnig byggingarvinnu til að bæta hag fjölskyldunnar. Með þessum æma starfa tók hann mikinn þátt í félagsstörfum, bæði á yngri ár- um í ungmennafélagshreyfingunni sem einn af stofnendum UMF Efling- ar og formaður þess um skeið, og ekki síður seinna á staifsævinni í stéttar- félögum kennai'a og landssamtökum, m.a. formaður Félags gagnfræða- skólakennara í Reykjavík um nokk- urt árabil. Þá var hann í stjórn Náms- gagnastofnunar og fulltrúi í fræðsluráði Reykjavíkur. Faðir minn var ákaflega glæsileg- ur maðui’ og bar sig vel. Þar hefur haft áhrif íþróttaiðkun hans á yngri ámm, enda var hann hraustur með afbrigðum. Hann hafði afar heil- steypta skaphöfn. Það var ekki farið fram með offorsi en málin ígrunduð og orðin valin af kostgæfni. Fyrir bragðið naut hann mikils trausts hvort sem var í daglegum kennslu- störfum eða félagsstörfunum. Lífshamingjuna og stóm ástina hitti faðir minn á dansleik í Kennara- skólanum. Foreldrar mínir hófu bú- skap á Finnbogastöðum í Ámes- hreppi, þar sem þau dvöldu fyrstu sex árin. Börnin vom boðin velkomin í heiminn hvert af öðm uns þau vom orðin sex. Fjölskyldan var þá flutt suður og lífsbaráttan í algleymingi. Heimilisfaðirinn Jóhannes Péturs- son bar hag fjölskyldunnar mjög fyrir bijósti. Honum nægði ekki að eiga rétt til hnífs og skeiðar fyrir marga munna, enda þótt laun kennarans dygðu vart til þess eins. Af mikilli elju og dugnaði, þar sem oftsinnis starfaði hann á þrennum vettvangi, tókst hon- um að koma þaki yfir fjölskylduna, fyrst í Álfheimunum og síðar í Hraun- bæ 77. Sem faðir var hann afar umhyggju- samur og nærgætinn. Hann beitti okkur börnin aga án þess að við tækj- um eftir með því að höfða til skynsemi okkar og gildismats sem hann átti svo ríkan þátt í að móta. Á síðari áram metur maður enn frekar en fyrr það ástríki og öryggi sem okkur hlotnað- ist í æsku og njótum enn góðs af. Afinn Jóhannes fylgdist af miklum áhuga með barnabömum, uppvexti þeirra og skólagöngu, þótt stundum væri það úr fjarlægð. Fátt gladdi hann meira en góður árangur afa- barnanna í stóra eða smáu og hann hrósaði þeim í hástert þegar þau komu og sögðu honum frá afrekum sínum. I þeim sá hann tilganginn og verðlaunin fyrir lífsbaráttuna. Margar myndir líða fyrir hugskots- sjónum þegar ég kveð föður minn. Sem lítill pjakkur laumaðist ég ásamt vinkonu minni um borð í trilluna hjá pabba sem var að sækja stórt reka- viðartré út með víkinni. Fjögurra ára man ég þegar við fluttum að norðan og sigldum með strandferðaskipinu suður. Ein myndin er af föður mínum sjúkum af heilahimnubólgu heima á Sundlaugaveginum. Þá var gengið hljótt um. Ég man eftir honum þegar hann kemur gangandi úr Álfheimun- um eftir langan vinnudag við nýju íbúðina. Ég man jiegar hann var að lesa fyrir okkur Islendingasögurnar undii’ svefninn. Ég man þegar hann var að segja mér til við mótarifið. Ég man þegar hann vai’ að byggja eigin höndum í Hraunbænum. Ég man eft- ir honum umvöfðum fjölskyldunni í jólaboðunum. Égman. Far þú í Guðs friði, faðir minn. Bjöm. Ég lít til baka um meira en hálfa öld. Ungt fólk er að búa sig undir ævi- starf, sem væntanlega yrði nokkrir áratugir, ef guð lofaði. Þetta fólk ætl- aði allt að uppfræða æskulýð landsins og gekk að því með ákveðnum huga. Ekkert annað starf kom helst til greina. Vitað var þó, að ekki lokkuðu launakjörin. En sama var, þama lá ævistarfið framundan. Við vomm 27 sem fengum skírteini um kennarapróf í hendur hinn 28. maí 1949. Nú era 9 fallin frá, þar af þrír á þessu ári. Sá, sem síðast hvarf af sjónarsviðinu, hafði lengi verið sjúkur maður. Við sem höfðum af honum spurnir bjuggumst við andlátinu miklu fyrr. Jóhannes Pétursson var Stranda- maður og starfaði þar sem skólastjóri við heimavistarskóla um skeið eftir kennarapróf. Annars var hann kenn- ari í Reykjavík upp frá því til starf- sloka. Hann var farsæll kennari og sinnti einnig félagsmálum á vegum kennarasamtaka. Jóhannes var um- sjónarmaður bekkjar okkar í Kenn- araskóla Islands, og fórst það vel úr hendi. Honum var treystandi. Það segir nokkuð. Nokkuð var hann dul- ur, en bros hans var heilt og hand- taíáð hlýtt. Eitt sinn sagði ég þetta um Jó- hannes: Og Jóhannes er kempa kná íKennarasambandi. Ogþaðereiaðþviaðgá: hannþykirstyðjandi. Já, hann Jóhannes var traustur maður, sem ánægja er að minnast. Ég þakka honum kynnin öll og bið honum blessunar á nýjum leiðum. Ástvinum hans votta ég samúð við leiðarlokin. Auðunn Bragi Sveinsson. Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan '-b 7 sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, BERTHA KARLSDÓTTIR, Suðurhólum 18, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 15. september kl. 13.30. Markús Örn Antonsson, Steinunn Ármannsdóttir, Karl Magnússon, Vigdís Guðmundsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir, Óskar Sigurðsson, Erla Kristín Magnúsdóttir, Halldór Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi, BALDVIN H.G. NJÁLSSON, Garði, andaðist á Landspítalanum, deild 11e, þriðju- daginn 12. september. Jarðarförin fer fram frá Útskálakirkju laugar- daginn 16. september kl. 14.00. Þorbjörg Bergsdóttir og aðrir aðstandendur. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN GUÐBRANDSSON forstjóri, Smárarima 108, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 15. september kl. 13.30. Bióm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Þórarinn Kristinsson, Kristinn Kristinsson, Sigríður Gunnarsdóttir, Sigurður Þór Kristjánsson, Ágústa Lárusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- arhug við andlát og útför mannsins míns, BJÖRNS SIGURÐSSONAR, Lindasíðu 2, Akureyri, sem lést á hjúkrunarheimilinu Seli mánudag- inn 4. september. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á Kristnesspítala og í Seli, fyrir frábæra umönnun I veikindum hans á liðnum árum. Einnig þakkir til ættingja og vina fyrir ómetanlega aðstoð. Guð blessi ykkur öll. Hrafnhildur Flosadóttir. t Innilegar þakkir til ykkar allra fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför okkar ástkæru, STEFANÍU SIGURVEIGAR SIGURÐARDÓTTUR, Háaleitisbraut 115, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11E á Landspítalanum við Hringbraut. Sigurður Ragnarsson, Guðmundur Ólason, Guðrún Ólöf Guðmundsdóttir, Kristján Bjarni Guðmundsson, Salvar Finnbogi Guðmundsson, Vignir Guðmundsson, Bjarney Jónína Bergsdóttir, Örn Sveinbjarnarson, Helga Einarsdóttir, Jóna Magnúsdóttir, Anna Málfríður Jónsdóttir. Lokað f dag milli kl. 13.00 og 16.00 vegna jarðarfarar SJAFNAR SIGURJÓNSDÓTTUR. Hjá Báru, Hverfisgötu 50. 4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.