Morgunblaðið - 20.09.2000, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2000 35
HALLDÓRA
JÓHANNESDÓTTIR
+ Halldóra Jóhann-
esdóttir fæddist í
Hvammsdalskoti
Saurbæjarhreppi
Dalasýslu 7. ágúst
1934. Hún andaðist í
Vífílsstaðaspítala 8.
september síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Ingibjörg
Jakobsdóttir frá
Hvolsseli á Svínadal
og Jóhannes Stur-
laugsson frá Fjósum í
Laxárdal. Þau
bjuggu allan sinn bú-
skap í um 40 ár í
Hvammsdalskoti en auk Halldóru
eignuðust þau tvo syni, Jakob, f.
18.12.1932, d. 18.1. 1936, og Stur-
laug, f. 15.3.1938.
Eftirlifandi niaður Halldóru er
Kjartan Ólafsson, f. 1.11.1917, frá
Melum á Skarðsströnd, og hófu
þau búskap í Hvammsdal vorið
1951. Árið 1965 hófu þau búskap í
Laxárnesi í Kjós eft-
ir eins árs dvöl á
Akranesi. Vorið
1978 festu þau svo
kaup á jörðinni Stúf-
holti í Holtum t
Rangárvallasýslu og
bjuggu þar síðan.
Börn þeirra eru:
Guðrún, bóndi í Stúf-
holti, f. 15.6. 1952,
sambýlismaður
hennar er Jón Páls-
son frá Saurbæ í
Holtum; Höskuldur
Hlíðar, bóndi í Stúf-
holti, f. 28.9. 1958,
og Guðbrandur, vélamaður í
Hafnarfirði, f. 1.7.1964. Sanibýlis-
kona hans er Þórhildur Jóna Ein-
arsdóttir.
Útför Halldóru Jóhannesdóttur
fer frani frá Fossvogskiriyu í dag
og hefst athöfnin klukkan 10.30.
Jarðsett verður í Hagakirkju-
garði í Holtum.
Það er alkunna að sá sjúkdómur
sem Halldóra gekk með undanfarin
ár er ólæknandi. Engu að síður kom
fregnin um andlát hennar flatt upp á
okkur þótt okkur væri ljóst að hverju
I stefndi.
Síðustu árin var Halldóra bundin í
hjólastól en samt sem áður bar hún
sjúkdóm sinn með ótrúlegu æðru-
leysi og skynsemi. Við heimsóttum
þau Kjartan og börn hennar í Stúf-
holti a.m.k. einu sinni á sumri síðustu
árin og ávallt voru móttökurnar ein-
staklega hlýlegai-. Það var notalegt
að heimsækja þetta fólk sem tók líf-
inu með stakri ró - ekki síst fyrir
okkur sem búum í námunda við mið-
| borgina. Jafnvel jarðskjálftinn 17.
júní, þegar húsmunirnir hnindu nið-
ur á gólf og heimilið leit út eins og
efth- loftárás, virtist varla hagga ró
þess og æðruleysi.
Dóttur okkar þótti jafnan gott að
koma þangað og þegar hún varð 16
ára kaus hún að halda upp á afmælið í
Stúfholti meðal þessa elskulega fólks
. og kúnna og kattanna í fjósinu.
Það er með djúpum söknuði sem
í við kveðjum Halldóru. Innilegar
samúðarkveðjur færum við Kjartani,
börnum hennar og öðrum aðstan-
dendum.
Ásta Lilja, Sigurður Jón,
Melkorka.
„Komdu sæll og blessaður," segir
mjóslegin kona sem situr nærri mér í
hjólastólnum sínum á kaffistofunni á
taugadeild Landspítalans í byrjun
júní 1992. „Góðan dag,“ svara ég,
heldur ópersónulegur eins og mér
hættir til þegar ég þekki fólk ekki.
Ég þekkti þessa konu ekki fyrr en
eftir nokkra umhugsun. Þetta var
hún Halldóra í Stúfholti, sem ég hafði
heyrt að væri mikið veik. Hafði
kynnst henni lítillega þegar hún var
að vinna á Dvalarheimili aldraðra á
Hellu, þar sem aðstandandi minn bjó.
Þau kynni urðu ekki lengri þar því
Halldóra varð, vegna veikinda sinna,
að láta af störfum þremur og hálfu
ári áður en þarna var komið. Þá var
hún, með fullri virðingu, þéttholda en
var nú orðin grönn vexti og meðal
annars þess vegna var ég nokkra
stund að koma henni fyrir mig.
Þarna tókust með okkur Halldóru
góð kynni og vinskapur sem hélst alla
tíð síðan. Halldóra var haldin
ólæknandi taugasjúkdómi af verstu
tegund og var af hans völdum bundin
við hjólastól allan þann tíma sem við
þekktumst. Aldrei heyrði ég hana þó
kvarta og alltaf tók hún þeim þunga
bagga sem lífið lagði á hana af miklu
æðruleysi. Ég sótti í að heimsækja
hana til að rækta okkar vinskap og
ræða heimsmálin við þessa greindu
og skemmtilegu manneskju sem
hafði þekkingu og skoðanir á öllum
hlutum. Samt kom ég aldrei nógu oft.
Það er gott að koma að Stúfholti og
móttökur eftirminnilegar öllum sem
njóta þeiiTar gæfu að kynnast fjöl-
1 skyldunni á bænum þeim. Og þessi
góða fjölskylda stóð vel við bakið á
“ húsfreyjunni þegar ógæfan dundi yf-
ir. Gamla íbúðarhúsið á bænum var
barn síns tíma, byggt árið 1929, og
ekki hægt að komast um það í hjóla-
stjól. Til að Halldóra gæti verið
heima var ráðist í að byggja nýtt hús
á bænum sem var sérhannað með
þarfir hennar í huga. Iðjuþjálfar leið-
beindu með fyrirkomulag í húsinu
sem er mjög vel heppnað og reyndist
vel.
í viðtali við blað MND-sjúklinga í
júlí 1994 talar Halldóra um það hve
mikið mæddi á fjölskyldunni vegna
veikinda hennar. „Þar sem ég er löm-
uð bæði í höndum og fótum er vakt
allan sólarhringinn, það er sem betur
fer til fólk sem leggur mikið á sig fyr-
ir sína nánustu." Og undir þetta tek
ég af heilum hug. Stúfholtsfólkið á lof
skilið fyrir að gera henni kleift að
vera heima í öll þessi ár. Ég er sann-
færður um að það hefur lengt þann
tíma sem hún var á meðal okkar, að
geta verið hjá sínu fólki og fylgst af
sínum mikla áhuga með öllu því sem
gerðist í kring, í búskap og öðru.
Félagasamtök og fyi-irtæki í sýsl-
unni eiga líka miklar þakkir skildar
fyrir sérhannaða tölvu sem keypt var
fyrir Halldóru árið 1994. Tölvan er
með sérstökum búnaði sem gerir
fötluðum kleift að skrifa. Nokkrum
ái-um seinna var bætt um betur og
fengin kraftmeiri tölva þar sem hún
gat komist inn á Internetið. Þessa
tækni nýtti Stúfholtsfrúin sér af al-
efli, orðin nærri sextug þegar tölvan
kom en óhrædd að takast á við breyt-
ingar og tæki sem svo margir óttast.
Hún byrjaði aftur að halda dagbók-
ina sem hún hafði haldið alla ævi, en
hætti að geta skrifað tæpu ári áður
vegna lömunarinnar, og fór einnig að
vinna að ýmsum hugðarefnum sínum
með aðstoð tækisins.
Halldóra var félagslynd, glaðlynd
og skemmtileg kona. Hún söng með
kirkjukór sveitarinnar meðan kraft-
ar leyfðu og hún sat í sóknarnefnd
Hagakirkju í Holtum um það leyti
sem kirkjan var endurbyggð fyiár fá-
um árum og gerð að einu fallegasta
Guðshúsi í sveitum landsins. Best
leið henni þó alltaf heima hjá sér og
barst ekki mikið á utan heimilisins.
Þó líkamlegir ki-aftar þrytu hélt hún
sér vel andlega og alltaf var hægt að
leita til hennar ef á reið að fá ráð eða
skoðanir á málum.
Á kveðjustundu er margs að minn-
ast og margt að þakka. Ég þakka fyr-
ir að hafa fengið tækifæri til að kynn-
ast þessari einstæðu manneskju og
þau forréttindi sem það eru að hafa
fengið að telja hana til minna vina.
Minningin um dugnaðarkonu mun
lýsa okkur um ókomin ár. Öllum
aðstandendum Halldóru votta ég
mína dýpstu samúð með þökk fyrir
allt og allt.
Ykkar,
Jón Þdrðarson.
Er mér barst fregnin af andláti
frænku minnar, Dóru í Stúfholti,
varð mér fyrst fyrir að taka fram
bréfin hennar góðu sem hún hafði af
ótrúlegum dugnaði skrifað á tölvuna
sína. Þrátt fyrir þá fjötra sem ólækn-
andi sjúkdómur hafði hneppt líkama
hennar í og reyrt æ fastar að er á leið,
var hugsunin skýr og í þessum bréf-
um miðlaði hún mér fróðleik um okk-
ar fólk og vakti athygli mína á ýmsu
sem ég hafði ekki áttað mig á. Og við
hjónin fundum til þakklætis yfir
gæfu okkar að hafa lagt leið okkar
austur í Stúfholt bara þremur vikum
fyrr, ferð sem lengi hafði staðið til að
fara en dregizt úr hömlu af ýmsum
ástæðum eins og gengur. Okkui’ varð
ljóst að Dóra hafði farið verulega
halloka í þeini glímu sem hún hafði
háð undanfarinn áratug en samt sem
áður kvöddum við ekki með því hug-
arfari að komið væri að leiðarlokum.
Það er heiðiikja yfir minningu okkar
um komuna í Stúfholt þennan fagra
laugardag í ágúst. Heima í bæ fannst
enginn, allir voni úti við. Feðginin
þrjú voru að taka saman há, Kjartan
gai-ðaði, Höskuldur batt í nillur og
Guðrún pakkaði, samtaka fólk að
verki, en Jón Guðrúnar af bæ til að-
stoðar nági'önnum. Ofar í túninu stóð
sendibíllinn sem Höskuldur hafði út-
búið sérstaklega fyrir móður sína.
Þar fundum við frænku sem stytti
sér stundir við bóklestur jafnframt
því að fylgjast með framvindu verks-
ins sem fram fór á túninu. Sól skein í
heiði. Myndin er skýr. Þarna birtist
sem í hnotskurn sú samheldni og
samhugur í verki sem gerði henni
kleift, eftir því sem kostur var, að
eiga áfram hlutdeild í því lífi og starfi
sem hún áður hafði verið virkur þátt-
takandi í.
{ uppvexti mínum á Reykjavíkur-
möl og hér í Borgarfirðinum fór ekki
hjá því að Dalirnir settu nokkurn
svip á þá umgjörð sem markaði það
fjölskyldulíf sem ég ólst upp við. Dal-
irnir og Breiðfirðingafélagið voru hin
stóru hugðarefni föður míns á þeim
tíma, samofið áhuga hans á velferð
síns fólks sem bjó fyrir vestan. Þann-
ig lærðust nöfn á fólki, ekki sízt ætt-
mennum, sem maðm- hafði ekki séð
en varð all kunnugur af umræðunni
einni saman. Ungum skildist mér að
óvíða ef nokkurs staðar væri betra
undir bú en í Saurbænum. Nokkuð
tel ég að sé til í því þó þeim kostum sé
misskipt bæði af náttúrunnar og
mannanna hendi, þar eins og annars
staðar. Ég efa ekki að Hvammsdalur
sé góðjörð, einkum við fyrri tíma bú-
skaparhætti, en eftir því sem nýir
ruddu sér rúms hafi aðrir kostir orðið
vænlegri og því meir sem stundir liðu
fram. Hvammsdalur liggur talsvert
hærra í landinu en meginsveitin.
Þangað verður að teljast nokkuð af-
skekkt þó ekki hafi verið sérlega
langt til næstu bæja en þeim mun
meira sem vegakerfi og samgöngum
miðaði fram niðri í sveitinni. Raunar
má segja að það hafi aldrei komizt á
gott vegasamband fram að Hvamms-
dal og Koti. En þær aðstæður komu
ekki að sök fyrir réttri hálfri öld. Hún
Dóra í Hvammsdalskoti var óháð
samgöngubótum. Hún fann sinn
ljúfling á næsta bæ, öðlingsmanninn
Kjartan Ólafsson. Ekki spillti nafnið.
Honum unni hún mest og fór betur
að ráði sínu en húsfreyjan á Laugum
forðum. Ung gafst hún Kjartani og
gerðist húsfreyja í Hvammsdal, já
kornung, svo ung að það varð sumum
áhyggjuefni, vafalaust aldursmunur-
inn líka. Skynsamur maður taldi það
þó ekki vera alvarlegan agnúa á ráða-
hagnum ef ekki mætti annað að
stúlkunni finna en ungan aldur henn-
ar. Það myndi lagast.
Vorið 1952 öðluðuzt líf fyrir mér
mörg þeirra nafna sem ég heyrði í
bernsku. Raunar var ég þá enn í
bernsku. Mín fyrsta ferð vestur í Dali
í fylgd með foreldrum og systur. Til-
efni þeirrar ferðar var að frænd-
systkinin, Dóra á Grund og Laugi,
bróðir Dóru sem hér er minnst,
skyldu ganga fyrir gafl. Margt í þess-
ari ferð grópaðizt í barnsminnið. Það
var komið við á nokkrum stöðum,
m.a. í Miðskógi man ég og Ásgarði.
Alvaiáeg veikindi steðjuðu að á báð-
um þeim bæjum og settu sitt mark á
heimilisbraginn. Og sagan gerði fyr-
irsát á Svínadal eins og Bolli Kjartani
forðum og einnig var staldrað við
gegnt Hvolsseli, heiðarbýlinu á
Svínadal, því eina ábýli sem afi okkar
og amma höfðu um sína daga. Það
var á fyrsta áratug þessai’ar aldar en
annai’s var húsmennska þeirra hlut-
skipti. Tvær nætur var gist í Saur-
bænum. Þá fyrri á Grund en þá
seinni í Hvammsdalskoti. Fermingin
gekk, það ég bezt veit, vel fyrir sig.
Eg minnist fólksfjöldans við kirkjuna
og sameiginlegi’ar fermingarveizlu
allra sem þar fermdust. Einhverjar
fermingargjafir voru gefnai’, þó
hvorki utanlandsfarseðlar né hljóm-
flutningsgræjur - það orð þekktist
ekki einu sinni. Þetta var fagur dagur
og mikil hátíð í mínum huga sem hús-
freyjan unga í Hvammsdal fór að
mestu á mis við. Hún var að falli kom-
in og átti ekki heimangengt. Ég man
óljóst eftir henni í þessari ferð og síð-
an ekki aftur fyrr en ég var um tvít-
ugt. Svona var þetta, fólk var ekki að
flengjast á milli héraða í tíma og
ótíma. Haustið 1963 á ég nokkurra
daga dvöl í Saurbænum þar sem ég
átti að vera til tilsagnar v/nýmæla í
slátrun sem verið var að innleiða. Þar
voru Dóra og Kjartan við störf eins
og flest allir aðrir verkfærir í sveit-
inni. Þetta hefur verið síðasta árið
þein’a í Hvammsdal og það styttist í
tíðari samfundi.
Eftir eins árs dvöl á Akranesi er
það orðið Ijóst að fjölskyldan unir sér
ekki á mölinni. Laxárnes í Kjós fæst
til ábúðar og þangað er flutt vorið
1965 og hafizt handa að nýju við bú-
stang. Það sama vor tókum við Guð-
rún við búi í Lindarhvoli. Faðir minn
fylgdist vel með frumbýlingunum í
Laxámesi. Það var eins og áður með
það. En nú gerði hann sér gjarnan
ferð í Laxárnes og sleppti ekki tæki-
færi ef ég átti leið suður eins og það
kallazt víðast hvar að fara til Reykja-
víkur. Ekki sízt fýsti föður minn á
fund Ingu systur sinnar eftir að hún
flutti til dóttur sinnar í Laxárnes en
mjög kært var með þeim. Því var það
að í flestum ferðum mínum til
Reykjavíkur á þessum árum var
komið við í Laxárnesi. Þó mín við-
staða væri oftast stutt þá minnist ég
þess hvað það var notalegt að setjast
niður í litla eldhúsinu og samræðan
beindist gjarnan að búskap og
skepnuhaldi. Það var Kjartani hug-
stætt enda bóndi af lífi og sál. Eg
hygg þeim Kjartani og Dóru hafi
búnazt vel í Laxárnesi, jörðin góð en
húsakostur hamlaði og ekki minna
landeigendur. Og þeim sem eru vanir
sjálfsábúð er það vafalaust ekki Ijúft
að eiga undir öðrum með sitt ráðslag.
Ekki leið á löngu að farið var að huga
að einhverju jarðnæði sem fengist til
kaups en góðjai’ðir voru ekki falar í
sama mæli og nú er orðið. Búskapar-
árin í Laxámesi urðu því jafn mörg
ogí Hvammsdal.
Árið 1978 eignuðuzt þau jörðina
Stúfholt í Holtum og fluttu þangað
það vor. Áður fyrr var þrennum bú-
ferlaflutningum jafnað við húsbmna,
væntanlega í þeim skilningi hversu
margt búshluta fór forgörðum. Þó að
þessi viðmiðun eigi ekki jafnt við nú
og áður, þá fylgir slíku ávallt mikið
umstang og er þó ekki saman að
jafna við flutning milli húsa í þéttbýli.
Til sveita er einnig verið að flytja at-
vinnutæki til nýrrai’ staðfestu og
uppbyggingar sem flestum þykir
fullgott að gera einu sinni. En trú
sinni lífssýn og samhuga hófuzt þau
handa við að byggja upp búskapinn í
Stúfholti. Þar hafa þau unað hag sín-
um vel og áunnu sér slgótt virðingu
sveitunga sinna. Það var svo fyrir
rúmum tíu árum að það syrti að.
Dóra kenndi þess sjúkdóms sem hún
nú hefur lotið í gras fyrir. í þeim
ósigri er hún þó sigurvegari, með
slíkri reisn tók hún hlutskipti sínu og
naut jafnframt órofa stuðnings sinna
nánustu. Um þann þátt mætti rita
langt mál, svo einstakur sem hann er,
en er þegar að er gætt samofinn
þeirra lífsviðhorfi með kærleikann í
fyrirrúmi. Raunar er fjölskyldunni í
Stúfholti þetta svo eðlislægt að orð
þar um eru talin óþörf. Og sveitungar
létu sér ekki aðstæður óviðkomandi.
Ekki vil ég skiljast hér við án þess að
geta sambands móður minnar og
Dóru. Með þeim tókst góð vinátta
með gagnkvæmri virðingu og aðdá-
un. Einkum minntust þær samveru
sinnai’ í Hveragerði og góðra stunda
þar. Lífshlaupi hvunndagshetju er
lokið. Það stendur auður stóll í Stúf-
holti og tómarúm í tilveru fjölskyld-
unnar þar. Söknuðurinn er sár en
það er huggun í harmi að ástvinur er
laus frá fjötrum. Minningin um mæta'W
móður og ástríkan maka og kæra
frænku mun lifa. Megi góður Guð
styrkja hennar nánustu. Við Guðrún
sendum okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Jón G. Guðbjörnsson.
Halldóra Jóhannesdótth- fóður-
systh’ mín eða Dóra eins og hún var
kölluð, var máttarstólpi fjölskyldu
sinnar og hornsteinn stórfjölskyld-
unnar. Nú er Dóra farin yfir móðuna
miklu en persóna hennar lifir áfram í
huga okkar sem kynntust henni.
Dóra var fædd og uppalin í
Hvammsdalskoti í Hvammsdal í
Dalasýslu. í þeim dal átti hún enn-
fremur sín fyrstu búskaparár ásamt
lífsförunaut sínum Kjartani Olafs-
syni á býlinu Hvammsdal. Þar eign-
uðust Dóra og Kjartan fyrstu börnin
sín þau Guðrúnu og Höskuld, en síð-
ar eignuðust þau Guðbrand. Lífið í
þessum heiðadal bernsku og sveita-
rómantíkur skipaði ætíð sérstakan
sess í hjarta Dóru. Ur Hvammsdal lá
leið Dóru og fjölskyldu hennai’ á
Akranes, þaðan í Laxárnes í Kjós og
síðan í Stúfholt í Holtum.
Heimili Dóru einkenndist ætíð af
myndarbrag. Það var ekki nóg með
að Dói’a væri höfðingi heim að sækja
heldur fór þar líka skemmtileg og
góð manneskja. Eiginleikar Dóru
gerðu það að jafnt fullorðnir sem
börn sóttu til hennar og því var gest-
kvæmt hjá henni í gegnum tíðina.
Þessar kjöraðstæður ollu því að það
vildi teygjast úr heimsóknum mínum
hjá henni og þá daga naut maður
þess að Dóra var gædd einstakri frá-
sagnargáfu. Umhverfið, persónurnar
og atburðimir birtust ljóslifandi í
sögunum hennar og gáfu sterka sýn
á tilfinningar og tíðaranda hverju
sinni. Dóra lýsti á einstaklega falleg-
an og næman máta tilfinningum og
aðstæðum persónanna sem hún fjall-
aði um, ekki síst eigin reynslu frá
bernskuárunum.
Síðustu æviárin var Dóra haldin
lömunarsjúkdómi þeim er smám
saman gekk á krafta hennar. Þrátt
fyrir þessi umskipti í lífi hennar var
það sama æðruleysið og sama frá;
sagnargleðin sem einkenndi Dóru. í
stað þess að kveinka sér og leggja
árar í bát þá varð hún sér úti um sér-
útbúna tölvu með góðra manna hjálp,
sem gerði henni kleift að skrásetja
upplýsingar um ýmislegt sem hún
hafði áhuga á. Þar á meðal voru upp-
lýsingar um ættfræði og kveðskap
fjölskyldunnar og ýmis minningar-
brot. Handbragð Dóru hvað varðar
einlægan frásagnarhátt þeirra minn-
ingarbrota vitnar á fallegan hátt um m
verk þessarar góðu frænku minnar.
Jóhannes Sturlaugsson.