Morgunblaðið - 20.09.2000, Page 34
34 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2000
M------------------------------
MORGUNB LAÐIÐ
MINNINGAR
+ María Ester
Þórðardóttir var
fædd í Reykjavík
hinn 1. desember
1930. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut hinn 12.
september síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Þórður Ás-
* mundur Jóhannsson,
f. 24. nóvember
1906, d. 27. septem-
ber 1974 og Auð-
björg Gissurardótt-
ir, f. 28. febrúar
1905, d. 2. janúar 1978. Systur
hennar eru: Ólafía Guðný, f. 3.
ágúst 1935, Klara Ingibjörg, f. 9.
janúar 1941 og Anna Auður f. 11.
júní 1951.
Ester eignaðist eina dóttur,
Guðrúnu Agústu. Faðir hennar
er Arne Magnússon, búsettur í
Reykjavík. Eiginmaður Guðrún-
ar er Guðjón Kristjánsson, bóndi
í Stekkjarholti í Skagafirði. Börn
þeirra eru fimm: Kristján Aust-
Elsku amma mín, það er sárt að
missa þig en ég veit að þér líður
vel þar sem þú ert núna.
Enginn veit hversu langan tíma
við höfum til umráða í lífinu en ég
hélt hann yrði lengri. Stundirnar
sem við áttum saman voru mjög
dýrmætar. Það var lengi vel langt
á milli okkar, ég í Skagafirði og þú
í Reykjavík, en þú komst alltaf til
okkar um jól og páska og í sumar-
fríinu þínu. Það var ekki fyrr en ég
flutti suður haustið 1993 og bjó hjá
Tþér einn vetur að við kynntumst
betur og urðum mjög nánar. Það
var þá sem ég sá hvað þú varst ung
í hjarta þínu og lífsglöð, þegar þú
varst nálægt var alltaf stutt í bros-
ið. Þegar ég bjó hjá þér fór ég á
táknmálsnámskeið á kvöldin til að
dal, barn hans er
Agnes Rut. Sólborg
Indi'ana, Auðbjörg
Ósk, Hjördfs Ester
og Guðjón Ólafur.
Fyrir átti Guðrún
dótturina Þórhildi
Maríu Jónsdóttur.
Ester ólst upp að
Baldursgötu 10 í
Reykjavík hjá syst-
kinunum Guðrúnu
Einarsdóttur, f. 25.
júlí 1893, d. 24.
september 1976 og
Ágústi Einarssyni,
f. 3. mars 1888, d. 14. ágúst 1967.
Síðar fluttu þau að Skúlagötu 64.
Hún stundaði sína skólagöngu
við Málleysingjaskólann að
Stakkholti 3. Ester starfaði við
bókband alla starfsævi sína eða í
yfir fimmtíu ár, fyrst hjá Arnar-
felli og síðan Bókfelii er si'ðar
sameinaðist Félagsbókbandinu.
Útför Maríu Esterar fer fram
frá Grensáskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
eiga auðveldara með að tala við
þig. Það var alltaf gaman að koma
heim og sýna þér hvað ég hafði
lært í það skiptið og stundum gat
ég meira að segja kennt þér ný
tákn, eins og þú hafðir svo oft
kennt mér.
Ég man þegar ég var lítil og var
að láta þig heyra hljóð sem ég
heyrði en þú heyrðir ekki, þá
brostirðu til mín og kinkaðir kolli.
Mér fannst þú alltaf geta heyrt það
sem ég heyrði og sagði, manstu
hvernig ég hvíslaði alltaf að
mömmu þegar ég var að rella um
eitthvað sem ég vildi ekki að þú
heyrðir? Við hittumst alltaf reglu-
lega, fórum í leikhús, í bæinn að
skoða í búðir eða út að borða og
þótti okkur þá best að fá okkur
kjúklingabita. Þegar við hittumst
komst þú alltaf á réttum tíma en
ég kom alltaf aðeins of seint, þú
lést það ekki á þig fá og beiðst eftir
mér, sennilega farin að þekkja mig.
Eftir að þú fluttir á Hrafnistu
hafðir þú nægan tíma til að sinna
handavinnunni þinni, þú varst sí-
fellt að sauma út, mála og prjóna,
alveg til síðasta dags.
Þú veiktist haustið 1997 en þrátt
fyrir erfiða baráttu varstu alltaf
sterk og dugleg að yfirstíga veik-
indin og lyfjameðferðina. Þegar þú
veiktist aftur núna í haust hélt ég
að þú myndir sigrast á veikindun-
um eins og áður, en sú varð ekki
raunin. Ég er mjög þakklát fyrir
að hafa getað verið hjá þér þessa
síðustu daga. Þú varst alltaf falleg
með svo falleg augu sem sáu meira
en flest önnur. Ég mun aldrei
gleyma síðasta brosinu sem þú
sendir mér.
í litlu bókinni sem þú gafst mér,
amma mín, stendur við afmælis-
daginn þinn: „Þegar við höfum af
heiðarleika reynt að fylgja því
besta sem í okkur býr lifum við líf-
inu rétt og endum það á réttan
hátt.“ (M. Tambs Lykke úr bókinni
Listin að lifa.) Mér finnst þessi orð
eiga vel við líf þitt. Amma mín, ég
þakka þér fyrir allar góðu stund-
irnar sem við áttum saman. Ég
mun ætíð geyma þig í hjarta mér.
Þórhildur María.
Elsku amma. Nú ertu farin frá
okkur. Þú komst alltaf í heimsókn
til okkar um jól og páska með fullt
af gotteríi og fallega pakka. Svo
varstu líka alltaf brosandi og hlóst
að ærslaganginum í okkur. Það
verður skrýtið að koma til Reykja-
víkur og geta ekki heimsótt þig.
Við munum sakna þín og dillandi
hlátrinum þínum. Takk fyrir allt
sem þú færðir okkur og allar góðu
minningarnar, elsku amma. Megi
góður Guð geyma þig.
Kristján, Sólborg, Auðbjörg,
Hjördís og Guðjón Ólafur.
Ég vil minnast í fáum orðum vin-
konu minnar, Esterar, eins og hún
var alltaf kölluð. Kynni okkar hóf-
ust þegar ég, smástelpa, kom með
móður minni vestan úr Önundar-
firði til að hefja nám í Málleys-
ingjaskólanum, eins og skólinn hét
þá. Á þessum aldri eru börn fljót
að kynnast og innan tíðar vorum
við Ester orðnar góðar vinkonur.
Hún var glaðlynd að eðlisfari í hópi
skólafélaga þó að hún ætti skap til
ef henni þótti á sig hallað. Hún var
þó ætíð fljót til sátta. Við sem vor-
um utan af landi urðum að vera í
heimavist skólans ef við áttum ekki
ættmenni í bænum til að gista hjá
eða fara heim til þegar helgarfrí
var í skólanum. Það var því ekki
laust við að ég öfundaði Éster að
geta farið heim til sín að loknum
skóladegi. I rishæð gamla skóla-
hússins var einn salur með svefn-
bekkjum þar sem við stúlkurnar
vorum, en drengirnir gistu í kjall-
ara skólabyggingarinnar. Heldur
þætti þetta ófullkomin aðstaða í
dag fyrir kröfuþjóðfélag nútímans.
En þrátt fyrir þrengsli og aðstöðu-
leysi fyrir einkalíf var furðu lítið
um ósætti meðal nemenda. Við
lærðum svo sannarlega að sýna
hvort öðru tillitssemi sem var góð-
ur undirbúningur fyrir skóla lífs-
ins.
Nokkru eftir að ég kom í skól-
ann kynnti Ester mig fyrir fóstur-
foreldrum sínum, systkinunum
Guðrúnu Einarsdóttur og bróður
hennar Ágústi Einarssyni sem þá
héldu heimili á Baldursgötu 10 og
síðar á Skúlagötu 64. Til þessara
systkina kom Ester á þriðja ald-
ursári frá föðurömmu sinni Ólöfu
Þórðardóttur. Ester ólst upp við
mikið ástríki Guðrúnar og Gústa
sem voru nokkuð við aldur er þau
tóku Ester að sér. Á heimili þeirra
vorum við skólafélagar Esterar au-
fúsugestir, hvernig sem á stóð og
segir það nokkuð um hjartalag
systkinanna. Þar kynntist ég einn-
ig Auðbjörgu Gissurardóttur, móð-
ur Esterar, sem kom stöku sinnum
í heimsókn til að líta eftir með
dóttur sinni og spjalla við systkin-
in. Á þessum tíma átti Auðbjörg
þess ekki kost að sjá um uppeldi
dóttur sinnar. Engu að síður voru
þarna miklir kærleikar á milli sem
MARIA
ESTER
ÞÓRÐARDÓTTIR
Frágangur
afmælis-
og minn-
ingar-
greina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað.
Þá er enn fremur unnt að senda
greinamar í símbréfi (5691115)
og í tölvupósti (minn-
ing@mbl.is). Nauðsynlegt er,
að símanúmer höfundar/send-
anda fylgi.
Um hvern látinn einstakling
birtist formáli, ein uppistöðu-
grein af hæfilegri lengd, en aðr-
ar greinar um sama einstakling
takmarkast við eina örk, A-4,
miðað við meðallínubil og hæfi-
lega línulengd, - eða 2.200 slög
(um 25 dálksentimetra í blað-
inu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð
takmarkast við eitt til þrjú er-
indi. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skímamöfn sín
en ekki stuttnefni undir grein-
unum.
+ í dag eru liðin
130 ár frá fæð-
ingu Jðnasar Krist-
jánssonar læknis,
brautryðjanda nátt-
úrulækningastefn-
unnar og helsta
hvatamanns að
stofnun Náttúru-
lækningafélags Is-
lands, en það var að
hans frumkvæði sem
Heilsustofnun NLFÍ í
Hveragerði, áður
Heilsuhæli NLFÍ, tók
til starfa í júlí 1955.
Jónas Kristjánsson
fæddist á Snæringsstöðum í
Svfnadal 20. september 1870 og
lést í Heilsuhæli NLFÍ í Hvera-
gerði 3. aprfl 1960.
Það var árið 1881 þegar Jónas
var 11 ára gamall, að móðir hans
dó, aðeins 40 ára að aldri, frá átta
börnum og eiginmanni. Móður-
missirinn varð til þess að Jónas hét
því að verða læknir og verja lífi og
kröftum til líknar og hjálpar öllum
þeim sem þjást. Með dugnaði og
þrautseigju lauk hann ætlunar-
verki sínu en hann lauk læknanámi
1901 en það sama ár giftist hann
Hansínu Benediktsdóttur, dóttur
séra Benedikts Kristjánssonar á
Grenjaðarstað, sem studdi hann
með ráðum og dáð til mennta en
Jónas var bróðursonur Benedikts.
Læknishjónin settust fyrst að á
Austurlandi og bjuggu lengst af að
Brekku í Fljótsdal. Jónas ávann
sér fljótt virðingu og hylli fyrir
störf sín, en hann var talinn ein-
hver fremsti skurðlæknir sinnar
samtíðar. Jónas var skipaður hér-
aðslæknir á Sauðár-
króki 1911 og var vel
látinn af samferðafólki
sínu og minnast marg-
ir aldnir íbúar Sauðár-
króks hans með hlýju
og virðingu. Honum
voru öll framfararmál
hugleikin og lagði
hann víða hönd á plóg
til góðra verka. Þá sat
hann á Alþingi um
skeið en þann tíma
taldi hann tímasóun
og leiðinlegasta tíma-
bil ævinnar. Jónas
kom víða við, hann
átti þátt í því að vatnsveita var
lögð til Sauðárkróks, hann var einn
af stofnendum Framfararfélags
Sauðárkróks og forseti þess meðan
hans naut við, hann stóð að stofnun
skátafélagsins Andvara 1922 og
stofnaði Tóbaksbindindisfélag
Sauðárkróks 1929 og var því frum-
kvöðull í tóbaksvörnum hér á landi,
eins og í svo mörgum öðrum mál-
um. Mesta afrek Jónasar á þessum
árum var þó framganga hans í því
að koma á samgöngubanni yfir
Holtavörðuheiði þegar spænska
veikin gekk yfir landið.
Jónas lét af embætti héraðs-
læknis 1938 og fluttust þau hjónin
þá til Reykjavíkur en börn þeirra
Qögur voru þá flutt að heiman en
tvær dætur þeirra hjóna eru enn á
iífi, Ásta og Guðbjörg Birkis.
Því hefur verið haldið fram, að
hið eiginlega ævistarf Jónasar hafi
byijað eftir að hann lauk störfum
sem embættismaður tæplega sjö-
tugur að aldri og fluttist suður.
Síðustu 20 ár ævinnar vann hann
að því að kynna náttúrulækn-
ingastefnuna, sem hann hafði heill-
ast af á ferðum sínum erlendis, en
stefnunni kom hann fyrst á fram-
færi á fundi Framfarafélags Sauð-
árkróks 1923. Jónas stóð að stofn-
un Náttúrulækningafélags Islands
á Sauðárkróki 5. júlí 1937. Hann
vildi bæta heilsu og auka lífsgæði
þjóðarinnar með heilbrigðum lífs-
háttum. Hann boðaði engar flóknar
aðferðir en gerði grein fyrir ýms-
um valkostum í mataræði, hreyf-
ingu og almennum lífsháttum. Áll-
ar áherslur hans snerust um
heilbrigði og hvernig auka mætti
mótstöðu líkamans gegn sjúkdóm-
um. Hann talaði oft fyrir daufum
eyrum og mátti þola harkalega
gagnrýni, m.a. frá starfsbræðrum
samtímans sem gerðu lítið úr hug-
myndafræði hans um samspil
heilsufars og heilbrigðra lífshátta.
Til gamans má geta þess að þetta
var á þeim tíma þegar tóbak var
auglýst í Læknablaðinu. í dag les-
um við orð Jónasar Kristjánssonar
læknis í stefnu Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunarinnar um heilbrigði fyrir
alla árið 2000.
I minningargrein um Jónas
sagði Björn L. Jónsson, náinn sam-
starfsmaður hans og síðar yfir-
læknir Heilsuhælisins m.a.: „Hefði
Jónas Kristjánsson farið troðnar
slóðir, mundi nafn hans hafa
geymst sem eins vinsælasta og
besta læknis síns tíma og sem öðl-
ings í hvívetna. En nú hverfa þess-
ir kostir í skuggann fyrir því
brautryðjandastarfi, sem hann
helgaði síðari hluta langrar starfs-
ævi.“
Boðskapur Jónasar Kristjáns-
sonar átti ekkert skylt við óraun-
hæfa draumóra. Heilsutrúboð
hans, en það orð var stundum not-
að um kennningar hans í niðrandi
merkingu, var trúin á það eða öllu
heldur fullvissan um það að með
ábyrgum og heilsusamlegum lífs-
háttum öðlist menn heilbrigt og
JONAS
KRISTJÁNSSON
Ester uppskar ríkulega við fráfall
Auðbjargar.
Einnig kynntist ég þar Geira
frænda, trésmið, sem var mikill
heimilisvinur og hjálparhella. Ef
eitthvað fór úrskeiðis var venjan að
kalla hann til enda úrræðagóður
maður. Margir fleiri góðir heimilis-
vinir vöndu komur sínar til systkin-
anna og aðstoðuðu þegar þörf var.
Eftir að skólanámi lauk fór Est-
er að vinna við bókband sem varð
hennar ævistarf. Fyrir nokkrum
árum fór heilsu hennar að hnigna
og fluttist hún á Hrafnistu þar sem
hún undi hag sínum vel og naut þar
góðrar umönnunar starfsfólks. Þar
var hún í samfélagi heyrnarlausra
vina sinna sem áttu jafnframt
heimili þar.
Ester eignaðist dóttur sem heitir
Guðrún Ágústa Arnesdóttir. Þessi
stúlka var augasteinn fjölskyldunn-
ar og auðgaði líf Esterar og fóstur-
foreldra hennar á efri árum. I dag
er kominn fjöldi myndarlegara af-
komenda frá Guðrúnu Ágústu sem
er gift Guðjóni Kristjánssyni
bónda. Þau búa í Stekkjarholti í
Skagafirði. Guðrún Ágústa á stór-
an barnahóp, alls 6 börn. Á seinni
árum átti Ester margar ánægju-
legar ferðir til Gunnu Gústu sinnar
eins og hún nefndi hana jafnan
þegar frí gafst frá vinnu að sumri
til eða á stórhátíðum til að geta
verið í návist hennar og barnanna.
Ester átti eitt barnabarnabarn sem
hún hafði nýlega séð og glaðst yfir.
Það var venja hjá okkur skólafé-
lögum Esterar að heimsækja hana
reglulega á Skúlagötu 58 þar sem
hún bjó í eigin íbúð í mörg ár og
undi hag sínum vel. Eigum við
margar hugljúfar minningar frá
þeim dögum. Við minnumst gestr-
isni hennar og hversu glöð hún var
í vinahópi.
Það gat því dregist í tíma að
gestirnir kveddu og kannski síðasti
strætisvagninn farinn þegar sam-
komunni lauk. Ég veit að ég mæli
fyrir munn okkar allra sem tóku
þátt í þeim heimsóknum þegar ég
flyt þakklæti fyrir áratuga vináttu
og votta aðstandendum samúð
mína.
Hervör Guðjónsdóttir.
farsælt líf. Þessi sannfæring hans
studdist við sterk rök og einnig
órækar sannanir. Og hér voru þær
bornar fram af heilsteyptum
mannvini, af hugsjónamanni í
sönnustu merkingu þess orðs.
I ávarpi Jónasar sem birtist í
fyrsta hefti Heilsuverndar, tíma-
rits NLFÍ, árið 1946 segir hann
m.a.: „Náttúrulækningastefnan lít-
ur svo á, að flestir sjúkdómar stafi
af því, að vér brjótum lögmál þau
eða skilyrði, sem fullkomnu heil-
brigði er háð. Vísindi framtíðarinn-
ar eiga án nokkurs vafa eftir að
sýna fram á þessa staðhæfingu
þegar vísindamönnum þjóðanna
ber sú gæfa til, að leita orsaka
sjúkdóma í stað þess að huga nær
eingöngu að meinunum sjálfum. Til
þess að skapa heilbrigt og dugandi
þjóðfélag, þarf andlega og líka-
mlega heilbrigða þegna. Undir-
staða heilbrigðinnar eru réttir lifn-
aðarhættir og rétt fræðsla. En
heilsurækt og heilsuvernd þarf að
byrja, áður en menn verða veikir.
Æsku landsins á að uppfræða um
lögmál heilbrigðs lífs. I þessu
starfi þurfa allir hugsandi menn að
taka þátt, allir góðir synir og dæt-
ur fósturjarðar vorrar verða að
telja það sína helgustu skyldu að
vernda heilsu sína ættjörðinni til
handa. Og takmark allra þarf að
vera það, að deyja frá betri heimi
þeir fæddust í.“
Jónas Kristjánsson læknir var
langt á undan sinni samtíð þegar
hann barðist fyrir heilbrigðum lífs-
háttum landsmanna. Hann lagði
sín lóð á vogarskálarnar í því skyni
að gera fólki Ijóst að heilsuna beri
að virða og öllum sé skylt að líta í
eigin barm og tileinka sér einkunn-
arorð Náttúrulækningafélags ís-
lands: „Berum ábyrgð á eigin
heilsu.“
Blessuð sé minning Jónasar
Kristjánssonar læknis.
Gunnlaugur K. Jónsson.