Morgunblaðið - 25.10.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.10.2000, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Áhrif nýrra laga um persdnuvernd og meðferð persónuupplýsinga Aukið réttaröryggi fyrir einstaklinga og fyrirtæki Morgunblaðið/Ásdís Frá ráðstefnu Staðlaráðs og Skýrslutæknifélagsins um persónuvernd í viðskiptum og stjórnsýslu. AÐ MATI Hlyns Halldórssonar lög- fræðings munu ný lög um persónu- vemd hafa mikla þýðingu, ekki aðeins íýrir einstaklinga, heldur ekki síður fyrir fyrirtæki og stofnanir. Réttarör- yggi beggja muni aukast verulega. Hlynur flutti eiándi um þessi mál á ný- legri ráðstefnu Staðlaráðs og Skýrslu- tæknifélagsins um persónuvemd í við- skiptum og stjómsýslu. Hlynur hefur kynnt sér sérstaklega þýðingu og áhrif laga um persónu- vemd og meðferð persónulegra upp- lýsinga fyrir íslensk fyrirtæki og stofh- anir. I eiándi sínu minnti hann á mai-kmið laganna, þar sem fram kem- ui' að skráning, vinnsla og meðferð persónuupplýsinga skuli vera í sam- ræmi við grundvallarsjónannið og reglur um persónuvemd og friðhelgi einkalífs, tiyggja eigi áreiðanleika og gæði persónuupplýsinga og tryggja frjálst flæði persónuupplýsinga á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins, EES. Hlynur sagði að samkvæmt lögun- um væm miklar skyldur lagðar á herð- ar þeirra aðila sem tækju að sér að skrá og vinna með persónuupplýsing- ar. Ábyrgð þeirra væri mikil. í því sambandi nefiidi Hlynui' að vinna mætti eftir amk. 8 boðorðum við vinnslu og meðferð persónuupplýs- inga: 1. Persónuupplýsingar skuli vinna með sanngjömum, málefnalegum og lögmætum hætti. 2. Fengnai- í yfirlýstum, skýrum og málefnalegum tilgangi og ekki unnai' frekar í öðrum ósamrýmanlegum til- gangi. 3. Séu nægilegar, viðeigandi og ekki umfram það sem nauðsynlegt er miðað við tilgangvinnslunnar. 4. Pær séu áreiðanlegar og uppfærð- ar eftir þöi’fum. 5. Varðveittar í því formi að ekki sé unnt að bera kennsl á skráða aðila lengur en þörf krefur miðað við tilgang vinnslu. 6. Þær séu unnar í samræmi við réttindi hins skráða. 7. Gripið sé til viðeigandi tæknilegra og sldpulagslegra úrræða til að koma í veg fyrir ólögmæta vinnslu eða skemmdir, tap eða eyðingu upplýs- inga. 8. Bannað sé að flytja persónuupp- lýsingar af EES nema tryggð sé full- nægjandi vemd þeirra í móttökuriti þar sem vinna á persónuupplýsingar. Sem dæmi um ósanngjama og ómálefnalega vinnslu persónuupplýs- inga, samanber fyrsta boðorðið, nefndi Hlynur lánshæfisfyrirtæki í Bandaríkjunum sem lét sér ekki duga upplýsingar um lánshæfi eins manns sem það mat, heldur byggði mat sitt einnig á gögnum um einstaklinga sem hefðu áður búið á sama stað og þessi tiltekni maður. Fyrirtækið reiknaði þannig út líkumar á því hvemig mað- urinn myndi standa í skilum, miðað við reynslu fyrri íbúa hússins! Upplýsingum safnað alls staðar Hlynui- sagði að nýju lögin hefðu aukið réttaröryggi í för með sér fyrir fyrirtæki og stofnanir. Leggja þyrfti vinnu í að meta skráningarskyldu og fylgjast með því að skráning hjá Pers- ónuvemd, áður Tölvunefnd, væri ávallt í samræmi við vinnslu upplýsinga eins og hún væri á hveijum tíma. Þá þyrftu hugbúnaðarframleiðendur að bjóða hugbúnað sem gerði ábyrgðaraðilum kleift að inna lagaskyldu sína af hendi með öruggum og fljótvirkum hætti. Hlynur minnti einnig á að ný lög um persónuvemd hefðu í for með sér aukna réttarvitund og -öryggi fyrir ein- staklinga. Skýrar lagaheimildir væru fyrir almenning tilað framfylgja rétti sínum og tryggja friðhelgi einkalífsins, samkvæmt stjómarskrá lýðveldisins. Opinber stofnun eins og Persónuvemd hefði nú víðtækari úrræði en áður til að framfylgja slíkum lögum. ,ýUls staðar er verið að safna upp- lýsingum um okkur, sem jafnvel hef- ur verið hægt að safna án okkar vit- undar. Aðrir geta jafnvel vitað meira um okkur en við sjálf. Það er mikil- vægt að standa vörð um réttindi hvers einstaklings. Tryggja þarf rétt- indi manna til að vera látnir í friði,“ sagði Hlynur í lok erindis síns. Hálshnykk geta fylgt svefn- truflanir SVEFNTRUFLANIR eru mark- tækt algengari meðal kvenna sem fengið hafa hálshnykk samkvæmt könnun sem gerð var meðal kvenna á höfuðborgarsvæðinu sem fæddar eru árið 1947. Niðurstöður hennar voru kynntar á vísindaþingi Félags íslenskra heimilislækna um síðustu helgi. „Svefntruflanir í kjölfar háls- hnykksáverka eru vel þekktar. Verkir hafa verið taldir ein megin- ástæða þeirra," segir m.a. í út- drætti en rannsóknina unnu Bryn- j dís Benediktsdóttir, heilsugæslu- læknir í Garðabæ, Þórarinn Gísla- son, sérfræðingur í lungnalækn- ingum, og Kristinn Tómasson, yfirlæknir hjá Vinnueftirliti ríkis- ins. Sendur var spurningalisti til all- ra kvenna á höfuðborgarsvæðinu sem fæddar eru 1947, alls 956, og svöruðu 690. Af þeim 526 sem svör- uðu spurningum um hálshnykks- áverka sögðust 104 hafa fengið hálshnykk og hjá tæplega helmingi þeirra hafði það gerst á síðustu 10 árum. Allar tegundir svefntruflana reyndust marktækt algengari með- al kvenna sem fengið höfðu háls- hnykk, rúmlega þriðjungur þeirra sagðist eiga erfitt með að sofna á kvöldin, helmingur sagðist vakna oftar upp á næturnar og tæplega fimmtungi fannst þær vera þreytt- ari og eiga erfiðara með að vakna á morgnana. „Konur sem fengið höfðu hálshnykk höfðu marktækt oftar slæma verki, mátu heilsu sína sem slæma, voru kvíðnari, þung- Iyndari og voru tíðari gestir hjá læknum en þær konur sem ekki höfðu hlotið hálshnykk. Ekki reyndist munur á lífsstíl þessara hópa kvenna," segir m.a. í útdrætt- inum. Um 78% lands- manna hafa að- gang að Netinu Hugsanleg sameining- Hitaveitu Suð- urnesja og Rafveitu Hafnarfjarðar Hlutur Hafnar- fjarðar yrði Ve í nýju fyrirtæki Akstur án ökuréttinda Réttindi til bóta falla sjaldnast niður ÖKUMAÐUR, sem hefur af ein- hverjum orsökum misst ökuleyfið og lendir í bílslysi, þarf ekki að sæta því að réttindi hans til bóta frá trygg- ingafélögum falli niður. Þetta á við í þeim tilfellum þar sem ekki er hægt að sýna fram á að það hafi verið or- sakasamband á milli þess að öku- maðurinn ók án ökuréttinda og slyssins. Þetta á hins vegar ekki við þá sem hafa aldrei fengið ökurétt- indi. Ingvar Sveinbjörnsson, lögmaður Vátryggingafélags íslands, segir að almennt komi það ekki niður á bóta- rétti ökumanna þótt þeir lendi öku- réttindalausir í árekstri. Svo lengi sem sýnt hafi verið fram á að þeir hefðu kunnáttu til að aka bíl hefðu þeir fullan bótarétt nema hægt væri að leiða fram að orsakasamband væri á milli árekstursins og þess að þeir hefðu ekki ökuréttindi. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Reykjavík þurfa þeir, sem láta hjá líða að endurnýja ökuskír- teini sín, að borga sekt séu þeir stöðvaðir. Líði meira en tvö ár án þess að ökuskírteini sé endurnýjað missir viðkomandi ökuleyfið og verð- ur að taka ökuprófið að nýju. Fram að þeim tíma telst ökumaðurinn öku- réttindalaus. Sektir liggja við akstri án ökuréttinda. TÆPLEGA 78% landsmanna á aldrinum 16 til 75 ára hafa aðgang að tölvu með nettengingu og hafa 64,7% þeirra aðgang að Netinu á heimili sínu. Auk þess hefur að- gangur að Netinu aukist um tæp- lega 10% á undanförnum 12 mán- uðum. Þetta eru helstu niðurstöður könnunar, sem Pricewaterhouse Coopers gerði fyrir verkefnis- stjórn um upplýsingasamfélagið, sem starfar á vegum forsætisráðu- neytisins. I niðurstöðum könnunarinnar kemur einnig fram að karlar virð- ast nota Netið meira en konur. Af þeim sem hafa aðgang að Netinu nota 61,4% karla það daglega en 42,2% kvenna og eru karlarnir að jafnaði um 5,2 klukkustundir á viku á Netinu en konurnar um fjórar klukkustundir. Af þeim sem hafa nettengingu eru 82,5% með tölvupóstfang. Um 51,7% þeirra sem eru með nett- tengipgu nota tölvupóst nær dag- lega en um 15,4% nota hann sjaldnar en vikulega eða aldrei. Augljós tengls milli starfs og aðgangs að Netinu Marktækur munur kemur fram milli hópa þegar skoðað er aðgengi eftir aldri, tekjum, starfi og bú- setu, en eftir því sem tekjur auk- ast og menntunarstig verður hærra er líklegra að fólk hafi að- gang að Netinu. Einnig koma fram augljós tengsl milli starfs og að- gangs að netinu. Um 8,5% landsmanna nota ferðatölvur og er notkun þeirra mest meðal karla, íbúa höfuðborg- arsvæðisins, hátekjufólks og þeirra sem lokið hafa háskólanámi. Af þeim sem hafa aðgang að Netinu hafa 19% keypt vöru eða þjónustu þar á síðastliðnum þrem- ur mánuðum og eru karlar mun líklegri en konur til að versla á Netinu. í 48% tilfella eru það ábending- ar frá vinum og vandamönnum sem hvetja fólk til að skoða nýjar vefsíður, en auglýsingar í dagblöð- um og sjónvarpi og ábendingar leitarvéla gera það í um 20% til- fella. Um 79% landsmanna nota GSM síma Einnig kemur fram í könnuninni að um 79% landsmanna á aldrinum 16 til 75 ára nota GSM síma. Tæp- lega 53% nota SMS skilaboð, en SMS skilaboðanotkun er jafnframt langmest meðal fólks á aldrinum 16 til 24 ára, eða um 88,5%. Nánari upplýsingar um niður- stöður könnunarinnar eru birtar á vefsíðu forsætisráðuneytisins www.stjr.is/for, undir liðnum nýtt efni. SAMIN hefur verið áætlun um möguleika á sameiningu Hitaveitu Suðurnesja og Rafveitu Hafnar- fjarðar. Kemur hún í framhaldi af viljayfirlýsingu aðila fyrir tveimur árum og segir Júlíus Jónsson, for- stjóri Hitaveitu Suðurnesja, að stefnt sé að því að fá skýrar línur í málið fyrir næstu áramót og að í samrunaáætluninni sé gert ráð fyr- ir að sameinað fyrirtæki taki til starfa 1. janúar á næsta ári. Ákvarðanir um samruna eru háð- ar samþykki bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar og eigenda Hitaveitu Suður- nesja sem eru sveitarfélögin þar, Reykjanesbær, Grindavík, Sand- gerði, Gerðahreppur og Vatnsleys- ustrandarhreppur. Þá þarf einnig að koma til samþykki Álþingis þar sem Hitaveita Suðurnesja starfar eftir sérstökum lögum. Sameining- aráætlunin var kynnt samtímis á fundi stjórnar Hitaveitunnar og í bæjarráði Hafnarfjarðar í síðustu viku. Hitaveitan metin á 8,3 milljarða Ætlunin er að sameina fyrirtækin undir nafninu Hitaveita Suðurnesja hf. Júlíus Jónasson segir að Hita- veita Suðurnesja sé metin á um 8,3 milljarða króna og Raíveita Hafn- arfjarðar á um 1,6 milljarða. Er gert ráð fyrir að Hafnarfjarðarbær eignist um % í nýju hlutafélagi með i Rafveitunni. Júlíus segir að tölur um verðmæti séu þó ekki úrslita- atriði í þessu samhengi heldur hver hlutföll verði í hinu nýja félagi. Á fundi stjórnar Hitaveitunnar í síð- ustu viku, þegar samrunaáætlunin var kynnt, lagði fulltrúi Vatnsleysu- strandarhrepps fram bókun um að mat fyrirtækjanna væri gamalt og hann lýsti jafnframt óánægju með framgöngu stjórnarformanns og forstjóra varðandi málið. Júlíus Jónsson segir að tilgangur sameiningar sé að mynda sterkara fyrirtæki í væntanlegri samkeppni í orkusölu sem boðuð hefði verið. Hann segir tólf fyrirtæki stunda orkusölu og telur að þau verði ekki svo mörg eftir þrjú til fjögur ár. Hann segir ekki útilokað að flein bæjarfélög gangi inn í fyrfrtækið á síðari stigum, t.d. Bessastaðahrepp- ur, Garðabær og Kópavogur, en þau áttu aðild að viljayfirlýsingunni i fyrir tveimur árum. MP verðbréf hf. hafa leitt viðræðurnar og annast tæknilegan undirbúning.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.