Morgunblaðið - 20.09.2000, Side 25

Morgunblaðið - 20.09.2000, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2000 25 _______LISTIR____ Harmóníkusvall TOJVLIST Hljómdiskar THE INTERNATIONAL REYKJAVIK ACCORDION FESTIVAL 2000 Reykjavík European City of Cult- ure in the Year 2000. Songs 5,6, 8, 12,13,15 & 17 recorded by Sigurð- ur R. Jónsson (Diddi fíðla). All songs mixed and mastered by Diddi fíðla. Project Manager: Jonatan Karlsson. Dreifing Skífan. RÉTT er í upphafi að biðjast af- sökunar á allri þessari ensku, en upplýsingar (ef upplýsingar skyldi kalla aftan á fátæklegu innslagi - opnan auð!) sem fylgja plötunni eru - fyrir utan tölustafi og íslensk mannanöfn og einstök heiti laga, ss. Norðannepja, Sestu hérna og Stormurinn (Rendezvous mit Gershwin) - á ensku, sænsku (Finska valsen og Jámtgubben), þýsku og frönsku (svosem hinn danskættaði en alþjóðlegi tangó, Jalousie). Maður gæti haldið að sumir diskar sem gefnir eru út á síðsumri séu eingöngu ætlaðir túr- istum eða útlendu vinafólki og (etv.) kollegum. Og ekki orð meira um það! Eftir fína byrjun með Kvartett Karls Jónatanssonar & Neistum (Norðannepja eftir Karl) og Hot Fingers með Garðari 01- geirssyni var maður allt í einu staddur á „gömlu dönsunum" (Finska valsen með Harmonikufel- ag Föroya og Griiss mir mein Múnchen með Genu Churchill, og gamla vangadanslaginu, Sestu hérna hjá mér, með Asu, Ingunni og Heklu Eiríksdætrum). Nú fór aftur að lifna yfir lögunum og spilamennskunni. Jóna Einarsdótt- ir spilaði Jalousie rólega og með fínlegum tangótilþrifum, og „gömlu dansarnir" héldu áfram með Jámtgubben (Berg & Jacobs- en) og After the Ball með Margréti Árnadóttur. Svo kom Kalli & Co á frönskljúfum nótum (La vie en rose). Og tilþrifin áttu eftir að auk- ast. Jazz fra Russland er æsilega leikið af Bjarke Mogensen og L’imparfait du Coer með Accor- déon Mélancolique er „einfalt", en gullfallegt, tregafullt og seiðandi. Matthías Kormáksson tekur upp taktinn frá Bjarke Mogensen með elegans í Flick Flack, og þá koma Svanur B. Ulfarsson og Guðbjörg Einarsdóttir í rólegri danstakti í 101 Kramer. Þá er eftir að nefna Spring með Bornholms Musikskol- es Accordeon Börneorkester, hljómar einsog byggt á gömlum húsgöngum; öðruvísi, vandað og vel spilað hjá krökkunum. Og aftur í dansinn: La Bourrasque m. Sveini Rúnari Björnssyni er dálítið skrítinn og fallegur vals, vel leik- inn, og Eva hans Kalla Jónatans, „léttdjössuð“ og ágætlega leikin með góðum takti (KJ & Neistar). Diskurinn endar á syrpu með til- vitnunum í þekkt verk og melodíur Georges Gershwins, þar sem H.R. (væntanlega Harmóníkufélag Reykjavíkur) fer á kostum. Glan- sendir á þessu fjölþjóðlega har- móníkusvalli og „algjört möst!“ (svo maður geri komprómí með enskunni og ylhýra málinu) fyrir unnendur harmóníkunnar. Diddi fiðla hefur örugglega skemmt sér vel, amk. á köflum. Oddur Björnsson Vasar Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18 11 UGGAKAPPARl og Z-BRAIJTIR g K Smíðaöar eftir máli H"' co co LT) 1,11 og 111 brautir Mlt fyrirgluggann I Áttþú viðskiptahugmynd? Íf íí „Stofnun og rekstur smáfyrirtækja hefst 30. september Nánari upplýsingar og skráning hjá Iðntæknistofnun í síma 570 7100 og á vefsíðu Iðntæknistofnunar http://www.iti.is. Iðntæknistof nun 11 Keldnaholti, 112 Reykjavík Nýsköpun heimsins KVIKMYJVÐIR K e g n b ti g i n n, Sambfóin Álfabakka, Borgarbíó Akureyri „TITAN AE“** 'h Leikstjórn: Don Bluth og Gary Goldman. Handrit: Joss Whedon. Is- lensk talsetning: Hilmir Snær Guðnason, Pálmi Gestsson, Þórunn Lárusdóttir, Þórhallur Sigurðsson, Hjálmar Hjálmarsson, Theódór Júlíusson, Egill Ólafsson o.fl. 20th Century Fox. 2000. ÓÞOKKAR úr geimnum, svo- kallaðir Drejar, ráða yfir nægri orku til þess að gereyða jörðinni á andartaki. Rétt áður en það gerist sleppur frá jörðinni geimfar sem inniheldur búnað er endurskap- að getur bústað mannanna en far- ið týnist í víðáttum geimsins. Fimmtán árum síðar leggur jarðarbúinn Cale í mikla hættuför um útgeim ásamt félögum sínum Akimu og Korso til þess að hafa uppi á vélinni miklu en á hælum þeirra eru hinir illræmdu Drejar. Teiknimyndin „Titan AE“ er heilmikil ævintýramynd í leik- stjórn Dons Bluths og Garys Goldmans. Hún gerist við upphaf fjórða árþúsundsins og tekur ým- islegt að láni frá öðrum útgeims- myndum, Stjörnustríði til dæmis, og reiðir sig kannski um of á þær en er engu að síður oftast hröð og spennandi og skemmtileg. Frá- sögnin missir nokkuð dampinn um miðbikið en nær fljótt hraða aftur og myndin reynist á endanum prýðileg afþreying. Teikningarnar eru vandaðar og er útgeimur gerður að sérstaklega ævintýralegum stað með litfögrum sviðsmyndum er gagnast ævintýr- inu vel. Persónusköpunin er mjög á kunnuglegum nótum. Aðalpers- ónan, Cale, er eins og Logi geim- gengill, unglingspiltur sem verður að skilja að hann hefur heimssögu- legt hlutverk, kærastan hans, Ak- ima, fellur fyrir honum eftir nokk- ur átök og skipstjórinn Kelso er Han Solo endurfæddur. Það er svolítið forvitnilegt að sjá hvernig íslenska talsetningin virk- ar í hasarmynd af þessu tagi. Yfir- leitt, en ekki alltaf, eru teikni- myndirnar ævintýralegar fantasíur með einskonar alþjóðlegt tungu- mál sem alls staðar getur átt við, líka á Islandi. I mynd eins og „Tit- an“ er nokkuð sérhæft hasarmál á ferðinni, stælgæjaháttur ýmiss konar, meitlaðar setningar og húmor í bland. Islensku leikararn- ir hiksta lítið á því í talsetning- unni. Standa sig með prýði svona langt að heiman frá sér. Arnaldur Indriðason Freyjukettir á heimasíðu FREYJUKETTIR gefa út sögur Guðrúnar Kristínar Magnúsdóttur á Netinu. Heimasíðan geymir nýjar edduskýringar og kynnir bókina Óðsmál sem útskýrir vísindi í heiðni. Edduskýringar eru á ensku í því skyni að veita erlendum mönnum að- gang að fornri norrænni menningu, en nú hafa bæst við ýmis handrit og bækur á íslensku. Að sögn útgáfunn- ar eru sögurnar gjöf til þeirra sem eru að læra íslensku og til allra sem vilja lesa góð íslensk skáldverk og myndskreyttar sögur. Meðal þess sem er að finna á heimasíðunni eru handrit að helgi- leikjum og handrit fyrir krakka að uppfærslu á Skírnismálum, bæði á íslensku og ensku. Skýringar á launsögn Skírnismála fylgja handritunum á báðum málun- um. Netslóðin er http://www.mmedia. is/odsmal. Framtíðin hefst ....ÍIUÍ TOSHIBA heimabíó Nýjasta og fullkomnasta tækni á einstöku verði! Önnur TOSHIBA tæki fást í Super-5 Digital Blackline myndlampi • 180-300W magnari • 3 Scarttengi að aftan • 2 RCA Super VHS/DVD tengi að aftan Super VHS, myndavéla- og heyrnartækjatengi að framan • Barnalæsing á stöðvar • Glæsilegur skápur á hjoium með 3 hillum • 6 framhátalarar • 2 bassahátalarar •2x2 bakhátalarar verð m/öllu þessu frá aðeins 134.900, stærðunum frá 14"-61" TOSHIBA DVD • SD 100 er af 5. kynslóð DVD mynddiskaspilara, með betri myndgæðum og mun fullkomnari en aðrir bjóða! TOSHIBA eru fremstir í tækniþróun. Hönnuðir Pro-Logic heimabíókerfisins, Pro-Drum mynd- bandstækjanna og DVD mynddiskakerfisins. *staðgrei8siuafsiáttur er s% Einar Farestveit&Cothf. Borgartúni 28 • S: 562 2901 8t 562 2900 • www.ef.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.