Morgunblaðið - 14.09.2000, Page 71

Morgunblaðið - 14.09.2000, Page 71
MORGÚNBLAÐIÐ FIMMTUÐAG'ÚR 14. SEPTEMBER'2000 71 --------------------------------^ Keanu Reeves ósáttur við The Watcher 4 FÓLK í FRÉTTUM N arraður í aðalhlutverk TOPPSÆTI banda- ríska kvikmyndalist- ans nægir ekki til að lægja öldur reiðinnar hjá Keanu Reeves sem segist hafa verið plataður til að taka að sér aðalhlutverkið í The Watcher. Sagan hófst þegar Joe Charbanic, leikstjóri Vaktmannsins, bað Keanu að lesa yfir handrit að lítilli rað- morðingjamynd þar sem hann hafði Keanu í huga morðingjans. Hlutverkinu var lýst sem agnarsmáu og lít- ilvægu gestahlutverki sem væri lítið mál að Ijúka á einni helgi eða svo. Piltur tók að sér verkið án þess að hafa grænan grun um að Charbanic hefðu önn- ur og öllu stærri áform í huga. Litla sjálfstæða kvikmynd- in fór að stækka og stækka uns úr varð rándýr stúdíómynd og hlutverk Keanu blés út í leiðinni þar til hin lítil- mótlega gestarulla umbreyttist í sjálft aðalhlutverkið. Sagan seg- ir að Keanu hafi þá ætlað að stinga af frá öllu saman í miklu fússi en lögfræðingar hans náðu með ógnvekjandi sögum af yfir- vofandi lögsóknum að róa dreng- Reuters Ha, ég fúll? inn. Til að friða alla aðstandend- ur var undirritaður samningur þess eðlis að Universal-kvik- myndaverið myndi ekki nota nafn Keanu til kynningar á myndinni og Keanu þá á móti steinþegja um óánægju sína á al- mannafæri. ■ ÁLAFOSS FÖT BEST, Mosfells- bæ: Laugardagskvöld: diskórokk- tekið og plötusnúðurinn D J. Skugga Baldur leikur frá kl. 23. ■ ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Dansleik- ur með Caprí-tríó sunnudagskvöld kl. 20 til 1. ■ BREIÐIN, Akranesi: Hljómsveit- in Á móti sól leikur laugardags- kvöld. ■ CAFÉ AMSTERDAM: Geir Olafs- son og Furstarnir leika fimmtu- dagskvöld til 1. Norðlensku piltarn- ir í Byltingu spila föstudags- og laugardagskvöld. Þeir eru löngu orðnir þekktir fyrir mikla gleði og skemmtilegheit. ■ CAFÉ MÍLANÓ: Myndlistarsýn- ing Hólmfríðar Dóru Sigurðardótt- ur sunnudagskvöld kl. 13. Á sýning- unni eru 18 verk, olíumálverk og pastel. ■ CAFÉ ROMANCE: Lifandi tónlist öll kvöld. Enski píanóleikarinn og söngvarinn Miles Dowley skemmtir gestum á Café Romance og Café Operu alla daga nema mánudaga frá kl 20-1 virka daga og 21-3 um helgar. ■ CATALINA, Hamraborg: Hljóm- sveitin Bara 2 leikur föstudags- og laugardagskvöld. ■ EGILSBÚÐ, Neskaupstað: Stúk- an opin til kl. 3 föstudagskvöld. Trúbadorinn Ingvar Valgeirs sem margir hafa séð í Hausverk um helgar spilar á laugardagskvöld. Ókeypis inn fyrir miðnætti og 500 kr. inn eftir það. ■ ENN EINN BAR, Keflavík: Blusejam í kvöld, hljómsveitin Centaur. ■ FÉLAGSHEIMILIÐ BIFRÖST: Hljómsveitin Buttercup spilar á vertíðarlokum Tindastóls laugar- dagskvöld. 16 ára aldurstakmark. ■ FÉLAGSHEIMILIÐ FLÚÐUM: Hljómsveitin Buttercup spilar föstudagskvöld. ■ FJÖRUKRÁIN: Fjaran: Jón Möll- er leikur fyrir matargesti. Fjöru- garðurinn: Dansleikur á föstudags- og laugardagskvöld, stórhljómsveit- in Taxi frá Færeyjum leikur fyrir dansi. ■ GAUKUR Á STÖNG: Land og synir léika á nýjum og breyttum Gauki á Stöng fimmtudags- og fóstudagskvöld. 80’s stemmning laugardagskvöld. Hljómsveitin Út- ópía sunnudagskvöld. ■ GRANDHOTEL REYKJAVÍK: Tónlistarmaðurinn Gunnar Páll leikur og syngur öll fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld. kl. 19:15 til 23. Gunnar leikur hugljúfa og rómantíska tónlist. Allir vel- komnir. ■ GULLÖLDIN: Svensen og Hall- funken spila til kl. 3 föstudags og laugardagskvöld. ■ HELLUBÍÓ HELLU: Hljómsveit- in Spútnik laugardagskvöld. ■ INGHÓLL SELFOSSI: Laugar- dagskvöld: hljómsveitin Sixties. ■ KAFFI NAUTHÓLL: Berglind Björk og Pálmi Sigurhjartarson leika af fingrum fram föstudags- kvöld kl. 22 til 24. ■ KAFFISETRIÐ: Dúettinn Kol- beinn og Sævar sjá um lifandi tón- list á ljúfum nótum íyrir matargesti frá kl. 20 föstudags- og laugardags- kvöld. ■ KRINGLUKRÁIN: Ari Jónsson og Úlfar Sigmarsson leika fimmtu- dagskvöld kl. 22 til 1. Ari Jónsson og Úlfar Sigmarsson leika föstu- dags- og laugardagskvöld kl. 23 til 3. ■ LIONSSALURINN, Kópavogi, Auðbrekku 25: Áhugahópur um línudans með dansæfingu fimmtudagskvöld kl. 23:30 til 23:30. Elsa sér um tónlistina. ■ LUNDINN, Vestmannaeyjum: Nýja tríóið VOX spilar fimmtudags- kvöld kl. 21. VOX skipa þau Ruth Reginalds, Eyjólfur Kristjánsson og Ingi Gunnar Jóhannsson. ■ NAUSTIÐ: Liz Gammon Ieikur fyrir matargesti kl. 22 til 3. Naustið er opið alla daga frá kl. 18. ■ NJÁLSSTOFA, Smiðjuvegi 6: Njáll spilar létta tónlist föstudags- og laugardagskvöld kl. 24 til 6. ■ NÆSTI BAR: Söngkonan Regína Osk kemur fram ásamt félaga sín- um miðvikudagskvöld kl. 22. Frítt inn. Hljómsveitin Hafrót verður í banastuði á Players- Sport Bar í Kópavogi um helgina. ■ NÆTURGALINN: Hilmar Sverr- isson og Anna Vilhjálms föstudags- kvöld. Frítt inn til 23:30. Hilmar Sverrisson og Anna Vilhjálms laug- ardagskvöld kl. 22. ■ PLAYERS-SPORT BAR, Kopa-^ vogi: Hljómsveitin Hafrót leikur föstudags- og laugardagskvöld. ■ RAUÐA LJONIÐ: Stórsveit Knattspyrnufélags Reykjavíkur (5 á j Richter) heldur uppi stuðinu föstu- dags- og laugardagskvöld. ■ SJALLINN, Akureyri: Skítamór- ' all spilar laugardagskvöld. Með í för < verður fjöllistahópurinn Bússí bei. ■ SJALLINN, Isafirði: Sóldögg spilar laugardagskvöld. ■ SPOTLIGHT: Dj Alli með House of Trance tónlist alla helgina ■ STAPINN: Hljómsveitin Greif- arnir leikur laugárdagskvöld. ■ VÍKIN, Höfn: Hljómsveitin Papái' spilar laugardagskvöld. FráAtilO

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.