Morgunblaðið - 20.09.2000, Page 6

Morgunblaðið - 20.09.2000, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2000 FRETTIR MORGUNB LAÐIÐ Fjölskyldan í Borgarkoti á Skeiðum sér fyrir endann á bið eftir húsnæði Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Svefnstaður fjölskyldunnar í Borgarkoti, flatsæng, í gámnum á hlaðinu. Ann Winter við gröfuna á hlaðinu þar sem undirstöður nýja hússins eru. Fegin að losna úr næturgámunum Selfossi. Morgunblaðið. BYRJAÐ var í gær að grafa fyrir undirstöðum undir bráðabirgða- húsnæði fjölskyldunnar í Borgar- koti á Skeiðum sem hefur haft tvo íbúðargáma sem svefnstað eftir sólstöðujarðskjálftann í sum- ar. „Það var ansi kalt í morgun að fara úr gámnum og yfir í hús- ið,“ sagði Ann Winter sem er barnshafandi og býr í Borgarkoti ásamt þremur börnum sínum. Hún segist horfa björtum augum fram á við nú þegar sér fyrir endann á biðinni eftir húsnæði og úrbótum en hún gerir ráð fyrir að flytja í 75 fermetra kanadískt, innflutt hús um miðjan október. Hún sagðist fegin að sjá fram á að losna úr gámnum þar sem fjöl- skyldan hefði sofið, það væri erf- itt að nota hann til lengdar. íbúðarhúsið í Borgarkoti skemmdist illa í jarðskjálftanum og þörf er á verulegum endur- bótum og styrkingum. „Mér þykir vænt um þetta hús,“ sagði Ann Winter og ennfremur að hún gerði ráð fyrir að hægt yrði að hefjast handa við endurbætur strax og þau hefðu flutt yfir í nýja húsið sem sett verður niður á hlaðinu í Borgarkoti. Hún sagð- ist gera ráð fyrir að endur- bæturnar á gamla húsinu tækju um tvo mánuði, það yrði styrkt eftir ráðgjöf frá verkfræðingum og lagað. Hún sagði að mat á tjóninu næmi 4,5 milljónum en hún ætlar að láta fara aftur yfir matið þar sem henni hefði verið bent á að láta gera það. Ann Winter, sem er finnsk að uppruna, sagðist hafa fengið boð um aðstoð og góðar kveðjur frá fjölda fólks frá því jarðskjálftarn- ir dundu yfir, meðal annars frá finnska sendiherranum. Og nú þegar málin væru komin á hreyf- ingu horfði allt betur við og fjöl- skyldunni liði betur. 80-90 manns sýktir af salmonellu og búist við að tilfellum fjölgi 16 manns lagðir inn vegna sýkingarinnar Bresk heilbrigðisyfírvöld fylgjast grannt með rannsðkn á upptökunum hérlendis TÍU manns hafa verið lagðir inn á Landspítala - háskólasjúkrahús í Fossvogi og sex á Landspítala - há- skólasjúkrahús við Hringbraut til lengri dvalar og auk þess hafa fjöl- margir verið undir eftirliti yfir nótt á spítölunum vegna salmonellusýk- ingar. Von er á niðurstöðum á rann- sókn á jöklasalati í dag sem grunur beinist að í tengslum við salmonellu- sýkinguna sem nú hefur lagst á um 80-90 manns. Haraldur Briem sótt- varnalæknir kveðst eiga von á því að íleiri tilfelli bætist við út alla vikuna og jafnvel lengur. í máli Haraldar kemur fram að grunur beinist einn- ig að salati í Bretlandi þar sem salmonellusýking geisar, af svipuðu tagi og komið hefur upp hér á landi. Haraldur segir að bresk heilbrigðis- yfirvöld fylgist grannt með niður- stöðum rannsókna á upptökum sýk- ingarinnar hér á landi. Dole Fresh Vegetables, framleið- andi jöklasalats sem selt er m.a. hér á landi, ákvað strax að dreifa ekki meira jöklasalati úr uppskeru sem barst hingað til lands. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Dole. Þar segir að íslenskir fjölmiðlar hafi undanfarna daga flutt fréttir um að verið sé að rannsaka hvort salmonellusýking sé í jöklasalati frá Dole Fresh Vegetables sem selt hafi verið til Islands. Engar skýrslur hafi hins vegar borist enn frá heilsu- gæsluyfirvöldum á íslandi um rann- sóknir í þessa veru. I fréttatilkynningunni segir að innan við 2.000 kálhausar hafi verið sendir til íslands úr 2,4 milljóna kál- hausa uppskeru. Hvergi annars staðar hafi borið á kvörtunum um sjúkdóma sem tengjast jöklasalati frá Dole. Fyrirtækið ráðleggur ís- lenskum neytendum sem kynnu að hafa áhyggjur af jöklasalati sem þeir hafa undir höndum að skila því í verslunina þar sem það var keypt og fá það endurgreitt að fullu eða end- urbætt með nýrri framleiðslu. Spurningum neytenda um þetta mál svarar Dole með rafpósti á vefsíð- unni www.dole.com. Grunur beinist að samlokum Haraldur Briem segir að salmon- ellusýkingin sé að mestu leyti bund- in við höfuðborgarsvæðið en þó hafi nokkrir einstaklingar á Suðurlandi veikst sem ekki hafa haft tengsl við höfuðborgarsvæðið og einnig nokkr- ir Akureyringar sem þó voru stadd- ir á höfuðborgarsvæðinu. Haraldur segir að jöklasalatinu sé dreift víða um land. Hann segir að grunur bein- ist einnig að samlokum þar sem salatið er að finna sem seldar eru á bensínstöðvum og söluturnum út um allt land. Margir hafi þá sögu að segja að þeir hafi neytt samloku en einnig eru dæmi um einstaklinga sem hafa veikst sem hafa greint frá neyslu á jöklasalati í heimahúsum. Um þá fullyrðingu sem kemur fram í fréttatilkynningu Dole að hvergi hafi verið kvartað undan sjúkdómum vegna jöklasalatsins nema á Islandi, segir Haraldur: „Það er ekki víst að menn átti sig á því að sjúkdóma sem eru í gangi megi rekja að því. Það er stór far- aldur í Bretlandi og þeir hafa ekki hugmynd um hvaðan þetta kemur. Þeir hafa þó ákveðnar grunsemdir um að þetta geti verið salat en hafa átt í miklum erfiðleikum að rekja þetta. Þótt Bretar hafi ekki fengið mikið fleiri tilfelli en við líta þeir málið mjog alvarlegum augum. Þeir fylgjast grannt með útkomunni hér á landi. Það er því sterkt að orði komist að sjúkdómurinn hafi hvergi annars staðar greinst því það vita þeir ekkert um,“ sagði Haraldur. Engir alvarlegir kvillar komið upp Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær hefur salmonellusýk- ing í Bretlandi dregið táning til dauða og 249 manns veikst. Har- aldur segir að bakteríur geti komist út í blóðrásina og þá myndist mikið hættuástand með hættu á blóð- þrýstingsfalli, útsáningu í önnur líf- færi, beinasýkingum, sýkingum í hjarta og heila. „Það er vitað að ör- lítill hluti þeirra sem veikjast fá svona alvarleg einkenni,“ segir Haraldur. Magnús Gottfreðsson, læknir á Landspítala - háskólasjúkrahúsi, segir að nokkuð margir hafi komið á bráðamóttöku spítalans og þurft að liggja yfir nótt. Þá hafi líklega um sex manns þurft að liggja í lengri tíma á spítalanum vegna salm- onellusýkingar. Hann segir að enn sem komið er hafi engir alvarlegir kvillar komið upp í tengslum við sýkingarnar. „Stundum koma fylgi- kvillarnir ekki fram strax og stund- um ekki fyrr en eftir að niðurgang- urinn er genginn um garð. Mér er því ekki kunnugt um neina af þess- um svæsnu fylgikvillum þegar sýk- ingin berst í blóð, liði eða bein. Það hef ég ekki séð í þessum faraldri. í langflestum tilvikum hristir fólk þetta af sér með tímanum sem er sæmilega hraust og er ekki að taka mikið af lyfjum. Það eru helst þeir sem eru veikburða fyrir og eru á lyfjum sem eiga erfiðara með að takast á við það aukaálag sem fylgir svona mikilli sýkingu. Sjúklingarnir eru flestir ungt fólk sem mestan- partinn hefur smitast á skyndibita- stöðum. Það er greinilegt að það er talsvert lágur aldur þar meðal við- skiptavina. Yfirleitt eru þetta því það hraustir einstaklingar sem eru að sýkjast að vonandi verða þeir ekki fyrir neinum varanlegum skaða,“ sagði Magnús. Söludeild í Fomalundi flokks vöru. Kynntu þér Brciðhafða 3 • Símí 585 5050 sérstöðu okkar á www.bmvalla.is www.bmvaila.is Lára Margrét Ragnars- dóttir í Tsjetsjníu Almenning- ur þrýstir á stjórnvöld LÁRA Margrét Ragnarsdóttir al- þingismaður er þessa dagana á ferð um Rússland ásamt sendinefnd Evrópuráðsþings- ins til að ræða við þarlend stjórnvöld og afla gagna um ástand mannrétt- indamála. Gögnin verða svo lögð fýrir haustþing ráðsins í Strassborg í næstu viku. Lára Margrét fór einmitt svipaða ferð í mars sl. á þessar slóðir. I gær kom hún til Moskvu eftir ferð um norðurhluta Tsjetsjníu, þar sem átökin hafa reyndar verið minnst. Skoðaði sendi- nefndin aðstæður í flóttamannabúð- um á svæðinu og sagði Lára Margrét í samtali við Morgunblaðið að að- stæður þar hefðu verið svipaðar og í fyrri ferðinni. Lára Margrét sagði að sérlegur fulltrúi Pútíns í málefnum Tsjetsjníu, Kalomanov, væri áhugasamur um að ná saman öllum upplýsingum um þá sem væru horfnir eftir átökin. „Þeir hafa náð 800 nöfnum yfir horfna einstaklinga á sinni skýrslu en það er auðvitað langt í land. Vinnan er að komast af stað og maður er að vona að fylgt sé eftir þeim vilja sem við finnum hjá þingmönnum og em- bættismönnum hér í Moskvu,“ sagði Lára Margrét. Varðandi þiýstinginn sem Evrópu- ráðsþingið hefur beitt Rússa um um- bætur í Tsjetsjníu sagði Lára Mar- grét viðbrögð yfirvalda vera misjöfn. Álmenningur fylgdist hins vegar vel með og veitti stjórnvöldum aðhald. „Við vonum að eitthvað sé verið að gera í málum. Við erum að lifa merki- lega tíma hér og Rússamir segja það sjálfir. Gjörbylting í hugsunarhætti á sér stað í átt til meira lýðræðis og op- innar umræðu. Ég finn mun á að- stæðum frá því í ferðinni í mars og það er gaman að taka þátt í verkefn- um sem okkur finnst að horfi til batn- aðar,“ sagði Lára Margrét. Yfirheyrslur í Dúmunni Lára Margrét mun ásamt sendi- nefndinni eiga fleiri fundi með ráða- mönnum í Moskvu í dag og á morgun. Á föstudag verður fulltrúi nefndar- innar svo viðstaddur yfirheyrslur í Dúmunni, rússneska þinginu, vegna átakanna í Tsjetsjníu. Að sögn Láru Margrétar er þetta í fyrsta sinn sem Dúman hefur yfirheyrslur sem þess- ar opnar öllum þingmönnum. Jafn- framt mun starfsmaður Evrópuráðs- ins fá tækifæri til að spyrja spuminga í yfirheyrslunum, sem taldar eru afar þýðingarmiklar. Lára Margrét sagði það t.d. áhugavert að heyra hvemig Rússar spyrðu sjálfa sig. Lára Margrét Ragnarsdóttir ---------------- Harður árekstur við Grindavík HARÐUR árekstur varð á Nesvegi við Grindavík um klukkan sjö í gærkvöld. Tveir bílar lentu saman með þeim afleiðingum að ökumaður annars bílsins, maður um áttrætt, slasaðist nokkuð og var hann fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Land- spítalans - háskólasjúkrahúss í Fossvogi, en samkvæmt upplýsing- um þaðan er hann ekki alvarlega slasaður. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu er ekki vitað nákvæmlega um tildrög slyssins, en aldraði maðurinn ók bíl sínum á röngum vegarhelm- ingi með fyrrgreindum afleiðingum. Báðir bílarnir vom óökufærir og vom þeir fluttir af slysstað með dráttarbifreið. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.