Morgunblaðið - 25.10.2000, Page 11

Morgunblaðið - 25.10.2000, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000 11 FRÉTTIR Samkomulag í höfn um samræmd réttindamál nærri 30 þúsund félagsmanna BSRB, BHM og KÍ BANDALAG starfsmanna ríkis og bæja, BSRB, Bandalag háskólamanna, BHM, og Kennarasamband íslands, KI, undirrituðu í gær samkomulag við fjármálaráðuneytið, Launanefnd sveitarfélaga og Reykjavíkurborg um ýmis réttindamál samtakanna, s.s. veikinda- og fæðingarorlofsrétt. Viðræður um réttinda- málin höfðu staðið yfir milli þessara aðila í eitt og hálft ár en síðustu daga og vikur hafa funda- höld verið stíf. Samkomulagið tekur gildi 1. jan- úar næstkomandi fyrir öll aðildarfélög samtak- anna auk Félags islenskra leikskólakennara og verður hluti af kjarasamningum hlutaðeigandi stéttarfélaga. Það nær til tæplega 30 þúsund manns, eða nærri þriðjungs launþega í landinu. Þar af eru félagsmenn BSRB um 17 þúsund. Samkomulagið byggist m.a. á nýjum lögum um fæðingarorlof sem taka gildi um næstu ára- mót. Talsmenn samningsaðila eru almennt ánægðir með samkomulagið og telja sumir að það geti jafnvel liðkað fyrir komandi kjaravið- ræðum. Fjölskyldu- og styrktarsjóður Með samkomulaginu verður t.d. veikinda- réttur samræmdur fyrir þessi stéttarfélög og hefur jafn víðtækt samkomulag ekki verið gert áður hér á landi. Meðal nýjunga í samkomulag- inu er að greitt verður 0,41 % af heildarlaunum í svokallaðan fjölskyldu- og styrktarsjóð. Þetta hefur verið eitt helsta bai'áttumál þessara sam- taka og er nokkurs konar ígildi sjúkrasjóða á al- mennum vinnumarkaði. Þá eru ýmsar fleiri nýjungar í samkomulag- inu, m.a. að á meðan veikindaréttur varir koma til fullar gi-eiðslur miðað við viðmiðunarlaun all- an tímann, en ekki full laun fyrst og síðan hálf laun eins og verið hefur. Einnig var samið um sérstakan rétt vegna atvinnusjúkdóma og vinnuslysa og sömuleiðis eykst réttur foreldra vegna veikinda bama úr 7 dögum í 10. í sam- komulaginu kemur fram að starfsmaður, sem hefur áunnið sér fleiri veikindadaga samkvæmt áður gildandi reglum, fyrir gildistöku sam- komulagsins, heldm- þeim réttindum. Þá flytj- ast réttindin með starfsmönnum, þótt þeir fær- ist t.d. úr starfi frá ríki til sveitarfélags. Geir Haarde fjármálaráðherra segir sam- komulagið mikið fagnaðarefni. Það slái „ágætan tón“ fyrir komandi kjaraviðræður við einstök félög opinberra starfsmanna. Margt í sam- komulaginu hafi þessi samtök haft á sinni dag- skrá. Þar með fækki ágreiningsmálunum. „Þarna er um að ræða bæði einföldun á rétt- indakerfi opinberra starfsmanna en einnig að- lögun að því sem almennt gerist á vinnumark- aðnum,“ segir Geir. Björk Vilhelmsdóttir, formaður BHM, segir í samtali við Morgunblaðið að samkomulagið í heild sinni sé gott. Hún telur það einnig liðka fyrir kjaraviðræðum, gott sé að réttindakaflinn sé úr sögunni. Góður árangur hafi náðst í réttindamálunum og það skipti miklu máli fyrir þeirra félagsmenn og vinnumarkaðinn í heild. Að hennar mati er Samkomulaginu fagnað beggja vegna borðs Samkomulag opinberra starfsmanna við ríki og sveitar- félög um réttindamál nær til um þriðjungs launþega í landinu og er af sumum talið liðka fyrir komandi kjara- viðræðum. Þannig telur fjármálaráðherra að samkomu- lagið slái „ágætan tón“ fyrir þær viðræður. Morgunblaðið/Þorkell Frá undirritun samkomulagsins í gær. „Gamlir" samherjar frá BSRB takast í hendur, þeir Ögmundur Jónasson, formaður samtakanna, og Birgir Björn Sigurjónsson, fyrrverandi að- alhagfræðingur BSRB, nú forstöðumaður kjaraþróunardeildar Reykjavíkurborgar. Á milli þeirra er Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, og lengst til vinstri er Björk Vilhelmsdóttir, formaður BHM. það t.d. venilega til bóta að verið sé að sam- ræma veikindarétt á opinberum markaði. Einn- ig sé verið að einfalda réttinn og taka af flóknar reglur um rétt til heilla launa og síðan til hálfra launa. í staðinn séu greiddir heilir dagar. Björk telur fjölskyldu- og styrktarsjóðinn einnig mik- ilvægan. Hann greiði fyrst og fremst þann mis- mun sem er á milli þeirra fæðingarorlofslaga sem taka gildi um næstu áramót og þeirra rétt- inda sem reglugerð um fæðingarorlof hefur veitt fólki til þessa. „Reglugerðin veitti betri réttindi en lögin en opinberir starfsmenn voru tilbúnir til að ná fram samræmingu í fæðingarorlofi á öllum vinnumarkaði. Sjóðurinn er stofnaður til að greiða konum mismuninn, þannig að þær séu ekki að tapa fjárhagslega á löggjöfinni. Einnig er það hlutverk sjóðsins að stéttarfélögin geti tekið á sérstökum áföllum hjá sínum félags- mönnum, sem veikindarétturinn nær ekki til. Þá kemur sjóðurinn til móts við þarftr félags- manna varðandi heilsueflingu," segir Björk. Að mati Bjarkar var mikilvægt að klára sam- komulagið áður en viðræður um kjarasamninga fara á fullt. Góður vilji beggja samningsaðila hafi staðið til þess, en báðir hafi þurft að gefa töluvert eftir í sínum kröfum. Þannig hafi fé- lagsmenn BHM haft réttindi til 45 veikinda- daga fyrstu sex mánuði í starfi en samkvæmt samkomulaginu fóru réttindin niður í 14 daga eftir þriggja mánaða starf og 35 daga eftir sex mánuði. Verulegur áfangi Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, segir samkomulagið mikilvægt. Verulegur áfangi hafi náðst í réttindabaráttu starfsmanna ríkis og sveitarfélaga. Áður hafi ríki og sveitarfélög í landinu, að Reykjavíkurborg meðtaldri, ekki komið saman að svona samningagerð. „Þetta er mjög til hagsbóta, bæði fyrir laun- þega og launagreiðendur, og auðveldar til dæmis flutninga á milli stofnana án þess að fólk verði fyrir réttindamissi. Við lögðum upp í þessa för með það fyrir augum að koma ýmsum réttindum, sem kveður á um í reglugerðum og lögum, yfir í kjarasamninga. Jafnframt var ákveðið að taka réttindakerfið til gagngerrar endurskoðunar. Það hefur tekist og við höfum að mínum dómi náð verulegum réttarbótum." Varðandi aukinn rétt foreldra vegna veikinda barna, úr 7 dögum í 10, bendir Ögmundur á að ganga þurfi lengra, m.a. fyrir foreldra lang- veikra barna. I framhaldinu verði aðrir þættir réttindamála teknir til endurskoðunar, s.s. rétt- indi trúnaðarmanna og margvíslegar trygg- ingabætur. Aðspurður hvort samkomulagið geti liðkað fyrir kjaraviðræðum segist Ögmundur ekki vilja fella dóm um það. Annað mál sé að taka á kjörunum, sem séu mismunandi eftir einstök- um félögum og hópum. „Samkomulagið eflir með okkur bjartsýni á að hægt sé að taka áfram á réttindamálunum og bæta þau. Við höfum sýnt að það er hægt á heildstæðan hátt. Við erum að landa réttinda- bótum sem skipta okkur verulegu máli,“ segir Ögmundur. Þess má geta að BSRB fékk inn í samkomulagið viðauka er snýr sérstaklega að réttindum lögreglumanna, fangavarða og toll- varða, þ.e. að réttindi í öðrurn lögum haldi þrátt fyrir samkomulagið Enginn tapar réttindum Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, segist vera sáttur við niðurstöðuna. Samningalotan hafi verið löng og ströng. Mikilvæg sé sú varnar- girðing í samkomulaginu að enginn félags- manna muni tapa réttindum sínum. Hvort samkomulagið liðki fyrir kjaraviðræð- um vill formaður KÍ ekki fullyrða um. En hefði samkomulagið ekki legið fyrir, hefði það truflað kjaraviðræðurnar. Kramnik fór létt með Kasparov SKÁK L o n (t o n KASPAROV-KRAMNIK 8.10.-4.11.2000 KRAMNIK fór ótrúlega létt með Kasparov í 10. skák einvígis þeirra í London. Ósigurinn var mikið áfall fyrir Kasparov. í stað þess að eiga góða möguleika á að jafna stöðuna í einvíginu bíður Kasparovs nú nær óyfirstíganlegt verkefni og allar lík- ur verða að teljast á því að Kramnik sigri í einvíginu og bindi þar með enda á 15 ára yfirburði Kasparovs í skákheiminum. Áfall Kasparovs var ekki eingöngu fólgið í því að tapa skákinni. Það var ekki síður hvernig hann tapaði henni, nánast baráttu- laust, og segja má að Kramnik hafi farið með hann eins og hvern annan viðvaning. Svo virðist sem baráttu- gleðin hafi gjörsamlega svikið Kasp- arov í þessu einvígi, hver sem ástæð- an er. Þær finnast ekki margar skákirnar sem Kasparov hefur tapað í 25 leikjum en skákin sjálf segir meira en mörg orð. 10. einvígisskákin: Hvítt: Kramnik Svart: Kasparov Nimzoindversk vörn 1. d4 RfB 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 Kramnik forðast afbrigðið með 4.Qc2 eftir slæma reynslu af því í 8. skákinni. Hann velur þess í stað þann leik sem hefur verið aðalleiðin gegn „Nimzanum" í hálfa öld. 4. e3 0-0 5. Bd3 d5 6. Rf3 c5 7. 0-0 cxd4 Gamla leiðin er 7. - Rc6 8. a3 Bxc3 9. bxc3 dxc4 10. Bxc4 Dc7 11. Dc2 e5 o.s.frv. 8. exd4 dxc4 9. Bxc4 - Nú er komin upp staða sem svipar til byrjunarinnar í sjöttu skákinni. Hvítur hefur stakt peð á miðborðinu en í staðinn hefur hann meira svig- rúm til athafna fyrir menn sína. Kasparov stóð örlítið betur í mið- taflinu í fyrrnefndri skák þannig að ekki er að undra, að hann hafi áhuga á að tefla svipaða stöðu nú. 9. — b6 10. Bg5 Bb7 11. Hel - Þegar hér var komið skákinni hafði Kramnik notað 7 mínútur af þeim umhugsunartíma sem hann hafði fyrir fyrstu 40 leikina en Kasp- arov 14. Il.-Rbd7 12. Hcl Hc8 Klukkan: Kramnik átti 1 klukku- stund og 49 mínútur eftir, Kasparov 1,44. 13. Qb3!? Be7?! Kasparov hugsaði sig lengi um, áður en hann lék þennan leik. Hann taldi eftir skákina, að hann hefði átt að drepa á c3 enda sýnir framhaldið í skákinni, að svartur verður að bregðast hart við gegn yfirvofandi hótunum hvíts, m.a. um að fórna á e6. Leikurinn í skákinni er reyndar þekktur í fræðunum en hefur ekki gefistvel. Rétt er að taka fram, að 13. - Bxf3 er svarað með 14. Dxb4 o.s.frv. 14. Bxf6! - Hvítur getur ekki fórnað strax á e6, því að eftir 14. Bxe6 fxe6 15. Dxe6+ leikur svartur 15. - Hf7. Kramnik rýmir þess vegna g5-reit- inn fyrir riddaranum á f3. 14. - Rxf6 Enn hugsaði Kasparov lengi. Eftir 14. -15. Rb5 á hvítur tvær óþægileg- ar hótanir, 16. Rxa7 og 16. Rd6. Sjá stöðumynd eitt. 15. Bxe6! fxe6 16. Dxe6+ Kh8 17. Dxe7 Bxf3 18. gxf3 Dxd4 Eftir 18. - Dxe7 19. Hxe7 Rd5 20. Hxa7 Hxf3 21. Hd7 á hvítur tveim peðum meira. 19. Rb5! - Tímaeyðsla Kasparovs sýnfr vel, að hann er kominn í stöðu sem hann þekkir ekki. í skákinni Hazai-Dan- ielsen, Valby 1994, vann hvítur auð- veldan sigur, eftir 19. - Df4 20. Hxc8 Hxc8 21. Rd6 o.s.frv. Klukkan: Kasparov átti 40 mínút- ur eftir en Kramnik 1 klukkustund og 20 mínútur. 19. - Dxb2 20. Hxc8 Hxc8 Klukkan: Kramnik: 58 mínútur eftir en Kasparov 39. 21. Rd6 Hb8 22. Rf7+ Kg8 23. De6 Hvítur hótar nú svokölluðu kæf- ingarmáti: 24. Rh6++ Kh8 25. Dg8+ R eða Hxg8 26. Rf7 + mát. 23. - Rf8? Afleikur sem tapar strax. Eftir 23. - h5 töldu ýmsir, að Kasparov hefði geta veitt viðnám. Einvígisstjórinn, enski stórmeistarinn Raymond Keene, benti á leið sem virðist vinna örugglega: 24. Rg5+ Kh8 25. Df5 Dxa2 (hvað annað?) 26. He7 Da3 27. Hf7 (hótar 28. Hxf6) 27. - Kg8 28. Kg2 (ekki 28. Dg6 Dcl 29. Kg2 Dxg5+ 30. Dxg5 Kxf7) og nú finnst engin vörn við hótuninni Df5-g6. 24. Rd8+ Kh8 25. De7 og svartur gafst upp því að hann tapar eftir 25. - Hxd8 (25. - Hg8? 26. Rf7 + mát, eða 25. - Kg8 26. Re6 Hf7 27. Dd8+ og mátar) 26. Dxd8+ Rg8 27. Dd5! Df6 28. He6 og hvítur á vinningsstöðu þótt það taki tíma að innbyrða fenginn. Klukkan, að lokinni skákinni: Kj-amnik átti 32 mínútur eftir, Kasp- arov 29. Sjá stöðumynd tvö. Kasparov hefur aðeins einu sinni tapað kappskák í svona fáum leikjum en það var fyrir þrem árum í skák sem hann vill örugglega ekki muna, síðustu skákinni í einvíginu við álskrímslið, IBM-tölvuna Dimmbláa. Staðan í ein- víginu er nú 6-4 Kramnik í vil. Næsta skák verður tefld á fimmtudag. Daði Orn Jónsson Bragi Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.