Morgunblaðið - 14.09.2000, Blaðsíða 58
£8 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Skyndihjálp bjargar
mannslífum
ÓHUGNANLEG
bylgja umferðarslysa
undanfarið undirstrik-
ar hversu mikilvægt er
að allir kunni undir-
stöðuatriði í skyndi-
hjálp. Við verðum að
fækka slysum en við
verðum líka, hvert og
Steitt, að geta brugðist
við slysi með því að
kunna einföld lífs-
bjargandi handtök.
Nýleg erlend skýrsla
sýnir glöggt að kunn-
átta í skyndihjálp er
einn af mikilvægustu
þáttum aukins öryggis
í umferðinni. Sú nið-
urstaða er fengin eftir að skoðuð
voru skýr dæmi um slys þar sem
skyndihjálp annað hvort skipti sköp-
um eða hefði getað skipt sköpum
hefði slík kunnátta verið betri hjá
þeim sem að komu. Athuganir þær
sem gerðar hafa verið með reglu-
. legu millibili í höfuðborginni á tilfell-
^m um hjartastopp sýna svo ekki
verður um villst að þrátt fyrir að út-
kallstími sjúkrabíls sé einungis örfá-
ar mínútur á höfuðborgarsvæðinu
aukast lífslíkur þeirra sem á annað
borð má bjarga um 50 prósent sé
endurlífgun hafín strax á vettvangi.
Alþjóða Rauði krossinn hefur í
áratugi beitt sér fyrir því að mennta
almenning í skyndihjálp. Rauði
kross Islands er skuldbundinn sam-
kvæmt samningi við Almannavarnir
ríkisins til að stuðla að þekkingu
landsmanna í skyndihjálp svo að við
*getum verið við öllu búin þegar til
þarf að taka. Þetta hlutverk sitt tek-
ur Rauði kross íslands mjög alvar-
lega og vill sinna því sem best.
Landsfélög Rauða krossins í Evrópu
hafa nú ákveðið að taka höndum
saman og halda árlega Evrópudag í
skyndihjálp - í fyrsta sinn nú á laug-
ardag. Það er von okkar að með slík-
um degi takist að opna augu sem
flestra í samfélaginu fyrir mikilvægi
skyndihjálpar svo að hægt verði að
spyrna gegn afleiðingum allra
þeirra slysa sem eiga sér stað dags
daglega, hvort sem er
heima eða í vinnunni.
Aukið umferðar-
öryggi
Við lifum flest í
þeirri trú að ekkert
slæmt hendi okkur eða
þá sem okkur þykir
vænt um. Slíkt er því
miður ekki alltaf raun-
in og stundum er lífið
ekki sanngjarnt. Fyrr
en varir getum við lent
í þeirri aðstöðu að
þurfa með snarræði að
bjarga sjálfum okkur
eða öðrum. Við búum
öll yfir þeim dýrmæta
hæfileika að geta bjargað lífi. Suma
vantar einungis herslumuninn til að
ná tökum á tækninni sem til þarf.
Enginn getur staðið rólegur frammi
fyrir öllum þeim slysum sem verða
daglega og það er erfitt að takast á
við líkamlegar og sálrænar afleið-
ingar þeirra. Þótt ákveðið hafi verið
í byrjun árs að helga Evrópudaginn
umferðaröryggi í þetta sinn hefur
því miður komið í Ijós í sumar að
sjaldan hefur verið meiri ástæða en
einmitt nú til að efla vitund almenn-
ings um aukið öryggi í umferðinni.
Sá mikli missir sem margar fjöl-
skyldur og þjóðin öll hefur orðið fyr-
ir á þessu ári er óbætanlegur og ætti
að vera okkur öllum næg áminning.
Það er þó von okkar að með aukinni
fræðslu, bæði um slysavarnir og
skyndihjálp, muni sífellt fleiri vakna
til vitundar um það hvernig hægt er
að draga úr hættum í umferðinni
sem og í okkar nánasta umhverfi.
Rauði kross íslands vill með þessum
degi reyna að efla vitund samfélags-
ins um nauðsyn þess að læra skyndi-
hjálp.
Hvað er í boði?
Á Evrópudegi í skyndihjálp, sem
að þessu sinni verður haldinn í Fjöl-
skyldu- og húsdýragarðinum í
Laugardal, verður öllum sem áhuga
hafa boðið að koma og taka þátt í
ýmsum uppákomum sem tengjast
Skyndihjálp
Við viljum því hvetja
unga sem aldna, segir
Sigrún Arnaddttir, til
að koma í Fjölskyldu-
og húsdýragarðinn til að
kynnast skyndihjálp og
slysavörnum.
skyndihjálp. Slys verða sviðsett og
einnig björgunaraðgerðir, frum-
atriði skyndihjálpar kennd, hægt
verður að taka þátt í ýmiss konar
leikjum og þrautum, sjúkrabílar
verða til sýnis, slökkvilið sýnir
kúnstir sínar og hægt er að fara
veltu í bíl. Það verður því mikið líf og
fjör í garðinum og ættu allir, jafnt
ungir sem aldnir, að finna eitthvað
við sitt hæfi en staðsetningin var
valin meðal annars vegna góðs að-
gengis fyrir fatlaða. Þama gefst
þeim sem ekki hafa hingað til lært
skyndihjálp tækifæri á að kynnast
henni af eigin raun og þeir sem
kunna meira geta rifjað upp það sem
kann að hafa gleymst.
Hvar og hvenær?
Evrópudagur í skyndihjálp verð-
ur haldinn í fyrsta sinn laugardag-
inn 16. september sem fyrr segir í
Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í
Reykjavík. Dagskráin hefst kl. 13 og
henni lýkur kl. 17. I samstarfi við
Rauða krossinn varðandi þennan
dag eru lögreglan í Reykjavík,
Slysavarnafélagið Landsbjörg,
Landssamband slökkviliðs- og
sjúkraflutningamanna, umferðar-
ráð, Neyðarlínan, slysavarnaátakið
Arvekni, Lyfjaverslun Islands,
Blóðbankinn, Félag ökukennara,
Félag íslenskra bifreiðaeigenda,
Vegagerðin, og slökkvilið höfuð-
borgarsvæðisins. Þessir aðilar munu
allir leggja sitt af mörkum við fram-
kvæmd viðamikillar dagskrár í
Laugardalnum. Að undirbúningnum
hefur unnið fjöldinn allur af sjálf-
boðaliðum Rauða krossins og hafa
þeir lagt metnað sinn í að gera dag-
inn sem skemmtilegastan og áhuga-
verðastan fyrir alla aldurshópa. Við
viljum því hvetja unga sem aldna til
að koma í Fjölskyldu- og húsdýra-
garðinn til að kynnast skyndihjálp
og slysavörnum. Þannig getur þú
tekið virkan þátt í að koma, eins og
mögulegt er, í veg fyrir alvarlegar
afleiðingar slysa í framtíðinni.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Rauða kross íslands.
Sigrún
Ámadóttir
Flokkun gisti-
staða - krafa
markaðarins
UM ÞESSAR mund-
ir eru fjölmargir gisti-
staðir á Islandi að festa
upp skilti við útidyr þar
sem gefið er til kynna
hversu margar stjömur
þeir hafa samkvæmt
því flokkunarkerfi sem
tók gildi á íslandi 1.
september sl. og allir
gististaðir á landinu
hafa aðgang að.
Flokkun gististaða
hefur lengi verið við lýði
í flestum löndum
Evrópu nema á Norð-
urlöndunum þangað til
Danmörk tók uþp
flokkun fyrir 3 árum, en
þeirra kerfi hefur verið að ryðja sér
til rúms í Suður-Svíþjóð með tilkomu
brúannnar yfir Ermarsund og nú
hafa ísland og Grænland bæst í hóp-
inn. Flokkunarkerfi hinna ýmsu
landa í Evrópu byggjast flestöll á
stjömugjöf en áherslur em býsna
mismunandi. Flokkun gististaða á
Islandi á sér langa forsögu og hafa
verið umræður í áraraðir um nauðsyn
þess að taka hana upp og um kosti
hennar og galla. Sölumenn ferða til
Islands s.s. ferðaskrifstofur hafa
lengi hvatt til flokkunar, enda auð-
veldar flokkun allt sölustarf. Gisti-
staðirnir vom lengst af áhugalitlir um
flokkun, en fyrir fáeinum áram var
umræðan tekin upp á aðalfundi sam-
taka þeirra (sem þá var Samband
veitinga- og gistihúsa, en er nú Sam-
tök ferðaþjónustunnar) og var ákveð-
ið að hefja undirbúning flokkunar og
eftir töluvert undirbúningsstarf var
ákveðið að leggja til við samgöngu-
ráðherra að flokkunin yrði á vegum
Ferðamálaráðs íslands á Akureyri og
gengið yrði tíl viðræðna við Dani um
að fá afnot af því kerfi sem þeir tóku
upp og höfðu lagt mikla vinnu í.
Kostir og gallar flokkunar
Flokkun gististaða, kostir hennar
og gallar, hefur löngum verið upp-
spretta mikilla deilna víða um lönd.
Þar sem flokkun er lagaskylda t.d. í
Frakklandi koma af og til sterkar
raddir um að hætta henni, en í lönd-
um þar sem engin flokkun er, er oft
mikill þrýstingur frá neytendum að
taka hana upp. Ástæða þessara
deilna er sá augljósi galli sem seint
verður bættur að það er erfitt að lýsa
margbreytilegu hóteli með einföldu
tákni. Flest lönd nota kerfi með 0-5
stjömum og það er deginum Ijósara
að það er vandaverk að flokka alla
gististaði í 5 flokka og jafnljóst að það
getur verið talsverður munur milli
gististaða innan hvers flokks. Það er
því mjög mikilvægt að neytendur
geri sér grein fyrir
markmiði og innihaldi
þeirra reglna sem að
baki búa. Danska kerf-
ið, sem við höfum nú
tekið upp á íslandi, tek-
ur nær eingöngu á hlut-
lægum þáttum s.s. bún-
aði gistiherbergja og
sameiginlegu rými.
Hún mælir ekki þjón-
ustustig, gæði matar,
umhverfi né aðra hug-
læga þætti sem margir
myndu gjaman vilja að
hún mældi. Ef til vill er
það framtíðarmál og
munu Danir vera að
huga að viðbótarfiokk-
un varðandi þjónustu. Það verður því
seint svo að ekki þurfi að leita sér
nánari upplýsinga um viðkomandi
Stjörnugjöf
Með því að taka þátt í
flokkun, segir Erna
Hauksdóttir, þurfa
gististaðirnir að upp-
fylla mjög margar og
margbreytilegar kröfur.
hótel þ.e. ef fólk leitar að einhverju
sérstöku sem ekki er mælt. Þrátt fyr-
ir þennan galla em kostirnir fleiri.
Hún auðveldar sölustarf, sérstaklega
á íslandi, þar sem lítið er um þekkt
erlend nöfn á hótelum, en víða erlend-
is, t.d. í Bandaríkjunum, em þekkt
vöramerki hótelkeðjanna ráðandi.
Flokkun auðveldar val erlendra
gesta, sem flestir em vanir stjömum,
og hún hefur óneitanlega tilhneigingu
til að auka gæði gististaðanna. Með
því að taka þátt í flokkun þurfa gisti-
staðimir að uppfylla mjög margai- og
margbreytilegar kröfur og þurfa
undantekningarlítið að laga ýmislegt
og bæta búnað sinn til þess að mæta
þeim. Þannig auka þeir þjónustu sína
við gestina. Markmið flokkunar gisti-
staða á íslandi er að ferðamenn geti
fyrirfram gert sér einhveijar vænt-
ingar um þann aðbúnað og þjónustu
sem gististaðir bjóða og því hvetjum
við fólk tU að kynna sér þær reglur
sem að baki stjörnunum búa, en þær
er hægt að nálgast bæði á heimasíðu
Samtaka ferðaþjónustunnar (www.-
saf.is) og heimasíðu Ferðamálaráðs
(www.ferdamalarad.is).
Höfundur er framkvæmdastjóri
Samtaka ferðaþjónustunnar.
Erna
Hauksdóttir
bíla var að rerwa í hlað
Nánarí upplýsingar fást á www.toyota.is
Við hjá Toyota - betri notuðum bílum höfum fengið fjöldann allan af
góðum og traustum Toyota Yaris á sölu á Nýbýlaveginum. Bílarnir,
sem allir eru mjög nýlegir og koma frá Bílaleigu Flugleiða, hafa fengið
gott og reglulegt eftirlit og eru allir í ábyrgð.
<S> TOYOTA
Betn notaðir bílar
Simi 570 5070