Morgunblaðið - 20.09.2000, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
MIÐVTKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2000 21
Fjármál Verkamannaflokksins
Blair og Brown
neita ásökunum
um ósannindi
London. AP.
TALSMENN Tony Blairs,
forsætisráðherra Bret-
lands, og Gordon Brown
fjármálaráðherra vísuðu í
gær á bug fullyrðingum
um að þeir hefðu sagt
fjölmiðlum ósatt um millj-
ón punda framlag til
V erkamannaflokksins.
Því er haldið fram í
nýrri bók eftir Andrew
Rawnsley, blaðamann á
The Observer, að ráðherr-
arnir hafi sagt fjölmiðlum
ósatt er þeir voru spurði
um framlag frá Bernie
Ecclestone, er stjórnar
Fomúlu 1-kappakstrinum,
í sjóði Verkamannaflokks-
ins. Rawnsley segir þá
Blair og Brown hafa verið
sannfærða um að það gæti
orðið þeim að falli ef í ljós
kæmi að þeir hefðu vitað
um framlögin frá Ecclestone. Sam-
kvæmt bókinni á Brown að hafa
lýst því yfir á fundi með sam-
starfsmönnum, skömmu eftir út-
varpsviðtal þar sem hann neitaði
allri vitneskju að ef þetta kæmist í
hámæli væri hann búinn að vera.
Charlie Whelan, fyrrum tals-
maður Browns, hélt því hins vegar
fram í gær að fundur þessi hefði
aldrei átt sér stað. Ráðherrann
hefði farið úr bænum strax að við-
talinu loknu.
Þá segir Rawnsley í bókinni að
Blair hafi sagt trúnaðar-
vini sínum: „Þetta eru
endalokin. Þeir negla mig
út af þessu máli.“
Skrifstofa Blairs gaf í
gær út yfirlýsingu þar
sem sagt er að fullyrðing-
arnar í bókinni séu ein-
ungis samsuða af gömlu
ásökunum, sem enginn
fótur hafi verið fyrir.
fhaldsmenn krefjast
afsagnar Browns
William Hague, leiðtogi
íhaldsflokksins, krafðist
þess að forsætisráðherr-
ann gæfi út opinbera yfir-
lýsingu um málið. „Alvar-
legri ásakanir hafa ekki
verið bomar á sitjandi for-
sætisráðherra í seinni tíð,“
sagði Hague.
Ihaldsmenn hafa þá
krafist þess að Brown segi af sér
embætti fjármálaráðherra vegna
ásakananna, auk þess að hafa ósk-
að eftir að rannsókn fari fram á
málinu.
Fjárframlag Ecclestone hefur
valdið Verkamannaflokknum tals-
verðum vandræðum, en stjórnin
hefur m.a. sætt ásökunum um að
framlagið hafi haft áhrif á þá
ákvörðun breskra stjórnvalda að
óska eftir undanþágu frá banni við
tóbaksauglýsingum í Formúlu 1-
kappakstrinum.
Gordon
Brown
AP
Jolo-eyja
Mannskæð flóð
í Mekong-fljóti
MIKLIR vatnavextir hafa verið í
Mekong-fljóti í Kambódíu og kostað
allt að 119 Kambódíumenn lifið frá
því í júlí. 31 hefur einnig beðið bana
af völdum flóða í árósum Mekong í
grannríkinu Víetnam í mánuðinum
og óttast er að manntjónið aukist
þar sem spáð er frekari vatnavöxt-
um á svæðinu. 120-140.000 manns
hafa flúið heimili sín á árósasvæð-
inu vegna flóðanna og talið cr að
alls þurfi að flytja þaðan 300-
400.000 manns.
Að minnsta kosti 28 manns hafa
einnig farist í flóðum í Taílandi síð-
ustu vikur og varað hefur verið við
frekari flóðum í miðhluta landsins.
Eru þetta mestu flóð f þessum
heimshluta í áratugi.
Börn sjást hér vaða vatnselg á
vegi á árósasvæðinu í Víetnam á
leiðinni f skóla.
Ekkert
vitað
um örlög
gíslanna
Jolo. Reuters, AFP.
Forsætisráðherrann segir ellilífeyriskerfíð ekki í hættu
Biðja ekki um
ábyrgð Evrópu-
leiðtoga
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Danir deila þessa dagana um það hvort Danmörk skuli gerast aðili að
evrópska myntbandalaginu og hafa nýlegar skoðanakannanir bent til
þess að andstæðingar evrunnar muni hafa betur í þjóðaratkvæða-
greiðslunni sem efnt verður til 28. þessa mánaðar. Evrudeilunni hafa
síðan tengst umræður um danska ellilífeyriskerfið.
POUL Nyrup Rasmussen, forsætis-
ráðherra Danmerkur, sem hafði boð-
að að hann myndi senda fjórtán leið-
togum Evrópusambandsríkjanna
bréf og biðja þá um að lofa því að þeir
stæðu ekki fyrir neinum breytingum
á reglugerðum ESB sem kynnu að
hafa áhrif á danska ellilífeyriskerfið,
hætti á síðustu stundu við að senda
bréfin. Með þessu hugðist Rasmus-
sen svara andstæðingum aðildar
Danmerkur að evrópska mynt-
bandalaginu, sem segja að ellilífeyr-
irinn sé í hættu verði Danmörk hluti
af evrusvæðinu. Holger K. Nielsen,
formaður Sósíalíska þjóðarflokksins,
sem berst gegn aðild, hafði áður sagt
að þessi tilraun forsætisráðherrans
til að tryggja á síðustu stundu hag-
stæða útkomu úr þjóðaratkvæða-
greiðslunni 28. september nk., væri
ótrúverðug og ábyrgðarlaus. Nielsen
hefur einnig hafnað ósk Rasmussen
um að Sósíalíski þjóðarflokkurinn og
allir aðrir stjórnmálaflokkar sem
eiga fulltrúa á þinginu gangist í
ábyrgð fyrir því að ellilífeyriskerfinu
verði ekki breytt. Hann segir að
flokkurinn áskilji sér rétt til að
breyta kerfinu síðar með því að
lækka lífeyri hinna betur stæðu og
hækka lífeyri hinna fátæku, sem ekki
eigi kost á séreignarlífeyrissparnaði
eða sérstökum lífeyrissamningum
við atvinnurekendur. Helstu forystu-
menn Jafnaðarmannaflokksins hafa
lofað því að ellilífeyriskerfið verði
óbreytt um langt skeið, jafnvel
næstu kynslóðirnar, og forystumenn
Vinstriflokksins og íhaldsmanna
hafa gefið svipuð loforð. Hagfræð-
ingar og aðrir fræðimenn sem rætt
hefur verið við í fjölmiðlum efast þó
stórlega um að hægt sé að ábyrgjast
að kerfið verði óbreytt svo langt
fram í tímann. Leiðtogar ungmenna-
hreyfinga Vinstriflokksins og íhalds-
manna segjast einnig vera óbundnir
af þessum loforðum.
Fjármálamenn og fyrirtæki
óttast ekki niðurstöðuna
Sífellt fleiri velta því nú fyrir sér
hvaða áhrif það muni hafa á Evrópu-
sambandið í heild hafni Danir aðild
að myntbandalaginu. Dönsk fyrir-
tæki virðast lítið kippast sér upp við
skoðanakannanir sem sýna aukna
andstöðu við evruna. Efnahagurinn
stendur vel, og flestir trúa því að rík-
isstjórnin muni eftir sem áður tengja
gengi krónunnar við evruna. Fjár-
málamenn gagnrýna jafnvel forsæt-
isráðherrann fyrir svartnættisspár á
framtíðina fari svo að aðild verði
hafnað og segja að með því auki hann
óróleikann á fjármálamörkuðum.
Ummælum hans þess efnis að danski
seðlabankinn hafi þurft að kaupa
krónur fyrir 100 milljarða íslenskra
króna í síðustu viku er kennt um að
danska krónan lækkaði enn á mánu-
daginn. Vextir á dönskum ríkis-
skuldabréfum hækkuðu einnnig
töluvert í fyrradag, en á sama tíma
lækkuðu þeir lítillega á evrusvæðinu.
Sérfræðingar telja að líklega muni
danski seðlabankinn hækka vexti
innan skamms.
Bankar spá engum stóráföll-
um verði niðurstaðan sú að Danir
hafni evrunni. Unibank spáir því að
atvinnuleysi muni aukast um 0,3
prósentustig til ársins 2004, sem
samsvarar um tíu þúsund störfum.
Jyske Bank er farinn að gera ráð fyr-
ir því í ráðgjöf til viðskiptavina sinna
að aðildinni verði hafnað en spáir litl-
um áhrifum til skemmri tíma.
Danir græða á ESB-aöild
Ein aðalrök andstæðinga aðildar
að myntbandalaginu eru þau að vel-
ferðarkerfið, sem að mati margra
Dana er hið besta í heimi, verði þá í
hættu. Dagblaðið Politiken velti því
fyrir sér í gær hversu mikið sé hæft í
þessari trú Dana. Það leitaði til
tveggja stjórnmálafræðinga við
Kaupmannahafnar- og Arósahá-
skóla. Niðurstaða þeÚTa er sú að
danska velferðarkerfið geri vel við
barnafjölskyldur, ellilífeyrisþega og
fatlaða, en sinni atvinnulausum ein-
staklingum, heimilislausum og eitur-
lyíjaneytendum verr en sum hinna
Evrópusambandsríkjanna.
í nýlegu viðtali í einu dagblaðanna
sagði útlenskur blaðamaður sem
starfað hefur í mörg ár í Danmörku
að þjóðaratkvæðagreiðslumar um
Evrópumálin þar í landi hefðu í raun
lítið að gera með þau málefni sem
spurt væri um hverju sinni, þær
væru fremur mælikvarði á vinsældir
Evrópusambandsins hverju sinni.
Reynist það rétt ættu fréttir af
greiðslujöfnuði Dana og ESB að
auka fylgið við evruna. Samkvæmt
uppgjöri ársins 1999, sem nú hefur
verið birt, fengu Danir meiri peninga
í styrki frá ESB heldur en þeir
greiddu til þess. Þar er Danmörk í
hópi með Spáni, Grikklandi, írlandi
og Portúgal, sem allt em ríki sem
hafa mun minni þjóðartekjur á mann
heldur en Danmörk. Danir græddu
samtals um 3,7 milljarða króna í
beinhörðum peningum á Evr-
ópusambandsaðildinni. Langstærst-
ur hluti þeirrar fjárhæðar sem Danir
fengu greidda fór í landbúnaðar-
styrki.
Reyndar má búast við að þeir
lækki mjög á næstu áram áður en ný
aðildarríki í Austur-Evrópu, þar sem
landbúnaður er stór hluti af hagkerf-
inu, verða tekin inn í sambandið.
YFIRVÖLD á Filippseyjum sögðu í
gær, að múslimsku uppreisnarmenn-
irnir og mannræningjarnir á Jolo-
eyju reyndu nú að bjarga sér á flótta,
en filippseyski herinn hóf stórsókn
gegn þeim fyrir fjómm dögum.
Uppreisnarmennirnir hafa á valdi
sínu um tuttugu manns, þar af sex
útlendinga, þijá Malasíumenn, tvo
Frakka og Bandaríkjamann, en hafa
nú ílúið búðir sínar vegna stórskota-
liðs- og sprengjuhríðar stjórnarhers-
ins. Hafa um 4.000 stjórnarhermenn
girt af átakasvæðið á Jolo-eyju og af
þeim sökum hefur ekki verið unnt að
koma særðu fólki, mörgum óbreytt-
um borgurum, til hjálpar. Þar er
einnig farið að skorta mat og aðrar
nauðsynjar.
Filippseyskir embættismenn
segja, að ekkert bendi til, að gíslun-
um hafi verið unnið mein, en aðrir
óttast, að mannræningjamir, sem
kenna sig við Abu Sayyaf, muni hafa
þá sér að skildi.
Hafnar gagnrýni Chiracs
Joseph Estrada, forseti Filipps-
eyja, neitar að skipa hernum að
hætta sókninni gegn uppreisnar-
mönnum en vinsældir hans meðal
landsmanna, sem vom litlar, hafa
stóraukist eftir að hann ákvað að
beita hernum. Hefur þeirri ákvörðun
hans verið sýndur skilningur í Mal-
asíu og Bandaríkjunum en Jacques
Chirac, forseti Frakklands, hefur
gagnrýnt hana. Estrada vísaði þeirri
gagnrýni á bug í gær og sagði, að
Frakkar hefðu engan íhlutunarrétt á
Filippseyjum.
Flestum ber saman um, að sókn
hersins gegn uppreisnarmönnum
verði að bera skjótan árangur eigi
hún áfram að njóta stuðnings al-
mennings á Filippseyjum. Er haft
eftir óbreyttum borgurum, sem tek-
ist hefur að flýja átakasvæðin, að
ástandið þar sé ömurlegt. Margir séu
alvarlega særðir, matvæli víða þrotin
og mikil skelfing meðal fólksins.