Morgunblaðið - 25.10.2000, Side 14

Morgunblaðið - 25.10.2000, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Davíð heilsar upp á frænkur sínar, sem fæddust í Kanada og voru meðal gesta í Árborg. Barnakór Nýja íslands söng fyrir gesti á Gimli og í Árborg. Islensk menning í Vesturheimi Davíð Oddsson forsætisráðherra og föruneyti hans kynntust vel íslenskri menningu í Manitoba-fylki í Kanada í heimsókn sem lauk um helgina. Steinþór Guðbjartsson blaðamaður og Kristinn Ingvarsson ljósmyndari voru með í för. NEIL Bardal, kjörræðismaður ís- lands í Manitoba-fylki, segir að áætla megi að um 200.000 manns af íslenskum ættum séu í Norður- Ameríku og þar af um helmingur í Kanada og langflestir þeirra í Manitoba. Vítt og breitt um landið eru félög sem tengja sig við Island og er starfið víða mjög öflugt. Magnús fór á kostum Félagið Frón í Winnipeg hélt móttöku í „skandinaviska“ húsinu í Winnipeg, sem Neil vill kalla Norræna húsið, fyrir Davíð og fylgdarlið og var þar boðið upp á íslenska dagskrá, en meðal við- staddra var John Harvard, þing- maður á kanadíska þinginu, og Bill Norrie, fyrrverandi borgar- stjóri í Winnipeg, en þegar Davíð var borgarstjóri 1989 sótti hann Winnipeg heim í boði Norries. Sessunautur Davíðs var Magnus Eliason, erindreki Nýja dem- ókrataflokksins um áratugaskeið og borgarfulltrúi flokksins um árabil. Magnus, sem er um nírætt, talar íslensku eins og innfæddur en hann flutti langa kvæðið Winn- ipeg Icelander eftir Guttorm J. Guttormsson blaðalaust við mikla hrifningu viðstaddra, sem flestir skildu vel íslensku, þótt margir hefðu aldrei til íslands komið. Magnús fór á kostum í veisl- unni. „Ég kann vel að meta Davíð þótt við séum á öndverðum meiði í pólitíkinni,“ sagði hann. „Hins vegar vildi ég að ég væri um 40 árum yngri, byggi á íslandi og væri á fullu í pólitikinni - á móti Davíð.“ Skemmtikraftar frá íslandi í ár eru 1000 ár frá því íslend- ingar komu fyrst til Kanada og 125 ár frá landnámi þeirra við Winnipeg-vatn. í tilefni tímamót- anna hafa verið haldnar um 200 skemmtanir í Kanada í ár og hafa hjónin Svavar Gestsson, sendi- herra og aðalræðismaður íslands í Winnipeg, og Guðrún Ágústsdóttir verið miklir drifkraftar í því starfi en Svavar áréttar að sjálfboða- starf fslensku félaganna hafi vegið gríðarlega þungt. Margir fslenskir listamenn hafa skemmt á þessum skemmtunum og þar á meðal djassbandið Halla’s Travel marg- sinnis. Félagarnir voru áberandi í heimsókn Davíðs til Manitoba og vöktu mikla lukku enda miklir snillingar á ferð. Víða mátti heyra að þetta væri besta hljómsveit sem fólk hefði heyrt í og eftir að hafa troðið upp á Gimli um helgi- na var sagt að þessir strákar yrðu að vera á þorrablótinu í Áborg í vetur. Skyldfólk vestra Kanadamenn af íslenskum ætt- um reyna að láta drauminn um að heimsækja gamla landið rætast en í tilfelli Ástríðar Thorarensen, eiginkonu Davíðs, snerist dæmið við að sumu leyti. Sigurbjörg F. Hannesson, langamma hennar, fæddist 14. október 1854. Hún varð ekkja með fjögur börn skömmu fyrir siðustu aldamót og átti ekki í neitt hús að venda. Hún vildi samt ekki gefast upp. Þrjú systkini hennar höfðu flutt til Kanada og hún ákvað að fylgja þeim eftir en varð að skilja tvær dætur sínar eftir í þeirri von að geta náð í þær síðar. Það varð aldrei en önnur þeirra, Guðrún, sem var fjögurra ára, þegar móðir hennar hélt til Vesturheims 1897, er móðuramma Ástríðar. Ástríður vissi af Ieiðinu í Selkirk skammt fyrir norðan Winnipeg og þar var hátíðleg stund sl. sunnudag. Ást- ríður lagði blóm að leiðinu og þijú kerti en síðan las íslenska sendinefndin nokkur vers upp úr 44. Passíusálmi. Davíð Oddssyni var alls staðar vel tekið á yfirreið sinni og hafði hann á orði að þetta væri eins og á kosningaferðalagi. í Árborg biðu hans m.a. tvær systur, Anna Morgunblaðið/Kristinn I Selkirk við leiði Sigurbjargar F. Hannesson, langömmu Ástríðar Thorarensen, eiginkonu Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. f.v. Skarphéðinn Steinarsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, Guðrún Ágústsdóttir, Guðjón Guðmundsson, varaforseti Alþingis, Guðný Jóna Ólafsdóttir, eiginkona hans, Svavar Gestsson, sendi- herra og aðalræðismaður íslands í Winnipeg, Ástríður Thorarensen og Davíð Oddsson forsætisráðherra. Magnús Eh'asson og Davíð Oddsson hittust í Norræna húsinu í Winnipeg. Hljómsveitin Halla’s Travel skemmti gestum á dansleik á Gimli sl. laug- ardagskvöld. Frá vinstri: Ásgeir Óskarsson, Gunnar Hrafnsson, Björn Thoroddsen og EgiII Ólafsson. Johnson og Jónína Benson, sem sögðust vera skyldar for- sætisráðherra í gegnum ömmu sína, Steinunni Jónsdóttur frá Núpsstað. Ég bið að heilsa Alls staðar þar sem Kanada- menn af í'slenskum ættum koma saman eru islenskur sögur í há- vegum hafður. „Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur” hefur ldjómað vestra í 125 ár og sömu sögu er að segja af öðrum perlum. Sólye söngmenn kalla bændum- ir Bragi Simundson, Melvin Eyjolfson og David Gislason sig þegar þeir koma saman og syngja á íslensku í Árborg og nágrenni. Þar er líka starfræktur íslenski bamakórinn og það sem er einna merkilegast við hann er að börnin tala ekki íslensku að einni stúlku undanskilinni. En þau syngja hana og gera það vel. Hins vegar er textinn prentaður á enskan máta svo börnin nái betur réttum fram- burði. Krakkarnir sungu m.a. Ég bið að heilsa fyrir forsætis- ráðherra og fóruneyti og var það vel við hæfi. Þau hugsuðu heim til gamla landsins og kvöddu með eftirfarandi orðum: Vore bothinn lyoofi, fuglinn troor sem fer meth fyathra bliki how a vega leysu ee sumar dal ath kvetha kvie thinn Theen hale sathu anekum ef ath firir ber Engill meth hoov og röthann skoovee,, ee paysu THröstur minn goathur, THath er stoolkan meen/ THröstur minn goathur, THath er stoolkan meen.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.