Morgunblaðið - 20.09.2000, Síða 50

Morgunblaðið - 20.09.2000, Síða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTBMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Forvitnilegar bækur Gullöld glæpa- sagnanna Detection by Gaslight, safn breskra glæpasagna ýmissa höf- unda frá viktoríutímanum. Douglas G. Greene ritstýrir. 258 síðna kilja. Dover gefur út í Thrift Editions útgáfuröð sinni. Kostaði 175 kr. í Casa del libre í Barcelona. DOVER-útgáfan bandaríska hefur gefið út mikið safn merki- legra rita, allt frá bókum um blómaskreytingar og veggfóðrun í safn bókmenntaverka fyrri tíma. Ein útgáfuröð fyrirtækisins er beinlínis ætluð fyrir gamlar bók- menntir og merkiiegar sem seldar eru við vægu verði, eða frá um 80 kr. upp undir 200 kr. Detection by Gaslight er ágætt dæmi um þessa útgáfuröð því þó aðekki séu merkilegar bókmenntir á ferðinni á mælikvarða seinni tíma er bókin býsna góð skemmt- un, ekki síst fyrir innlegg ritstjór- ans, Douglas G. Greene, sem valdi sögumar, ritar inngang að bókinni og smá formála að hverri sögu þar sem hann segir frá höfundi og helstu verkum. Fyrir það er bókin eiguleg í meira lagi enda nýtist hún sem vegvísir fyrir þá sem á annað borð hafa gaman af glæpasögum sem skrifaðar voru um og upp úr aldamótum. I inngangi að bókinni kemur fram það mat Greenes að gullöld glæpasagnanna hafi hafist í júlí 1891 þegar fyrsta smásagan af Sherlock Holmes birtist í Strand- tímaritinu. Holmes náði gríðar- legri hylli eins og allir vita eflaust og fjölmargir höfundar urðu til að feta í fótspor höfundar hans á næstu árum og áratugum. Flestir eru þeir gleymdir í dag en margir að ósekju því höfundar eins og R. Austin Free- man, G.K. Chesterton og Jaques Futrelle, svo dæmi séu tekin, voru snjallir hver á sinn hátt. Sögu- hetja Freemans var vís- indamaður sem beitti nýj- ustu rannsóknatækni, smásjám og tilheyrandi, til að leysa sínar þrautir, Chesterton skrifaði um föður Brown, kaþólskan prest sem beitti hyggjuvit- inu og þekkingu á mann- legu eðíi og Futrelle skrif- aði um hugsanavélina S.F.X. van Dusensem beitti rökþyggju til að leysa ótrúlegustu þrautir. Örlög Futrelles eru reynd- ar efni í skáldsögu út af fyrir sig því hann fór niður með Titanie með handrit að nýju safni sagna af van Dusen í farteskinu eftir að hafa bjargað konu sinni og syni á fleka. Arni Matthíasson DEILT UM ABYRGÐ HIROHITOS A GRIMMDARVERKUM JAPANA í SEINNIHEIMSSTYRJÖLDINNI Nvju fötin keisarans ÞÓTT HÁLF ÖLD sé liðin frá seinni heimsstytjöld- inni eru sár eftir hana ekki gróin eins og sjá má af deilum um þátttöku þýskra fyrirtækja í stríð- inu og það hversu miklu fé svissneskir bankar tóku þátt í að ræna frá gyðingum á flótta frá morðsveitum nasista. Austur í Asíu eru menn enn að deila um stríðs- rekstur Japana og finnst þeim þjóðum sem urðu fyrir grimmilegri með- ferð japanska hersins sem þeir sýni ekki þá sektarkennd sem vert væri. Það varð uppi fótur og fit þegar Yoshiro Mori, forsætisráðherra Japans, sagði í ræðu í sumar að Japan væri guðlegt ríki með keisarann sem kjöl- festu. Þótti mörgum sem hann væri þar að skír- skotatil sömu hugsunar og leiddi stjómendur landsins til stríðsrekst- ursins og þeirra voða- verka sem unnin voru í seinni heimsstyrjöldinni. Lengst af hefur það reyndar verið skilningur manna að keisarinn sem þá var, Hirohito, hafi veri leiksoppur herráðsins japanska, einlægur friðarsinni og fómarlamb aðstæðna, en í nýrri bók sem vakið hefur deilur er því haldið fram að keisarinn hafí verið sannfærður um ágæti stríðsrekstrarins, hafi tekið þátt í undibúningi og skipulagi og borið ábyrgð á öliu saman, aukin- heldur sem hann hafi dregið stríðið á langinn og síðan fómað öllum helstu samstarfsmönum sínum til að forða eigin skinni. Logið til um allt saman Sagnfræðingurinn Herbert Bix sendi frá sér bókina „Hirohito og til- urð Japans nútímans", Hirohito and the Making of Modern Japan, þar sem hann heldur því fram að Hiro- hito hafi tekið fuilan átt í skipulagn- ingu stríðsins og öllum rekstri þess. Hann hafi síðan frestað óumflýjan- legri uppgjöf mánuðum saman til að ná að forða keisaradæminu og eigin skinni og sfðan logið til um allt sam- an eftir stríðið og komið helstu sam- starfsmönnum sfnum í gálgann. Bix heldur því fram að Hirohito hafi komist upp með lygarnar þar sem bandarísk hermálayfirvöld, með Douglas MacArthur hershöfðingja fremstan í flokki, vildu nota hann til Hirohito er hann tók við krúnunni af föður sínum íKyoto árið 1926. að treysta tök sín á Japan eftir stríð og tryggja að hemám landsins færi friðsamlega fram. Hirohito lést 1989 og frá þeim tíma hafa ýmis skjöl tengd stríðs- rekstrinum komist í hendur fræði- manna bæði í Bandaríkjunum og Japan. Þar á meðal eru dagbækur og bréf keisarans sem taka af öll tví- mæli um þátt Hirohitos í stríðs- rekstrinum. Ekki illa innrættur Herbert Bix segist ekki álita að Hirohito hafi verið illa innrættur maður, hann hafi verið veikgeðja og trúað því að hann væri keisari í um- boði guðanna. Þegar við bættist herskólanám hafi ekki verið nema von að keisarinn hafi verið viljandi þátttakandi i hernaðarrekstrinum. Þegar Bandarikjamenn siðan vörp- uðu kjamorkusprengjum á Hiro- shima og Nagasaki hafi það gert Hirohito auðveldara að gefast upp og birtast þjóðinni sem bjargvættur. Bix birti skjöl sem sýna að Hiro- hito tók þátt í skipulagningu her- farar Japana inn í Kína, árásarinnar alræmdu á Perluhöfn á Hawaii og svo má áfram telja. I bókinni kemur fram að Hirohito hafi tekið sífellt meiri þátt í stríðsrekstrinum eftir því sem á leið og hafi í raun borið meiri ábyrgð en flestir aðrir og mun meiri en flestir þeir sem hlutu þunga dóma eða líflát fyrir þátttöku sína í stríðsglæpum Japana. Framburði vitna breytt I bók Bix kemur fram að bandariskir saksóknarar i stríðsglæparéttarhöldum í Japan hafi séð í gegnum fing- ur sér þegar aðstoðarmenn keisarans samræmdu fram- burð vitna og æfðu og þegar misræmi varð hafí þeir breytt framburðinum eftir á til að hann félli betur að opinberum skýringum. I umræðum í kjölfar útgáfu bókarinnar hafa ýsmir haldið því fram að það hvemig Hiro- hito komst undan refsingu fyr- ir þátttöku sína í stríðinu hafi hindrað Japani íþví að axla ábyrgðina á gerðum herja sinna í stríðinu og seinkað sáttum í álfunni, enda krefjast ýmsar þjóðir þess að Japanir geri hreint fyrir sínum dymm og finnst þeir ekki hafa gcngið nógu langt í að bæta fyrir gerðir sínar. Þar á meðal eru Kóreumenn og Kínverjar, en fjölmagir Bandaríkjamenn sem lifðu af vist í fangabúðum Japana og þrælavinnu á veg- um stórfyrirtækja eins og Misubishi segjast enn bíða eftir því að vera beðnir afsöunar á harðræðinu og grimmdinni. Gagnrýni ekki góð latína Hirohito lést 1989 og fyrstu árin þar á eftir var sem Japanir væru að gera upp fortíð sína, þvi' frammá- menn tóku að biðjast afsökunar á framferði heija sinna, en þegar kreppti að í japönsku efnahagsh'fi óx þjóðernissinnum ásmegin og nýir valdamenn gerðu lítið úr stríðinu, það væri liðin tíð og engin ástæða til að ræða það frekar. Það hefur líka ekki þótt góð lat- ína að gagnrýna keisarannn í Japan og stjómvöld hafa bmgðist hart við mótmælendum sem krafist hafa þess að keisaradæmið verði afiagt. Bix hefur ekki tekist að fá út- gefanda að bókinni í Japan, þótt hún taki á mikilvægum atburðum í japanskri sögu. Dagbækur Hirohit- os hafa ekki heldur verið gefnar út þar í Iandi og enn þann dag í dag er erfitt að komast yfir myndir af Hirohito í herbúningi, en nægar myndir eru til þar sem hann er í garðvinnu, grúskar í sjávarlíffræði eða skemmtir sér með Mikka mús í Disney-Iandi. Forvitnilegar bækur WHAT EINSTEIN DIDN’T KNmV SC-IfiNTIFtC ANSWIRS ro IVHYÐftY QOISTiON DISCOVER THE SECRE JS OF MODEKN UFÉ'S MÖST BAFFUNG MYSTERIES . . . -fNTERTAiNING .. A FUN READ/ —Thc Son Ongo (Aaon-Tnbune iRohertL. Woild Það sem Einstein vissi ekki What Einstein Didn’t Know eftir Robert L. Wolke. Dell gefur út 2000.270 bls. kilja með registri. Kostar 1.735 í Eymundsson. Hirohito keisari stillir sér upp við hlið Douglas MacArthur hershöfðingja þegar sá fyrmefndi heimsótti bandaríska sendiráðið í Tókýó 27. sept- ember 1945. Fjölskyldumaðurinn Hi rohito. SVO GETUR fávís spurt að fróður ekki getur svarað, en höf- undur kversins sem hér er um fjallað, Robert L. Volke, efna- fræðiprófessor við bandarískan háskóla, fer næsta létt með að svara allskyns spumingum úr daglega lífinu sem fæstir hafá svör við. Þannig svarar hann sí- gildum spurningunm um það hvers vegna himinninn sé blár, hvernig á því standi að sé bland- að saman vínanda og vatni verði rúmmál blöndunnar minna en vökvanna fyrir blöndun, hvernig best sé að nýta sólargeisla til sólbaða, bestu leiðina til að ná tómatsósu úr flöskunni (ekki slá á botninn) og svo má telja. Sumar spumingarnar í bók- inni em full einfeldningslegar fyrir fullorðna, en aðrar snúast um atriði eða atvik sem margir hafa eflaust brotið heilann um. Þannig greinir Wolke skilmerki- lega frá því að blóðsteikt kjöt sé í raun ekki blóðugt, að blý sé í raun ekkert betra efni til að verjast röntgengeislum en til að mynda steypa, nema að því leyti að það er ódýrara en til að mynda gull sem er mun betri einangrun, hvernig mæla má hitastig með því að telja hversu títt engisprettur gefa frá sér hljóð og af hverju óblandaður frostlögur frýs fyrr ef vatns- blandaður svo dæmi séu tekin. Wolke er greinilega mikill spaugari því hann skýtur víða inn hnyttnum athugasemdum eða jafnvel meinhæðnum. Stundum tekst honum vel upp og strundum miður eins og gengur, en beittustu glósurnar fá þeir sem nýta sér fáfræði annarra til að hagnast, eins og þeir sem selja afþíðingarbakka eða sjávarsalt sem hollara en annað salt og svo má telja. Bók Wolkes er gagnleg þeim sem gaman hafa af þrætubókarlist þó viðfangsefnið sé á köflum heldur keimlíkt. Það má vísast skýra með því að Wolke er efnafræðingur, þó hann sé þekki einn- ig vel til eðlisfræði. Árni Matthíasson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.