Morgunblaðið - 20.09.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 20.09.2000, Blaðsíða 56
Drögum næst 26. september MORGUNBLAÐW, KRINGLUNNI 1,103 REYKJAVÍK, SÍMl 5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREJÐSLA 5691122, NETFANG: mSTJ@mUS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTII MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Ætla að hætta tengi- flugi frá Akureyri Mannbjörg er trilla strandaði MANNBJÖRG varð þegar trillan Siggi P. strandaði í Seyðisfírði í gærkvöld með fimm menn innan- borðs. Að sögn Guðjóns Sigurðs- sonar, formanns björgunarsveitar- innar Isólfs, var strandið tilkynnt til björgunarsveitarinnar um klukk- an hálftíu og var björgunarbátur strax sendur á vettvang og tókst honum að bjarga öllum mönnunum. Báturinn sem strandaði er sex tonna plastbátur og var á leiðinni frá Loðmundarfirði til Seyðisfjarð- ar þegar hann rak upp í fjöru á milli Selsstaða og Sunnuholts. í gærkvöld hafði ekki tekist að ná bátnum á flot. FLUGFÉLAG íslands hefur ákveðið að hætta tengiflugi frá Ak- ureyi’i til Egilsstaða, Isafjarðar, Pórshafnar og Vopnafjarðar frá og með 1. október. Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir að afkoma á þessum leiðum sé mjög erfið og félagið treysti sér ekki til að halda þessu flugi úti lengur. Áætlað tap á þessum leið- um sé 10-15 milljónir á síðustu þremur mánuðum ársins. „Það er búið að vera afskaplega erfið afkoma af þessu flugi. Afkom- an hefur verið að versna á síðustu 2-3 árum, bæði vegna hækkandi kostnaðar og fækkunar farþega. Við getum einfaldlega ekki haldið þessu áfram á kostnað hluthafa fé- lagsins. Okkur sýnist að við spör- um 10-15 milljónir til áramóta með því að hætta þessu. Við áætlum að tapið á þessum leiðum sé um 60 milljónir á heilu ári,“ sagði Jón Karl. Stjórnvöld eru nú með í undir- búningi að bjóða út sjúkraflug á landsbyggðinni. Jón Karl sagði að framkvæmd útboðsins hefði dregist og nú væri ljóst að niðurstaða yrði ekki komin fyn- en um áramót. Flugfélag íslands gæti einfaldlega ekki beðið svo lengi. Hann sagði að félagið myndi taka þátt í útboðinu og það færi þvi eftir niðurstöðu þess hvort það tæki aftur upp flug til þessara staða á næstunni. Hann sagði að stjórnendur flugfélagsins væru búnir að vera í viðræðum við stjórnvöld um þetta mál í eitt og hálft ár. Stjórnvöldum væri því kunnugt um afstöðu félagsins og hvers vegna hún væri tilkomin. Flugfélag íslands mun áfram fljúga frá Akureyri til Grímseyjar, en það er gert á grundvelli samn- ings sem félagið gerði við stjórn- völd um sjúkraflug þangað. Stjórn Herjdlfs hf. Óska skrif- lega eftir g'ög'num STJÓRN Herjólfs hf. í Vestmanna- eyjum ákvað á fundi sínum í gær- kvöld að óska eftir því með formleg- um hætti að Vegagerðin opinberaði fyrir stjóminni þau gögn sem stuðst var við þegar kostnaðaráætlun vegna útboðs ferjusiglinga var reiknuð út. Magnús Jónasson, framkvæmda- stjóri Herjólfs, sagði að bréf þess efn- is yrði sent til Vegagerðarinnar í dag. „Menn eru ekki tilbúnir að sitja undii’ því að félagið hafi á undanförn- um árum verið að sólunda skattfé borgaranna. Áætlun Vegagerðarinn- ar er svo miklu lægri en hún hefur greitt til félagsins í samræmi við þann þjónustusamning sem hefur verið í gildi undanfarin fimm ár. Okk- ur finnst að með áætluninni séum við gerðir ótrúverðugir,“ sagði Magnús. Stjóm Herjólfs var einróma í af- stöðu sinni í gærkvöld, að sögn Magnúsar, en í henni sitja m.a. tveir fulltrúar ríkissjóðs, tilnefndir af fjár- málaráðherra og samgönguráðherra, yfirmanni Vegagerðarinnar. Magnús vonaðist eftir svömm Vegagerðarinnar sem fyrst. Að- spurður sagði hann að á þessu stigi yrði ekki farið fram á gögnin í krafti upplýsingalaganna. Tekið yrði eitt skref í einu í málinu áður en frekari ákvarðanii- yrðu teknar. ------f-^-4---- Breytingar á ESB varða hagsmuni Islands HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðhema sagði á ársfundi ráðherra- ráðs Evrópska efnahagssvæðisins að Ewópusambandið hefði þróast frá gildistöku EES-samningsins og fengist í vaxandi mæli við viðfangs- efni sem væm utan við ákvæði samn- ingsins en vörðuðu þó hagsmuni EFTA-ríkjanna. Hann nefndi í því sambandi utanríkis- og öryggismál, myntbandalagið og samstarf á sviði innanríkismála. ■ Telur Evrópska/lO Morgunblaðið/Sverrir Orn Arnarson setti Islands- og Norðurlandamet og náði sjötta besta tímanum í undanúrslitum í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í gærkvöld. Islands- og Norður- landamet hjá Erni Hollenskur maður handtekinn í Leifsstöð með mesta magn e-taflna sem hald hefur verið iagt á hérlendis ÖRN Arnarson, sundmaður úr Hafnarfirði, tryggði sér í gær- kvöld rétt til að synda í undan- úrslitum í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Sydney, synti á 1.59,80 mínútum og var það sjötti besti tíminn í sundinu. Tími Arnar er bæði íslands- og Norð- urlandamet. Undanúrslitasundið fer fram klukkan 8.30 í dag. Þar keppa 16 sundmenn í tveimur riðlum og verður Örn í þeim fyrri. ■ Ólympíuleikarnir/B2 Öryggismiðstöðvar íslands Nú býöst korthöfum VISA heimagæsla á sérstöku tilboðsverði. Einungis er greitt fyrir 10 mánuöi á ári. Bjóöum einnig þráölausan búnaö. Síml 533 2400 Á leið til New York með 14.270 e-töflur LAGT var hald á 14.270 e-töflur á Keflavíkurflugvelli síðdegis í fyrradag. Þetta er mesta magn af e-töflum sem lagt hefur verið hald á hérlendis og væri söluverðmæti taflnanna hér nálægt 50 milljónum króna, enda um að ræða a.m.k. 30.000 neysluskammta, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá sýslumanninum á Keflavíkurflug- velli. E-töflurnar voru í fórum hol- lensks manns sem lögreglan stöðv- aði á svonefndu transit-svæði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Mað- urinn var þá nýlega kominn frá Amsterdam og var á leið áfram til New York. Af ýmsum sökum þótti ástæða til að kanna ferðaskilríki mannsins og tilgang ferðar hans. Við leit á honum fundust innan- klæða 14.270 e-töflur. Við yfirheyrslur bar maðurinn að hafa ætlað að flytja töflurnar til New York, og samkvæmt fréttatil- kynningunni hefur ekkert komið fram við rannsókn málsins sem bendir til að ætlun mannsins hafi verið að koma töflunum hér inn í landið. Lögreglan á Keflavíkur- flugvelli fer með rannsókn málsins og var maðurinn leiddur fyrir dómara síðdegis í gær þar sem farið var fram á gæsluvarðhald yf- ir honum meðan tekin yrði ákvörð- un um framhald málsins. Maður- inn var úrskurðaður í gæslu- varðhald til 19. október. Ríkis- saksóknari ákveður hvort höfðað verður mál á hendur manninum hér á landi. Skammt er síðan tollgæslan á Keflavíkurflugvelli lagði hald á 5.000 e-töflur sem Islendingur reyndi að smygla til landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.