Morgunblaðið - 20.09.2000, Page 18

Morgunblaðið - 20.09.2000, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ -4 Handverk og hátækni mætast Kaup Marel hf. á danska fyrírtækinu Carnitech A/S eru af hinu góða fyrir bæði fyrirtækin að mati forsvarsmanna þeirra. Sigríður B. Tómasdóttir var viðstödd form- lega opnun nýs húsnæðis Carnitech A/S í síðustu viku og komst að því að mikill hugur er í þeim sem hlut eiga að máli. ÞAÐ ER rúmur mánuður síðan starfsemi hófst í nýju húsnæði Carnitech hf. sem er í Stevring, 25 km suður af Álaborg. Húsnæðið er 12.000 m2 og er þegar fullnýtt, fyrr en forsvarsmenn fyrirtækisins áætl- uðu en auk Camitech A/S er Marel Europe til húsa í byggingunni. 280 manns starfa hjá Camitech, þar af 50 í dótturfyrirtækjum þess í Seattle í Bandaríkjunum og í Alasundi í Nor- egi. Fyrirtækið er langstærsta danska fyrirtæki í íslenskri eigu en Marel hf. festi kaup á Camitech A/S fyrir þremur ámm. Þá störfuðu 250 manns hjá fyrirtækinu en fram- kvæmdastjórinn, Thorkild Christen- sen, sagði í samtali við Morgunblaðið að bætt hefði verið við starfsmanni fjórðu hverju viku að meðaltali síðan fyrirtækið var stofnað árið 1981. Þá vom starfsmennirnir tólf og var Thorkild einn þeirra, en hann er einn af tveimur sem eftir em af upphaf- legu starfsliði Carnitech. Thorkild segir að kaup Marel hf. á Camitech A/S hafi haft mikla og jákvæða þýð- ingu fyrir fyrirtækið en Marel hf. keypti það af Sabroe Refrigeration A/S. „Fyrirtækin spretta úr ólíkum jarðvegi upphaflega. Carnitech á rætur sínar að rekja til handverksins en Marel er hátæknifyrirtæki. í sam- starfinu njótum við því góðs af styrk- leika hvors fyrirtækis fyrir sig.“ Thorkild segir að þegar litið er til framtíðar sé ekki hægt að draga í efa mikilvægi samstarfs fyrirtækjanna. „Það er alveg ljóst að hátækni mun fá meira vægi innan matvælaiðnaðar- ins. Fyrirtæki sem ekki taka há- tækni í sína þjónustu munu eiga erf- iðara með að starfa." Carnitech A/S framleiðir tækja- búnað fyrir fisk- og kjötiðnað og meðal helstu framleiðsluvara þess em kerfi til rækjuvinnslu, bein- hreinsunarvél fyrir laxaflök og ýmis búnaður úr ryðfríu stáli. Marel fram- leiðir eins og kunnugt er m.a. hug- búnað, skurðarvélar auk eftirlitsbún- aðar og voga sem upphaflega voru það sem framleiðsla fyrirtækisins sneristum. Góð ákvörðun að kaupa Carnitech Hörður Amarson, forstjóri Marel hf., segir að sú ákvörðun að kaupa Carnitech A/S á sínum tíma hafi reynst afar góð og tekur undir með Thorkild Christensen að hún komi vel út fyrir bæði fyrirtækin, sem rek- in era alveg sem tvö sjálfstæði fyrir- tæki. „Kaupin hafa skilað miklu og samlegðaráhrif hafa orðið góð. Fyr- irtækin hafa bæði hagnast á þeim. Camitech er að fá ýmsa tækni frá Marel og Marel er að nýta sér ýmis- legt í sambandi við framleiðslu og skipulagningu og innkaup frá Carni- tech. Svo vinnum við saman að vöm- þróun og markaðssetningu.“ Hörður segir að nýja húsnæðið gefi Camitech A/S mikla möguleika í hagræðingu þar sem það er sérhann- að undir starfsemina. „Þetta er í fyrsta skipti sem Camitech kemst í sérhannað húsnæði og það gefur mikla hagræðingarmöguleika. Það skapar fyrirtækinu mikla möguleika á að auka framleiðni. Húsið er reynd- ar þegar fullnýtt þrátt fyrir vemlega stækkun frá gamla húsnæðinu. En það em möguleikar á stækkun þess síðar meir.“ Thorkild Christensen tekur undir það að mikill munur hafi verið að komast í nýja húsnæðið. Aðspurður segist hann búast við frekari stækk- un Carnitech A/S. „Það er mjög mikið að gera hjá okkur núna. Það er t.d. mikið fjárfest í rækjuiðnaðinum núna, en um tíu ár em síðan mikið var fjárfest í honum síðast. Svo hægist kannski eitthvað á honum en þá fer annar iðnaður af stað.“ Thorkild segir rekstur Carni- tech A/S hafa gengið vel síðan 1992 en velta fyrirtækisins var 2,3 millj- arðar ísl. kr. á síðasta ári. Ekki var aðgreint í milliuppgjöri fyrri hluta ársins 2000 milli afkomu Marel og dótturfyrirtækja þess, en að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins er mik- ill gangur í Camitech A/S núna sem hefur undanfarna mánuði skilað meiri hagnaði en Marel á íslandi. „Það er eðlilegt þegar fyrirtæki vaxa jafn mikið og Marel gerði á síð- asta ári, en þá varð 50% innri vöxtur í fyrirtækinu á Islandi og í Danmörku, að vöxturinn verði ekki jafn mikill ár- ið á eftir,“ segir Hörður en hagnaður Marel og dótturfyrirtækja þess var 98 milljónir á fyrri hluta ársins, sam- anborið við 225 fyrir sama tímabil í fyrra. Að sögn Benedikts Sveinssonar, stjórnarformanns Marels og Carni- tech, hafa kaupin á Camitech skilað Marel meiri hagnaði en gert var ráð fyrir upphaflega. „Þegar á allt er litið hafa samlegðaráhrif fyrirtækjanna verið mjög góð. Samstarfið hefur verið mjög gott, fyrirtækin era ekki alveg á sama sviði en þó að hluta til og því bæta þau hvort annað upp. Samstarfið við starfsmennina geng- ur líkamjögvel." Samstarf f yrirtækjanna gengið vel Thorkild er sama sinnis. „Við kom- um úr sömu menningu og höfum sama húmor, það skiptir ekki svo litlu máli. Það er líka sami metnaður hjá báðum fyrirtækjum að gera vel.“ Thorkild væntir líka mikils af fram- haldinu. „Marel hafa verið duglegir að nota tæknina til að skila meiri arði í fiskiðnaðinum. Saman geta fyrir- tækin unnið mikið starf í kjötiðnaðin- um en þar getum við tekið mikið á.“ Thorkild telur að næstu tvö árin eigi mikið eftir að gerast á þeim víg- stöðvum. „Við viljum nota þá tækni sem Marel hefur þróað í fiskiðnaðin- um og þá reynslu sem við höfum hér til að koma sterkari inn í á markaði í kjötvinnslu,“ segir Thorkild. „Annað sem við emm að þróa núna er fryst- ing matvæla, sem felst í því að hrá- efni er fryst í hlutum þannig að mögulegt er fyrir neytendur að taka eingöngu hluta úr umbúðum til neyslu. Þetta viljum við þróa fyrir alla matvöra, ekki bara rækju og fisk.“ Hörður tekur undir með Thorkild að þróunarvinna muni halda áfram og Marel hf. og dótturfyrirtæki stækka og eflast á næstu ámm. Hann segir að þó ekki liggi fyrir hve- nær húsnæði Marel hér á landi verði stækkað þá sé það ljóst að það muni verða gert. Hlutabréf til sölu í Norðurljósum hf. HLUTABRÉF í Norðurljósum hf. eru samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins til sölu hjá bandaríska fjárfestingarbankanum Donaldson, Lufkin & Jenrette, sem er með skrifstofur í 14 borgum í Banda- ríkjunum og 11 skrifstofur í Evrópu, S-Ameríku og Asíu. Herma heimildir Morgunblaðsins að fyrirtæki á Norðurlöndum hafi lýst vissum áhuga á bréfunum. Talsmaður Donaldson, Lufkin & Jenrette á skrifstofu bankans í New York vildi í samtali við Morg- unblaðið ekki staðfesta að svo væri og sagðist hann hvorki geta játað því né neitað að bréf í Norðurljós- um væru til sölu hjá bankanum. Við stofnun Norðurljósa hf. um mitt síðasta ár var því lýst yfir að markaðsverðmæti félagsins væri um sjö milljarðar króna, en félagið rekur Islenska útvarpsfélagið hf., Sýn hf. og Skífuna hf. og á auk þess um 35% hlutafjár í fjarskipta- fyrirtækinu Tali hf. Tekjur félags- ins á síðasta ári voru um 4,1 milljarður króna og hagnaður af rekstri félagsins nam 527 milljón- um króna. Kaupþing hf. er stór hluthafi í Norðurljósum og við stofnun fé- lagsins var tilkynnt að Kaupþing myndi hafa umsjón með skráningu og sölu hlutabréfa í félaginu á al- mennum hlutabréfamarkaði á þessu ári. Aðrir helstu hluthafar í Norðurljósum eru Sigurjón Sig- hvatsson og Jón Ólafsson sem fer með meirihluta hlutafjár í félaginu og er jafnframt stjórnarformaður þess. Næstmest verðbólga á Islandi SAMRÆMD vísitala neysluverðs í EES ríkjum var 106,6 stig í ágúst síðastliðnum og var óbreytt frá júlí. Á sama tíma lækkaði sam- ræmda vísitalan fyrir Island um 0,7%. í frétt frá Hagstofu íslands kemur fram að frá ágúst 1999 til jafnlengdar á þessu ári var verð- bólgan, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, 2,0% að með- altali í ríkjum EES, 2,3% í Evra- ríkjum og 3,5% á Islandi. Mesta verðbólga í Evrópu á þessu tólf mánaða tímabili var á Irlandi 5,7% og íslandi 3,9%. Verðbólgan var minnst, 0,6%, í Bretlandi, og 1,4% í Svíþjóð. Samræmd vísitala neysluverðs er reiknuð af hagstofum EES ríkja í hverjum mánuði. Munurinn á samræmdu vísitölunni og ís- lensku neysluverðsvísitölunni er fyrst og fremst sá að eigið hús- næði er ekki með í samræmdu vísitölunni. Verðbólga í nokkrum ríkjum Breyting samræmdrar neysluverðs- vísitölu frá ág. 1999 til ág.2000 írland 5,7% SbJ Island 3,9% Lúxemborg 3,7% Spánn 3,6% Portúgal 3,6% Noregur 3,5% Bandaríkin 3,4% Belgía 3,4% Finnland 2,9% Grikkland 2,9% Ítalía 2,6% Holland* 2,5% Danmörk 2,2% Frakkland* 2,0% Þýskaland 1,8% Austurríki* 1,7% Svíþjóð 1,4% Sviss 1,3% Bretland 0,6% Japan -0,2% Viðsk.lönd** pn 2,3% Meðalt. EMU* smm 2,3% Meðalt. ESB* 2,0% Meðalt. EES* 2,0% * Bráðabirgðatölur ** Skv. gengisvog Seðlab. ísl. í EES ríkjum er miðað við samræmda evrópska neysluverðs- vísitölu en i Bandar., Japan og Sviss við neysluverðsvisitölur. Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn Lægri hagvaxt- arspá ALÞJÓÐA gjaldeyrissjóður- inn, IMF, spáir því að hag- vöxtur verði 4% á Islandi á þessu ári og 2,1% á því næsta. Áður hafði sjóðurinn spáð því að hagvöxturinn yrði 4,7% árið 2000 og 3,5% árið 2001. Þá spáir IMF að neysluverð hækki um 4,9% á þessu ári, en hækkunin nemi 3,5% á næsta ári. Atvinnu- leysi hérlendis verður 1,8% á þessu ári samkvæmt spá IMF, og einnig á næsta ári. Sjóðurinn spáir því að hag- vöxtur verði að jafnaði 4,7% í heiminum á þessu ári og 4,2% á því næsta. Þetta er um- talsverð hækkun frá síðustu spá fyrir sex mánuðum, þegar spáð var 4,2% hagvexti árið 2000 og 3,9% hagvexti árið 2001.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.