Morgunblaðið - 14.09.2000, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000 63
Hannes Hlífar í heims-
meistaraslaginn
Stórmeistararnir Margeir Pétursson og Hannes Hlífar Stefánsson nið-
ursokknir í úrslitaskákina um sæti á heimsmeistaramótinu.
SKAK
llellisheímílíð í
M j ó d d
SVÆÐISMÓT
NORÐURLANDA
5.-14. sept. 2000
LIKT og í annam umferð Svæð-
ismóts Norðurlanda í skák voru það
íslensku stórmeistararnir Margeir
Pétursson og Hannes Hlífar Stef-
ánsson sem héldu áhorfendum hug-
föngnum í þriðju umferð mótsins,
þar sem barist var um réttindi til
þess að taka þátt í heimsmeistara-
mótinu í skák.
Fyrri einvígisskák þeirra Mar-
geirs og Hannesar var svo flókin og
óvenjuleg, að jafnvel sterkir skák-
menn áttu í erfiðleikum með að
skilja þá baráttu sem þar fór fram.
Margeir, sem hafði svart, kom
mörgum áhorfandanum á óvart þeg-
ar hann fórnaði drottningunni í 18.
leik. Drottningarfórnin var þó engin
yfirsjón og þegar skákáhugamenn
fóru að glugga í fræðin eftir skákina
kom í ljós að þetta hafði verið teflt
áður, t.d. í skák þeirra Topalov og
Anand í Dos Hermanas 1997. Þótt
Margeir fengi ekki mikla sigur-
möguleika í skákinni tókst honum
að halda sínu alveg fram í 33. leik.
Hann hafði þá tvo hróka og riddara
auk þriggja peða gegn drottningu,
hróki og biskupi Hannesar. í 33.
leik lék Margeir hins vegar leik sem
skildi alla menn hans eftir óvaldaða,
sem Hannes gat samstundis nýtt
sér til þess að vinna riddarann af
Margeiri. Þetta voru svo sannarlega
dramatísk lok á mikilli baráttuskák.
Hannes var þar með kominn með
þægilega stöðu í einvíginu. Margeir
hafði hvítt í seinni skákinni og tefldi
byrjunina kröftuglega. Hannes
hafði þó sýnt það fyrr á mótinu, að
hann kann þá list að tefla upp á
jafntefli þegar nauðsyn krefur og
eftir 25 leiki var ljóst að honum
hafði tekist að gera frumkvæði hvíts
að engu. Margeir sá þá ekki ástæðu
til að reyna frekar á þolrifin í Hann-
esi og samið var um jafntefli.
Hannes Hlífar Stefánsson hefur
þar með tryggt sér sæti á heims-
meistaramótinu í skák, sem hefst á
Indlandi 25. nóvember. Hannes hef-
ur sýnt það á Svæðismóti Norður-
landa, að hann er verðugur fulltrúi
Islands á mótinu og þegar hann er í
jafnmiklum ham og á þessu móti
standast fáir honum snúning. Með
góðum undirbúningi getur hann því
leyft sér að setja markið hátt á
heimsmeistaramótinu.
Frammistaða Margeirs á Svæðis-
mótinu var einnig gleðiefni fyrir
skákáhugamenn. Hann sýndi
ósjaldan frábæra hæfileika sína,
sem komu keppinautunum í opna
skjöldu. Gott dæmi um þetta var
mannsfórn hans 26. ...Ha3 í síðari
atskákinni gegn stigahæsta kepp-
anda mótsins, Curt Hansen. Þótt
leikurinn leiddi ekki beint til unnins
tafls var hann svo óvæntur, að segja
má að hann hafi tryggt Margeiri
sigurinn í skákinni og þar með ein-
víginu.
Það var óheppilegt að þeir Mar-
geir og Hannes skyldu lenda saman
í undanúrslitum mótsins, þar sem
að öðrum kosti hefðu þeir báðir átt
góða möguleika á að tryggja sér
sæti í heimsmeistarakeppninni.
Urslit þriðju umferðar urðu ann-
ars þessi:
1. Hannes H. Stefánss. (2557) -
Margeir Péturss. (2544) V/2-V2
2. Lars Schandorff (2520) -
Evgenij Agrest (2554) 1-1
3. Einar Gausel (2492) - Sune
Berg Hansen (2545) V2-IV2
Þeir Hannes og Sune Berg Han-
sen hafa því unnið sér rétt til þátt-
töku í heimsmeistaramótinu, en
Lars Schandorff og Evgenij Agrest
tefldu til úrslita í gær um það hvor
þeirra hreppti þriðja sæti Norður-
landa á heimsmeistai'amótinu. í
dag, 14. september, verður teflt um
efstu sætin á mótinu og hefst
keppnin klukkan 13 í Hellisheimil-
inu, Þönglabakka 1 í Mjódd. Hann-
es Hlífar stefnir að sjálfsögðu á
efsta sætið og spennandi verður að
fylgjast með hvort honum tekst að
ná því.
Hvítt: Hannes Hlífar Stefánsson
Svart: Margeir Pétursson
3. umferð, íyrri skák
Slavnesk vörn
1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3
dxc4 5. a4 Bf5 6. Re5 e6
Margeir er óhræddur við að fara
út í vel þekkt fórnarafbrigði, en
önnur flókin leið er 6. - Ra6 7. f3
Rd7 8. Rxc4 e5 9. e4 exd4 10. Re2
Bb4+ 11. Kf2 Bc5 o.s.frv.
Svartur þarf ekki að láta svona
illa í byrjuninni, hann á rólegri leið:
6. -- Rbd7 7. Rxc4 Dc7 8. g3 e5 9.
dxe5 Rxe5 10. Bf4 Rfd7 11. Bg2. f6
12.
0-0 Be6 13. Rxe5 fxe5 14. Be3 Bc5
15. Dcl Bxe3 16. Dxe3 með þægi-
legra tafli fyrir hvitan.
7. f3 Bb4
Svartur leikur stundum 7. - c5 í
stöðunni, t.d. 8. e4 cxd4 9. exf5 Rc6!
10. Rxc6 bxc6 11. fxe6 fxe6 12. De2
Bb4 13. Dxe6+ De7 14. Bxc4 dxc3
15. 0-0 Dxe6 16. Bxe6 með betra
tafli fyrir hvítan.
8. e4 Bxe4!? 9. fxe4 Rxe4 10. Bd2
Dxd4 11. Rxc4 Dxe4+ 12. De2
Bxd2+ 13. Kxd2 Dd5+ 14. Kc2 Ra6
15. Rxc4 b5
Allt hefur þetta sést margoft, en
15. leikur Margeirs er gamall, tví-
eggjaður leikur, sem skaut upp aft-
ur í skák á milli stórlaxanna Kramn-
ik og Shírov í Línares, snemma á
þessu ári. Öruggasta leiðin er 15. --
0-0 í þessari stöðu, sem hvítur getur
svarað með 16. De5 eða 16. Df3
o.s.frv.
16. axb5 Rb4+ 17. Kc3 cxb5 18.
Hdl bxc4!?
í fyrrnefndri skák varð framhald-
ið 18. - Dc5 19. De5 Rd5 20. Hxd5
b4+ 21. Kb3 Dxd5 22. Be2! 0-0 23.
Dxd5 exd5 24. Ra5 Hfe8 25. Bf3
Hac8 26. Hdl He3+ 27. Ka4 b3! 28.
Hxd5 með flókinni stöðu, sem hvít-
ur vann um síðir.
19. Hxd5 Rxd5+ 20. Kc2 -
Betra er talið að hafa kónginn
ekki á c-línunni heldur leika 20. Kd2
o.s.frv.
20. - 0-0
Svartur hefur aðeins hrók og þrjú
peð fyrir drottninguna, sem varla er
nægilegt lið. Möguleikar hans liggja
í tveim atriðum, hann á sóknarfæri
gegn berskjölduðum hvítum kóngi
og svo verður erfitt fyrir hvítan að
brjótast í gegn á kóngsvæng, eftir
að hvíta peðið á b-línunni hverfur af
borðinu.
21. De4 Hfc8 22. Be2 Hab8 23.
Hal Hb4 24. De5 Hb5 25. Kcl a5
26. Ha3 Hbc5 27. Hh3 c3 28. De4
Rf6 29. Da4 cxb2+ 30. Kxb2 He5
31. Ba6 Hd8 32. Dc2 g6?!
Tekur valdið af riddaranum á f6,
að því er virðist að óþörfu, og það
hefnir sín í næsta leik.
33. Ka3 Hd4??
Snubbóttur endir á harðri bar-
áttuskák. Nú eru of margir menn
hjá svörtum óvaldaðir, sem leiðir til
þess að riddarinn á f6 fellur. Svart-
ur hefði líklega átt að leika 33. -
Hdd5 og bíða átekta.
34. Df2! Hee4 35. Dxf6 Hf4 36.
De5 Ha4+ 37. Kb2 Hae4
og svartur gafst upp.
Daði Örn Jónsson
Bragi Kristjánsson
FRÉTTIR
Stúdentadag-
ur í Háskóla
Islands
FÖSTUDAGINN 15. september
fer fyrsti stúdentadagurinn fram
við Háskóla íslands. Gefið verður
frí frá kennslu eftir kl. 11.00 og þá
hefst margvísleg skemmtidagskrá
á háskólasvæðinu. Meginmarkmið
dagsins er að færa nemendur
hinna ólíku deilda saman og búa til
sameiginleg dag allra stúdenta, en
slíkan dag hefur vantað.
Fyrir framan Háskólann verður
skemmtidagskrá, í Aðalbyggingu
verður fyrirlestraröð frá deildun-*
um, Pétur Blöndal og Össur Skarp-
héðinsson alþingismenn segja sög-
ur frá stúdentsárum sínum og
nemendur munu reyna með sér í
margvíslegum greinum. Deginum
lýkur með dansleik um kvöldið.
Undirbúningur dagsins hefur
staðið frá því í apríl í samvinnu
Stúdentaráðs, nemendafélaganna
og háskólayfirvalda. Stefnt er að
því að Stúdentadagurinn verði ár-
legur viðburður sem markar upp-
haf að félagslífi vetrarins, segir í
fréttatilkynningunni.
Fyrirlestur um
skapandi lífsstil
JÓHANN Breiðfjörð flytur fyrir-
lestur um skapandi Ufsstíl í sal 101 í
Odda í Háskóla Islands klukkan átta
í kvöld. Meðal efnis á fyrirlestrinum
er eftirfarandi: Lykillinn að undir-
meðvitundinni. Hvernig er hægt að
auka afköst hugans? Hver er okkar
stærsta hindrun og mesti ótti? Ein-
faldar aðferðir til að auka sköpun og
velgengni á öllum sviðum. Hvernig
lítur sá töfraheimur út sem við get-
um stigið inn í?
í fréttatilkynningu kemur fram að
Jóhann Breiðfjörð hefur starfað sem
hönnuður og tæknilegur ráðgjafi hjá
Lego í fimm ár og nú séu sjö módel,
sem hann hefur hannað, til sölu í
leikfangabúðum um allan heim auk
fjölda nýrra kubba og framleiðslu-
lína.
■ HIÐ árlega áhugamannamót í
knattborðsleik (pool) verður haldið á
Rauða ljóninu fjögur kvöld.
Fyrst verður leikið sunnudaginn
24. september og úrslitin verða
sunnudagskvöldið 1. október. Leikir
hefjast öll kvöldin kl. 21:00. Veitt
verða þrenn aðalverðlaun auk auka-
vinninga. Mótsgjald er 1.500 kr. og
skráning er á staðnum.
KENNSLA
I [ 1_' I IIIIIIIIIIIIIÍfTiin t | n
Barna- og unglinga-
kórar Bústadakirkju
Innritun
Innritun í barna- og unglingakóra Bú-
staðakirkju fer fram í kirkjunni í dag, 14.
september, kl. 17—19.
Kóræfingar eru á eftirtöldum dög-
um:
Englakór fyrir 5—6 ára, mánudaga kl. 16.
Barnakór fyrir 7—9 ára, þriðjudaga kl. 16.
Bjöllukór, miðvikudaga kl. 17.
Stúlknakór fyrir 10 — 16 ára, þriðjudaga
kl. 17 og fimmtudaga kl. 16.30.
Kammerkór, fimmtudaga kl. 17.30.
Stjórnandi Jóhanna V. Þórhallsdóttir.
Námskeið í listmeðferð
Art therapy fyrir almenning og fagfólk verður
haldið laugardaginn 16. september kl. 10 — 18
á Grand Hótel. Kennarar eru tveir þekktir fræði-
menn á þessu sviði, dr. Janek Dubowski, frá
University of Hertfordshire,( Art Therapy) og
Richard Hougham, frá Central School of
Speech and Drama í London, (Movement
Drama Therapy).
Námskeiðið fer fram á ensku.
Skráning í síma 553 2070 og á netfangi:
unnur_listm@mmedia.is.
AT VINNUHÚSNÆÐI
Skrifstofuhúsnæði
Til leigu er skrifstofuhúsnæði í Bíldshöfða. Um
er að ræða herb. af ýmsum stærðum með
síma- og tölvulögnum. Malbikuð bílastæði.
Leigist í einu lagi eða smærri einingum. Sann-
gjörn leiga.
Agnar Gústafsson hrl.,
símar 551 2600 og 552 1750.
NAUÐUNGAR5ALA
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Gránugötu
6, Siglufirði, sem hér segir á eftirfarandi eignum:
Eyrargata 18, efri hæð, þingl. eig. Guðni Rafnsson, gerðarbeiðandi
sýslumaðurinn á Siglufirði, mánudaginn 18. september 2000 kl. 13.30. *
Eyrargata 20, neðri hæð, Siglufirði, þingl. eig. Magnús Kristinn
Ásmundsson, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður sjómanna, mánudaginn
18. september 2000 kl. 13.30.
Eyrargata 3, íbúð á 2. hæð, þingl. eig. Jónína Halldórsdóttir, gerðar-
beiðendur Ibúðalánasjóðurog Islandsbanki hf., útibú 563, mánudag-
inn 18. september 2000 kl. 13.30.
Hólavegur 10, neðri hæð og 1/2 lóð, þingl. eig. Db. Björns V. Jónsson-
ar, gerðarbeiðandi Dánarbú Björns Valbergs Jónssonar, mánudaginn
18. september 2000 kl. 13.30.
Lindargata 5, Siglufirði, þingl. eig. Sigurður Fanndal, gerðarbeiðendur
Húsasmiðjan hf. og íslandsbanki hf., útibú 563, mánudaginn 18. sept-
ember 2000 kl. 13.30.
Sýslumaðurinn á Siglufirði,
11. september 2000.
Björn Rögnvaldsson.