Morgunblaðið - 25.10.2000, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 25.10.2000, Qupperneq 30
30 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Alþjóðlegu bókakaupstefnunni í Frankfurt lokið Eitt mesta átak í kynningu á ís- lenskum bókmenntum erlendis ALÞJÓÐLEGU bókakaupstefnunni í Frankfurt lauk formlega á mánu- dag, en hún stóð í sex daga. Edda - miðlun og útgáfa var þar með stóran sýningarbás og kynnti bækur höf- unda Vöku-Helgafells, Máls og menningar, Iceland Review og For- lagsins. Samtals tóku tuttugu starfs- menn fyrirtækisins þátt í sýningunni í þeim tilgangi að kynna íslenskar bókmenntir, leita eftir kaupum á út- gáfurétti og funda með samstarfs- aðilum á ýmsum sviðum. Fundaði með um eitt hundrað fulltrúum útgefendafyrirtækja „Réttindastofa Eddu átti fundi með fulltrúum um eitt hundrað út- gáfufyrirtækja víðs vegar að úr heiminum, allt frá Bandaríkjunum til Japan, enda þótt megináhersla hafí verið lögð á evrópsk forlög,“ segir Pétur Már Ólafsson, forstöðumaður Réttindastofu Eddu. „Gefinn var út sérstakur bækling- ur þar sem hátt í sjötíu íslenskir höf- undar eru kynntir og var honum dreift á sýningunni. Má þannig segja að á sýningunni hafi farið fram eitt- hvert umfangsmesta átak sem gert hefur verið til að kynna íslenskar bókmenntir á erlendum vettvangi til þessa.“ Björn Bjamason menntamálaráðherra og Ingimundur Sigfússon sendiherra íslands í Þýskalandi kynntu sér starfsemina á sýningarsvæði Eddu-miðlunar og útgáfu á bókakaupstefnunni í Frankfurt og hittu þar m. a. að máli Ólaf Ragnarsson stjórnarformann Eddu og Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóra útgáfusviðs. Upplestur í Gerðarsafni UPPLESTUR á vegum Ritlistar- hóps Kópavogs verður í Gerðar- safni fimmtudag kl. 20. Skáldin í Grafai-vogi lesa úr bók sinni Brúin út í Viðey - sögur og ljóð. Þau eni Aðalsteinn Ingólfs- son, Ari Trausti Guðumundsson, Einar Már Guðmundsson, Gyrðir Elíasson, Hjörtur Marteinsson, Kristín Marja Baldursdóttir, Ragnar Ingi Aðalsteinsson og Sig- mundur Ernir Rúnarsson Aðgang- ur er ókeypis og allir velkomnir. ♦ ♦ ♦ Síðasta sýningarhelgi NÚ FER hver að verða síðastur að skoða margmiðlunarsýninguna @ og myndbandsverkið „Hraun og mosi“ eftir listakonuna Steinu Vasulka í Listasafninu á Akureyri. Tölvusýn- ingin @ er unnin í samvinnu ART- .IS, OZ.COM og Reykjavíkur menn- ingarborgar Evrópur árið 2000, en báðum sýningunum lýkur nú um helgina, sunnudaginn 29. október. Hópur rithöfunda sem koma út undir merkjum forlaga Eddu á sér fasta útgefendur erlendis og má þar nefna Halldór Laxness, Einar Má Guðmundsson, Ólaf Jóhann Ólafs- son, Einar Kárason og Steinunni Sigurðardóttur. Á sýningunni var einnig lögð áhersla á kynningu íslenskra barna- bóka og sýndu forleggjarar bókum höfundanna Andra Snæs Magnason- ar og Guðrúnar Helgadóttur sér- stakan áhuga, að sögn Péturs Más Ólafssonar. Kók o g samloka ATVIKSBÆKUR heitir nýleg ritröð á vegum útgáfufélags- ins Bjartur -Reykja- víkurAkademían og er nú að líta dagsins ljós dálítið greina- safn frá þeim, sem ber heitið Molar og mygla: Um einsögu og glataðan tíma. Greinarnar eru þrjár. Sú fyrsta er þýðing á ritgerð eins kunnasta sporgöngu- manns einsögurann- sókna, Carlo Ginz- burg, næsta er eftir ungan sagnfræðing að nafni Davíð Ólafsson, og þá síðustu hefur helsti baráttumað- urinn fyrir einsögurannsóknum á Islandi, Sigurður Gylfi Magnús- son, skrifað. I tilefni af útgáfu þessarar bókar ræddi blaðamað- ur við Sigurð Gylfa um Atviks- bækurnar, ReykjavíkurAkadem- íuna og svo að sjálfsögðu einsögurannsóknir. Sigurður Gylfi telur Atviks- bækur geta mæta tvíþættri þörf í íslensku samfélagi. Annars vegar eiga þær að vera hugvekjandi og birta skrif um áleitin viðfangsefni og umdeild á vettvangi fræðanna. í því sambandi kaus hann að leggja áherslu á þjónustu við nemendur H.Í., þar sem þeim veitti ekki af að fá nasasjón af umfangi og rótum slíkrar um- ræðu hverju sinni. Hann áleit lík- legt að undangengnar kappræður og áköf skoðanaskipti um stöðu sagnfræðinnar og einsögurann- sóknir hafi farið fyrir ofan garð og neðan hjá mörgum nemendum og þá einfaldlega af þeim sökum að markvissa kynningu um inn- viði og markmið einsögufræða skorti. Hitt hlutverk Atviksbóka snýr aftur að starfandi fræði- mönnum á Islandi. Sigurður Gylfi benti á að langskólagengnir fræðimenn á íslandi hafa ekki alls fyrir löngu hitt fyrir tímamót, sem reyndar séu orðin velþekkt erlendis og jafnan erfið viðfangs. Nýsnúnir úr Iöngu námi geti Islendingar ekki lengur gengið að stöðum hjá Háskóla Islands sem gefnum, heldur neyðist til að þiggja stundakennslu eftir hentugleikum Sigurður Gylfi Magnússon þeirrar stofnunar. Slíkt ástand hafi óhjákvæmilega í för með sér að menn veigri sér við að bjóða fram námskeið sem gætu verið illa séð af hálfu Háskóla Islands og hneigist þess í stað til að laga sig að ríkjandi við- miðum um hvað sé leyfilegt í umræðunni og hvað ekki. Hægt er að orða þetta sem svo að einröddun geti náð yfirhöndinni þeg- ar einungis eitt fræðasetur tryggir hag fræðimanna í heimspeki- greinum. Það sem ekki má ræða verður ekki sagt, svo lengi sem menn eru upp á viðkomandi stofnun komnir um viðurværi sitt. I þessu samhengi kom staða ReykjavíkurAkademíunnar til tals, en samkvæmt Sigurði Gylfa hefur hún gert fræðimönnum kleift að starfa sjálfstætt og mynda þannig mótvægi við áherslur Háskóla Islands. Þá sé ekki þar með sagt að Háskóli ís- lands sé afturhaldssöm stofnun, síður en svo. Sigurður sagðist einungis eiga við að Reykjavíkur- Akademian hafi átt þátt í að mynda ástand þar sem ólíkar raddir geta óhikað látið í sér heyra og tekist á um sjónarhorn og viðhorf til viðkomandi mál- efna. Háskóli íslands jafnt sem ReykjavíkurAkademían hljóti að sjá hag sinn í slíku ástandi. Sigurður Gylfi staðsetti Atviks- bækur sem afleiðingu þeirra um- ræðna sem fram hafa farið undir þaki ReykjavíkurAkademíunnar, og lagði ríkt á um að tengslin þar á milli kæmust til skila. Fræði- menn hvaðanæva að geti þó snúið sér til ritstjórnar Atviksbóka með hugmyndir sínar og sé ætlunin að sem ólíkastar áherslur birtist í þeim fiokki. Hann lét ennfremur í veðri vaka að hlutverk Atviksbóka mætti skilgreina sem „avant- garde“ á vettvangi fræðanna. Slíkt hlutverk fælist þá ekki síst í því að bækurnar væru flestum aðgengilegar og gæfu áhugasöm- um færi á að kynna sér uppgangstíma á sviði ólíkustu fræðigreina. Með því móti er veg- ið að múrnum á milli fræðilegs vettvangs og samfélagslegs að mati Sigurðar Gylfa. I umræðum um efni bókarinnar Iét Sigurður Gylfi þá skoðun í ljós að einsögurannsóknir gegni öðrum þræði því hlutverki að vega að slikum múrum. Líkt og Davíð bendir á í grein sinni og Sigurður Gylfi gerði að um- talsefni, þá felur það þó engan veginn í sér að hana megi af- skrifa sem þjóðlegan fróðleik. Sigurður Gylfi lýsti einsögunni í grófum dráttum sem ákveðinni rannsóknastefnu sem gangi út frá eigindlegum viðmiðum um að meðaljóninn sé ekki til og hafi í raun aldrei verið til. Sagnfræð- ingurinn sé ávallt að fást við sér- stæðar manneskjur, burtséð frá því hvort hann átti sig á því. Stjórnmál samanstanda af fólki sem ræðir saman eða rífst um ákveðin málefni, og sömu sögu er að segja um barnsfæðingar, dauðsföll, aðbúnað, menntun og þar fram eftir götum. Allt felur þetta í sér samkundu fjölmarga einstaklinga, sem hver og einn býr yfir eigin sögu. I sem skemmstu máli sagði Sig- urður Gylfi áherslur í bókinni og uppsetningu greinanna miða að því að kynna einsögurannsóknir, útskýra þær og gera grein fyrir aðsteðjandi vandamálum á ís- lenskum umræðuvettvangi. Tók hann sérstaklega fram að hans eigið innlegg felist í gagnrýni á einsögurannsakendur og þær áherslur sem hann álíti varasam- ar eða ófullnægjandi. Hann bætti því við að sín grein ræki reyndar lestina. Grein Ginzburgs, „Ein- sagan: Eitt og annað sem ég veit um hana“, þjóni aftur á móti þeim tilgangi að kynna hugsjón- irnar sem búa að baki einsögu- rannsóknum og staðsetja vanda- málin með tilliti til umheimsins. Grein Davíðs þótti honum einkum sinna því að gera grein fyrir einsögufræðilegum áherslum í ís- lensku fræðaumhverfi, skoða þær og gagnrýna. Líkt og allar aðrar Atviksbæk- ur kostar Molar og mygla... 1000 krónur, „sem er nú bara kók og samloka" komst Sigurður Gylfi að orði. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þessum bókum. Shopping & Fucking í síðasta sinn NÚ fer hver að verða síðastur að sjá sýningu EGG-leikhússins á Shopping & Fucking eftir Mark Ravenhill, því síðasta sýning verð- ur nk. föstudag, 27. október, kl. 20.30 í Kvikmyndaverinu í Loft- kastalanum. Þegar verkið var frumflutt í London fyrir fjórum árum vakti það strax mikla athygli og umtal og ekki leið á löngu þar til leikhús víða um heim kepptust við að setja það á svið. I leikritinu er sögð miskunnarlaus saga af fólki sem lítur á mannleg samskipti sem við- skipti fyrst og fremst. í sýningu EGG-leikhússins fara með hlut- verkin: Agnar Jón Egilsson, Atli Rafn Sigurðarson, Hjalti Rögn- valdsson, Nanna Kristín Magnús- dóttir og Ólafur Darri Ólafsson. Miðasala er í Iðnó alla daga og Loftkastalanum tveimur tímum fyrir sýningu. Morgunblaðið/Golli Ólafur Darri Ólafsson og Agnar Jón Egilsson. Sönghelgi í Hallgrímskirkj u HALLGRÍMSSÖFNUÐUR heldur um þessar mundir upp á 60 ára starfs- afmæli sitt. Af því tilefni verður þess minnst nk. föstudagskvöld, 27. októ- ber, á dánarafmæli Hallgríms Péturs- sonar, að prestar safnaðarins hafa í 60 ár samfleytt sungið messu á þessum degi til minningar um Hallgrím. Karl Sigurbjörnsson, biskup íslands, prédikar og Mótettukórinn syngur. „Til allra sem hafa yndi og gaman af að syngja. Til allra sem einhvern- tíma hafa sungið í kór en hafa ekki tíma til þess að vera í reglubundnu kórstarfi. Til allra sem hefur dreymt um að syngja í kirkjukór en aldrei lát- ið drauminn rætast. Nú er tækifær- ið!“ Þannig kynnir Hallgiímskirkja nýjung í starfi sínu en þar æfir og syngur um næstu helgi opinn kór undir stjórn Harðar Ágústssonar organista. Opni kórinn æfir söngdag- skrá í Hallgrímskirkju á laugardag frá kl. 10 til 14 og syngur við messu kl. 11 daginn eftir, sunnudaginn 29. októ- ber, eftir æfingu þá um morguninn. Á verkefnaskrá er kórverk eftir Mend- elssohn og sálmalög, meðal annars eftir Homelius og Hallgrím Péturs- son. Margrét Bóasdóttir syngur ein- söng með opna kómum. Skráning í opna kórinn er til föstu- dags í Hallgrímskirkju, kl. 9-17. Sigurbjörn Einarsson biskup flyt- m- fyrirlestur í Hallgrímskirkju kl. 10 nk. sunnudag þar sem hann m.a. rifj- ar upp minningar írá íýrstu dögum Hallgrímssafnaðar. í messunni kl. 11 prédikar séra Sigurður Pálsson sókn- arprestur og séra Jón Dalbú Hróbjartsson prófastur þjónar fyrir altari. í safnaðarblaði sem kemur út í til- efni tímamótanna segir Sigurbjöm í viðtali að Hallgrímskirkja og starf- semin sem þar fer fram sé einhver mesti sigur kirkjunnar á okkar dög- ><M-2000 Miðv. 25. okt. ART2000 Fyrirlestur Hans PeterStubbe Tegl- bjærg ogJöran Rudi í Salnum kl.l 7, en verk þeirra veröa leikin á tónleik- um kvöldsins kl. 20. www.musik.is/art2000 CAFÉ9 LISTASAFN REYKJAVÍKUR - HAFNARHÚS KL. 13-15 KinderCargo, verkstæöi þar sem börn geta unniö efni ogskrifast á viö jafnaldra í hinum borgunum. www.cafe9.net
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.