Morgunblaðið - 25.10.2000, Síða 15

Morgunblaðið - 25.10.2000, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000 15 Fríkirkjan í Hafnarfírði kallar Sigríði Kristínu Helgadóttur til starfs Forréttindi að fá að starfa í kirkjunni sinni FRIKIRKJAN í Hafnarfírði hefur kallað séra Sigríði Kristínu Helga- dóttur til að gegna hlutastarfi með séra Einari Eyjólfssyni fríkirkju- presti og var hún sett formlega inn í embættið síðastliðinn sunnudag. Sr. Sigríður lauk guðfræðiprófi í árs- byrjun og hlaut prestsvígslu hjá biskupi Islands í Dómkirlqunni sunnudaginn 15. október. Séra Sigríður Kristín Helgadóttir sagði í samtali við Morgunblaðið að það væru forréttindi að fá að taka við starfi í þeirri kirkju sem hún hefði kynnst í heimabyggð sinni og verið viðloðandi síðustu árin. Hún var í fyrsta fermingarbamahópi séra Ein- ars og var spurð hvort hún hefði strax þá tekið stefnuna á guðfræði- nám. „Nei, það var nú ekki, það gerði ég þegar ég eignaðist fyrstu dóttur mína og fór að íhuga skírnina," segir séra Sigríður Kristín. „Ég hóf námið 1992 og tók ársfrí enda eignaðist ég tvær dætur í viðbót á þessum tíma,“ segir hún og kveðst hafa notið þessa tíma, að lesa bækur og ala upp börn- in. „Guðfræðinámið er nátengt lífinu og tilverunni og ánægjulegt að geta sökkt sér í þetta hvort tveggja.“ Kynntist starfínu í Fríkirkjunni í Hafnarfirði Sigríður segir að Einar hafi fljót- lega eftir að hún hóf guðfræðinámið boðið sér að kynnast starfinu í kirkjunni og sagði hann hafa stutt sig í gegnum námið. Hún stundaði til- skilda þjálfun fyrir námið hjá Frí- kirkjunni og sinnti einkum barna- starfi þar. Sigríður útskiifaðist í febrúar á þessu ári og fjallaði loka- ritgerð hennar um trú og siðfræði í bama- og unglingabókum. „Ég kannaði þessi efni í söluhæstu bók- unum á þriggja ára tímabili og þar kom nú ýmislegt í ljós,“ sagði Sigríð- ur. Hún segir verkaskiptingu þeirra Einars ekki fastákveðna en hún sjái einkum um sunnudagaskóla og síðan Fornleifafræðistofan sendir Samkeppnis- stofnun erindi Spurt hvort samkeppnis- lög gildi ekki um Þjóð- minjasafn SAMKEPPNISSTOFNUN hefur borist erindi frá Fomleifafræðistof- unni þar sem úthlutun verkefna á vegum Þjóðminjasafns Islands tO einkaaðila er gerð að umtalsefni. Vilja aðstandendur Fornleifafræði- stofunnar vita hvort ákvæði sam- keppnislaga um útboð verkefna á vegum ríkisstofnana eigi ekki einnig að gOda um Þjóðminjasafnið. Bjarni F. Einarsson, fomleifa- fræðingur hjá Fornleifafræðistof- unni, sagðist hafa falið lögfræðingi sínum að rita Samkeppnisstofnun er- indið að gefnu tilefni. „Þetta er spuming um eðlOega og heiðarlega samkeppni," sagði hann. „Það er komið nýtt landslag í þessum málum á íslandi og menn verða að sætta sig við það og fylgja þeim leikreglum sem yfirvaldið hefur sett okkur.“ Sagði Bjami að sér fyndist nokkuð hafa vantað upp á að þessar leik- reglur væru hafðar í heiðri. Þjóðminjasafni og Fomleifastofn- un Islands mun nú þegar hafa verið sent afrit af erindi Fomleifafræði- stofunnar. Kom fram í máli Bjama að hann teldi málið vera komið í eðlileg- an farveg og hann biði nú einfaldlega niðurstöðu Samkeppnisstofnunar. skipti þau með sér almennri þjón- ustu í söfnuðinum. Séra Einar Eyjólfsson kom til starfa hjá Fríkirkjunni í Hafnarfirði eftir að hann lauk guðfræðinámi haustið 1984. „Þá voru um 1.800 manns skráðir í Fríkirkjusöfnuðinn en núna era þeir kringum 3.500 og umfang starfsins hefur farið vaxandi. Þess vegna var orðið nauðsynlegt að fá aðstoð og stjórn safnaðarins ákvað fyrir nokkru að kalla Sigríði Kristínu til starfans." Hann minnist Sigríðar Kristínar úr fyrsta fermingarbama- hópnum. „Hún var ein af mörgum í þessum glaðværa hópi sem veitti mér eldskírn í starfinu og fannst þau kannski bera nokkra ábyrgð á mér fyrstu skrefin," segir hann. En era verkefni prestanna að aukast fyrir utan það sem gerist með fjölgun safnaðarmeðlima? Leitað fyrr eftir þjónustu kirkjunnar „Mér finnst ýmislegt benda til þess að fólk leiti meira til kirkjunnar en verið hefur. Það á við alls kyns sál- moi^umuúuiu/uoii utavaioouu Sr. Einar Eyjólfsson, prestur Fríkirkjunnar í Hafnarfírði, les hér vígslu- bréf sr. Sigríðar Kristínar Helgaddttur þegar hún var sett í embætti. gæslu, það þarf að fylgja fólki vel eft- ir í sorginni og mér finnst við vera kölluð fyrr til en áður þegar eitthvað bjátar á hjá fólki. Þetta og margt annað kallar á aukna þjónustu kirkjunnar og það er því mikilvægt að geta fengið prest í hlutastarf í þessum vaxandi söfnuði.“ NYTT ANDLIT - FERSKUR BLÆR Astir unglinga 42. tbt. W 62. árg. H 24. okt., V 2000, \ VERÐ 498 kr. m. VSK. tJ «á Leioinleflu Siúsverkm! •4-4 JjJJJJJJ JJj1 Kanntu að mmwÁ Melkorka Tekia - Efgnaðist tvö börn á einu ári - Negiur Gestahancfkiæði - Stella McCartney - Heílsumolar Snyrting stjarnanna - Barnaherbergi - Hefnd nauðgarans

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.