Morgunblaðið - 20.09.2000, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2000 49
FÓLK í FRÉTTUM
Breiðskífan Play með Moby er á toppi Tónlistans
Stígvélaði
Þegar hugsað verður aftur til þessara alda-
móta mun tónlist Mobys án efa skjóta upp í
hugann. Lögin hafa ómað í ómældu magni
allt í kringum mann - á dansgólfínu, í út-
varpinu og í sjónvarpsauglýsingum undan-
farið árið og því varð Ólafur Páll Gunnars-
son forvitinn að kynnast þessum sérvitringi
þegar hann rakst á hann á Glastonbury-
hátíðinni fyrr í sumar.
s
G HELD að það sé alveg
óhætt að slá því föstu að á
sama hátt og miður síð-
asti áratugur í tónlist var
tími nýrómantíkur, stráka með
„stórt“ hár, naglalakk
og appelsínugular
grifflur á höndunum
verði talað um árið
2000 í framtíðinni sem
árið hans Moby.
Tónlist þessa sér-
kennilega tónlistar-
manns sem býr í iðn-
aðarhúsnæði á
Manhattan er búin
að vera allt í kring-
um okkur allt þetta
ár hvort sem við
gerum okkur grein
fyrir því eða ekki.
Oll lögin af síðustu
plötu hans, sem
heitir Play, hafa
verið fengin að
láni í alls kyns
auglýsingar og
kvikmyndir og
það er eitthvað
sem Moby sjálf-
ur átti alls ekki von á að
myndi gerast þegar hann smíðaði
plötuna í svefnherberginu sínu.
Moby heitir fullu nafni Richard
Melville Hall og er af sömu ætt og
Herman Melville sem skrifaði bók-
ina um Moby Dick. Hann er sann-
kristinn, borðar ekki kjöt og notar
ekki neitt sem búið er til úr afurðum
dýra, hann gengur t.d. ekki í leður-
skóm og hefur sterkar skoðanir á
ýmsum pólitískum málum eins og
dauðarefsingum fanga sem hann er
andvígur.
Moby er lítill maður og magm-,
hefur gott sem ekkert hár á höfðinu
og notar gleraugu.
Þegar ég rakst á hann baksviðs á
Glastonbury-tónlistarhátíðinni í
sumar vai- hann líka í stígvélum -
gúmmístígvélum!
Hvaðan ertu að koma og hvenær
komstu?
„Ég kom fyrir nokkrum klukku-
stundum. Ég var í Los Angeles í
fyrradag, í New
York í gær og
nú er ég kominn
til Glastonbury
og tónleikarnir
mínir hérna í
kvöld eru liður í
tónleikaferð um
Evrópu.“
Ertu þreyttur?
„Ég þjáist örlítið
af flugþreytu, ég er
búinn að vera á
stöðugu ferðalagi í
16 mánuði þannig að
líkaminn veit orðið
aldrei hvað klukkan
er - en það er allt í
lagi.“
Hefurðu spilað
hérna áður?
„Ég spilaði hérna
fyrir tveimur árum í
rigningunni og drull-
unni þannig að það verð-
ur góð til-breyting fyiir mig að
spila í góða veðrinu í kvöld.“
Á hvaða sviði spilarðu í kvöld?
„Ég spila á næststærsta sviðinu
sem er kallað „Other Stage“ en það
er aðeins minna en allra stærsta
sviðið. Ég held að stærsta sviðið sé
hugsað fyrir 30.000 manns en það
svið sem ég spila á fyrir 20.000“
Moby spilaði næstsíðastur á und-
an Nine Inch Nails og ég held að þeir
hafí nú verið örlítið fleiri sem mættu
til að sjá Moby en 20.000 manns.
Hvað hafa mörg eintök af „Play“
selst tilþessa?
„Rúmar 3,2 milljónir eintaka held
ég og það sem er skrýtnast er að hún
selst betur í dag en nokkru sinni fyrr
mmtmmmmm
Morgunblaðið/ÓPG
Moby var luralegur á Glastonbury-hátíðinni í sumar.
þó svo það sé liðið eitt og hálft ár síð-
an hún kom út.“
Hvernig heldurðu að standi á
þessu?
„Ég veit það ekki. Þegar platan
kom út seldist hún strax þokkalega í
Bandaríkjunum, Þýskalandi og
Ástralíu en í mörgum öðrum löndum
byrjaði hún ekki að seljast fyrr en
löngu síðar og í dag er hún komin í
gull- eða platínusölu í 15 löndum.
Þetta kemur mér gjörsamlega í opna
skjöldu vegna þess að ég gerði plöt-
una í svefnherberginu mínu og átti
aldrei von á að hún yrði vinsæl."
Veistu hvernig hún hefur selst þar
sem ég bý, á íslandi?
„Það eina sem ég veit er að hún er
langsöluhæsta platan mín á íslandi
en veit ekki hvort hún er komin í
gull.
Ein mestu leiðindin í sambandi við
tónleikaferðina um heiminn eru þau
að ég hef ekki komist til Islands en
ég á vini sem hafa verið þar og sagt
mér hversu stórkostlegt landið er og
mig langar mikið til að koma. Ég
gæti vel hugsað mér að reyna að
breyta ferðaáætluninni vegna þess
að mig langar svo mikið til að koma.“
Þekkirðu einhverja íslenska tón-,
Ust?
„Eina íslenska tónlistin sem ég
þekki er tónlist Sykurmolanna og
Bjarkar - og svo Gus Gus. Ég þekki
bara þetta sem allir þekkja."
Þú getur auðvitað flogið með Ice-
landair þegar þúertað fara yfir haf-
ið og stoppað hér í tvo til þrjá daga
fyrir sama pening og ef þú myndir
fljúga beint frá Evrópu til Banda-
ríkjanna.
„Heyrðu, því miður held ég að ég
þurfi að fara núna strax í annað við-
tal, þakka þér fyrir spjallið." i<-
MEÐAL EFIMIS:
• Gagnagrunnstækni og rekstrarkerfi: Fjallað um nýjustu strauma í gagnagrunnstaekni
og rekstrarkerfum fyrirtaekja • Netið: Farið í saumana á því hvernig Netið hefur breytt
aðstæðum íslenskra fyrirtækja, fjðlgað sóknarfærum og dregið úr kostnaði • Farsímatækni:
Sagt frá nýjum hugmyndum í farsímatækni, væntanlegum GPRS-kerfum og staðsetningar-
möguleikum sem þau gefa • Kerfisveitur • Stórtöh/ur: Fjallað um aukna stórtölvuvæðingu
• Þróun í orgjörvatækni og skammtatölvur • Linux: Þróun Linux innan fyrirtækja
•O.fl.
Pantið fyrir kl. 12 föstudaginn 22. september!
Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar
á auglýsingadeild í síma 569 1111.
AUGLYSINGADEILD
Simi: 569 1111 • Bréfasimi: 569 1110 • N’etfang: nuglPmbl.is
BLAÐAUKIININ TÖLVUR OG TÆKNI
í MORGUNBLAÐINU
LAUGARDAGINN 30. SEPTEMBER