Morgunblaðið - 20.09.2000, Page 56
Drögum næst
26. september
MORGUNBLAÐW, KRINGLUNNI 1,103 REYKJAVÍK, SÍMl 5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREJÐSLA 5691122, NETFANG: mSTJ@mUS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTII
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Ætla að hætta tengi-
flugi frá Akureyri
Mannbjörg
er trilla
strandaði
MANNBJÖRG varð þegar trillan
Siggi P. strandaði í Seyðisfírði í
gærkvöld með fimm menn innan-
borðs. Að sögn Guðjóns Sigurðs-
sonar, formanns björgunarsveitar-
innar Isólfs, var strandið tilkynnt
til björgunarsveitarinnar um klukk-
an hálftíu og var björgunarbátur
strax sendur á vettvang og tókst
honum að bjarga öllum mönnunum.
Báturinn sem strandaði er sex
tonna plastbátur og var á leiðinni
frá Loðmundarfirði til Seyðisfjarð-
ar þegar hann rak upp í fjöru á
milli Selsstaða og Sunnuholts. í
gærkvöld hafði ekki tekist að ná
bátnum á flot.
FLUGFÉLAG íslands hefur
ákveðið að hætta tengiflugi frá Ak-
ureyi’i til Egilsstaða, Isafjarðar,
Pórshafnar og Vopnafjarðar frá og
með 1. október. Jón Karl Ólafsson,
framkvæmdastjóri félagsins, segir
að afkoma á þessum leiðum sé
mjög erfið og félagið treysti sér
ekki til að halda þessu flugi úti
lengur. Áætlað tap á þessum leið-
um sé 10-15 milljónir á síðustu
þremur mánuðum ársins.
„Það er búið að vera afskaplega
erfið afkoma af þessu flugi. Afkom-
an hefur verið að versna á síðustu
2-3 árum, bæði vegna hækkandi
kostnaðar og fækkunar farþega.
Við getum einfaldlega ekki haldið
þessu áfram á kostnað hluthafa fé-
lagsins. Okkur sýnist að við spör-
um 10-15 milljónir til áramóta með
því að hætta þessu. Við áætlum að
tapið á þessum leiðum sé um 60
milljónir á heilu ári,“ sagði Jón
Karl.
Stjórnvöld eru nú með í undir-
búningi að bjóða út sjúkraflug á
landsbyggðinni. Jón Karl sagði að
framkvæmd útboðsins hefði dregist
og nú væri ljóst að niðurstaða yrði
ekki komin fyn- en um áramót.
Flugfélag íslands gæti einfaldlega
ekki beðið svo lengi. Hann sagði að
félagið myndi taka þátt í útboðinu
og það færi þvi eftir niðurstöðu
þess hvort það tæki aftur upp flug
til þessara staða á næstunni. Hann
sagði að stjórnendur flugfélagsins
væru búnir að vera í viðræðum við
stjórnvöld um þetta mál í eitt og
hálft ár. Stjórnvöldum væri því
kunnugt um afstöðu félagsins og
hvers vegna hún væri tilkomin.
Flugfélag íslands mun áfram
fljúga frá Akureyri til Grímseyjar,
en það er gert á grundvelli samn-
ings sem félagið gerði við stjórn-
völd um sjúkraflug þangað.
Stjórn Herjdlfs hf.
Óska skrif-
lega eftir
g'ög'num
STJÓRN Herjólfs hf. í Vestmanna-
eyjum ákvað á fundi sínum í gær-
kvöld að óska eftir því með formleg-
um hætti að Vegagerðin opinberaði
fyrir stjóminni þau gögn sem stuðst
var við þegar kostnaðaráætlun vegna
útboðs ferjusiglinga var reiknuð út.
Magnús Jónasson, framkvæmda-
stjóri Herjólfs, sagði að bréf þess efn-
is yrði sent til Vegagerðarinnar í dag.
„Menn eru ekki tilbúnir að sitja
undii’ því að félagið hafi á undanförn-
um árum verið að sólunda skattfé
borgaranna. Áætlun Vegagerðarinn-
ar er svo miklu lægri en hún hefur
greitt til félagsins í samræmi við
þann þjónustusamning sem hefur
verið í gildi undanfarin fimm ár. Okk-
ur finnst að með áætluninni séum við
gerðir ótrúverðugir,“ sagði Magnús.
Stjóm Herjólfs var einróma í af-
stöðu sinni í gærkvöld, að sögn
Magnúsar, en í henni sitja m.a. tveir
fulltrúar ríkissjóðs, tilnefndir af fjár-
málaráðherra og samgönguráðherra,
yfirmanni Vegagerðarinnar.
Magnús vonaðist eftir svömm
Vegagerðarinnar sem fyrst. Að-
spurður sagði hann að á þessu stigi
yrði ekki farið fram á gögnin í krafti
upplýsingalaganna. Tekið yrði eitt
skref í einu í málinu áður en frekari
ákvarðanii- yrðu teknar.
------f-^-4----
Breytingar
á ESB varða
hagsmuni
Islands
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis-
ráðhema sagði á ársfundi ráðherra-
ráðs Evrópska efnahagssvæðisins að
Ewópusambandið hefði þróast frá
gildistöku EES-samningsins og
fengist í vaxandi mæli við viðfangs-
efni sem væm utan við ákvæði samn-
ingsins en vörðuðu þó hagsmuni
EFTA-ríkjanna. Hann nefndi í því
sambandi utanríkis- og öryggismál,
myntbandalagið og samstarf á sviði
innanríkismála.
■ Telur Evrópska/lO
Morgunblaðið/Sverrir
Orn Arnarson setti Islands- og Norðurlandamet og náði sjötta besta tímanum í undanúrslitum í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í gærkvöld.
Islands- og Norður-
landamet hjá Erni
Hollenskur maður handtekinn í Leifsstöð með mesta
magn e-taflna sem hald hefur verið iagt á hérlendis
ÖRN Arnarson, sundmaður úr
Hafnarfirði, tryggði sér í gær-
kvöld rétt til að synda í undan-
úrslitum í 200 metra baksundi á
Ólympíuleikunum í Sydney, synti
á 1.59,80 mínútum og var það
sjötti besti tíminn í sundinu. Tími
Arnar er bæði íslands- og Norð-
urlandamet. Undanúrslitasundið
fer fram klukkan 8.30 í dag. Þar
keppa 16 sundmenn í tveimur
riðlum og verður Örn í þeim fyrri.
■ Ólympíuleikarnir/B2
Öryggismiðstöðvar íslands
Nú býöst korthöfum VISA heimagæsla á sérstöku tilboðsverði.
Einungis er greitt fyrir 10 mánuöi á ári.
Bjóöum einnig þráölausan búnaö.
Síml 533 2400
Á leið til New York
með 14.270 e-töflur
LAGT var hald á 14.270 e-töflur á
Keflavíkurflugvelli síðdegis í
fyrradag. Þetta er mesta magn af
e-töflum sem lagt hefur verið hald
á hérlendis og væri söluverðmæti
taflnanna hér nálægt 50 milljónum
króna, enda um að ræða a.m.k.
30.000 neysluskammta, að því er
fram kemur í fréttatilkynningu frá
sýslumanninum á Keflavíkurflug-
velli.
E-töflurnar voru í fórum hol-
lensks manns sem lögreglan stöðv-
aði á svonefndu transit-svæði í
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Mað-
urinn var þá nýlega kominn frá
Amsterdam og var á leið áfram til
New York. Af ýmsum sökum þótti
ástæða til að kanna ferðaskilríki
mannsins og tilgang ferðar hans.
Við leit á honum fundust innan-
klæða 14.270 e-töflur.
Við yfirheyrslur bar maðurinn
að hafa ætlað að flytja töflurnar til
New York, og samkvæmt fréttatil-
kynningunni hefur ekkert komið
fram við rannsókn málsins sem
bendir til að ætlun mannsins hafi
verið að koma töflunum hér inn í
landið. Lögreglan á Keflavíkur-
flugvelli fer með rannsókn málsins
og var maðurinn leiddur fyrir
dómara síðdegis í gær þar sem
farið var fram á gæsluvarðhald yf-
ir honum meðan tekin yrði ákvörð-
un um framhald málsins. Maður-
inn var úrskurðaður í gæslu-
varðhald til 19. október. Ríkis-
saksóknari ákveður hvort höfðað
verður mál á hendur manninum
hér á landi.
Skammt er síðan tollgæslan á
Keflavíkurflugvelli lagði hald á
5.000 e-töflur sem Islendingur
reyndi að smygla til landsins.