Morgunblaðið - 20.09.2000, Side 44

Morgunblaðið - 20.09.2000, Side 44
44 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir B PA6 ER GOTT Aö HROSA HONUM SVOLÍTH) PEGAR HANN Á ÞAÖ SKILIÐ 3etta byrjaði allt með smá dropum ! 'n.v\\ HALLÓ? _ ER PETTA NEVfiAR- ?= - TV/ríeásNC vu.\ •iS=. • < Ferdinand IT 5AY5 HERE THATTHERE AREOVER TUIENTY-ONE MILLION GOLFER5 IN THI5 COUNTRY.. ANPTHEY'RE All IN THE 6ROUP AHEAP OFMEÍ Íík. Hér stendur að það séu meira en 21 milljón manns sem spila golf í landinu. Og þau eru öll í hópnum á undan mér. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Orð vegna bókar um Gest Frá Braga Ásgeirssyni: RÝNIRINN fékk undarlega send- ingu í blaðinu laugardaginn 16. sept- ember, vegna skrifa hans um bókina um Gest Porgrímsson myndhöggv- ara, sem er eftir tvö elstu börn lista- mannsins, Þorgrím og Ragnheiði. Þar verður þeim höfundunum helst að ásteytingarsteini, að rýnirinn sé að biðja um allt aðra bók! Það má vel vera að þeim systkinum finnist ég vera að skrifa um allt aðra bók, en hins vegar get ég því miður ekki skrifað um bækur á annan hátt en þær koma mér fyrir sjónir hverju sinni. Seint geta þeir sem skrifa og setja saman listaverkabækur, vænst þess að lesendur skilji þær allir og með- taki á sama hátt, ekki frekar en að málarar máli myndir sem allir njóti á sama hátt. Er til frásagnar í því sambandi, að ég er nýbúinn að lesa bráðskemmtilega grein í Politiken um heimspekinginn Nietzsche, skegg hans og tilstandið í kringum hundrað ára ártíð áhrifavaldsins nú fyrir skömmu, en þess var víða minnst með myndarlegum skrifum. Það sem greinarhöfundi Politiken kom mest á óvart, var hve skoðan- irnar voru ólíkar, þannig að vafi gat leikið á að verið væri að skrifa um sama heimspekinginn. Þá fann hann sérstaklega að því, að enginn skrif- aði um yfirskeggið mikla, helsta persónueinkenni Nietzsches, sem honum þótti réttilega tilefni nokk- urra vangaveltna. Þetta skýrir kannski eitthvað ... Þá er enn hyggja mín að athafnir Rúnu hafi í heild verið á afmarkaðra sviði sem er engin gagnrýni á list hennar, en hún var hvorki útvarps- maður né skemmtikraftur. Eitthvað olli það titringi að ég skyldi minnast á húsmóðurstörf listakonunnar, en ég get ekki að því gert að fyrir þeirri listgrein ber ég mikla virðingu, er enda ekki sósíalisti, að auk á móti ruslfæði forsjárhyggju og andlaus- um híbýlum. Mátti þannig allt eins telja hrós. Þá eru engar ranghugmyndir uppi hjá mér varðandi vinnubrögð mynd- höggvara, og í skrifum mínum hef ég alla tíð frá 1968 upplýst lesendur blaðsins um breytt vinnulag í nútíma skúlptúrgerð, þannig voru allar fíg- úrur Marisol Escobar frá Venzuela, á Dokumenta það árið smiði ann- arra, sem varð tilefni nokkurra at- hugasemda. Þá eru á seinni tímum komnar vélsagir til sögunnar sem saga grjót og marmara næstum jafn auðveldlega og ostahnífar mjólkur- ost, eins og menn hafa orðað það. Þetta eru mikil umskipti, svona líkt því að skógarhöggsmenn nota ekki lengur axir heldur vélsagir við vinnu sína. Að vekja athygli á þessu er svo jafnlítill áfellisdómur á vinnulag myndhöggvara og skógarhöggs- manna! Þá notast allir hugmynda- fræðilegir listamenn alfarið við fag- menn við útfærslu hugmynda sinna í tré, stein, marmara og gerviefni og sér þess stað hér sem annars staðar, til að mynda jafnt í verkum Sigurðai’ Guðmundssonar og Donalds Judd. Tel svo alveg rétt, að á nokkrum stöðum séu upplýsingar fullsparleg- ar í bókinni og vísa hér aðeins til þess, að ég álít fulllítið hafi verið fjallað um landána við Akademíuna í Kaupmannahöfn árin 1945-1950, vafalítið stærsta hóp sem þar hefur verið innandyra fyrr og síðar, sagan hér þurrkuð út. Gerist á sama tíma og upplýsingaflæðið er yfirgengilegt um listspírur síðustu 30 ára. Sjálfur hóf ég þar nám haustið 1950, einmitt þegar þessi meinta holskefla hafði fullkomlega gengið yfir. Neyðarlega lítið kemur fram um tímabilið í bók- inni, ekki einu sinni nöfn skólafélag- anna og ekki hefði þurft tiltakanlegt rými til að gera málum einhver skil. Að mínu mati mikilsverðar heimildir sem eru að hverfa í móðu tímans og allt eins tilefni til að setja saman í heila bók, því hvað vita Islendingar dagsins um atburðarásina á þessum merkilegu árum er opnaði þeim list- heiminn aftur og markaði upphaf hugtaksins samtímalist? Fleiri orð hér um eru óþörf frá minni hálfu. BRAGI ÁSGEIRSSON, listrýnir. Aufflýsingagildi Islendings Frá Valdimari Kristinssyni: NÚ HEFUR víkingaskipið íslend- ingur farið mikla frægðarför til vest- urheims og áhöfnin er hin vígreifasta eftir að hafa lagt jafnvel lífið að veði. Augljóst er að afrekið hefur mikið auglýsingagildi fyrir land og þjóð en nú þarf að fara að huga að framhald- inu. Flestir munu vilja fá skipið til baka og er það skiljanlegt sjónarmið en ekki er víst að þannig nýttist það okkur best. Ef hægt væri að fá ein- hverja efnamenn í Ameríku til að kaupa skipið og byggja yfir það á Þorskhöfða, þar sem siglingum nor- rænna manna yrðu einnig gerð góð skil, þá yrði safn vestra efalaust margfalt fjölsóttara en sambærilegt safn hér heima. Það yrði ómetanleg kynning á landi og þjóð um ókomin ár og eins konar rökstudd ágiskun um að einmitt þarna hafi Vínland verið. Mörgum myndi jafnvel finnast að þarna væri skip Leifs heppna nánast komið í annað sinn. Með þessu móti fengi skipasmið- urinn, skipstjórinn og eigandinn lík- lega framlag sitt ríflega til baka og er ekki nema gott eitt um það að segja. Enn meiri yrði þó hagnaður þeirra aðila á Islandi sem selja Am- eríkönum vörur og þjónustu og þá er tilganginum náð. VALDIMAR KRISTINSSON Reynimel 65, Reykjavík Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.