Morgunblaðið - 14.09.2000, Síða 69
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBBR 2000 69
ÍDAG
BRÚÐKAUP. Gefln voru
saman 24. júní sl. í Skarðs-
kirkju í Landssveit af sr.
Sigurði Sigui'ðarsyni,
vígslubiskupi Ólöf Rún
Tryggvadóttir og Jón
Garðar Sigurjónsson.
Ljósmynd/Nína
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 24. júní sl. í Bessa-
staðakirkju af sr. Gísla Jón-
assyni Þorbjörg Róberts-
dóttir og Páll Viðar
Jónsson.
BRIPS
Umsjón: (>uðmuiidiii- Páll
Arnarson
í GÆR sáum við hvemig
Pólverjar náðu 10 IMPa
forystu í úrslitaleiknum í
spili 122 af 128, en ítalir
náðu 7 IMPum til baka í
næsta spili. Þar munaði
mestu um fyrstu ákvörðun
suðurs - Pólverjinn Jas-
sem ákvað að opna á
þriggja laufa hindrun, en
Versace mat spilin of sterk
til þess og vakti rólega á
einu lauíi.
Suður gefrn-; enginn á
hættu.
Norður
♦ G1085
¥ D1083
♦ Q3
+ AK4
Vestur Austur
*ÁK9 *76432
♦ÁKG754 *2
♦ 542 ♦K10986
+7 +106
Suður
+D
¥96
♦ ÁD7
+DG98532
Opinn salur:
Vestur Norður Austur Suður
Duboin Tuszynsk Bocchi Jassem
- _ - 3lauf
3 hjörlu Pass Pass Pass
Eftir hvassa byrjun suðurs
koðna sagnii- niður í þrem-
ur hjörtum. Vörnin var á
tánum og tók sína sex slagi:
tvo á tromp, tvo á tígul og
einn á hvom svarta litinn.
En 100 var of lítið upp í
geimið, sem ítalir tóku á
hinu borðinu:
Lokaður salur:
Vestur Norður Austur Suður
Kwiecien Lauria Pszczola Vereace
_ _ _ llauf
ltyarta Dobl* Pass 2 lauf
2 hjörtu Pass 3grönd Pass Pass
Þetta er punktalétt
geim, en alveg borðleggj-
andi: 400 í NS og 7 IMPar
til ítala. Nú leiddu Pólveij-
ar með 3 IMPum, en það
breyttist strax í næsta spili,
sem við skoðum á morgun.
ÁRA afmæli. 1 dag,
fimmtudaginn 14.
september, verður 55 ára
Anna Vilhjálmsdóttir, söng-
kona, Fannafelli 12,
Reykjavík. Hún tekur á
móti ættingjum, vinum og
samstarfsfólki föstudaginn
15. september frá kl. 21 í
Næturgalanum, Smiðjuvegi
14, Kópavogi.
SKAK
Uinsjóii llelgi Áss
Grótarsson
Hvítur á leik.
ÞÓ AÐ staðan bjóði ekki
upp á fléttu svo heitið geti
er hún athyglisverð engu
að síður fyrir það hvernig
riddari svarts fellur í val-
inn. Hvítt hafði Daninn
ÁRA afmæli. í dag,
fimmtudaginn 14.
september, verður fimmtug-
ur Sigurður Gunnar Ólafs-
son, Hamragarði 10, Kefla-
vík. Eiginkona hans er Lilja
Björk Sigurðardóttir. I til-
efni afmælisins taka þau á
móti gestum í Félagsheimili
Karlakórs Keflavíkur að
Vesturbraut 17, Keflavík,
laugardaginn 16. september
frákl. 17-20.
Lars Schandorff (2520)
gegn Finnanum Aleksei
Holmsten (2383) í bráða-
banaeinvígi þein-a á Svæða-
móti Norðurlanda sem lýk-
ur í dag, 14. september.
45.Hd5! Hin nærtæka smá-
flétta 45.Dxe4, 46. Rg5+,
47. Rxe4, gengur ekki upp
sökum þess að riddari hvíts
verður leppur eftir
45...Dxe4! 45...Dg4 46.Rh2!
De6 47.He5 Da2 48.Hxe4
og svartur gafst upp.
Hinu bráðskemmtilega
Svæðamóti Norðurlanda
lýkur í dag, 14. september
kl. 13:00 í félagsheimili
Taflfélagsins Hellis,
Þönglabakka 1, Mjódd.
Tefldar verða atskákir um
röð efstu 6 sætanna. Nær
Hannes Hlífar efsta sæt-
inu? Áhorfendur eru vel-
komnir.
LJOÐABROT
KOMUM, TÍNUM BERIN BLÁ
Komum, tínum berin blá.
Bjart er norðurfjöllum á.
Svanir fljúga sunnan yfir heiði.
Hér er laut, og hér er skjól.
Hér er fagurt, - móti sól
gleðidrukkinn feginsfaðm ég breiði.
Sko, hvar litla lóan þaut,
langt í geiminn frjáls á braut.
Þröstur kveður þarna á grænum meiði.
Ertu að syngja um ástvin þínn,
elsku litli fuglinn minn,
eru nýir söngvar enn á seyði?
Þú ert ungur eins og ég,
elskar, þráir líkt og ég. -
Förum seinast sama veg,
syngjum, deyjum, þú og ég,
litli vin á lágum, grænum meiði,
langt uppi á heiði.
Guðmundur Guðmundsson.
GULLBRÚÐKAUP. í dag, fimmtudaginn 14. september,
eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Hulda Júlíana Sigurðar-
dóttir og Ari Magnús Kristjánsson, áður til heimilis að
Klettahrauni 4, Hafnarfirði, en nú búsett á Hrafnistu í Hafn-
arfirði.
STJ ÖRJVUSPA
eftir Frances Drake
MEYJAN
Pú ert úrræðagóður og
fylginn þér og átt einkar
gott með að setja mál þitt
fram á uppbyggilegan hátt.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Hlutirnir kunna oft að
virðast flóknari en þeir
eru. En það kostar tíma að
skilja kjarnann frá hisminu
og þann tíma þarftu að
gefa þér.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þér finnst þú ekki fá útrás
fyrir athafnaþörf þína.
Reyndu að finna þeirri til-
finningu heppilegan farveg
svo að þú getir notið þín.
Tvíburar .
(21. maí - 20. júní) VK
Hristu af þér slenið sem þú
hefur búið við. Það er
ástæðulaust að láta ein-
hverja smámuni skemma
fyrir sér.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Nú fer að rofa til og þú
sérð árangur erfiðis þíns
eins og þú átt skilið. Njóttu
hans og deildu með þínum
nánustu.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Silfurstigamót, tvímenningur,
hjá Bridsfélagi Reykjavíkur
Bridgefélag Reykjavíkur hefur
starfsemi sína spilaárið 2000-2001
með nýstárlegum hætti. Haldinn
verður tveggja daga silfurstigatví-
menningur tvo virka daga í röð,
þriðjudaginn 19. september og mið-
vikudaginn 20. september. Spilaðar
verða tvær lotur með Mitchell-fyrir-
komulagi, um það bil 27 spil hvorn
dag.
Veitt verða vegleg peningaverð-
laun fyrir besta samanlagðan árang-
ur báða dagana auk þess sem veitt
verða margvísleg aukaverðlaun.
Keppnisgjald er 2.000 kr. á spilara
fyi'ir báða dagana. Allir spilarar eru
velkomnir. Tekið er við skráningu
hjá BSÍ, s. 587-9360. Spilarar eru
minntir á að þvi miður er ekki hægt
að skrá sig til spilamennsku aðeins
annan daginn en ef um forföll er að
ræða má notast við varamann.
Bridsfélag Hreyfils
Vetrarstarf félagsins hófst mánu-
daginn 11. sept. spilaður var eins
kvölds tvímenningur. 15 pör mættu
til leiks og varð lokastaðan þessi,
Gísli Tiyggvas. - Leifur Kristjánss. 193
Rúnar Gunnarss. - Gísli Steingrímss. 189
Heimir Tryggvas. - Ami Már Björnss. 183
Róbert Geirss. - Valdimar Elíass. 183
Skafti Björnss. - Jón Sigtryggss. 181
Ámi Halldórss. - Þorsteinn Sigurðss. 181
Áki Ingvarss. - Magni Ólafss. 181
Næsta mánudag verður aftur
eins kvölds tvímenningur, spila-
mennska hefst 19.30.
Hausttvímenningur félagsins
hefst 25. september og stendur í
þrjú kvöld. Að honum loknum eða
16. október hefst aðalsveitakeppni
félagsins sem stendur í sex kvöld
og að henni lokinni eða 27. nóvem-
ber hefst meistaratvímenningur
vetrarins. Spilað verður í tvö kvöld
í meistaratvímenningnum fyrir
áramót og hafist handa á ný 8. jan-
úar og spilað í þrjú kvöld. 11. des-
ember verður jólarúberta og verð-
launaafhending.
Bridsfélag Kópavogs
Fimmtudaginn 14. sept. hefst
vetrarstarfið að nýju. Við hefjum
leikinn með eins kvölds tvímenningi.
Við hvetjum alla okkar „gömlu“
spilara til að mæta og hvetjum aðra
áhugamenn að koma og spila með
okkur í vetur. Spilað er í Þinghól á
Álfhólsvegi í Kópavogi og hefst
spilamennska kl. 19.45
Tilboðs-
barnamyndatökur
í september
margir möguleikar Wr '
frá kr. 5.000
Ljósmyndastofan Mynd, simi 565 4207.
Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst) ÍW
Það eru gerðar miklar
kröfur til þín jafnvel svq að
þér finnst nóg um. Yttu
þeirri tilfinningu frá þér
því þú getur vel staðið und-
ir væntingunum.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.) <B&
\\Þér finnast hlutirnir ger-
ast full hratt í kringum þig.
Reyndu að ná tökum á
þeim því þú ert alveg mað-
ur til þess að leysa þín mál.
Vog m
(23. sept. - 22. okt.)
Þú hefur þurft að taka á
honum stóra þínum til þess
að ráða fram úr hlutunum.
Nú er sú törn á enda og
komið að því að þú njótir
næðis um stund.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þér finnst eins og einhverj-
ir vilji leggja stein í götu
þína. Farðu þér hægt því
tíminn vinnur með þér og
ryður öllum hindrunum úr
vegi.
Bogmaður m ^
(22. nóv. - 21. des.) ifcCí
Mundu að oft er skammt á
milli hláturs og gráturs.
Gerðu þér far um að kynna
þér alla málavexti áður en
þú kveður upp þinn dóm.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar) éSt
Þú þarft að vinna í því að
ná tökum á tilfinningum
þínum. Dugnaður þinn skil-
ar þér vel áfram og það er
þægileg tilfinning sem þú
skalt njóta.
Vatnsberi , «
(20. jan. -18. febr.) SS®
Þú lætur umhverfið stjórna
skapi þínu um of. Brynjaðu
þig gegn utanaðkomandi
áhrifum og taktu málin í
þínar hendur.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Það er eins og þú sért að
missa tökin á hlutunum svo
þú þarft að taka þig á því
það er engin ástæða til
annars en að þú hafir allt á
hreinu.
Stjömuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á tra ustum
grunni vísindategra staðreynda.
Rýmum fyrir nýjum vörum, aðeins í nokkra daga.
Brjóstohaldaror óður fró kr. 3.980-4.580
nú frá kr. 900-1.990
Nærbuxur áðurkr. 1.990
nú frá kr. 500-990
V
Ótal fleiri tilboð
Einstakt tækifæri.
b&ogÞií
JfSS
Ólafur Þór Ólafsson
leiðbeinandi
Kynningarfundur
sjálfsrækt og markmiðasetning
*Þú getur gert, átt eða verið það sem þú vilt
Taktu fram pensil ímyndunaraflsins og
málaðu meistaraverk á striga lífs þíns.
Þú ert sérstaklega boðin/n á kynningarfund á sjálfs-
ræktarnámskeiðum MARKmiðlunar, kaffi og umræður.
I kvöld fimmtudag 14. sept. kl. 20.30 á Hótel Loftleiðum.
Árangursrík og skemmtileg námskeið um sjálfsrækt, samskipti og markmið.
www.markmidlun.is
- markmidlun@markmidlun.is
S.553 5522
IWARKmötíf!
Teg. Chilly box 1 759
Litur: Svartur
Stærðir: 24-34
Verð 2.995
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS
1 [Nýyersfdn]
oppskórinnfoppskórinn
VELTUSUNDI V/INGÓLFST0RG XsUÐURLANDSBRAUT 54
SÍMI 552 1212
(BLÁA HÚSIÐ Á MÓTI SUBWAY)|
SlMI 533 3109