Morgunblaðið - 14.09.2000, Síða 80
Síðan 1972
Leitið tilboða!
Traust,
íslenska
murvoru:
!■ steinpi
MORGUNBLAÐIÐ, KRlNGLUNNll, 103REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJlSMBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1
FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Lífeyris-
sjóðir
herða
innheimtu-
aðgerðir
Á NÆSTUNNI munu lífeyrissjóðim-
ir í landinu senda tilkynningu þeim
einstaklingum sem ekki hafa sldlað ið-
gjaldi vegna tekna ársins 1999. Þar
verður farið fram á að lögboðnu ið-
gjaldi verði skilað til sjóðanna.
Samkvæmt nýjum lögum um skyld-
utryggingu lífeyrissjóða, sem tóku
gildi á árinu 1998, ber öllum einstakl-
ingum á aldrinum 16-70 ára að greiða
iðgjald í lífeyrissjóð af þeim tekjum
C‘-Tfem þeir hafa. Greiðsluskyldan kom
raunar inn í lögin árið 1981, en í nýju
lögunum var eftirlit með greiðslum
aukið.
Ástæðan fyrir því að eftirlit með
greiðsluskyldunni var hert var m.a. sú
að talið er að talsvert hafi verið um að
verktakar og sjálfstætt starfandi ein-
staklingar skiluðu ekki lífeyrisiðgjaldi.
Samkvæmt 6. grein laganna eiga þeii’
sem hvergi greiða í lífeyrissjóð eða til-
greina engan lífeyrissjóð að greiða í
Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda. Sigur-
. bjöm Sigurbjömsson, framkvæmda-
^stjóri Söfnunarlífeyrissjóðsins, sagði
að í nokkur ár hefðu upplýsingar frá lí-
feyrissjóðum um greiðslur iðgjalda
verið samkeyrðar við upplýsingar frá
ríkisskattstjóra um skattgreiðslur
einstaklinga.
„Nú er farið að nota þessar upp;
lýsingar til að innheimta iðgjöld. I
fyrra sendi ríkisskattstjóri bréf til ein-
staklinga sem ekki höfðu skilað rétt-
um iðgjöldum. Það komu upp ákveðin
tæknileg vandamál sem leiddu til þess
að formleg innheimta vegna tekna ár-
sins 1998 er ekki hafln. Það verður far-
ið í að innheimta ógreidd iðgjöld
vegna ársins 1999 núna á næstunni,“
sagði Sigurbjöm.
Sigurbjöm sagði að þau bréf sem
-rQdsskattstjóri sendi út í fyrrahaust
vegna ársins 1998 hefðu skilað þeim
árangri að um 30-40% þeirra sem
fengu bréf hefðu komið málum sínum í
lag. Hann sagði að í einhverjum tilvik-
um væri um það að ræða að sjóðimir
hefðu ekki bókað iðgjöld með réttum
hætti. Málum þeirra sem enn ættu eft-
ir að gera upp sín mál fyrir árið 1998
yrði fylgt eftir á næstunni.
Sigurbjöm sagði að upphæðir væra
mjög mismunandi. Sumir hefðu ekki
skilað iðgjaldi af hluta tekna, en aðrir
hefðu ekki greitt neitt. Hann sagði að
sjóðimir myndu reyna að innheimta
iðgjöldin með þeim ráðum sem menn
hefðu. Sigurbjöm sagði að þessi mál
vörðuðu alla lífeyrissjóði í landinu.
Uinstaklingar sem hefðu greitt eitt-
Tivað í tiltekinn lífeyrissjóð fengju til-
kynningu frá honum. Söfnunarlíf-
eyrissjóðurinn innheimti í samræmi
við gildandi lög hjá þeim sem hvergi
væra skráðir.
Ferðaþjónustan hugi
betur að tryggingum
FYRIRTÆKI í ferðaþjónustu á
Islandi huga ekki nægjanlega vel
að tryggingamálum sínum og
gætu átt á hættu að þurfa að
greiða háar skaðabætur til er-
lendra ferðamanna. Þetta er með-
al þess sem kom fram á ráðstefnu
um slys í ferðaþjónustu sem Sam-
tök ferðaþjónustunnar, SAF,
stóðu fyrir í gær. Til ráðstefnunn-
ar var boðað vegna hinna fjöl-
mörgu slysa sem orðið hafa á
ferðamönnum í sumar.
Erna Hauksdóttir, fram-
kvæmdastjóri SAF, telur ekki að
slysin muni draga úr aðsókn er-
lendra ferðamanna. Það sé hins-
vegar brýnt að fyrirtæki sem
skipuleggi ferðir um landið geri
sér grein fyrir því að þau kunni
að verða dregin til ábyrgðar fyrir
slys á ferðamönnum sem ferðast á
þeirra vegum. Engu skiptir þó
slysið verði í ferð á vegum annars
fyrirtækis, t.d. í rútuferð. Ferða-
skrifstofan sem skipuleggi ferðina
teljist ábyrg samkv. lögum um al-
ferðir. Erna segir því afar mikil-
vægt að ferðaskrifstofur gangi úr
skugga um að þjónustufyrirtæki
sem þau skipta við séu vel tryggð.
Guðmundur Sigurðsson, lög-
fræðingur hjá Tryggingamiðstöð-
inni, sagði að ferðaþjónustufyrir-
tæki á íslandi yrðu að taka
tryggingamál sín til rækilegrar
endurskoðunar. Þau gætu í raun
hrósað happi yfir því að hafa til
þessa sloppið við háar skaðabóta-
kröfur. Hann benti á að samkv.
tilskipun frá Evrópusambandinu
geta ferðamenn frá aðildarlönd-
um þess sótt skaðabótamál á
hendur íslenskum fyrirtækjum á
grundvelli laga í heimalandi sínu
verði þeir fyrir slysi hér á landi.
Skaðabótalög í löndum ESB eru
mjög mismunandi en ferðaþjón-
ustufyrirtæki hér á landi gæti
jafnvel orðið bótaskylt fyrir lækn-
iskostnaði ferðamanns sem slas-
ast hér á landi.
Guðmundur segir ekki mögu-
legt fyrir ferðaþjónustufyrirtæki
að semja sig frá þessari tilskipun
ESB og það væri í raun alls ekki
víst að þau gætu tryggt sig fyrir
slíku.
Tryggingaskilmálar hér á landi
fælu í sér að bætur væru greidd-
ar sem hefðu verið dæmdar
samkv. íslenskum lögum. Því
gætu ferðaskrifstofur sjálfar
þurft að greiða skaðabætur sem
væru dæmdar samkv. erlendum
lögum. Hægt væri að koma í veg
fyrir að ferðamenn frá löndum ut-
an ESB gætu beitt fyrir sig lög-
um síns heimalands, en ferða-
þjónustufyrirtækin yrðu þá að
geta þess í sölusamningum.
Morgunblaðið/Þorkell
Nýr Goðafoss til
ANNAÐ af tveimur nýjum syst-
urskipum Eimskipafélagsins,
Goðafoss, kom til landsins í fyrra-
kvöld. Hitt systurskipið, Detti-
foss, er væntanlegt til landsins í
lok október.
Skipin voru smíðuð í Dan-
mörku fyrir fimm árum og kosta
saman 3,5 milljarða króna. Þetta
eru stærstu og fullkomnustu skip
sem Eimskip hefur verið með í
rekstri. Burðargeta þeirra er
1.457 gámaeiningar og leysa þau
fjögur skip af hólmi, þar af þrjú
leiguskip.
Hörður Sigurgestsson, forstjóri
Eimskips, segir að markvisst hafi
verið unnið að því að auka hag-
kvæmni í flutningakerfi félagsins
með stærri skipum á síðustu
tveimur áratugum. Sú hagræðing
sé liður í því að lækka flutnings-
gjöld en þau hafi lækkað að raun-
virði um 50% á síðasta áratug.
Hann segir að með nýju skip-
unum breytist siglingaáætlunin
til Evrópu, en áætlun í Ameríku-
siglingum og strandsiglingum
haldist óbreytt. Nýju skipin tvö
muni sigla þá leið sem kallast
Norðurleið en fjögur skip hafi
sinnt þeirri leið áður.
■ Aukin hagræðing/D2
heimahafnar
Engdbert Engilbertsson, skipstjóri Goðafoss, til vinstri og
Gunnar Ólafsson yfirvélstjóri.
Hinn nýi Goðafoss Eimskipafélagsins í Sundahöfn í gær.
Bjargað
af þaki bfls
í Skyndi-
dalsá
MAÐUR á fjallabíl af gerðinni
Unimog komst í hann krappan
þegar hann lenti úti í Skyndi-
dalsá skammt frá Lónsöræf-
um um níuleytið í gærmorgun.
Betur fór þó en á horfðist og
slapp maðurinn ómeiddur.
Bj örgunarsveitarmönnum
frá Höfn, sem komu mannin-
um til aðstoðar, tókst að ná
bílnum úr ánni er leið á dag-
inn. Flytja átti bílinn til
Reykjavíkur í gærkvöldi.
Vegurinn þarna er allgóður,
að sögn björgunarsveitar-
manna á Höfn, en engin brú
er hins vegar yfir ána og verð-
ur vegurinn því ófær í miklum
vatnavöxtum. Mun áin hafa
verið í miklum vexti í gær eft-
ir rigningar undanliðna nótt.
Maðurinn, sem var einn á
ferð, hafði hugsað sér að fara
norður yfir ána en síðan hætt
við. Rann bíllinn þá út í ána
en bílstjórinn komst upp á
þak og hann sakaði ekki. Bíll-
inn er nokkuð skemmdur.