Morgunblaðið - 20.09.2000, Síða 32

Morgunblaðið - 20.09.2000, Síða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ > Eitthvað íslenskt „Leikskáld á þrítugsaldri eiga tiltölulega erfitt meb að finna sig í leikhúsinu... “ m- ISLENSK atvinnuleikhús með Þjóðleikhús og Leikfélag Reykjavíkur í broddi fylkingar voru um langt skeið haldin þeii'ri þjóðernislegu þráhyggju að til þess að íslenskt leikhús stæði undir nafni væri nauðsyn- legt að allt að helmingur verk- efna á hverju leikári væri ís- lenskur. Erlendir áhugamenn um leikhús sem fregnuðu þessa ofrausn sáu ekki nema tvær mögulegar skýringar; annars vegar að hér væru ekki sviðsett VIÐHORF Eftir Hávar Sigurjónsson nema svo sem fimm eða sex leik- rit ái'lega í það heila tekið og væri þá smáþjóðin lík- lega fær um að setja saman 2-3 verk sjálf, eða að Islendingar væru slíkir rembingsmenn að fyrr skyldi vanta annan fótinn áður en sæi helti á nokkrum manni. Islenskur skyldi helming- urinn vera hvað sem það kostaði. Nú er farið að sjatna í okkur enda tengsl við aðrar þjóðir meiri og reglulegri og alþjóðleg menning nærtæk, hámenning, lágmenning og póstmódernísk menning, sem er víst hvort- tveggja í senn og allt hitt líka. í öllu falli virðist sem stefnan í ís- lenskum leikhúsum sé að breyt- ast þannig að „stóru“ leikhúsin telja sig ekki lengur sliguð af þeirri leiðu skyldu að sviðsetja íslensk leikrit sama hvort þau eiga erindi upp á svið eða ekki; og hinsvegar að upp eru sprottn- ir bústnir leikhópar - sjálfstæð leikhús - sem gefa sig út fyrir að sviðsetja ekkert annað en íslensk leikrit. Hið ágæta Hafnarfjarð- arleikhús (stofnað 1995) hefur oft verið nefnt sem fordæmi um þetta en þar á undan voru bæði Möguleikhúsið (1990) og Banda- menn (1992) og þar á eftir Draumasmiðjan og íslenska leik- húsið sem einnig hafa lagt sig eftir íslenskum verkum. Meira að segja nýríku hjónin, L,oft- kastalinn og Leikfélag Islands, þau musteri markaðshyggjunnar í íslensku leikhúsi hafa tekið þá „markaðslegu áhættu “ að svið- setja „ný íslensk leikverk". Und- irritaður hefur orðið var við það á undanförnum vikum að viss viðkvæmni er ríkjandi fyrir þess- um ágæta frasa „markaðs- ieikhús". Skilgreiningar er greinilega þörf. Markaðsleikhús er leikhús sem leggur sig fram um að framfylgja því göfuga markmiði að sýna það sem „fólk vill sjá“. Markaðsleikhús eltir uppi ríkjandi smekk, hefur ekki sjálfstæða skoðun á nokkrum hrærandi hlut, vekur ekki til um- hugsunar um eitt eða neitt, veitir engan innblástur til annarra verka en það er andskotanum SKEMMTILEGRA. Það er hið yfirlýsta markmið markaðs- leikhússins og hefur verið um langan aldur og er sannarlega gaman að verða vitni að því að hið íslenska markaðsleikhús hef- ur á þessu hausti uppgötvað sjálft sig að þessu leyti. Fleiri sjálfstæð leikhús mætti nefna sem hafa ekki sviðsett neitt annað en ný íslensk leik- verk þótt hvert og eitt þeirra hafi kannski ekki lifað nema eina uppsetningu. Hún var þó íslensk. Annað mál er hvort þetta skiptir sköpum um listræna stefnu. Hvað þýðir það að ýta undir íslenska leikritun? Hverju er verið að halda fram? Hvaða hlutverki gegna leikskáld yfii'- leitt? Listamenn almennt ef út í það er farið. Eiga þeir að auðga mannlífið. Hin borgaralega skoð- un á listinni er að hún sé fagur- fræðileg afþreying. Upphafning frá amstri hversdagsins. Til- finningaleg örvun. Menning á vorum tímum er samfléttuð markaðnum og enginn getur komið list á framfæri nema hafa aðgang að markaði og útvöldum markhópi. Giftar konur á sex- tugsaldri sækja leikhús hlutfalls- lega meira en giftir karlmenn á fertugsaldri. Leikskáld á þrí- tugsaldri eiga því tiltölulega erf- itt með að finna sig í leikhúsinu og leikhúsin hafa átt enn erfiðara með að finna leikskáld á þrítugs- aldri. Leikhúsin reyna sífellt að höfða til þeirra hópa sem erfiðast er að draga inn í leikhúsin og merkilegt að markaðsfræðingar leikhúsanna skuli ekki hafa kom- ist að þeirri einföldu niðurstöðu að heppilegast væri að leikrita- höfundar væru konur á sextugs- aldri. Þjóðleikhúsið hyggur t.a.m. á kvennasýningu í vetur. Astkonur Pieassos. Þar eru ein- tómar konur í öllum hlutverkum og á öllum póstum. Og væntan- lega munu konur sækja þessa sýningu. Leiki'it um konur fyrir konur. Einföld uppskrift. Höf- undurinn er reyndar karlkyns og drifkraftur leikritsins sömuleið- is. Sumir eru haldnir þeirri firru, undirritaður þar á meðal, að leik- hús eigi sér göfugri tilgang en þann einan að drepa tímann á skemmtilegan, menningarlegan, listrænan hátt. Líklega er þetta misskilningur. Og þess vegna eiga íslensk leikskáld svona erf- itt uppdráttar. Skáld eru flest haldin þessum sama misskiln- ingi, að sköpun þeirra hafi merkilegra markmið en drepa tímann. Skáld vilja eiga erindi við samtíma sinn. Skáld vilja segja eitthvað, þau vilja hafa áhrif. Þau vilja vekja áhorfand- ann, lesandann, hlustandann. Til umhugsunar eða athafna nema hvorttveggja sé. Og þá rekum við okkur á fyrstu hindrunina. Jú, þetta er allt saman gott og blessað en það verður að vera GAMAN að þessu líka. Áhorf- andanum, lesandanum, hlustand- anum má ekki LEIÐAST. Þetta verður semsagt að vera bæði SKEMMTILEGT og alls ekki OF LANGT. Ef þessum skilyrð- um er fullnægt er allt í lagi þótt áhorfandinn, lesandinn, áheyr- andinn sé vakinn til umhugsunar eða athafna í leiðinni. Spurningin sem þá kviknar er auðvitað lymskulegri því ekki er sama hvað áhorfandinn, lesandinn, áheyrandinn er vakinn til um- hugsunar um eða athafna til. Þessi spurning á náttúrlega ekki við í okkar lýðfrjálsa landi, á hana er bara verið að benda sem möguleika meðal þröngsýnni þjóða sem búa við ritskoðun eða strangari markaðsstýringu en hér viðgengst. Málfrelsi okkar takmarkast ekki af neinu nema því helst að til lítils er að tjá sig ef enginn hlustar, les eða horfir á. Þá er best að gæta þess að vera SKEMMTILEGUR og hafa töluna ekki OF LANGA. ÞAÐ hefur stundum vakið undrun mína, þegar ég fylgist með hinni ýmsu „umræðu“ í samfélaginu, hve mönn- um er stundum ósýnt um að notfæra sér þá þekkingu, sem þeir þó hljóta að búa yfir. Mér dettur í hug „umræðan" um fund Ameríku. Allir hljóta að vita, enda kennt í barna- skóla, að Grænland er í heimsálfunni Ameríku. Fyrsti Evrópumaður- inn, sem nam land í Am- eríku hlýtur því að hafa verið Norðmaðurinn Eiríkur rauði, en ekki sonur hans, Leifur. Það er m.a.s. hugsanlegt, þótt það sé ekki sérlega líklegt, að Leifur heppni hafi beinlínis verið fæddur í Ameríku (þ.e. á Græn- landi). Víst er, að hann ólst upp í þeirri heimsálfu, sem hann er sagður hafa uppgötvað á fullorðinsárum. Þetta vita allir, en þó þrjóskast menn við að telja ferð Leifs til megin- landsins árið 1000 hafa verið „fund Ameríku". Grænland er, og hefur allt- af verið, alveg óumdeilanlegur hluti Norður-Ameríku og ekki síður amer- ískt en þær eyjar Kaiibahafs, sem Kólumbus heimsótti 1492. Menn vita þetta án þess að vita að þeir viti það. Sama verður uppi á teningnum, þegar kemur að fjölmörgu í „um- ræðu“ heimsendaspámanna um ósón- gatið (sem ég skrifaði um 15.8.’99) og „gróðurhúsaáhrifirí1, sem svo eru nefnd. Þótt undirstöðuatriði í sögu, veðurfræði, eðlisfræði, náttúrufræði og landafi'æði hafi verið kennd í grunn- og framhaldsskólum um ára- tuga skeið, virðast hinir erlendu blaðamenn, sem ráða þessari „um- ræðu“ almennt hafa verið tossar í skóla, og stjórnmálamennimir, sem ákvarðanir taka að mestu út frá skrif- um fávísra æsifréttablaðamanna, virðast hafa verið álíka grænir í flest- um námsgreinum. Loftslag á jörðinni nú er afbrigði- lega kalt. Það eru engin sérstök tíð- indi, að mesti óvinur alls sem lifir, er frost og kuldi. Þetta vita allir. Skyn- lausar skepnur, fuglar, fiskar, skor- dýr, grös og jurtir vita þetta og leita því ávallt í hlýjuna. Þeir fáfróðu er- lendu æsifréttablaðamenn, sem eru hinir raunvenilegu upphafsmenn „umræðunnar" um ósóngatið og „gróðurhúsaáhrifin“, vita þetta hins vegar augljóslega ekki. Þeir, og margir stjóm- málamenn, t.d. A1 Gore forsetaframbjóðandi, hafa fengið þá flugu í höfuðið að hlýjan, vinur alls sem lifii', sé vond. Hin meinlokan er þó enn undarlegri, en hún er sú, að heimurinn muni farast, ef hlýnar agnarhtið aftur á næstu hundrað áram. Ég sjálfur, og öragg- lega allir aðrir, sem gengið hafa í gegnum grann- og framhalds- skólakerfið hér, vita enda kennt í grannskólum, að við lif: um nú á ísöld, þótt hlýviðrisskeið sé. I raun er loftslag nú afar kalt, sé miðað við jarðsöguna í heild, og raunar einn- ig á mælikvarða núverandi hlýviðris- skeiðs, sem hófst fyrir eitthvað um tíu þúsund áram, en síðan þá fer loftslag Veðurfar Við lifum nú á ísöld, segir Vilhjálmur Eyþórsson, þótt hlýviðrisskeið sé. hægt kólnandi. þessi kólnun er ekki jöfn, heldur skiptast á hlýrri og kald- ari tímabil, lengri og skemmri, en þrátt fyrir að hitakúrfan sé hlykkjótt, liggur hún afdi'áttarlaust niður á við og hefur svo verið í tíu þúsund ár, mönnunum og öllu lífríkinu til ómæl- anlegs tjóns. Menn hafa fundið merki um ein 15- 20 hlýviðrisskeið á núverandi ísöld og hafa sum þeirra augljóslega verið miklu hlýrri en það sem nú ríkir. Um ástæður þeirra, og sjálfrar ísaldarinn- ar, er ekkert vitað með vissu. Fundist hafa merki um nokkrar aðrar ísaldir á fyi-ri tímaskeiðum jarðsögunnar, en þær hafa verið tiltölulega stuttar sé miðað við heildarlengd jarðsögunnar. Menn hljóta að hafa lært það í skóla, að mestalla sögu jarðarinnar hefur hiti verið a.m.k. 10-20 stigum hæni en nú, og lítill eða enginn ís við heimskautin. Mest alla sögu íslands, þ.e. fyrstu 17 milljón árin þar til núverandi ísöld hófst fyrir um þrem milljónum ára, var loftslag og gróður hér svipaður og nú er í Norður- Kalifomíu. Slíkt loftslag er íslandi og jörðinni allri eðlilegt, en ekki ís- aldarkuldinn, sem nú ríkir. Flóðið mikla Síðasta jökulskeiði lauk í nokkrum áföngum, en lokabráðunin virðist hafa tekið tiltölulega skamman tíma. Henni fylgdu óhjákvæmilega miklai' náttúrahamfarir, stormar og flóð svo mikil, að minningin um þau hefur varðveist fram á þennan dag. Alls hafa varðveist um 20Ó sagnir um þetta mikla flóð í öllum heimshomum, en sagnirnar um Nóaflóð, Atlantis og Gilgamesh era e.t.v. frægastar. Mér sýnist að menn, jafnvel lærðir sagn- fræðingar, geri sér stundum varla grein fyrir því hve stutt er síðan „ís- öldinni", þ.e. jökulskeiðinu lauk. Reki menn söguna aftur að ritun Gilg- amesh-kviðunnai' eða byggingu pýra- mída Egyptalands, era þeir þegar komnir hálfa leið aftur á, Jsöld“. Þessi tími kann að virðast langur, en er þó svo stuttur, að hann mælist alls ekki á mælikvarða jarðsögunnar, sem mæl- ist í milljónum og milljörðum ára. Ég held enn áfram að rekja það, sem ég sjálfur lærði og aðrir hljóta líka að hafa lært í grann- eða a.m.k. framhaldsskóla: Fyrstu árþúsundin eftir flóðið mikla var loftslag á norð- urslóðum a.m.k. 4-5 stigum hlýrra en nú er, miklu heitara en jafnvel hörð- ustu spámenn heimsendafræðinga nútímans, þ.e. svokallaðra „umhverf- isvemdarsinna“ gera ráð fyrir í „svörtustrí'jspám sínum. Þá var Island nánast paradís á jörðu í samanburði við það sem nú er, enginn Vatnajökull, aðeins fáeinar jökulhettur á hæstu tindum og landið allt grænt óg gróðri vafið. Allt lífríkið tók við sér. Gífurleg landflæmi víða um heim, sem áður höfðu verið lítt byggileg vegna kulda eða þurrka, urðu nú aftur byggileg mönnum, dýr- umogjurtum. Loftslag var miklu rakara vegna hlýindanna. Sahara-eyðimörkin var t.d. grasi gróin og þéttbyggð mönnum og skepnum. Síðan kólnaði hægt og hægt og þornaði því jafnframt smám saman, svo byggðin færðist til strand- ar og í Nílardalinn. Enn á tímum Rómverja vora þó Timgad og fleiri borgir reistar í blómlegum landbún- aðarhéraðum Norður-Afríku, þar sem nú era sandöldur einar. Síðan þá hefur loftslagi áfram hægt og sígandi verið að hraka, þ.e. það er að kólna og þorna, öllu lífríkinu til tjóns og stefnir óhjákvæmilega í nýtt jökulskeið eftir nokkur þúsund ár. Kílómetraþykkur jökull mun þá aftur leggjast þar yfir, sem ýmsar helstu borgir Vestur-Evrópu og Norður- Ameríku standa nú. „Gróðurhúsaáhrifin", ef einhver era, gætu hugsanlega hægt á þessari þróun eða stöðvað hana. Vonandi fer svo. Höfundu r stundar ritstörf. Vonandi verða groður- húsaáhrif Vilhjálmur Eyþórsson Ertu enn að kenna? „ERTU enn að kenna?“ Þetta er það fyrsta sem ég er spurð- ur að þegar ég hitti fólk á fömum vegi, bæði kunningja og gamla nemendur. Margir virð- ast hissa en aðrir fullir samúðar. Þegar ég hef svo lýst mig sekan fylg- ir oftast í kjölíárið: „Er ekki ástandið í skólun- um ferlegt og miklu verra en það var?“ Við þeirri spumingu er ekki til neitt einfalt svar því skólahald hefur breyst mjög mikið frá því ég steig mín fyrstu spor í kennslu fyrir liðlega fjórðungi aldar. Skólarnir vora þá að kljást við mörg og oft illleysanleg vandamál. Vanda- mál núna endurspegla væntanlega þær breytingar sem orðið hafa á þjóðfélaginu, era öðra vísi en áður og kalla á aðra meðhöndlun. Nú era t.d. komnir inn í almennu grannskólana nemendur sem sáust þar ekki áður, vora í sérskólum eða á heilbrigðis- stofnunum. Grannskólunum er ætlað að koma til móts við þarfir þessara nemenda en mikið skortir á að þeim sé búin sú umgjörð sem gerir það mögulegt. Þessi vandi eða úrræða- leysi gerir það að verk- um að kennarastarfið er orðið svo krefjandi og erfitt að fjöldi hæfra kennara hefur horfið til annarra starfa. Er því von að spurt sé: „Ertu ennaðkenna?" Eins og áður segir hef ég verið grann- skólakennari býsna lengi og ekki fer hjá því að maður velti stundum fyrir sér hvað orðið hafi úr nemendunum, hvar þeir séu stadd- ir núna því vissulega hefur verið mis- jafn sauður í mörgu fé. Flugmaður, kennari, skipstjóri, lyfjafræðingur, læknir, framkvæmdastjóri, frétta- maður, þáttagerðarmaður hjá er- lendri sjónvarpsstöð, framámaður í ungliðahreyfingu stjórnmálaflokks, leikskólakennari, bankastarfsmaður, fallhlífastökkvari-lögreglumaður, verkamaður, sjómaður, endurskoð- andi, hjúkranarfræðingur, lögfræð- Kennsla Kennarastarfíð er orðið svo krefjandi og erfítt, segir Finnbogi Sigurðsson, að fjöldi hæfra kennara hefur horfíð til annarra starfa. ingur o.s.frv. Ekki fer hjá því að það gleðji mitt gamla hjarta að fylgjast með velgengni þessara gömlu nem- enda minna sem sumir hverjir hafa þurft að klífa þrítugan hamarinn til að ná þangað sem þeir era nú. Og ekki síður að hitta þá á förnum vegi því glaðlegt brosið og hlýlegt viðmót þeirra er mér meira virði en nokkrar krónur í budduna. Þess vegna er ég enn að kenna. Höfundur er grunnskólakennari, formaður Kennaraféiags Rcykjavik- ur, varaformaður Félags grunn- skólakennara og grunnskólakennari ( Fellaskóla. Finnbogi Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.