Morgunblaðið - 25.10.2000, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Þess minnst að 25 ár voru í gær liðin frá kvennafrídeginum
Konur fundu að saman
„Konur
neituðu að
fara heim“
gætu þær áorkað miklu
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Talið er að nærri 25 þúsund konur hafi verið saman komnar á Lækjartorgi 24. október 1975.
í gær voru 25 ár
liðin frá því tugþús-
undir íslenskra
kvenna lögðu niður
vinnu til að minna á
hve mikilvægt
vinnuframlag
kvenna er í þ.jóð-
félaginu. Arna
Schram rifjar upp
kvennafrídaginn og
ræðir við konur sem
lögðu leið sína á
baráttufundinn á
Lækjartorgi.
„KVENNAFRÍDAGURINN er
daguiinn sem íslenskar konur lögðu
niður vinnu tugþúsundum saman til
að vekja athygli á því hve mikilvægt
vinnuframlag kvenna er í þjóðfélag-
inu,“ sagði Hólmfríður Sveinsdóttir,
starfandi formaður Kvenréttindafé-
lags íslands, á hádegisverðarfundi
félagsins á Grand Hótel í Reykjavík
og Fiðlaranum á Akureyri í gær.
Fundurinn var haldinn á báðum
stöðunum, með aðstoð fjarfundar-
búnaðar, í tilefni þess að 25 ár voru
liðin frá kvennafrídeginum.
Hólmfríður minntist þess að að
dagurinn hefði hlotið heimsathygli
og að myndir af um 25 þúsund „bar-
áttuglöðum konum“ á Lækjartorgi
hefðu birst í fjölmiðlum víða um
heim. í frásögn Morgunblaðsins af
framtaki kvennanna tveirnur dögum
eftir kvennafrídaginn segir: „Ljóst
er að kvennaverkfallið[...]hefur vakið
mikla athygli víða erlendis. í Fíla-
delfiu lýsti formaður stærstu
kvennasamtaka í Bandaríkjunum yf-
ir því að bandarískar konur ættu að
fylgja fordæmi íslenskra kvenna, á
Norðurlöndum birtust mjög ítarleg-
ar fréttir um atburð föstudagsins og
sama er að segja um blöð í Bret-
landi.“ Hólmfríður greindi frá því að
dagurinn hefði skipað stóran sess í
huga þeirra kvenna sem
tóku þátt í honum og að
yngri kynslóðin minntist
hans sem þess dags
„þegar mamma fór í
bæinn og skildi okkur
eftir heima.“
Vilborg Harðardóttir,
framkvæmdastjóri Félags íslenskra
bókaútgefenda, rifjaði upp aðdrag-
anda kvennafrídagsins á hádegis-
verðarfundinum í gær og sagði að
það væri býsna mikill munur á
kvennabaráttunni þá og jafnréttis-
baráttunni núna. „Konur voru á
botninum," sagði hún. „Karlar
stjómuðu og launamunurinn var
hrikalegur." sagði hún. Skýrði hún
frá því að á sjöunda áratugnum hefði
óánægjan smám saman brotist út
meðal kvenna. „Ég býst við að margr
ar ykkar getið rifjað upp með mér
ástandið[...]þegar reiðin fór að sjóða
hvar sem konur hittust nokkrar sam-
an. Þegar þær ræddu um vinnustað-
inn, mismunandi laun, verkaskipt-
inguna, aðstöðuleysið, skortinn á
bamaheimilum, námið sem ekki
tókst að komast í, karlana sem ekk-
ert gerðu heima fyrir, ótímabærar
barneignir og karlana sem stjórnuðu
öllu.“ Sagði Vilborg að allt í einu
hefði orðið eins og sprenging. Kon-
um hefði verið nóg boðið. „Hér heima
stofnuðum við Rauðsokkahreyfing-
una og á sama tíma risu upp sam-
svarandi hreyfingar annars staðar í
hinum vestræna heimi.“ Bætti Vil-
borg því við að konur hefðu farið að
láta til sín taka. Þær hefðu vitað að
engin breyting yrði nema þær vökn-
uðu sjálfar og stæðu á rétti sínum.
Skemmtilegur dagxir
Vilborg greindi frá því að hug-
myndin um kvennaverkfallið hefði
upphaflega komið frá Rauðsokka-
hreyfingunni. I fyrstu hefði hún ekki
hlotið hljómgmnn meðal annarra
kvennasamtaka á landinu en eftir
nokkrar umræður hefðu æ fleiri kon-
ur fallist á hugmyndina. „Kvenrétt-
indakonan mikla, Valborg Beng-
tsdóttir, hjó svo endanlega á hnútinn
þegar hún lagði til að kalla aðgerðina
kvennafrí. Það gátu allir samþykkt,"
sagði Vilborg og skýrði frá því að upp
frá því hefðu konur staðið saman um
frídaginn og það þvert á allar flokks-
línur. Akveðið var að dagurinn yrði
haldinn á degi Sameinuðu þjóðanna,
hinn 24. október árið 1975, en það ár
var kvennaár Sameinuðu þjóðanna.
Á sjálfan kvennafrídaginn lögðu
svo konur niður vinnu
tugþúsundum saman,
eins og áður segir, og
þyrptust niður á Lækjar-
torg eða á aðra viðlíka
kvennafundi sem haldnir
voru víða um land. „Kon-
ur lögðu líka niður vinnu
á vinnustaðnum sem heitir heimili,"
sagði Vilborg. „Og karlarnir urðu að
taka bömin sín með í vinnuna eða
vera heima þvi engir kennarar voru í
skólanum og engar fóstrur á leik-
skólunum. Engin pössun, engin
þjónusta.“ Síðan sagði Vilborg:
„Skemmtilegri dag hafði engin okk-
ar upplifað. Munið’i þegar við sung-
um saman Áfram stelpur? Samstað-
anvar dásamleg."
í Morgunblaðinu, daginn eftir, er
greint frá dagskrá útifundarins, sem
stóð yfir í um tvær klukkustundir.
Er m.a. vitnað í ávarp Aðalheiðar
Bjarnfreðsdóttur verkakonu sem
vakti athygli á því að „konur hefðu
aðeins 73% af launum karla fyrir
sömu vinnu.“ Kvað hún víða muna
um 30 þúsund krónum á mánuði. Þá
sagði hún konur ekki sækjast eftir
neinum forréttindum umfram karla
- aðeins jafnrétti - hvorki meira né
minna. í Morgunblaðinu er ennfrem-
ur greint frá því að á sjálfu Lækjar-
torgi hefði verið staðið svo þétt að
ógemingur væri að komast yfir torg-
ið. „Fundarmenn héldu á borðum og
skiltum með vígorðum í tilefni dags-
ins og baráttunnar, sem verið var að
leggja áherslu á. Sem dæmi má
nefna örfá vígorð: „Ást er sameigin-
leg barátta", jafnrétti „strax í dag...“
Daginn fyrir kvennafrídaginn var
jafnframt greint frá því að loka
þyrfti nokkrum stórverslunum
vegna frídagsins sem og flestum
bamaheimilum. Þá mætti búast við
að þjónusta í bönkum yrði stirðari
vegna þess að karlar þyrftu að ganga
í störf kvenna og að símaþjónusta hjá
flestum fyrirtækjum landsins yrði
lakari en dags daglega svo dæmi séu
nefnd.
Hver voru áhrif dagsins?
Þess má til gamans geta að tæp-
lega helmingur fastráðins starfsfólks
Morgunblaðsins á þessum tíma var
konur og lögðu þær flestar niður
störf á kvennafrídaginn. Meðal
þeirra vom setjarar blaðsins, en það
var eingöngu sett af konum. Ekkert
var sett í blaðið á frídeginum en um
miðnætti mættu setjaramir til vinnu
í þeim tilgangi að koma út fréttum
blaðsins af baráttu-
fundinum á Lækjartorgi.
Var gefið út þynnra blað
en ella eða sextán síðna
blað daginn eftir sem að
mestu var fyllt með
fréttum af frídeginum.
Vilborg velti því fyrir
sér á fundinum í gær hver áhrif
kvennafrídagsins hefðu verið. Sagði
hún að fyrstu áhrifin hefðu verið sú
heimsathygli sem beinst hefði að ís-
landi og íslenskum konum. „Gagn-
legri áhrif vom hins vegar þau að
konur fundu að stæðu þær saman
gætu þær áorkað rniklu," sagði hún.
„Það held ég að hafi orðið býsna
áhrifaríkt í mörg ár á eftir. Konur
fóm að styðja hver aðra í verkalýðs-
félögunum, á vinnustöðunum, í póli-
tísku flokkunum og þvert á pólitískar
línur þegar mikið lá við.“
Varanleg áhrif, sagði Vilborg, að
væm íyrst og fremst breytt viðhorf.
„Nú dettur engum í hug að kona geti
ekki staðið sig á hvaða sviði sem er til
jafns við karla. Konumar sjálfar
hafa öðlast áræði og sjálfstraust."
Sagði hún að svo margt hefði áunnist
síðan að það væri líkt því að lifa í
öðra þjóðfélagi. „Konur em í meiri-
hluta þeirra sem stunda háskólanám
og annað framhaldsnám. Þær láta
eiginmenn og barneignir ekki stöðva
sig í námi eða vinnu. Börnin hafa rétt
á plássi á dagheimilum og engin er
neydd til að eignast barn gegn vilja
sínum. Þá gegna æ fleiri konur
stjórnunarstöðum í atvinnulífinu og
áhrifastöðum í stjórnun samfélag-
ins.“ Vilborg minnti þó á að þrátt fyr-
ir þennan árangur væri jafnrétti
kynjanna ekki fullkomlega náð.
Sagði hún ástæðuna m.a. vera þá að
þótt konur hefðu tekið að sér æ fleiri
störf í þjóðlífinu hefðu karlar ekki
tekið á sig meiri ábyrgð og störf fyrir
fjölskylduna og heimilið. Jafnrétti
gæti með öðmm orðum ekki náðst
þegar konur bæm tvöfalda ábyrgð; í
vinnunni og á heimilinu, á sama tíma
og karlarnir væm lausir undan þeiri’i
ábyrgð að sjá um börnin. Það mótaði
afstöðu atvinnurekenda og ráða-
manna til ráðninga, stöðuhækkana
og launa.
Valgerður Bjamadóttir, fram-
kvæmdastjóri Jafnréttisstofu á Ak-
ureyri, hélt einnig erindi á hádegis-
verðarfundinum í gær. Sagði hún
m.a. að þær sem þátt höfðu tekið í
deginum hefðu líklega ekki gert sér
grein fyrir því hvað þær hefðu verið
að skapa. Hvaða jarðveg þær hefðu
verið að plægja. „En við
fundum að stundin var
stór, stærri en hægt var
að meðtaka að fullu,"
sagði hún og spurði. „En
sáum við fyrir kjör Vig-
dísar og áhrif hennar og
virðingu í heiminum í
dag? Sáum við fyrir Kvennafram-
boðið, Kvennalistann, forseta bæjar-
stjórna og borgarstjóra í karlaveldi
stjórnmálanna, Kvennakirkju í hinu
trúarlega karlaveldi, kvennaathvörf
frá ofbeldi heimilanna, heiðursdokt-
ora og deildarforseta í hinu aka-
demíska kai’lveldi, forstjóra í karl-
veldi iðnaðarins, kvennaráðgjafa,
stangarstökkvara og Gullpálma-
konu? Ég held ekki. Eg held við höf-
um vænst og vonað en ekki vitað. Við
voram tilbúnar að vinna, gera það
sem þurfti, við þráðum breytingar,
við þráðum jafnvægi, það var það
sem knúði okkur. “ Síðan sagði Val-
gerður: „Ég held að við höfum líka
óttast og efast, en ekki verið þess vit-
andi að þrátt fyrir allan okkar svita
og öll okkar tár þá biði okkar samfé-
lag með útsölu á kvenlíkamanum,
aukningu ofbeldis og firrt ofur-
markaðsöfl."
Þær vissu að
engin breyting
yrði nema þær
stæðu á rétti
sínum
Konur lögðu
líka niður
vinnu á vinnu-
staðnum sem
heitir heimili
„ÞAÐ var mjög skrítið að vera
niðri í bæ á þessum tíma. Þetta
var eins og á 17. júní nema hvað
þarna voru
helmingi fleiri
og nær engir
karlmenn. Þetta
var eins og að
vera í einhverju
furðulandi,"
segir Anna E.
Ragnarsdóttir,
verkefnastjóri
hjá Skref fyrir
skref, þegar
hún er beðin um að lýsa því
hvernig hún upplifði baráttufund
kvenna á Lækjartorgi fyrir 25 ár-
um.
Þá var Anna á þrítugsaldri, rit-
ari hjá ísal og með tvö lítil börn,
sjö og fjögurra ára. Þeim var
komið fyrir í vinnunni hjá pabba
sínum þennan dag sem þá vann
hjá Sölustofnun lagmetis. Anna
rifjar það upp að á mörgum
vinnustöðum hefði verið búið að
gera ráðstafanir til að taka á
móti börnum sem kæmu með
feðrum si'num í vinnuna þennan
dag. Það sama átti við um vinnu-
stað eiginmannsins.
Mörgum börnum hefði verið
komið fyrir á lagernum í umsjón
lagerstjórans. Sælgæti var keypt
til að halda börnunum góðum og
skriffæri og bréfsefni fundið svo
þau hefðu nóg að gera.
Konur streymdu
í bæinn á frídeginum
Anna segir að mjög margar
konur hafi ákveðið að taka sér frí
á kvennafrídeginum; bæði konur
sem voru að vinna á hinum al-
menna vinnumarkaði sem og kon-
ur sem störfuðu heima.
„Konur streymdu niður í bæ og
voru þar allan daginn enda var
veðrið gott. Þar var boðið upp á
uppákomur og sýningar en auk
þess voru öll kaffihúsin opin.
Bærinn var allur iðandi og svo
gaman að konur neituðu að fara
heiin.“
--------------------
Anna E.
Ragnarsddttir
Mikill
kraftur á
fundinum
ÁSLAUG Thorlacius mynd-
listarkona var tólf ára þegar hún
fór á baráttufund kvenna á Lækj-
artorgi hinn 24.
október árið
Í975.
Áslaug segist
muna eftir því
að torgið hafi
verið fullt af
konum og að
hún hafi staðið
skammt frá
klukkunni í
mannþrönginni.
„Ég var reyndar dugleg að fara á
baráttufundi á þessum tíma,“ seg-
ir Áslaug og bætir því við að
skilningurinn hafi kannski ekki
verið mjög djúpur á mikilvægi
þess sem hún tók þátt í að berjast
fyrir.
Áslaug segist muna óljóst eftir
fundinum en þó muni hún eftir
því að konur hafi ávarpað fund-
inn og sérstaklega man hún eftir
því þegar Aðalheiður Bjarnfreðs-
dóttir verkakona tók til máls.
„Ég man líka að það var ótrúleg-
ur kraftur á þessum fundi,“ segir
hún. Áslaug telur aðspurð að
fundurinn hafi verið mikilvægur
fyrir kvenþjóðina en telur að
svona verði ekki gert nema einu
sinni.
„Það er stórkostlegt að þetta
skuli hafi tekist," segir hún.
Áslaug
Thorlacius