Morgunblaðið - 14.09.2000, Síða 52

Morgunblaðið - 14.09.2000, Síða 52
52 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR KIRKJUSTARF EYVINDUR ÁRNIÁRNASON + Eyvindur Árni Ániason fæddist á Grímsstöðum, Grímsstaðaholti 25. nóvember 1911. For- eldrar hans voru Guðrún Eyvindsdótt- ir, f. 18.1. 1886 á Stóru Drageyri í Skorradal, en ólst upp í Reykjavík, hún lést 21.11. 1973, og Árni Jónsson, f. 12.7. 1866, á Krossnesi í * Eyrarsveit, Snæfells- nesi, en fluttist með foreldrum sinum að Grimsstöðum. Hann lést 27.9. 1950. Systir Eyvindar er Guðný, f. 9.12. 1918, hennar maður er Sig- urður Steinsson. Hinn 16.10. 1938 kvæntist Ey- vindur fyrri konu sinni, Jónu Guð- laugu Guðjónsdóttur, f. 1.3. 1919, d. 26.10. 1948. Þeirra sonur er Árni, f. 13.2. 1940, verkstjóri hjá Orkuveitu Reykjavfkur. Eftirlifandi konu sinni, Önnu Maríu Guðmundsdóttur, f. 28.12. 1910 á Feijubakka, Borgarhr., Mýrasýslu, kvæntist Eyvindur 21.10. 1950. Dóttir þeirra er Hanna, f. 17.2.1959. Synir hennar eru Eyvindur Ámi, f. 27.3. 1993, og Ólafur Ægir, f. 19.2. 1994. Faðir þeirra var Jökull Ægir Friðfinnsson, d. 8.4. 1999. Sambýl- ismaður Hönnu er Gunnar B. Gunnars- son, stýrimaður. Dóttir þeirra er Sæunn Birta, f. 15.4. 1998. Eyvindur og Anna bjuggu lengst af á Grfmsstöðum, nú Ægisíðu 62, Rvk., en fluttu árið 1989 í Breiðholtshverfi til dóttur sinnar og bjuggu þar uns þau fluttu á Elli- og hjúkrunar- heimilið Grand fyrir rúmum tveimur árum, þar sem Eyvindur Iést hinn 4. september siðastlið- inn. Eyvindur stundaði ýmis störf, var sjómaður framan af ævi og síðar vörubílstjóri á Vörubflastöð- inni Þrótti. Árið 1966 hóf hann störf hjá Rafmagnsveitu Reykja- víkur og starfaði þar sem verk- stjóri þar til hann lét af störfum árið 1984. Útför Eyvindar verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kafla er lokið í lífsins bók, þú far- inn ert og á andartaki er allt breytt. Eftir ég sit og á kveðjustund hugsa til þín: Þín, sem ég á svo margt að þakka. Þín, sem aldrei brást og hafðir á öllu gætur. Þín, sem líf mitt fylltir með kær- leik og hlýju. Þín, með útbreiddan faðminn í gleði sem og neyð. Þín, með geislandi góðvild í huga og sál. Þín og glettni þinnar er bætti skap og létti. Þín sem ekkert dapurt né aumt gast séð án þess helst að bæta eða laga. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- arhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MUNDÍNU VALGHRÐAR SIGURÐARDÓTTUR, Siglufirði. Ásbjörn Þór Pétursson, Hanna Guðrún Pétursdóttir, Bjarni Þorgeirsson, Halldóra Ragna Pétursdóttir, Björgvin Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur hlýhug og samúð vegna fráfalls ÁSTU ÁSMUNDSDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði. Kristján Símonarson, Bragi Stefánsson og fjölskylda. t Innilegar þakkir fyrir auðsýndan hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegrar móður okkar, fósturmóður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR ÞÓRU ÁRNADÓTTUR, Gullsmára 7, Kópavogi. Sofffa Einarsdóttir, Anna R. Einarsdóttir, Þórir E. Magnússon, Arnar Gunnarsson, Guðrún Gísladóttir, Einar Ingi Magnússon, Sigrún Guðmundsdóttir, Gunnar Magnússon, María Palma Rocha, Sigrún Magnúsdóttir, Jón Helgason, Ása Magnúsdóttir, Anna Þóra Aradóttir, Karl V. Karlsson, Jóhannes Ari Arason, Sigrún Hallgrfmsdóttir, Árni Alvar Arason, Elsa Ævarsdóttir, Sigrún Arna Aradóttir, Jóhannes G. Ólafsson og barnabarnabörn. í samfylgd þinni var ætíð andblær friðar. Tryggðar þinnar og gæsku margir nutu, því sérhlífni þekktir þú ekki. Ævislóð okkar saman ég þakka. Megi friður Guðs sveipa þig helgri ró og milda okkur sem eftir eru á sorgarstund. Hanna. Nú ertu dáinn, elsku afi minn, ástúð þín ei gleymist nokkurt sinn. Það var svo Ijúft að halla höfði á kinn og hjúfra sig í mildan faðminn þinn. Við skulum vera ömmu ósköp góð, hún á svo bágt og er svo mild og hljóð. Og góðvildin og gæskuhugur þinn, gleymist aldrei, hjartans afi minn. (Þ.G.) Með virðingu og hjartans þökk fyrir allar okkar samverustundir. Guð geymi þig. Eyvindur Ámi, Olafur Ægir og Sæunn Birta. Látinn er öðlingurinn Eyvindur Árni Árnason, svili minn. Margar minningar hrannast upp af 45 ára viðkynningu. Það segir e.t.v. dálítið um manninn að hann virtist alltaf að- lagast vel þeim breytingum sem hann þurfti að ganga í gegnum. Má segja að æðruleysið hafi fylgt honum fram í andlátið. Eyvindur var dagfarsprúður og vann sín störf af dugnaði og samviskusemi. Einnig var hann hjálpsamur og greiðvikinn, sem reyndi oft á þegar ekki var hægt að fara með allt á verkstæði eða kalla á fagmenn ef eitthvað bilaði eða fór úrskeiðis. Þá var gott að leita til Ey- vindar. Gestkvæmt var á heimili Önnu og Eyvindar. Voru þau sam- taka í því að taka vel á móti gestum, eins og í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Oft var glatt á hjalla á heim- ili þeirra. Sérstaklega kom mér á óvart hvað Eyvindur gat hermt og leikið eftir fólki. Var það stundum á við að fara á revíu, einkum þegar Páll Kristinsson, vinur þeirra tók þátt í gamninu. Eyvindur var mikill úti- vistarmaður. Hann byggði sumar- bústað við Þingvallavatn þar sem fjölskyldan dvaldi þegar tækifæri gafst. Þar plöntuðu þau trjám og hlynntu að gróðri. Eyvindur var fisk- inn og renndi oft fyrir fisk í Þing- vallavatni og víðar. Hann stundaði einnig hrognkelsaveiðar úr Gríms- staðavör í frístundum í mörg ár. Aðstandendum Eyvindar votta ég samúð og bið honum Guðs blessunar. Helga Daníelsdóttir. Kæri Eyvindur frændi. Nú á kveðjustundu fara í gegnum hugann ljúfar endurminningar. Ég man fyrst eftir þér þegai' ég, strák- polli, sat tímunum saman á fram- brettinu á gamla Chevrolet-vöru- bílnum og fylgdist hugfanginn með þegar þú varst að gera við vélina. Eftir á að hyggja held ég að þar hafi bíladellan kviknað hjá mér. Eftir að ég flutti í Vogana beið ég oft eftir þér á Suðurlandsbrautinni og fékk að sitja í vörubílnum meðan þú sóttir sand í gryfjurnar og keyrðir í alls kyns uppfyllingar. Þetta var mikið sport fyrir strák eins og mig. Ógleymanlegar eru ferðirnar á Þingvöll, bæði í sumarbústaðinn og í Vatnsvíkina, þar sem við veiddum murtu. Þú sýndir okkur Árna hvern- ig átti að bera sig að við veiðiskapinn. Þú veiddir oft meira en aðrir, enda mjög fiskinn og veiddir oft þótt aðrir yrðu ekki varir. Aldrei man ég eftir að hafa bragðað annað eins hnoss- gæti og fiskinn sem Anna tilreiddi á staðnum og steikti í smjöri á pönnu. Oft fékk ég að róa með ykkur Árna, ýmist til að leggja eða vitja um grásleppu- og rauðmaganet. Tilfínn- ingin að fara í dagrenningu, klukkan fimm til sex á morgnana, þegar sólin var að koma upp var stórkostleg og koma svo að landi um níuleytið og fá kaffi og „með því“ hjá Önnu, það var lífið. Ég vil þakka þér og Önnu það að ykkar heimili stóð mér alltaf opið og var Ægisíða 62 mér næstum eins og annað heimili. Ekki má gleyma bíl- skúrnum sem ég fékk að nota hve- nær sem ég vildi og fékk að ganga í verkfærin að vild og þar smíðaði ég minn fyrsta bfl. Eyvindur, þú varst jafnvígur til allra verka og allt lék í höndunum á þér, hvort heldur var vélaviðgerðir eða hvers konar smíðar. Þú varst mjög fjölhæfur á allt sem þú tókst þér fyrir hendur og er víst að margur nútímamaðurinn mætti sín lítils í samanburði við þig í almennri verk- lagni. Eyvindur, þú hafðir til að bera einstaka hugprýði og ljúfmennsku og man ég ekki til að þú hafir nokk- urn tíma reiðst eða sagt styggðar- yrði til nokkurs manns og er lýsing- arorðið öðlingur varla nógu sterkt umþig. Eg vil þakka þér Eyvindur minn fyrir samfylgdina alla tíð. Ganga þín í gegnum lífið var árekstralaus við menn og tilveruna og er okkur eftir- lifandi til eftirbreytni. Mínar samúðarkveðjur til Önnu, Árna, Hönnu, Gunnars, Eyvindar Árna, Ólafs Ægis og Sæunnar Birtu. Steinn Sigurðsson. Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/ sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. ol, W T| 11 :i||| Baldur ék JM Einarsson Sverrir pS Frederiksen útfararstjóri, Olsen iflL M útfararstjóri, ÍLs_JPsím’896 8242 útfararstjóri. W&Æfsími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is Safnaðarstarf Skeiðflatar- kirkja 100 ára SKEIÐFLATARKIRKJA í Mýrdal á 100 ára vígsluafmæli um þessar mundir. Af því tilefni verður hátíðar- guðsþjónusta í Skeiðflatarkirkju nk. sunnudag, 17. september og hefst hún kl. 14. Séra Óskar H. Óskarsson, sóknarprestur í Ólafsvík, predikar, en séra Haraldur M. Kristjánsson, sóknarprestur Skeiðflatarkirkju, þjónar fyrir altari. Kór Skeiðflatarkirkju syngur und- ir stjóm Kristínar Björnsdóttur org- anista. Einnig taka þátt í tónlistar- flutningi; kór eldri nemenda Gmnnskóla Mýrdælinga undir stjórn Önnu Bjömsdóttur, Krisztina Szklénár organisti og nemendur Tón- skóla Mýrdælinga undir stjóm Zolt- án Szklénár. Að guðsþjónustu lokinni býður kirkjan til kaffidrykkju í Ketilsstaðaskóla þar sem Sigþór Sig- urðsson í Litla-Hvammi flytur ágrip af sögu Skeiðflatarkirkju og eldri nemendur í kór gmnnskólans syngja undir stjóm Önnu Bjömsdóttur við undirleik Krisztinu Szklénár. Afmælishátíðin er liður í hátíðarhöld- um Skaftafellsprófastsdæmis vegna 1.000 ára kristni á Islandi. Skeiðflatarkirkja væntir góðrar þátttöku heimamanna og velunnara kirkjunnar í hátíðardagskrá nk. sunnudag. Sóknamefnd. Barnastarf Landakirkju BARNASTARFIÐ, sem svo mörg böm hafa spurt eftir í sumar, er að hefjast í Landakirkju í Vestmanna- eyjum. Fastir liðir í bama- og foreldra- starfinu verða Tíu til tólf ára starf (TTT) á fimmtudögum og verður fyrsti fundur í dag, fimmtudaginn, 14. september kl. 17-18. Sunnudaginn 17. september hefst sunnudagaskól- inn með nýjum söngvum, fallegum kirkjubókum, Jesúmyndunum og frænda fuglsins Dindils, að ógleymd- um Silla sem verður fastur liður í bamastarfinu með öllum sínum kost- um og kynjum. Við sýnum gleðina í söng og dansi í vetur. Krakkaklúbburinn Kirkjuprakk- arar (KKK) verður á þriðjudögum kl. 16:30-17:30 og byrjar 19. september. Foreldramorgnar verða á fimmtu- dagsmorgnum kl. 10 og verður fyrsti fundur 5. október. Þar er vettvangur fyrir heimavinnandi foreldra að koma með böm sín, njóta samvista og fá barnaefni við hæfi allra yngstu bam- anna. Æskulýðsfundir em á sunnudagskvöldum kl. 20:30 í Landa- kirkju og opið hús fyrir unglinga í KFUM&K-húsinu kl. 20 á miðviku- dögum. Barnaefnið í vetur er vandað og spennandi. Öflugir leiðtogar em í öllu bamastarfinu og lítum við fagnandi til vetrarins. Markmiðið með bama- starfi kirkjunnar er að styðja for- eldra í kristilegu uppeldi og siðgæði. Starfsfólk Landakirkju vonast til góðrar samvinnu við foreldra í sókn- inni, að saman styðjum við börnin til góðs og uppbyggÚegs þroska. Prestar Landakirkju. Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald- urshópa kl. 14-17. Háteigskirkja, Jesúsbæn kl. 20. Ta- ize-messa kl. 21. Fyrirbæn með handaryfirlagningu og smuming. Langholtskirkja. Kirkjan er opin til bænagjörðar í hádeginu. Foreldra- og bamamorgnar kl. 10-12. Svala les fyrir bömin. Söngstund með Jóni Stefánssyni. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45-7.06. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Orgelleikur í upphafi stundar og léttur málsverður á kostnaðarverði í safnaðarheimilinu. Digraneskirlqa. Leikfimi aldraðra á neðrihæðkl. 11. HafnarQarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra kl. 10-12 í Vonarhöfn, Strandbergi. Opið hús fyrir 8-9 ára böm í Vonarhöfn, Strandbergi, kl. 17-18.30. Vídalínskirkja. Bænastund kl. 22.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.