Morgunblaðið - 20.09.2000, Síða 10

Morgunblaðið - 20.09.2000, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skýrslutaka af ungum fórnarlömbum kynferðisbrota Morgunblaðið/Kristinn Páll Pétursson og Stílveig Pétursdóttir í herbergi í Barnahúsi sem ætlað er til skýrslutöku. Við hlið Páls er Birkir Jón Jtínsson, aðstoðarmaður hans. Tillagna að vænta á næstu dögum SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála- ráðherra og Páll Pétursson félags- málaráðherra stefna að því að kynna á næstu dögum tillögur um hvernig haga skuli skýrslutökum af ungum fórnarlömbum kynferðisbrota en ráðherrarnir áttu fund um þetta mál í gær. Fylgir fundurinn í kjölfar úrskurðar Hæstaréttar þess efnis að ekki sé hægt að gera kröfu um að skýrslur af ungum fórnarlömbum kynferðisbrota skuli teknar í Barna- húsi, en ekki í dómshúsi Héraðs- dóms Reylqavíkur. Fyrir fundinn í gær skoðuðu ráð- herrarnir í sameiningu aðstæður í Barnahúsi annars vegar, og aðstöð- una í Héraðsdómi Reykjavíkur til skýrslutöku hins vegar. Var fundur ráðhen-anna góður og upplýsandi, að sögn Sólveigar Pétursdóttur dómsmálaráðherra. „Við skoðuðum bæði aðstöðuna í Barnahúsi og Héraðsdómi Reykja- víkur og fórum síðan yfir málið á sameiginlegum fundi með sam- starfsfólki okkar og formanni dómstólaráðs. Menn voru sammála um að vinna að lausn þessa máls sem er auðvitað nokkuð vandmeðfarið. Vonandi getum við kynnt tillögur í þá veru á næstu dögum,“ sagði Sól- veig í samtali við Morgunblaðið. V arasamt að skjóta í rökkri VEIÐIMAÐUR sem átti hlut að máli er gæsaskytta varð fyrir slysaskoti í Holta- og Landsveit í fyr-rakvöld hafði samband við blað- ið vegna fréttar Morgunblaðsins um atburðinn í gærmorgun. Hann sagði málavexti hafa verið þá að tveir veiðimenn hafi verið á ferð og sá þriðji hafi verið í grenndinni án þess að hinum hafi verið kunnugt um það. Rökkur var komið á og ætluðu tvímenningarnir að fara að hætta veiðunum þegar fugl sást á lofti. Var byssunni brugðið á loft en þá vildi ekki betur til en svo að veiði- maðurinn hrasaði með þeim afleið- ingum að byssan beindist í ranga átt og högl lentu í þriðja veiði- manninum, sem var í 50-60 metra fjarlægð. Voru strax gerðar ráð- stafanir til að koma hinum slasaða undir læknishendur. Vildi maðurinn koma þeim ráð- leggingum á framfæri til veiði- manna að hleypa aldrei af byssu eftir að rökkva tæki. Þann lærdóm megi draga af þessu atviki. Andlát GUÐNIHELGASON GUÐNI Helgason raf- verktaki lést á sjúkra- húsi í Seattle í Banda- ríkjunum sl. sunnudag áttræður að aldri. Guðni fæddist á Eyrarbakka 27. janúar 1920. Foreldrar hans voru Helgi Ólafsson og Sigurlína Filippusdótt- ir. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni 1935-37. Hann lauk einnig meiraprófi bifreiðar- stjóra og ökukennara- prófi. Sveinsprófi í rafvirkjun lauk Guðni frá Iðnskól- anum í Reykjavík árið 1947 og prófi frá rafmagnsdeild Vélskólans í Reykjavík 1951. Guðni starfaði hjá Sigurði Bjarnasyni rafmagns- verktaka í átta ár og hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur í tvö ár. Eftir það starfaði hann sem rafmagns- verktaki og var um- svifamikill á því sviði. Guðni vakti tals- verða athygli í sumar þegar í ljós kom að hann greiddi hæstu skatta einstaklinga á landinu öllu vegna tekna ársins 1999. Guðni kvæntist Ingibjörgu Stefáns- dóttur, en hún er látin. Þau eignuð- ust fímm börn. Undir lok ævi sinn- ar eignaðist Guðni traustan vin, Auðbjörgu Guðmundsdóttur, sem studdi hann í veikindum hans. M:,. Utanríkisráðherra á haustfundi ráðherraráðs Evrópska efnahagssvæðisins HALLDÓR stýrði í gær haustfundi ráðherraráðs EES sem haldinn var í Brussel, en Island fer með for- mennsku í Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA) á síðari hluta ársins. Auk ráðherra frá Liechtenstein og Noregi sótti þríeyki frá ESB fundinn, þeir Hubert Vedrine, utanríkisráð- herra Frakklands, aðstoðarutanríkis- ráðherra Svíþjóðar og framkvæmda- stjóri ESB á sviði utanríkismála. A fundinum var skipst á skoðimum um ástand og horfur í Rússlandi í tengslum við norðlæga vídd ESB, fjallað um framkvæmd EES-samn- ingsins, eflingu öi-yggis í olíuflutning- um á sjó og hugsanlega þátttöku Is- lands, Noregs og Liechtenstein í framkvæmd ákvarðana leiðtogafund- ar ESB í Lissabon. Síðastnefndi málaflokkurinn tekur m.a. til eflingar netvædds upplýsingasamfélags í Evrópu. EES-samningnrinn hefur sannað gildi sitt í ávarpi á fundinum um fram- kvæmd EES-samningsins sagði ut- anríkisráðherra m.a. að nú þegar sjö ár væru liðin frá gildistöku hans hefði samningurinn sannað gildi sitt, eink- um á sviði viðskipta með tryggingu aðgangs að innri markaði ESB. Samningurinn væri umgjörð sam- starfs sem byggðist á sameiginlegu gildismati og sameiginlegri löggjöf. A hinn bóginn hefði Evrópusambandið þróast áfram á þessum tíma og feng- ist í vaxandi mæli við viðfangsefni sem væru utan við ákvæði samnings- ins en vörðuðu þó beinlínis hagsmuni EFTA-ríkjanna innan EES. Sem dæmi mætti nefna utanríkis- og ör- yggismál, myntbandalag og samstarf á sviði ýmissa innanríkismála. I samtali við Morgunblaðið eftir fundinn sagði Halldór að mikilvægt væri fyrir EFTA-ríkin að fá fullnægj- andi upplýsingar um það stækkunar- ferli sem nú væri í gangi innan ESB. „Við verðum að fá frekari upplýsing- ar um þessi mál enda skipta þau okk- ur miklu máli. Stækkun Evrópu- sambandsins táknar nefnilega einnig stækkun Evrópska efnahagssvæðis- Telur Evrópska efna- hagssvæðið ekki hafa þróast í takt við ESB Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra telur samninginn um Evrópska efnahagssvæðið ekki hafa þróast í takt við Evrópusam- bandið (ESB). í samtali við Björn Inga Hrafnsson segir ráðherr- ann áhyggjuefni það áhuga- og þekkingarleysi á samningnum sem virðist ríkja meðal þjóða sambandsins. ins og þau ríki sem ganga inn í Evrópusambandið eru einnig að ganga inn í EES,“ sagði hann. Stækkun ESB hefur mikil áhrif á EES-svæðið Halldór benti á að stækkun ESB hefði mikil áhrif á EES-svæðinu, ekki síst á íslandi. Nýjar þjóðir sambands- ins myndu vitaskuld njóta sömu rétt- inda varðandi frjálst flæði fjármagns, vinnuafls og vöru og þjónustu innan sambandsins og það þýddi t.d. að Pól- verjar sem nú þurfa atvinnuleyfi til að starfa hér á landi þyrftu þess ekki lengur, svo dæmi væri tekið. Halldór benti á að EFTA-ríkin þyrftu íyrir sitt leyti að samþykkja stækkun EES-svæðisins, en það hefði í raun litla merkingu. „Þegar samið hefur verið um stækkun Evrópusambandsins stöndum við að mörgu leyti frammi fyrir gerðum hlut. Höfnum við því hefði það að sjálfsögðu mjög alvarlegar afleiðing- ar fyrir EES-svæðið og yrði nánast úti um það.“ Halldór ræddi þessi mál sérstaldega við Gunter Verheugen, framkvæmdastjóra stækkunarmála ESB, ámánudag. „Ég tjáði honum að þessi mál skiptu okkur miklu máli og hann lof- aði að athuga hvort við gætum ekki tekið meiri þátt í þessum málum. Hins vegar minnti hann á, eins og fleiri hafa gert, að þetta væru aðeins málefni Evrópusambandsins en ekki okkar. Það er hins vegar ekki svo ein- falt, því sannleikurinn er í reynd sá að þeir eru á ýmsan hátt að semja jafn- framt fyrir okkar hönd.“ Athyglin beinst að öðrum hlutum Þegar hann var spurður hvort samningurinn um EES væri í raun orðinn homreka sagði Halldór að at- hyglin hefði að minnsta kosti í aukn- um mæli beinst að öðrum hlutum. Þar mætti t.d. nefna stækkun ESB, en einnig margvíslegar aðrar breytingar sem orðið hefðu í Evrópu á umliðnum árum. „Þjóðir Evrópusambandsins hafa farið út í samvinnu á miklu fleiri sviðum en gert var ráð fyrir þegar EES-samningurinn tók gildi fyrir sjö árum. Þess vegna þuifum við núorðið að leggja á okkur mikla vinnu til að vekja á okkur athygli, koma sjónar- miðum okkar á framfæri og freista þess að taka þátt í ýmsu sem snertir hagsmuni okkar og hefur því mikla þýðingu.“ Halldór bætti því við, að þótt EFTA-ríkin hefðu orðið fyrir miklum vonbrigðum á ýmsum sviðum yrðu þau að halda áfram að sækja fram. Það væri skylda þeirra að beita samningnum til að auka áhrif sín. Al- mennt mat manna væri að ekki væri auðhlaupið að því, eins og sakir standa, að ná fram breytingum á samningnum. „Slíkt er afskaplega þungt í vöfum, og þarf að leggja fyrir þjóðþing allra landanna, rétt eins og um aðildar- samning væri að ræða,“ segir hann. Halldór nefnir að kerfið í Brussel sé oftlega þungt í vöfum gagnvart óskum EFTA-ríkjanna og samþykki allra ríkja þurfi jafnvel í smæstu mál- um. „Því sem okkur getur þótt sjálf- sögð ósk getur eitt ríki lagst gegn og þar með hindrað að það verði að veru- leika. Þess vegna er oft erfitt að koma jafnvel sjálfsögðum málum í gegn. Agætt dæmi um þetta er ósk okkar um að fá áheymaraðild að ríkjai-áð- stefnum ESB. Við teljum enda að þær snerti okkar hagsmuni mjög. Öll umsóknarríkin eru þai' inni og ljóst er að það sem þar er að gerast snertir EES í enn ríkari mæli en umsóknar- ríkin. Enn hefur þó ekki verið fallist á þessa ósk okkar, jafnvel þótt for- mennskuríkið Frakkland hafi tekið mjög vel í hana. Formennskuríki hafa raunar áður sagst styðja slíkar óskir okkar, en samt hafa þær ekki orðið að raunveruleika.“ Áhuga- og þekkingarleysi - En telur hann raunhæft að unnt sé að gera veigamiklar breytingar á samningnum þegai' fram í sækir? „Égvil ekkertfullyrða um það. Það er hins vegar nauðsynlegt fyrir okkur að sækja á um það að nýta samning- inn til hins ýtrasta, enda býr hann yf- ir ákveðnum sveigjanleika. A hinn bóginn er fyrir hendi visst áhuga- og þekkingarleysi á þessum samningi. Við verðum varir við að nýtt fólk sem kemur til starfa hjá Evrópusamband- inu þekkir ekki til hans og veit nánast ekkert um hann. Þeir eru þó til sem þekkja þessi mál afskaplega vel og stóðu að þessum samningum, en það fólk er þó meira og minna að hverfa af sjónarsviðinu." Halldór hefur sjálfur sagt að hann telji fullvíst að Norð- menn gangi í ESB á næstu árum. Hann segir ljóst að gangi ríki úr EFTA geri það alla baráttu erfiðari en þegar er raunin. „Við höfum EFTA í dag með öllu því starfsfólki sem þar starfar og það er okkar mikilvægasta tæki í þessari baráttu. Það er alveg ljóst að gangi eitt ríki út, hvort sem það er Noregur eða Sviss, stöndum við miklu færri eftir og eigum mun erfiðara um vik að viðhalda þó þeim þrýstingi sem við reynum að beita.“ Á fundi lands- stjómar og þingflokks Framsóknar- flokksins í síðasta mánuði var ákveðið að taka afstöðu flokksins til Evrópu- mála til endurskoðunar. í því skyni var skipaður 50 manna starfshópur innan Éramsóknarflokksins. Halldór segir að fundirnir í gær og á mánudag styrki trú hans á að taka verði Evrópumálin til umræðu hér á landi og ræða opinskátt kosti og galla að- ildar að ESB. f

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.