Morgunblaðið - 20.09.2000, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 20.09.2000, Qupperneq 46
46 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Fella- og Hólakirkja. I DAG VELVAKAIVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Bíóferð í Horsens PAÐ mátti heyra saumnál detta í stórum og notaleg- um bíósalnum í Horsens í Danmörku 3. september sl. þegar Dancer in the dark var frumsýnd í Danmörku. Það var með töluverðri eft- irvæntingu sem við tvær ís- lenskar hreiðruðum um okkur í rúmgóðum sætum með kampavínsglas í hendi sem boðið var upp á í tilefni dagsins. Þvílík upplifun, leikur Bjarkar er svo gríp- andi og gengur svo nálægt sálinni í manni, að maður fær gæsahúð og fáir réðu við ekkasogin og grátinn sem braust út þegar leið á myndina. Margra vasa- klúta mynd og Björk gerir þetta snilldarlega, engin væmni né tilgerð. Myndin er heldur lang- dregin á parti og söguþráð- urinn dálítið skrýtinn og féll ekki að mínum smekk, ekki heldur þessi svakalega myndataka, oftast í nær- mynd og mikið á hreyfíngu, allt þetta gleymist vegna Bjarkar. Hvernig hún vinn- ur úr sínu hlutverki. Það var stórkostlegt! Eg hvet alla til að sjá þessa mynd, upplifa tónlistina og frá- bæran leik Bjarkar. Erla Óskars. Góður orðstír deyr aldrei MIKIÐ söknum við, sem erum á leiðinni niður stig- ann, góða gamla tímans, fyrir tíma tölvu, Nets og farsíma. Islendingasögurn- ar gengu frá manni til manns, orð fyrir orð, allt frá upphafí Islandsbyggð- ar, burt séð frá því hver steig hér niður fæti í fyrstu. Kristur, sem við almennt trúum á og er enn þá eldri, á enn verra uppdráttar. Rekinn út á gaddinn á kristnihátíð. Fjöldi fagnaði flugeldasýningu. Sagan endurtekur sig. Góður orð- stír deyr aldrei. Engin trúarbrögð komast með hælana þar sem Kristur hefur tærnar. Það ér vegna kærleiksboðskapar hans og allra þeirra umboðsmanna sem gegnum tíðina hafa vitnað um hann, í orði, tón- um og málverkum sem Kristur hefur komist í gegn. Guðrún Jacobsen. Pennavinur óskast Velvakanda barst bréf frá James Kofi Arhu en hann er að leita sér að pennavini á Islandi. James er 33 ára gamall og hefur áhuga á skrifum við bæði kynin. James hefur áhuga á ferða- lögum, safnar myntum og myndum. Vinsamlega skrifíð til: James Kofí Arhu, Provita Specialist Hostpital, Box 406, Tema Ghana. Áfengi og eiturdóp ANNA bað Velvakanda um að koma eftirfarandi á framfæri: Afengi og eiturdóp/ eru hvers manns skaði og böl/ er veit ei hverjum sálina hann seldi./ Því ógnun þá sá eini skóp/ sem alheims stjórnar miklu kvöl/ and- skotinn í öllu sinu veldi. Spænska boltann í sjónvarpið ÖRVAR hafði samband við Velvakanda og langaði að koma eftirfarandi á fram- færi. Ég er mikill áhuga- maður um fótbolta og mig langar til þess að sjá spænska fótboltann á skjánum. Ég á þar mitt uppáhalds Iið og mér þætti gaman að geta fylgst með mínum mönnum í beinni. Ég veit að ég tala fyrir munn margra. Það er fullt af fólki út um allt land sem fylgist vel með fótboltanum á Spáni. Mig langar til þess að skora á Stöð 2 eða Ríkis- sjónvarpið að hefja sýning- ar frá spænsku úrvalsdeild- inni. Það myndi gleðja mörg fótboltahjörtun að geta séð „sína menn“ á skjánum. Tapað/fundið Svört hjólataska tapaðist SVÖRT hjólataska tapaðist U.september sl., sennilega á Bústaðavegi, Vatnsmýi': arvegi eða á Njarðargötu. I töskunni var mosagræn flíspeysa. Skilvís finnandi er beðinn að hafa samband í síma 552-7666 eða 860- 8866. Grænt geisla- diskaveski tapaðist GRÆNT geisladiskaveski úr taui, bryddað með svörtu, tapaðist í vor. Það stendur Compack disk á veskinu. Veskið gæti hafa tapast í Borgarfírði, þó er það ekki víst. Eigandi vesk- isins var á leiðinni frá Mýr- um til Reykjavikur. I geisladiskaveskinu voru allir uppáhaldsdisk- arnir. Ef einhver veit um afdrif þess, vinsamlegast hafið samband í síma 553- 6167. Svartur leðurjakki tekinn í misgripum SVARTUR hnésíður leður- jakki var tekinn í misgrip- um úr fatahenginu á Hótel íslandi fóstudaginn 8. sept- ember sl. Skilvis finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 554- 6882. Svört leðurlíkiskápa týndist Þriðjudaginn 12. sept. sl. týndist svört leðurlíkiskápa á Astró. Kápan var skilin eftir í fatahengingu þar sem númerið týndist. Ein- hver gæti hafa tekið hana í misgripum. Kápan er glæný. Ef einhver hefur kápu sem er ekki kunnug- leg vinsamlega hafið sam- band í síma 868-8738 eða 552-0601. Dýrahald Hálfstálpuð læða hvarf að heiman HÁLFSTÁLPUÐ læða hvarf frá Hávallagötu 22 í Reykjavik. Hún er bleik- bröndótt með hvítan ki-aga. Hún var ómerkt. Upplýs- ingar í síma 866-4926 eða 552-7342. Ljóska er týnd LJÓSKA er geld læða, að mestu hvít að lit en með gula og brúna flekki á baki og höfði. Seinast er sást til hennar var hún með ól og merki en hún er gjörn á að ná sh'ku af sér. Hún er eyrnamerkt R5H158 eða 9. Ljóska er venjulega mann- elsk, „ræðir“ mikið við fólk og er gjörn á strjúka sér upp við það. Hún er vís til að leita inn til fólks ef hún er hungruð, köld eða veik. Vinsamlega látið vita af ferðum hennar, ef vitað er, i síma 862-0875. Víkverji skrifar... Paul Anderson heimsækir s Islensku kristskirkjuna Safnaðarstarf í KVÖLD kl. 20 mun séra Paul Anderson, framkvæmdastjóri Int- - A ernational Lutheran Renwal í St. Paul/Minneapolis, tala á samkomu Kristskirkjunnar á Bíldshöfða 10. Fyrir áhrif náðargjafavakningar- innar á sjöunda áratugnum stofn- settu lútherskir prestar og leik- menn í Bandaríkjunum samtök til að stuðla að endurnýjun og vakn- ingu í lútherskum kirkjum þar í landi. Frumkvöðull þess starfs var séra Larry Christenson sem heim- sótt hefur Island og ýmsir hér á landi þekkja. Séra Paul tók við starfi hans fyrir nokkrum árum. ' Hann ferðast meðal annars reglu- lega til Evrópu til að stuðla að end- urnýjun í safnaðarstarfi í apda náð- argjafahreyfingarinnar. I þetta sinn kemur hann við hér á landi og er fengur fyrir okkur að fá að heyra í honum en hann er virtur í heimalandi sínu og víðar fyrir gott og uppbyggilegt starf. Samkoman í kvöld er öllum opin. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á eftir. Grensáskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Allar mæður velkomnar með lítil börn sín. Samverustund eldri borgara kl. 14. Biblíulestur, bænastund, kaffiveitingar og sam- ræður. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10-12. Fundur kl. 20 með fermingarbörn- um sem hyggjast fermast í Hall- grímskirkju næsta vor. Innritun og upplýsingar um fermingarfræðsl- una. Mikilvægt að fermingarbörn komi með a.m.k. öðru foreldra sinna eða forráðamanni. Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyr- irbænir í dag kl. 18. Langholtskirkja. Kyrrðar- og fyr- irbænastund kl. 12-12.30. Orgel- leikur og sálmasöngur. Eftir kyrrð- arstundina er létt máltíð (kr. 500) í boði í safnaðarheimili kirkjunnar. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 11- 16. Kaffísopi, spjall, heilsupistill, létt hreyfing, slökun og kristin íhugun. Gengið er til bænagjörðai- í kirkjunni kl. 12. Að henni lokinni er sameinast yfir kærleiksmáltíð. Síð- an er spilað, hlustað á upplestur eða málaða á dúka og keramik. Eldri borgurum sem komast ekki að öðrum kosti til kirkjunnar er boðið upp á akstur heiman og heim þeim að kostnaðarlausu. Hafið samband við Svölu Sigríði Thom- sen djákna í síma 530-1314. Laugarneskirkja. Kirkjuprakkarar ‘~Í (6-7 ára) kl. 14.30. Fermingar- fræðslan hefst kl. 19.15. Unglinga- kvöld Laugarneskirkju, * Þrótt- heima og Blómavals kl. 20 (8. bekkur). Neskirkja. Bænamessa kl. 18. Sr. Frank M. Halldórsson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðar- og bænastund kl. 12. Léttur málsverð- ‘ ur á eftir í safnaðarheimilinu. Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr- aðra. Opið hús í dag kl. 13-16. Handmennt, spjall og spil. Fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 16. Bænar- efnum er hægt að koma til presta safnaðarins. Breiðholtskirkja. Kjrrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnað- arheimilinu eftir stundina. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7-9 ára börn kl. 16. TTT-starf fyrir 10- 12 ára kl. 17.15. Digraneskirkja. Æskulýðsstarf KFUM&K og Digraneskirkju kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Kyrrðar- og bænastund kl. 12 í umsjón Lilju G. Hallgrímsdóttur djákna. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið frá kl. 12. Kl. 12.10-12.25 er helgistund þar sem m.a. þakkar- og bænarefni eru lögð fram fyrir Guð. Eftir stundina í kirkjunni er léttur há- degisverður í safnaðarheimilinu gegn vægu gjaldi. Samvera fyrir fullorðna (opið hús) er svo í fram- haldinu til kl. 15. Keyrsla til og frá kirkju stendur til boða fyrir þá sem þurfa. Þeir láti vita í síma 557-3280 fyrir kl. 10 á miðvikudagsmorgn- um. Þakkar- og fyrirbænaefnum má koma til presta, djákna og ann- arra starfsmanna kirkjunnar. Starf fyrir 9-10 ára stúlkur kl. 15-16. Helgistund í Gerðubergi á fimmtu- dögum kl. 10.30. Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Altarisganga og fyr- irbænir. Boðið er upp á léttan há- degisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir velkomnir. KFUM ídagkl. 16.30-17.30. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17. Seljakirkja. Kyrrðar- og bæna- stund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúk- um, allir velkomnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni og í síma 567-0110. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14-16.30. Helgi- stund, spil og kaffi. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðar- stund kl. 12. Hugleiðing, altaris- ganga, fyrirbænir, léttur málsverð- ur á eftir í Ljósbroti, Strandbergi kl. 13. Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Samband íslenskra kristniboðsfé- laga. Samkoma í kvöld kl. 20.30o. Þáttur úr kristnisögu. Gunnar J. Gunnarsson segir frá Bjarna Eyj- ólfssyni. Kjartan Jónsson flytur hugleiðingu. Allir hjartanlega vel- komnir. Boðunarkirkjan. I kvöld kl. 20 heldur áfram námskeið þar sem dr. Steinþór Þórðarson kennir þátttak- endum að merkja biblíuna og hvernig á að leita í henni. Eftir slíkt námskeið verður biblían að- gengilegri og auðveldara að fletta upp í henni. Allir eru hjartanlega velkomnir og aðgangur kostar ekk- ert. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 18 fundur með foreldrum ferm- ingarbarna og fermingarbörnunum sjálfum í safnaðarheimilinu. Stutt kynning á fermingarfræðslu vetr- arins og fermingarmessum vorsins. Kl. 20-22 opið hús fyrir unglinga í KFUM&K-húsinu við Vestmanna- braut. Hólaneskirkja, Skagaströnd. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. IKJÖLFAR slysaöldu síðustu vikna hefur spunnist mikil um- ræða um akstur og almenna umferð á vegum úti. Fólk tjáir sig í ræðu og riti og reynir að finna skýringu á þessum skelfilegu slysum, en næst- um daglega bætast við nýjar frá- sagnir af ökuníðingum og fantaskap í umferðinni. Víkverji er dálítið uggandi yfír því í hvaða átt þessi umræða virðist vera að þróast. Þær raddir eru orðn- ar nokkuð háværar sem telja að bæta megi umferðarmenningu Is- lendinga með því að beita ökumenn einskonar sjokkmeðferð. Þessi sjokkmeðferð felur m.a. það í sér að klessukeyrðum farartækjum er stillt upp við fjölfarna staði og sett eru upp skilti með slagorðum sem ætlað er að vekja fólk til umhugsun- ar um ábyrgð sína undir stýri. Oft- ast eru þetta frekar neikvæð slag- yrði, eins og t.d. „Akstur er dauðans alvara", og „Hraðann eða lífið“ og fleira í þeim dúr. Auglýsingar og fræðsluefni í sjónvarpi og blöðum eru sama marki brennd: Slys, dauði, líkkista, svört gröfin! XXX * NÝÚTKOMINNI skýrslu frá Landsspítala - háskólasjúkra- húsi í Fossvogi kemur fram, að fólki sem naut aðhlynningar á slysa- og bráðamóttöku í Fossvogi eftir um- ferðarslys hafi fjölgað um 31% á milli áranna 1998 og 1999, og fari enn fjölgandi árið 2000. Þetta er uggvænleg þróun. Af þessu mætti draga þá ályktun að þær aðgerðir, sem hingað hefur verið beitt í umferðarfræðslu, hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Þessi neikvæði hræðsluáróður virð- ist a.m.k. ekki skila sér til þeirra sem helst þyrftu að taka hann til sín. Einna helst virðist fólk verða tauga- veiklað og stressað af þessari nei- kvæðu mynd sem upp er dregin, en allir geta væntanlega verið sammála um það að taugaveiklun og akstur er ekki góður kokkteill. xxx INHVERJU sinni var Víkverji að spjalla við vinnufélaga og umræðuefnið var fjölskylduferðir út á land í bíl. Kunninginn segir eitt- hvað í þessum dúr: „Ég er löngu hættur að nenna að vera að sperrast þetta til að græða einhverjar mínút- ur. Ég fer mér bara rólega, slappa af og nýt þess að skoða landið." Þá hnykkti Víkverja við. Hvað gal' kunningja Víkverja leyfi til að „slappa af og skoða landið“ þegar hann var að aka úti á þjóðvegum? Var það minni hraði ökutækisins sem veitti honum þessi forréttindi? Þarna fannst Víkverja kristallast sá misskilningur að akir þú rólega þá þurfirðu ekki að hafa hugann eins mikið við aksturinn. Gáleysi og sofandaháttur valda Víkverja meiri áhyggjum og eru að hans mati hættulegri óvinir en hrað- ur akstur. En það eru atriði sem erf- itt er að festa fingur á og margir veigra sér við að nefna. xxx SIGURÐUR Hreiðar blaðamaður gerir þessi atriði að umræðu- efni í ritstjóraspjalli sínu í tímarit- inu Úrvali fyrir nokkru. Þar segir hann m.a.: „Hæpið er að segja að slys hljótist af hröðum akstri eða af vondum umferðai-mannvirkjun. Flest verða af aðgæsluleysi og sof- andahætti." Og síðar: „Því miður er það svo að lögleyfður hámarkshraði íslenskrar umferðar getur virkað svæfandi. Margir bflar nú til dags eru hannaðir fyrir 100 km jafnan hraða og sumir meira og þjóðvega- hraði langt undir því marki er þreyt- andi og svæfandi. Áríðandi er að menn geri sér þetta ljóst til þess að þeir geti varað sig á þeirri lúmsku hættu sem það hefur í för með sér þegar værðin sígur á bílstjórann.11 Víkverji er að mörgu leyti sam- mála þessu og vildi því gjarna sjá aðrar áherslur í umferðarfræðslu. Þeir, sem eru i forsvari fyrir þennan málaflokk, mættu gjarna íhuga hvort ekki væri hægt að höfða meira til skynsemi fólks og hætta að nota þennan neikvæða hræðsluáróð- ur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.