Morgunblaðið - 25.10.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.10.2000, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Stoltenberg í sambandi við rússneskan njósnaforingja á árum áður Með dulnefni • • og moppu hjá KGB Reuters Jens Stoltenberg ræðir við Vladímír Pútín Rússlandsforseta á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York í síðasta mánuði. JENS Stoltenberg, forsætisráð- herra Noregs, hafði snemma á síð- asta áratug samband við foringja í rússnesku leyniþjónustunni, KGB. Par var honum gefið dulnefni og þar átti hann sína möppu með upp- lýsingum um einkahagi hans og stjórnmálaafskipti. Kom þetta fram í þætti í norska ríkissjónvarp- inu. Stein Vale, aðstoðaryfirmaður norsku leyniþjónustunnar, stað- festi í gær í viðtali við Aftenposten, að KGB hefði notað ákveðið dul- nefni, „Steklov“, á Stoltenberg en hann vildi hins vegar ekki upplýsa hvernig leyniþjónustan hefði kom- ist að því. Fór að ráðum leyniþjónustunnar Vale sagði, að 1991 hefði fulltrúi norsku leyniþjónustunnar haft samband við Stoltenberg og skýrt honum frá því, að leyniþjónustan vissi, að hann væri í sambandi við mann, Borís í. Kíríllov, sem væri foringi í KGB en ekki menningar- fulltrúi eins og látið væri í veðri vaka. Var Stoltenberg beðinn að láta KGB-manninn vita, að norska leyniþjónustan vissi öll deili á hon- um. Gerði hann það og þar með var samband þeirra búið. Vale leggur áherslu á, að Stolt- enberg hafi farið nákvæmlega að ráðleggingum leyniþjónustunnar. í yfirlýsingu, sem Stoltenberg hefur látið frá sér fara, segist hann hafa haft samskipti við starfsmenn í mörgum sendiráðum og þar á meðal í sendiráðum austantjalds- landanna. Hafi það verið venjan á þessum árum. Dagblaðið Verdens Gang sagði frá því fyrir þremur árum, að Thorbjprn Jagland, þáverandi for- sætisráðherra, hefði á ofanverðum áttunda áratugnum verið í sam- bandi við KGB-menn í Noregi. Hefðu þeir notað um hann dulnefn- ið „Júrí“. Jagland sagði, að á þess- um tíma hefði það verið hluti af starfi sínu að hafa samband við er- lend sendiráð og þar á meðal það sovéska. „Það var stefna Verkamanna- flokksins á þessum árum að veita eðlilegar upplýsingar um ástand mála í Noregi til að Sovétstjórnin færi ekki að telja sér trú um annað en það, sem var satt og rétt,“ sagði Jagland. Norska leyniþjónustan komst að dulnefninu, sem Rússar gáfu Jag- land, er KGB-foringinn Míkhaíl Bútkov baðst hælis í Bretlandi 1991. Hafði hann starfað við so- véska sendiráðið í Ósló frá 1989 undir því yfirskini, að hann væri fréttaritari rússnesks dagblaðs. í Dagbladet kemur fram, að tveir aðrir stjórnmálamenn í Verkamannaflokknum, þeir Reiulf Steen og Thorbjorn Berntsen, hafi rætt við KGB-menn. Var aldrei reynt að bera á þá fé en fyrir kom, að þeim bárust litlar gjafir. Gerði grein fyrir sambandinu Stoltenberg segist hafa gert ná- kvæma grein fyrir sambandi sínu við starfsmenn austur-evrópsku sendiráðanna þegar hann var á sín- um tíma kjörinn í varnarmálanefnd Stórþingsins og það hefði að hans frumkvæði verið rætt á fyrsta fundi hans í nefndinni. Segist hann aldrei hafa látið Kíríllov fá nein skjöl nema ef vera skyldi einu sinni um fund um umhverfismál, sem halda átti á Kolaskaga. Möppueign hjá KGB litil tíðindi Þetta mál hefur vakið athygli í Noregi en þeir eru líka margir, sem hneykslast á þessum frétta- flutningi ríkissjónvarpsins. Segja þeir, að á tímum kalda stríðsins hafi af ýmsum ástæðum verið talið ALBERTO Fujimori, forseti Perú, hafnaði í gær kröfu andstæðinga sinna um að hann segði tafarlaust af sér vegna til- lögu stjórnarinn- ar um að yfír- mönnum hersins yrði veitt sakar- uppgjöf vegna mannréttinda- brota sem framin voru í baráttunni gegn eiturlyfja- smyglurum og uppreisnarmönn- um. Fujimori reyndi einnig að kveða niður þrálátan orðróm um að yfirmenn hersins kynnu að taka völdin í sínar hendur og kvaðst hafa fulla stjóm á hernum. Fujimori hefur sætt harðri gagn- rýni vegna tillögunnar um sakar- uppgjöf og heimkomu Vladimiros Montesinos, fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar, sem sneri aftur til Perú á mánudag eftir að beiðni hans um hæli í Panama var hafnað. Montesinos flúði þangað eftir að hafa verið staðinn að því að múta stjórnarandstöðuþingmönnum í því skyni að tryggja flokki Fujimoris meirihluta á þinginu. Yfirmenn hersins óttast saksókn Montesinos var áður helsti bandamaður Fujimoris og mjög áhrifamikill í hernum. Þegar mútu- málið var afhjúpað ákvað forsetinn að boða til kosninga og láta af emb- ætti í júlí á næsta ári en óttast er að ekki verði af kosningunum, meðal annars vegna andstöðu hersins. nauðsynlegt að hafa nokkurt sam- band við sendiráð kommúnistaríkj- anna og engin ástæða til að hrópa um það nú. Með því sé verið að ýja að því, að þeir, sem það gerðu, hafi brotið eitthvað af sér án þess að nokkrar heimildir séu um það. Morten Jentoft, sem skrifar um erlend tíðindi fyrir norska ríkis- sjónvarpið, sagði líka í viðtali við Dagbladet í gær, að það að hafa átt sér möppu hjá KGB segði nákvæm- lega ekkert. Sjálfur hljóti hann að hafa verið þar á skrá. Yfirmenn hersins ætla að hætta störfum í lok ársins og talið er að þeir leggi nú mikið kapp á að tryggja að þeir verði ekki sóttir til saka eftir að þeir draga sig í hlé. Stjómarandstaðan segir að mark- miðið með sakaruppgjöfinni sé einnig að vernda Montesinos, sem hefur verið sakaður um að hafa skipulagt viðamiklar njósnir um stjórnmálamenn, fyrirskipað pynt- ingar og heimilað morð. Franciseo Tudela varaforseti sagði af sér á mánudag vegna tillög- unnar um sakaruppgjöfina, en talið hafði verið að hann yrði frambjóð- andi stjórnarinnar í næstu forseta- kosningum. Fujimori gagnrýndi af- sögn Tudela í gær og kvaðst ætla að halda embættinu um sinn til að koma í veg fyrir glundroða í land- inu. Heimkoma Montesinos varð til þess að margir óttuðust að að yfir- menn hersins kynnu að ræna völd- unum þar sem þeir teldu sig ber- skjaldaða vegna væntanlegra kosninga. Fujimori sagði hins vegar að hann hefði enn fulla stjórn á hernum eftir að hafa rætt við yfir- menn hans og heimsótt nokkrar herstöðvar á mánudag. Cesar Gaviria, leiðtogi Samtaka Ameríkuríkja (ÓAS), kvaðst hafa miklar áhyggjur af heimkomu Montesinos og skoraði á stjórn Perú að koma í veg fyrir að hann kæmist aftur til áhrifa. Bandaríkj- astjórn kvaðst einnig hafa áhyggjur af komu hans til Perú. Ekki er vitað hvar Montesinos heldur sig og hvort Fujimori hafi rætt við hann. Heath í helgan stein EDWARD Heath, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi íhaldsflokksins, til- kynnti í gær að hann hygðist hætta af- skiptum af stjómmál- um eftir næstu kosn- ingar. Heath, sem er 84 ára gamall, hef- ur verið þingmaður Bexley- kjördæmis, suður af Lundún- um, samfellt frá árinu 1950. Hann var forsætisráðherra frá 1970 til 1974 og tryggði meðal annars inngöngu Breta í Evrópubandalagið, eins og ESB var þá kallað. Hann átti lengi í bitrum deilum við Mar- gréti Thatcher, sem tók við leiðtogahlutverkinu í íhalds- flokknum af honum. Kínverjar ræða við WTO BOÐAÐ hefur verið til funda kínverskra embættismanna og fulltrúa Heimsviðskiptastofn- unarinnar (WTO) í byrjun næsta mánaðar, til að reyna að leysa snurðu sem hljóp á þráð- inn á lokasprettinum í samn- ingaviðræðum um inngöngu Kínverja í stofnunina. Fundirn- ir verða haldnir 2. og 8. nóvem- ber, en búist er við að kín- verska sendinefndin eigi í millitíðinni tvíhliða viðræður við einhver af aðildarríkjum WTO. Carter segir skilið við söfnuðinn JIMMY Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sagði í gær skilið við baptistasöfnuð Suðurríkjanna, þar sem hann getur ekki sætt sig við „stranga" túlkun safnaðarins á biblíunni varðandi hlutverk kvenna. Carter fullyrðir að bókstafstrúarmenn hafi tekið völdin í söfnuðinum og segir þá hafa tekið upp óviðunandi stefnu, meðal annars hvað varðar andstöðu við að konur gegni prestsembættum og með því að halda því fram að konur eigi að vera undirgefnar eigin- mönnum sínum. I bréfi sem Carter sendi 75 þúsund með- limum safnaðarins í gær sagði hann þessa afstöðu safnaðar- leiðtoganna brjóta í bága við „grundvallarforsendur trúar sinnar“. 60 látnir af völdum ebóla-far- aldurs EMBÆTTISMENN í Úganda sögðu í gær að talið væri að 60 manns hefðu látist af völdum ebóla-faraldursins, sem geisað hefur í landinu undanfarið. Grunur leikur á að um 165 manns hafi smitast af ebóla- veirunni. Talsmaður Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar sagði í gær að faraldurinn gæti staðið yfir í allt að þrjá mánuði, en starfsmenn stofnunarinnar í Úganda vonast þó til að hann gangi yfir á innan við mánuði. Maestro ÞITT FÉ HVAR SEM ÞÚ ERT Ólga í Perú vegna tillögu um að veita yfírmönnum hersins sakaruppgjöf Fujimori neitar að segja af sér strax Lima. Reuters. Edward Heath
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.