Morgunblaðið - 20.09.2000, Side 22

Morgunblaðið - 20.09.2000, Side 22
22 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Rithöfundarnir sem lásu úr vcrkum sínum á bókarkynningunni, þýð- endur og útgefendur bókarinnar ásamt sendiherrranum fyrir utan sam- eiginlegt hús norrænu sendiráðanna í Berlín. Ljósmynd/Andreas Amann Frá bókarkynningunni í Berlín þar sem Ingimundur Sigfússon sendi- herra ávarpaði gesti. Berlín. Morgnnblaðið. Bók með verk um 7 0 skálda SENDIHERRA Islands í Þýska- landi, Ingimundur Sigfússon, og út- gefandi bókmenntatímaritsins die horen (stundagyðjurnar), Johann P. Tammen, héldu á dögunum samkom- una Islenskur skáldskapur í hinu sameiginlega húsi norrænu sendi- ráðanna í Berlín. Samkoman var haldin í tilefni af útkomu safnritsins Wortlaut Island (íslensk orðun) hjá bókaforlagi die horen. Ritið inniheld- ur þýðingar á ljóðum og smásögum sjötíu íslenskra skálda. Urvalið er fjölbreytt og spannar allt frá kynslóð þeirri sem fædd er í upphaíj 20. aldar til yngri skálda á borð við Ásu Marín Hafsteinsdóttur (f. 1977). Þýðend- urnir eru 29 talsins, þ.á m. Jón Bjarni Atlason, Magnús Diðrik Bald- ursson, Pétur Behrens, Inga Kol- beinsdóttir og Jón Laxdal. Ritstjórar bókarínnar eru Franz Gíslason, Sig- urður A. Magnússon og Wolfgang Schiffer en þeir ritstýrðu einnig 143. hefti tímaritsins die horen sem kom út árið 1986 og ber yfirskriftina Is- land - Þegar íshjartað slær. Eftir að þriðja upplag heftisins seldist upp ákváðu útgefendur að hefja vinnu við útgáfu nýs úrvals íslensks skáld- skapar sem birtist nú eftir langa fæðingu undir heitinu Wortlaut Is- land. Vatnslitamyndir eftir Bernd Koberling skreyta bókina en hann hefur löngum verið með annan fótinn á íslandi og myndskreytt nokkrar þýðingar á íslenskum skáldskap. í tilefni af útgáfu bókarinnar lásu Baldur Óskarsson, Einar Kárason, Gerður Kristný, Sindri Freysson og Þórarinn Eldjárn úr verkum sínum. Aður hafa birst þýðingar á ljóðum Baldurs í ársfjórðungstímaritinu die horen og auk þess gaf bókaforlagið árið 1992 út ljóðasafnið Ég heyrði lit- inn blár. Islensk ljóðlist og ber það titil samnefnds ljóðs Baldurs. Fyrir tveimur mánuðum gaf bókaforlagið Kleinheinrich ennfremur út ljóða- safn Baldurs Tímaland/Zeitland. Að loknum upplestri Baldurs las Gerður Kristný egghvöss ljóð. Sindri Freys- son rifjaði upp menntaskólaþýskuna og tvinnaði rangeygð þýskukennara síns við áralangan aðskilnað Austur- og Vestur-Þjóðverja. Þórai-inn Eld- járn kitlaði hláturtaugar viðstaddra með smásögunni um Töskumálið og Einar Kárason sömuleiðis þegar hann las upp úr þýskri þýðingu á sögu sinni um kaupmanninn á horn- inu. Einar er búsettur í Berlín og liggur þrfleikurinn um íbúa bragga- hverfisins auk bókarinnar Heimskra manna ráð fyrir í þýskri þýðingu. Milli upplestra söng Arndís Halla Asgeirsdóttir lög eftir Pál Isólfsson. Samkoman vai’ vel sótt og hefur bók- in fengið góða dóma í þýskum fjöl- miðlum. Arsfundur Félags ís- lenskra safnmanna FÉLAG íslenski-a safnmanna heldur þriggja daga ársfund sinn á höfuð- borgarsvæðinu dagana 20.-22. sept- ember nk. Fundinn sækja safnamenn af öllu landinu, hlýða á fyrirlestra og ræða málefni lista- og minjasafna. Meðal annars munu starfsmenn mennta- málaráðunejdisins kynna drög að nýjum þjóðminjalögum, skoðuð verða söfn og sýningar á svæðinu og sýningarnar vegnar og metnar - og afhent verða í fyrsta sinn safnaverð- launin, þ.e. valið hefur verið eitt safn á landinu sem dómnefnd hefur orðið sammála um að eigi skilið útnefning- una Safn ársins 2000. Björn Bjama- son menntamálaráðherra ávarpar safnamenn fimmtudagsmorguninn 21. september og forseti Islands af- hendir safnaverðlaunin á Bessastöð- um í lok fundar föstudaginn 22. sept- ember. í Félagi ísl. safnmanna eru um 150 manns, og sækja fundinn nú um 90 manns. Þjóðminjasafn íslands er gestgjafi í ár, en fundaraðstaða hefur verið fengin í Strandbergi í Hafnarfirði og eru í undirbúningsnefnd starfsmenn Árbæjarsafns, Byggðasafns og Listasafns Hafnarfjarðar og Þjóð- minjasafns. Formaður nefndarinnar er Sigur- borg Hilmarsdóttir á Þjóðminjasafni. talaður textiu Cuvillés-kvartettinn frá Miinchen og Sigurður Ingvi Snorrason léku á einhverjum stórkostlegustu kammertónleikum sem Jón Ásgeirsson hef- ur sótt hér á landi. Glanni glæpur Þjóðleikhúsinu NU ERU að hefjast aftur sýningar á barnaleikritinu Glanni glæpur í Latabæ, sem gekk fyrir troðfullu húsi í Þjóðleikhúsinu allt síðasta leik- ár. Höfundur verksins er Magnús Scheving, og gerði hann einnig leik- gerðina ásamt Sigurði Sigurjónssyni, sem auk þess leikstýrir verkinu. Fyrsta sýning á Glanna glæp er sunnudaginn 24. september og sýn- ingafjöldi í haust er takmarkaður. Leikritið er við hæfi barna á öllum aldri. -------------- Sýningu lýkur SÝNINGU í GUK á verkum þýska myndlistarmannsins Júrgen Witte lýkur 24. september. GUK - exhibition place er sýn- ingarstaður með aðsetur í þremur löndum; í húsagarði á Selfossi, í garðhúsi í Lejre í Danmörku og í eldhúsi í Hannover í Þýskalandi. Sýningin er opin kl. 16-18 að staðartíma. Hægt er að sjá myndir af sýningunni á http://www.sim- net.is/guk. -------------- y^M-2000 20. september Miðvikudagur LISTASAFN REYKJAVlKUR- HAFNARHÚS KL. 12-13 cafe9.net Gestgjafar taka á móti fólki frá kl. 12 en þá hefst KinderCargo, verkstæði þar sem börn geta unniö efni og skrifast á við jafnaldra í hinum borg- unum. Milli 15.40 og 16 er svo hægt aö fylgjast meö blaöamannafundi Finnlandsforseta frú Tarja Halonen ogForseta íslands herra Ólafs Ragn- ars Grímssonar á heimasíðunni www.cafe9.net þegar þau sitja fyrir svörum í cafe9.net í Reykjavík. www.cafe9.net www.reykjavik2000.is - wap.olis.is Sem „ TONLIST K í r k j ii h v o 11 í G a r fl a b æ KAMMERTÓNLEIKAR Cuvillés-kvartettinn lék verk eftir Haydn, Mozart og Beethoven. Laugardaginn 16. september. CUVILLÉS-kvartettinn, sem áð- ur nefndist Sinnhofer-kvartettinn og lék sem slíkur átta sinnum hér á landi fyrir Kammermúsíkklúbbinn og einu sinni eftir nafnbreytinguna, er nú hér á landi í tíunda sinn og er það sem að hitta gamla vini að sjá þá leika meistaraverk tónbókmennt- anna í Kirkjuhvoli þeirra Garð- bæinga, en þeir eru Florian Sonn- leitner, Aldo Volpini, Roland Metzger og Peter Wöpke. Tónleikarnir hófust á strengja- kvartett í D-dúr op. 20. nr. 4 eftir Joseph Haydn, sem hóf kvartettgerð til þeirrar virðingar, að slík tónlist er að mörgu leyti talin standa sinfón- ískri tónlist framar að byggingu og tónrænu innihaldi. Þeir sex kvartett- ar sem merktir eru op. 20 þykja um margt marka sérstök tímamót í tón- skáldskap Haydns, er hafði þá samið 31 kvartett og yfir 50 sinfóníur. í þessum kvartettum er margbreyti- leiki verkanna sérlega eftirtektar- verður og er fyrsti kvartettinn sér- lega innhverfur, eintal sálarinnar, annar virðulegur, þriðji „fruntalegur og klunnalegur", tjórði er það sem kalla mætti ekta Haydn, fimmti þunglyndislegur og mesta partinn tilfinningaþrungin tónlist og sá sjötti glitrandi rókokkóverk. Fyrti kaflinn í þeim fjórða er ekta Haydn; leikandi og lifandi í hryn og tónferli, og sá þriðji „Un poco Ádag- io“, er eins konar tilbrigðaleikur um fallega sönglínu, þar sem 2. fíðla, selló og 1. fiðla fá að sýna sig sér- staklega. Haydn átti til að sýna af sér sérstæða gamansemi og í men- úett-þættinum má heyi’a skemmti- legan leik með áherslur, sem Beet- hoven hefur kunnað að meta. Verkinu lýkur með glæsilegum „prestó“-kafla, sem er sérgi’ein Haydns. Cuvillés-kvartettinn lék þetta fallega verk einstaklega vel, þar sem lék í höndum þeirra fínleg og þokkafull mótun, andstæður í hryn og styrkleika, svo og fjörleiki, er gaf tónmáli verksins einstaklega skýran og fallegan tónblæ. Klarinettkvintettinn eftir Mozart var næst á efnisskránni og til liðs við Cuvillés-kvartettinn kom Sigurður Ingvi Snorrason. Það verður að segj- ast eins og það er, að flutningur þessa listaverks var einstaklega glæsilegur, bæði af hálfu strengja- leikaranna en þó sérstaklega Sigurð- ar Ingva. Þar féll allt að einu; falleg- ur tónn Sigurðar, þýðleiki í tónmótun á syngjandi og undurfögr- um tónhendingum meistarans og hógvær túlkun, svo að vart verður á betra kosið, og var t.d. samleikur Sigurðar Ingva og Florians Sonn- leitner í hæga kaflanum nokkuð sem tók til hjartans. Líklega er leikur Cuvillés-kvartettsins og samleikur Sigurðar Ingva eitthvað það feg- usrta sem lengi hefur heyrst á tón- leikapalli hérlendis, og leikur Sig- urðar Ingva sérstaklega. Lokaverk tónleikanna var op. 132 eftir Beethoven, eitt af sex ótrúleg- ustu kammerverkum tónlistarsög- unnar, þar sem meistarinn kemur fram með nýjungar í raddferli, for- mskipan, tóntegundaskiptum og notkun mishljóma, er gefur tónmál- inu í heild sérstætt tematískt inni- hald og það sem mönnum er enn ráð- gáta, hversu rík þessi verk eru af djúpstæðum tilfinningum og sterk- um og áhrifamiklum tilvísunum til æðri gilda, eins og kemur sérstak- lega fram í þriðja þætti verksins, þar sem Beethoven flytur almættinu ein- staka þakkargjörð. Það er ekki til- viljun, að allir þeir sem samið hafa strengjakvartetta, allt fram á okkar daga, hafa sótt margt til Beethovens og má þar nefna Shostakovitsj og Bartók, er beinlínis töldu Beethoven lærimeistara sinn. Það er í raun óþarfi að tína sérstaklega fram ein- staka staði í þessu meistaraverki, því mótun Cuvillés-kvartettsins var í heild sérlega áhrifamikil, spannaði allt frá því fínlegasta til stórbrotinna átaka, þar sem sérkennilegt tónmál- ið var svo skýrlega mótað að allt heyrðist eins og „talaður texti“ og voru þetta einhverjir stórkostleg- ustu kammertónleikar, sem undiirit- aður man til samanburðai’ úr margra ára safni tónleikahalds hér á landi. Jón Ásgeirsson Heimsljós í nýrri utgáfu í Þýskalandi STEIDL Verlag hefur gefið út Heimsfiós eftir Halldór Lax- ness í Þýskalandi í nýrri þýð- ingu prófessors Huberts Seel- ows samkvæmt samningi við Vöku-Helga- fell. Þetta er tólfta bókin í flokki inn- bundinna verka Halldórs hjá forlaginu og hefur Hu- bert Seelow ýmist þýtt þau upp á nýtt eða endurskoðað eldri þýðingai'. Seelow komst í úrslitasæti Evrópsku bók- menntaverðlaunanna í fyrra fyrir þýðingu sína á Brekku- kotsannál. Heimsljós kom fyrst út á þýsku í heilu lagi árið 1955 og var prentað aftur ári síðar en síðan ekki fyrr en verkið kom í kilju árið 1987 í sérstaktri aldra- útgáfu Rowohlt-forlagsins. Nú er þessi kunna skáldsaga Hall- dórs Laxness því loksins aftur fáanleg á þýska málsvæðinu. Heimsljós kom út í fjórum hlutum 1937-1940. Verkið hefur verið þýtt á 19 tungumál og komið út í um fjörutíu útgáfum erlendis. Steidl Verlag hefur annast útgáfu á verkum Hall- dórs Laxness frá því á níunda áratugnum. Forlagið hefur nú gefið út 10 skáldsögur og tvö smásagnasöfn í innbundnu for- mi en einnig kiljur auk þess sem verkin hafa komið í ýmsum bókaklúbbum í Þýskalandi. Nýverið gerði Vaka-Helgafell nýjan heildarsamning við Steidl Verlag um verk Halldórs Lax- ness til tíu ára og er það um- fangsmesti samningur sem gerður hefur verið um verk Nóbelsskáldsins á erlendum vettvangi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.